Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 43

Morgunblaðið - 22.01.1983, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 1983 43 SALUR 1 Flóttinn (Pursuit) 7 \ -/ Flóttinn er spennandi og jafn- framt fyndin mynd sem sýnir hvernig J.R. Meade sleppur undan lögreglu og fylgisveln- um hennar á stórkostlegan hátt. Myndin er byggð i sannsögulegum heimildum. Aóalhlutverk: Robert Duvall, Treat Williama, Kathryn Harr- old. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Hækkað verð. Sá sigrar sem þorir (Who Dares, Wins) r /A Þeir eru sérvaldir, allir sjálf- boöalióar, svífast einskis, og eru sérþjálfaðir. Þetta er um- sögn um hina frægu SAS (Special Air Service) þyrlu- björgunarsveit. Liðsstyrkur j þeirra var það eina sem hægt var aö treysta á. Aðalhlv.: Lewie Collins, Judy Davis, I Richard Widmark, Robert | Webber. Sýnd kl. 2.45, 5, 7.30 og 10 Ath: breyttan sýningartíma Bönnuð innan 14 ára. Hækkað verð. SALUR3 Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy) Stóri meistarinn (Alec Guinn- ess) hittir litla meistarann (Ricky Schroder). Þetta er hreint frábær jólamynd fyri' alla fjölskylduna. Aðalhlv.: Al- ec Guinness, Ricky Schroder, Eric Porter. Leikstj.: Jack Gold. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Dularfullar símhringingar Spennumynd i algjörum sér- flokki. Aöalhlv.: Charles Burn- ing og Carol Kane. Sýnd kl. 9 og 11. SALUR4 Bílaþjófurinn ttON ttOWMDxíYila m,VSlíw ri.^sm Bráöskemmtileg og fjörug mynd meö hinum vinsæla leik- ara úr American Graffiti, Ron Howard, asamt Nancy Morg- | an. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Konungur grínsins (King of Comedy) Einir af mestu listamönnum I kvikmynda i dag, þeir Robert De Niro og Martin Scorsese | standa á bak við þessa mynd. Framleiöandinn Arnon Milch- I an segir: Myndin er bæöi fynd- | in, dramatísk og spennandi. Aöalhlutverk: Robert De Niro, | Jerry Lewis, Sandra Bern- hard. Leikstj : Martin Scors-1 e,e Hækkað verð. Sýnd kl. 9 og 11.05 Being There Sýnd kl. 5 og 9. (11. sýningarmánuður) Allar með ísl. texta. Myndbandaleiga í anddyri Spjall um útvarp og sjónvarp Dagskrá ríkisfjölmiðlanna er í föstum skorðum í janúarmánuði og á það sérstaklega við um útvarpið sem er eldri stofnun en sjónvarpið. í útvarpi eru þættir eins og t.d. skák- þátturinn og óskalög sjúklinga. Báð- ir voru þeir á dagskrá fyrir um það bil þrjátiu árum þegar ég var ungur drengur og í þá daga álíka vinsælir og vídeóið í dag. Friðrik Ólafsson skákmeistari hóf sinn frægðarferil snemma á sjötta áratugnum. Sigur- skákir hans voru skýrðar í skák- þættinum af Guðmundi Arnlaugs- syni og Baldri Möller. Þá fannst okkur strákunum sem höfðum tekið skákbakteríuna að útvarpið væri mikið undratæki og fleiri en einn úr hópnum ætlaði sér að verða útvarps- stjóri þegar hann hafði aldur til. Fyrst man ég eftir óskalögum sjúkl- inga þegar Haukur Morthens söng „Bjössi á mjólkurbílnum" og varð „heimsfrægur" á Islandi. Utvarps- þáttur kominn á sextugsaldurinn er t.d. „Um daginn og veginn". Það er allt gott um það að segja að útvarps- þættir verði þetta gamlir séu þeir ekki staðnaðir, en það verður ekki sagt um fyrrnefnda þætti. í útvarpi byrja af og til nýir þættir, sumir verða langlífir, aðrir hverfa fljót- lega af dagskránni og enginn saknar þeirra. Hlustendur halda svo tryggð við einstaka þætti líkt og gamla kunningja, allt fer það eftir áhuga- málum hvers og eins. Fimtntudagur 13. janúar: Klukkan hálf níu um kvöldið byrj- aði í útvarpi nýr þáttur, „Spilað og spjallað". Umsjónarmaður Sigmar B. Hauksson og gestur Sigmars Sveinn Sæmundsson, forstöðumaður kynningardeildar Flugleiða. Sveinn rakti í stórum dráttum lífsferil sinn frá því að hann stundaði sjó- mennsku sem háseti um borð í skip- um Eimskipafélagsins á árunum eftir síðari heimsstyrjöld og fram á þennan dag. Einkar hugljúf kvöld- stund, lesin voru ljóð og spilaður jazz á milli þess sem þeir félagar spjölluðu saman. Að loknum þætti Sigmars var endurtekinn ágætur þáttur Jökuls heitins Jakobssonar, „Við eld skal öl drekka“. Af því tilefni langar mig að beina því til útvarpsins að það endurtaki fleiri þætti en Jökull stjórnaði í útvarpi, margir þeirra eru frábærir og ég veit að þeir eru til á spólum. Föstudagur 14. janúar: Poppþátturinn „Skonrokk“ í um- sjá Eddu Andrésdóttur og Þorgeirs Astvaldssonar er á dagskrá sjón- varpsins hálfsmánaðarlega á föstu- dagskvöldum. Erlendar og innlendar popphljómsveitir geysast fram á sviðið og meðlimir þeirra erlendu flestir þannig útlítandi að minnir frekar á ófreskjur utan úr geimnum en fólk af þessum heimi. Stundum fáum við þó að sjá prúðbúið fólk og viðurkcnnda listamenn eins og t.d. The Rolling Stones og af innlendum vettvangi nú í síðasta þætti, Stuð- menn og Grýlurnar með Egil Ólafs- son og Ragnhildi Gísladóttur i fremstu víglínu. Sælkerinn Sigmar B. Hauksson matreiddi andlega fæðu í útvarpi handa nátthröfnum til klukkan þrjú um nóttina. Spilaði dægurlög og jazz og spjallaði þess á milli við þá sem enn vöktu, en þeir hafa tæplega ver- ið margir í dagskrárlok. Þátturinn verkaði á mig sem kröftugt svefn- meðal. Þátturinn er miklu síðri rokkþingi Stefáns J. Hafstein. Laugardagur 15. janúar: Eftir hádegi rifjaði Svavar Gests upp tónlist áranna 1930—60 í fjör- FRÆDAFUNDUR í Hinu íslenska sjóréttarfélagi verður haldinn laugardaginn 22. janúar 1983 kl. 14.00 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar lláskóla Islands. A fundinum mun prófessor Erling Selvig, forstöðumaður Nordisk Institutt for Sjorett í Osló, halda erindi um alþjóðlegt ugum þætti, „í dægurlandi”. Svavar leyfði hlustendum að heyra í Millsbræðrum sem byrjuðu að syngja inn á hljómplötur á kreppu- árunum fyrir stríð. Tónlist frá þeim árum þegar afi og amma voru ung og heimurinn ekki sami hálfvitinn og nú fimmtíu árum síðar. Edda Björgvinsdóttir hringdi í Helgu Thorberg klukkan hálf átta og þá var á tali. Hún náði þó sam- bandi fljótlega. Útvarpsþáttur þeirra, „Á tali“ er saklaust grín, skop um náungann í næsta húsi. Ég sé þær Eddu og Helgu fyrir mér þar sem þær sitja við símaborðið, með hárrúllur á höfðinu, matarlyktin berst inn í stofu úr eldhúsinu, þær Aslaug Ragnars eru afslappaðar og skopast að lífinu og tilverunni. Sunnudagur 16. janúar: Sunnudagsmorgna er sendur út í útvarpi ágætur þáttur Friðriks Páls Jónssonar, „Út og suður". Þennan sunnudagsmorgun sagði Rafn Jóns- son, fréttamaður, frá Líbýu, ríki Khadafys, en þar var Rafn staddur sumarið 1981. Frásögn Rafns var fróðleg og skemmtileg og margt kom á óvart er hann greindi frá. I Líbíu er t.d. áfengisbann sem er auðvitað til fyrirmyndar á þeim tímum þegar íslendingar eyða á einum degi fyrir jól um átta milljónum króna í áfengi. „Það var og", þáttur Þráins Bert- elssonar hófst í útvarpi klukkan sex og ég vona að sem flestir hafi hlust- að. Þráinn flutti mjög góða og brýna hugvekju um ofbeldi í sjónvarpi og kvikmyndum. Hann gagnrýndi harðlega ofbeldi þar sem allt miðast við að kvelja fólk og það síðan myrt á hinn hryllilegasta hátt. Jafnvel börn og unglingar telja að kvik- myndir gangi eingöngu út á mann- dráp. Fræg er sagan af drengnum sem heyrði að amma hans væri látin og spurði þá: Hver skaut hana? „Glugginn", þáttur um listir og menningarmál var á dagskrá sjón- varpsins eftir kvöldfréttir. Stjórn- andinn, Áslaug Ragnars, heimsótti Iðnó og Þjóðleikhúsið og spjallaði við Stefán Baldursson og Svein Ein- arsson, leikhússtjóra, um næstu verkefni. Árni Björnsson, þjóðhátta- fræðingur, tók lagið og söng lög af hljómplötu sem gefin hefur verið út í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings. Ing- veldur Hjaltested söng einnig nokk- ur lög við undirleik Jónínu Gísla- dóttur á píanó. Að minu áliti er þátturinn ekki sérlega áhugaverður það sem af er, ég hef von um að samstarf á sviði sjóréttar. I upp- hafi fundarins kynnir hann einnig stofnun þá, sem hann stýrir. Prófessor Selvig, sem er hinn fyrsti erlendi gestur félagsins, flytur erindi sitt á norsku. Á fundinum er einnig gert ráð hann fari batnandi þegar skamm- deginu lýkur. Mánudagur 17. janúar: Nokkur orð um þáttinn „Gull í mund“ í morgunútvarpi. Allt frá því að ég heyrði fyrst í Stefáni J. Haf- stein í útvarpi hef ég haft álit á honum sem útvarpsmanni. Hann stjórnaði næturútvarpinu á síðast- liönu sumri þannig að minnti á Wolfman Jack í Keflavíkurútvarp- inu. Það er kraftur í Stefáni, óbeisl- uð orka og í morgunútvarpinu hefur sá kraftur áhrif á meðstjórnendur hans í þættinum, Sigríði Árnadóttur og Hildi Eiríksdóttur, sem eru báðar ágætar. Stefán Jón Hafstein í upphafi morgunútvarps var leik- ið lagið „Kátir voru karlar", ekki veitti af því, úti við var átta stiga frost og snjókoma. Jónína Bene- diktsdóttir stjórnaði morgunleik- fimi og las úr bréfi frá 75 ára konu sem stundar reglulega morgunleik- fimi og Jónína fór síðan með óð eftir gömlu konuna um líkamsrækt. Gest- ur í morgunútvarpi var 84 ára gam- all skíðakappi, Gestur Indriðason, sem stundar skíðaíþróttina og hefur rennt sér á skíðum meira eða minna þessa öld og er enn að. Gamli mað- urinn er fastagestur í sundlaugun- um, stundar göngur og útiveru og það kæmi mér ekki á óvart að hann yrði hundrað og tuttugu ára. Ég óska honum gæfu og gengis og vona að hann fái sem lengst notið áhuga- mála sinna. „Þjóðarvagninn er fast- ur í snjóskafli", sagði miðaldra verkakona í morgunrabbi. Hvað með ríkisstjórnina sem býr í lélegu snjó- húsi? Ég spyr. Nýr þáttur fór af stað í útvarpi síðdegis, „Því ekki það“. Þáttur um listir í umsjá Gunnars Gunnarsson- ar, rithöfundar. Á bókin framtíð fyrir sér í tæknivæddum heimi? Gunnar hugleiddi spurninguna og komst að þeirri niðurstöðu að ef manneskjan á framtíð, þá einnig bókin. „Bókin og myndsegulbandið munu lifa í sátt og samlyndi þrátt fyrir allt,“ sagði Gunnar og bætti við: „En m.vndsegulbandið getur aldrei tjáð allt það sem bókin getur og kemur aldrei í stað bókarinnar.“ Góður þáttur sem byrjar vel. Gunn- ar hefur þannig rödd að hann fær húsmæðu til að leggja frá sér mat- aruppskriftirnar og leggja við eyru. „Maj“, ný dönsk sjónvarpskvik- mynd, kom á sjónvarpsskerminum klukkan tíu þetta mánudagskvöld. Ung sveitastúlka um tvítugt fer til höfuðborgarinnar Kaupmannahafn- ar til að læra hárgreiðslu. Kvöld eitt fer hún á dansleik, dansar við strák fyrir fyrirspurnum og almenn- um umræðum. „Prófessor Selvig er kunnur fyrir ritstörf sín um sjóréttarleg málefni og í öðrum greinum fjármunaréttar. Hann var um skeið formaður norska sjórétt- arfélagsins en er nú m.a. for- maður nefndar, sem vinnur að á svipuðum aldri og upp frá því er tilveran í nýjum skærum litum. Þau enda svo upp í rúmi eins og oft vill verða í dönskum kvikmyndum og búa saman um stund. Maj verður barnshafandi og allt sýnist í ljóm- andi góðu ástandi eða þar til þau taka að deila um ólíklegustu hluti, t.d. ilmvatnið sem hún ber á sig. Pilturinn er sjálfselskur, tauga- veiklaður og kemur ekki fram við stúlkuna eins og honum ber. Hann leggur á hana hendur og tekur að misnota áfengi. í lok myndarinnar kemur í ljós að pilturinn er kvæntur og tveggja barna faðir. Allt fer þó vel að lokum, Maj eignast heilbrigt barn og er reynslunni ríkari. Frá- Moammar Khadafy bær mynd, góður leikur. Danir kunna enn að búa til góðar sjón- varpskvikmyndir. Ég var farinn að efast um að frá þeim kæmi neitt framvegis nema sæmilegt efni. Driðjudagur 18. janúar: „Útlegð" nefnist þýskur fram- haldsmyndaflokkur í sjö þáttum sem byrjaði í sjónvarpi þriðju- dagskvöld klukkan rétt fyrir tíu. Sagan gerist í París á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld og greinir frá örlögum Þjóðverja sem þangað hafa flúið undan brjálæði nasismans. Fyrsti þáttur var spennandi frá upphafi til enda og lýsir vel þeim ótta og þeirri skelfingu sem nasism- inn hafði í för með sér. Hér er á ferðinni athyglisverður sjónvarps- þáttur. Miðvikudagur 19. janúar: Eftir tilkynningalestur í útvarpi kynnti Jón Gröndal létta tónlist og spjallaði við útvarpshlustendur. Jón Gröndal er ófeiminn við hljóðnem- ann. Hann hefur góða þekkingu á dægurlagamúsík frá fyrri árum, svo góða að ég tel að hann hafi jafnvel einhvern tíma spilað í dægurlaga- hljómsveit á þessum árum. í heild var dagskrá ríkisfjölmiðl- anna dagana þrettánda til nítjánda janúar fjölbreytt og áhugaverð. Sjónvarpsdagskráin fer batnandi, nýir framhaldsmyndaflokkar lofa góðu, aðrir eins og „Dallas" og „Fleksnes", sænsk-norski mynda- flokkurinn, mættu hverfa mín vegna. Útvarpsdagskráin fer einnig batnandi að mínu áliti og ekki margt sem hægt er að finna að ef undan er skilinn tilkynningalestur- inn í hádegi og á kvöldin sem er einstaklega þreytandi á þessum árstíma. Á sumrin lætur hann vel í eyrum. Ólafur Ormsson endurskoðun norsku siglinga- laganna í norrænu samstarfi (og mun hann einnig fjalla um það efni í erindi sínu). Hann hefur látið mikið til sín taka í alþjóð- legu samstarfi á sviði sjóréttar, einkum varðandi undirbúning ýmissa alþjóðlegra sáttmála, bæði í tengslum við Alþjóðlegu sjóréttarnefndina og Alþjóða- siglingamálastofnunina," segir í frétt frá Hinu íslenzka sjórétt- arfélagi. Erindi um alþjóðegt samstarf á sviði sjóréttar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.