Morgunblaðið - 25.01.1983, Side 2

Morgunblaðið - 25.01.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 Snjóflóðið á Bíldudal á laugardag: Kraftaverk að við skyld- um ekki enda úti á sjó — segir Sonja Jónsdóttir og Jóhannes Ólafsson þakkar röð af tilviljunum að hann skuli vera á lífi « „ÉG ÁTTI ekki að fara núna, því röð af tilviljunum gerði það að verkum, að ég var ekki kominn í húsin til að gefa,“ sagði Jóhannes Olafsson á Bildudal í samtali við Morgunblaðið í gær. Jóhannes missti á laugardag 33 kindur í snjóflóði úr Búðargili, en 17 kindum og einum hrút var bjargað úr húsabrakinu. „Þessi dagur byrjaði með þeim endemum, að ég svaf yfir mig, en ég man ekki til þess, að slíkt hafi áður komið fyrir mig. Er ég ætl- aði að fara í húsin, lenti ég á kjaftatörn og hefði einhvern tímann drifið mig í húsin að slíkri vitleysu lokinni. Það gerði ég þó ekki, heldur hugsaði sem svo, að ég skyldi klára að flaka þessa fiska sem ég átti eftir. Þegar ég var búinn að því, fór rafmagnið, og þá vissi ég að snjóflóðið hafði hlaupið úr gil- inu. Annars var það svo skrýtið, að úr öðru húsinu, þar sem voru 22 kindur, bjargaðist ein. Gullbrá mín stendur alltaf frammi við dyr og þegar snjóflóðið skall á húsinu, lenti hún framan á því og þeyttist síðan með því eins og byssukúla þangað til flóðið stöðvaðist. Þá tók hún á rás upp í fjall. Það sá ekki á henni nema hvað hún fékk blóðnasir. Já, hún er seig, hún Gullbrá mín. Fólkið á Litlu Eyri tók kind- urnar og þar fá þær að vera til vors. Þá fer ég með þær út í Reykjafjörð og held áfram að lifa mínu ævintýri þar,“ sagði Jóhannes Ólafsson. Jón Halldórsson sá snjóflóðið steypast úr Búðargili ofan við Bíldudal um hádegi á laugardag. Hann sagði, að flóðið hefði ætt yfir varnargarð neðan við gilið og síðan yfir fjárhúsin tvö og gamalt trésmíðaverkstæði. Við að lenda á þessum húsum hefði dregið nokkuð úr afli snjóflóðs- ins og það hefði síðan staðnæmzt nokkra metra ofan við húsin Valhöll og Glaumbæ við Tjarn- arbraut. „Það vakti athygli mína, að þak þeyttist af öðru fjárhúsinu þegar snjóflóðið átti enn eftir nokkra metra að hús- unum, svo mikill var loftþrýst- ingurinn," sagði Jón Halldórs- son. Sonja Jónsdóttir á heima að Glaumbæ eða Tjarnarbraut 19 og sagði hún, að það hefði aðeins liðið örskammur tími frá því að flóðið ruddist af stað þar til það staðnæmdist nokkra metra fyrir ofan húsið. „Menn höfðu búist við snjóflóði í nokkurn tíma og rétt áður en flóðið fór af stað, varð mér litið upp í gilið og hugsaði með sjálfri mér: „Skyldi gilið fara að hlaupa." Ég ætlaði síðan inn í búðina aftur, en þá fóru ljósin og ég heyrði skruðn- inga. Þegar ég horfði svo út aft- ur, var flóðið að ryðjast yfir fjárhúsin og síðan alla leið niður undir húsin hérna. Annar snúru- stauranna okkar fór og brakið úr fjárhúsunum er hér niður alla brekku. Það er í rauninni krafta- verk, að við skyldum ekki enda úti í sjó og í brekkunni hérna fyrir ofan eru börn oft að leik. Einnig er vinsælt hjá þeim að fara í fjárhúsin og skoða kind- urnar," sagði Sonja Jónsdóttir. Una Elíasdóttir og Garðar Jörundsson hafa búið í Glaumbæ í yfir 30 ár. Una sagði í samtali við Morgunblaðið, að þau myndu ekki eftir öðrum eins snjó og verið hefði í gilinu fyrir hlaupið. „Ég var að tala í síma þegar snjóflóðið hljóp. Þá allt í einu komu eldglæringar eins og eld- ing og rafmagnið fór. Flóðinu fylgdi mikill gnýr, en annars gerir maður sér ekki alveg grein fyrir þessum sekúndum, því þetta gerðist á augnabliki. Þegar miklar fannir eru, má alltaf bú- ast við snjóflóðum hér um slóðir og ég hef séð snjóflóð, en þá var liðið á vetur og frekar um krapa- flóð að ræða en snjóflóð eins og það, sem féll á laugardaginn. Innan við 10 metrar eru frá hús- inu upp að brakinu, sem flóðið bar með sér,“ sagði Una Elías- dóttir. Páll Hannesson, fréttaritari Morgunblaðsins á Bíldudal, sagði, að öryggisvakt vegna snjóflóðahættu hefði verið laug- ardag og sunnudag og fólk hefði verið flutt úr mörgum húsum, einkum við Dalbraut. Þar sagði Páll, að hefðu komið „nokkrar smágusur" úr giljaskorningum, en ekki alvarlegt flóð. Vatn komst í kjallara nokkurra húsa í hlákunni, en tjón varð ekki veru- legt. Þó skemmdust tæki í kjall- ara Rækjuvers. Tveir staurar brotnuðu við spennistöð neðan Búðargils og varð því plássið rafmagnslaust um tíma. Fljót- lega tók olíurafstöð að framleiða rafmagn og samband við Mjólk- árvirkjun komst á aðfaranótt mánudags. Olafur Gíslason og Sigurfinnur Sigurðsson starfsmenn Vegagerðar ríkisins huga að vegarskemmdum við Stóru-Laxárbrúna, þar sem vatnsflóð og jaka- burður rufu skarð í veginn. Ljósm: Sig.Sigm. Hrunamannahreppur: Mestu flóð í manna minnum Sydra-Lanffholti, 24. janúar 1983. MIKIL flóð gerði hér um helgina eins og svo víða anars staðar á land- inu, i þeim ám sem hér umlykja okkur; Stóru-Laxá, Hvítá og Litlu- Laxá. Var þess raunar að vænta ef gerði mikla hláku með hlýindum á þann mikla snjó sem hér hefur ver- ið. Flóðin eru líklega einhver þau mestu sem elstu menn muna hér i Hrunamannahreppi. Eins og svo oft áður er mikið flóð kemur í Stóru-Laxá, rofnaði vegurinn við brúna, og varð því vegasambandslaust hér frá hádegi á laugardag til dagsins í dag. Á laugardagskvöld var þó farið í að opna veginn við Brúarhlöð, til þess að sveitin einangraðist ekki alveg, en þar var heldur torfarið, þótt vegurinn opnaðist. Ekki er vitað um skemmdir á húsum, en vegaskemmdir eru all- verulegar, svo og á girðingum og trúlega eitthvað á ræktuðu landi. Þá rauf Litla-Laxá hitavatns- leiðslur í Grafarhverfi, þó ekki alvarlega, og er búið að gera við skemmdirnar. Vonandi fer veð- urhamnum sem gengið hefur hér yfir að linna, en hann hefur valdið erfiðleikum í daglegum störfum fólks hér í strjálbýlinu. — Sig. Sigm. Óshlíð og Súðavíkurvegur: 220—230 snjóflóð frá áramótum Bolungarvík, 24. janúar. GÍFIIRLEGA mikið hefur verið um snjóflóð á Óshlíðarveg síðustu vikur og vegurinn tíðum tepptur af þeim sökum. Fréttaritari Mbl. í Bolungar- vík ræddi við Kristin Jónsson rekstr- arstjóra Vegagerðarinnar á ísafirði. Hann sagði að frá áramótum hefðu fallið á milli 220—230 snjóflóð á Súðavíkurveg og Óshlíðarveg til sam- ans. Óshlíðarvegur hefði þarna verið nokkuð drýgri eins og ævinlega. Þó hefði það verið einn daginn að Súða- víkurvegur varð nánast undirlagður einu samfelldu snjóflóði. Sl. föstudag skapaðist mikið hættuástand á Óshlíðarvegi vegna snjóflóða. Veður var með bezta móti og umferð um veginn allnokk- ur, enda hafði lítið verið hægt að fara um veginn aðra daga vikunnar. Seinni part dagsins byrjaði mikil snjókoma og lokaði snjóflóð vegin- um fljótlega. Starfsmenn Vegagerð- arinnar sem höfðu verið um daginn að vinna við að breikka veginn hófu þá strax að opna hann aftur til að þeir sem á ferðinni væru kæmust ferðar innar. Að sögn Kristins er skemmst frá því að segja að því verki var ekki lokið fyrr en kl. 21.30 og höfðu vegagerðarmenn þá mokað 37 skriður sem allar lokuðu vegin- um. Má það teljast mikil mildi, að ekki fór verr því menn voru þarna í mikilli hættu. Til að mynda sagði Kristinn að með snarræði tveggja bílstjóra hefðu þeir getað forðað sér undan einu snjóflóðinu, annar með því að bakka bíl sínum og hinn með því að gefa fullt áfram og féll snjóflóðið á milli þeirra. Sjúkra- bifreið úr Bolungarvík fór með slas- aða konu á ísafjörð um þetta leyti og tók ferðin 2 tíma hvora leið, sem venjulega er farin á 15 mínútum. I dag var reynt að opna veginn en vegagerðarmenn sneru við í Selja- dal vegna dimmviðris og höfðu þeir þá rutt í gegnum sjö snjóflóð á þeim vegarkafla sem er rúmur kílómetri. Yfirleitt er reynt að senda út aðvar- anir ef ástandið á veginum er ótryggt, en benda mætti fólki á að kynna sér útlitið með veginn t.d. hjá Vegagerðinni eða lögreglu, áður en lagt er á hlíðina, á meðan svona mikill snjór er í fjallinu og þar af leiðandi mikil snjóflóðahætta, eins og einmitt er um þessar mundir. Gunnar. Spurt og svarað um áfengismál og önnur vímuefni Hringiö í síma 10100 milli kl. lOog 11 MORGUNBLAÐIÐ gefur nú les- endum sínum kost á að bera fram fyrirspurnir er varða áfeng- ismál og önnur vimuefni. Sam- tökin SAÁ hafa tekið að sér að afla svara við fyrirspurnunum hjá sérfróðum aðilum og verða svörin birt í blaðinu nokkrum dögum síðar. Æbkilegt er að fyrirspurn- irnar.séu bornar fram undir fullu nafni, en það er þó ekki skilyrði. Fyrirspurnirnar geta varðað hvað eina sem tengist þessum málefnum, hvort sem um er að ræða viðbrögð við að- steðjandi vanda, fyrirbyggj- andi aðgerðir eða annað sem fyrirspyrjandi hefur áhuga á að fá upplýsingar um. Hringið í síma 10100 frá klukkan 10—11 alla virka daga nema laugardaga. Seeberg fékk bók- menntaverðlaunin fyrir verk sitt „Om fjorten dage“ Kaupmannahöfn, 24. janúar AF. DANSKA rithöfundinum Peter Seeberg voru í dag veitt bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1983 fyrir smásagnasafn sitt: Eftir hálfan mánuð (Om fjorten dage). Skýrði sænski rithöfundurinn Per Olof Sundmann, sem er formaður dóm- nefndar Norðurlandaráðs, frá verð- launaveitingunni á fundi með frétta- mönnum í Kaupmannahöfn. Peter Seeberg er safnvörður í bænum Vi- borg á Mið-Jótlandi. Honum verða úthlutuð bókmennaverðlaunin á þingi Norðurlandaráðs í Oslo 22. febrúar nk. en þau nema nú d. kr. 75.000. í forsendum dómefndarinnar fyrir verðlaunaveitingunni segir, að Seeberg hafi með smásagna- safni sínu „skapað af snilldarlegri nákvæmni nýja vídd innan smá- sögunnar". Þetta er í fjórða sinn, sem dönskum manni eru veitt bókmennaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Svíar hafa hlotið þessi verð- laun 9 sinnum, Norðmenn þrisvar og íslendingar og Finnar hafa hlotið þau tvisvar. Peter Seeberg gaf út sitt fyrsta verk 1956 og hefur síðan gegnt miklu hlutverki í dönskum bók- menntum og menningarlífi. Skáld- Per Olof Sundman (til hægri) óskar Peter Seeberg (til vinstri) til hamingju með bókmenntaverðlaun Norðurlanda. Mynd þessi var tekin í Kaupmanna- höfn í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.