Morgunblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
3
Cosmos fór yfir landið 20 mínútum áður en hann féll í Indlandshaf:
„Sluppum með skrekkinn“
— segir Gudjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna
70 MANNS víðs vegar um
landið fylgdust með því af
hálfu Almannavarna ríkisins,
hvort sovéski kjarnorkugervi-
hnötturinn Cosmos félli til
jarðar hér á landi, en Al-
mannavörnum ríkisins barst
aðvörun frá Bandaríkjunum
um að líkur á að gervihnöttur-
inn félli til jarðar á íslandi
hefðu stóraukist.
„Segja má að við íslend-
ingar höfum sloppið með
skrekkinn. Cosmos fór yfir
landið aðeins 20 mínútum
áður en farið féll í sjóinn í
Indlandshafi. Við fengum
sérstaka aðvörun um að
hætta væri á að farið féíli til
jarðar hér á landi. Ásamt ís-
landi fengu nokkur önnur
ríki aðvörun; meðal annars
Guatemala og Mexikó í Mið-
Ameríku, Bandaríkin og
Kanada, Grænland, Noregur
og Svíþjóð og ríki í Mið-
Evrópu og þá ríki í Afríku
þar sem Cosmos fór yfir,“
sagði Guðjón Petersen,
framkvæmdastjóri
Almannavarna ríkisins í
samtali við Mbl.
Síðustu tvær klukkustund-
irnar fór Cosmos tvívegis yf-
ir landið áður en það fór inn
í gufuhvolf jarðar og brann
að mestu upp; í seinna skipt-
ið 20 mínútum áður en farið
féll til jarðar.
Mynd Mbl. KÖE
Guðjón Petersen, framkvsmdastjóri Almannavarna, sýnir feril sovéska
gervihnattarins Cosmos tvo síðustu hringina umhverfis jörðu.
Prófkjör Alþýðu-
flokks á Suðurlandi:
Steingrímur
Ingvarsson
efstur í
annað sætið
í PRÓFKJÖRI Alþýðuflokksins i
Suðurlandskjiirdæmi um helgina,
þar sem kosið var um annað sæti
listans, varð Steingrímur Ingvars-
son, yfirverkfræðingur á Selfossi
efstur, annar Guðlaugur Tryggvi
Karlsson, hagfræðingur Reykjavík,
og þriðji Hreinn Erlendsson, for-
maður Alþýðusambands Suðurlands,
Selfossi.
Samtals kusu 820. Steingrímur
hlaut 412 atkvæði, Guðlaugur
Tryggvi 252 atkvæði og Hreinn
143. Ogildir seðlar voru 11, auðir 2.
Kosningin er bindandi þar sem
samkvæmt prófkjörsreglum þurfa
20% þeirra sem þátt tóku í síðustu
Alþingiskosningum að taka þátt í
prófkjöri til þess að niðurstaðan
verði bindandi. Magnús H.
Magnússon alþingismaður er
sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans,
þar sem aðrir buðu sig ekki fram i
það sæti.
Eskfirsk hús-
móðir í síldar-
útvegsnefnd
DAGMAR Oskarsdóttir, húsmóðir
og gjaldkeri við Söltunarstöðina Sæ-
berg h.f. á Eskifirði, var nýverið
skipuð í Síldarútvegsnefnd. Hún
mun vera fyrsta konan sem sæti á í
nefndinni.
Síldarútvegsnefnd er skipuð
fulltrúum Félaga síldarsaltenda,
sem eru tvö á landinu, einnig full-
trúum stjórnmálaflokkanna.
Dagmar er skipuð sem fulltrúi Fé-
lags síldarsaltenda á Norður- og
Austurlandi, formaður nefndar-
innar er Kristmann Jónsson.
sagan „Hyrder" frá 1971 var til-
nefnd til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs það ár og sama
máli gegndi um smásagnasafnið
„Dinosaurusens sene eftermiddag"
árið 1974. Smásagnasafnið „Om
fjorten dage“ stendur í tengslum
við „Dinosaurusens sene eftermid-
dag“ og einnig við safnið „Argu-
menter for benaadning" frá árinu
1976. Þessi verk eru samt ekki
skoðuð sem hlutar af einni heild,
enda þótt þau varpi ljósi hvert á
annað. Þau má lesa sem sjálfstæð
verk hvert út af fyrir sig.
Tíminn er höfuðviðfangsefnið í
„Om fjorten dage“. Þar er mönn-
unum og einstökum atriðum í lifi
þeirra lýst af stakri nákvæmni en
jafnframt með ljóðrænum skiln-
ingi og afar fögrum stil, sem þrátt
fyrir einfaldleika geymir einnig
kímni og samúð.
Okkarmenn
Síminner
9044473219774/5
(ef þú hrinqir beint)
.:::
Hafskip hf. hefur flutt starfsemi markaðsdeild-
ar sinnar að verulegu leyti til stærstu sam-
gönguhafnanna erlendis. Hagræðið er ótví-
rætt. Þú getur verið í beinu sambandi við
þann stað sem þér hentar þegar þér hentar.
Okkar menn hafa sérþekkingu á flutningum
hver á sínu svæði. Það sparar tíma og eykur
öryggi. Slíkt er ómetanlegt því tíminn í vöru-
flutningum er dýrmætur. Þá er ekki síður
mikilvægt að vita að íslenskir aðilar gæta
íslenskra hagsmuna erlendis.
Ef þú þarft t.d. að fá sérstakar upplýsingar
varðandi vöruflutninga til og frá Bretlandi,
eða vandamál þar að lútandi skjóta upp kollin-
um, er ekkert einfaldara en að taka upp símann
og hringja beint í númer 9044 473 219 774
eða 5 (svæðisnúmer Bretlands er innifalið).
Þar svarar starfsfólk svæðisskrifstofunnar í
Ipswich, þau Gísli Theodórsson, Reynir Guð-
mundsson, Linda Edmunds eða Deirdre Aldis,-
— og leysa úrerindi þínu á stundinni.
Viljirðu frekar nota telex þá er númerið (01)
988856 A/B HAFSKI G.
Þessi þjónusta er til þæginda fyrir þig —
Notfærðu þér hana.
Okkar maður, - þinnmaður.
5S HAFSKIP HF.