Morgunblaðið - 25.01.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 25.01.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 bráðabirgðalaga verði verulega þrengdur. Fulltrúar eins flokks- ins, Alþýðuflokks, leggja meira að segja til að hann verði felldur niður með öllu og Alþingi sitji formlega allt árið. Breytingarnar eru þrjár og allar til bóta að mínum dómi. Hin fyrsta þeirra er sú að ríkis- stjórninni skal skylt að leggja bráðabirgðalögin fyrir Alþingi þegar í þingbyrjun. Þetta ákvæði er mikilvægt. Það kemur í veg fyrir það að unnt sé að stjórna á grundvelli bráða- birgðalaga — laga sem Alþingi hefur aldrei samþykkt — nær allan þingtímann. Alþingi fær strax tækifæri til þess að fjalla um lögin og segja álit sitt á þeim. Bráðabirgðalög núverandi ríkisstjórnar hefðu því komið strax til afgreiðslu þingsins, í stað þess að allmargar vikur liðu af þingtímanum þar til þau sáu dagsins ljós. í öðru lagi er það ákvæði í tillögum nefndarinnar að ráð- herra sá, sem bráðabirgðalögin hyggst setja, skal kynna efni þeirra fyrir viðkomandi þing- nefnd áður en lögin eru gefin út. Þetta er einnig nýmæli, sem ekki er að finna í stjórnar- skránni í dag. Kosturinn við þessa breytingu er sá að með henni fá allir flokkar vitneskju um þá lagasetningu, sem í bígerð er, og þá einnig stjórnar- andstaðan, sem fulltrúa á í öll- um nefndum þingsins á hverjum tíma. Gefst þá tækifæri til þess fyrir nefndarmenn að segja ráð- herra álit sitt á hinni fyrirhug- uðu lagasetningu, benda á það sem betur má fara eða leggja til að áformum um útgáfutíma eða önnur atriði verði breytt. Hvað stjórnarandstöðuna snertir fær hún fyrirfram vitneskju um hvað til stendur, ólíkt því sem er í dag, þegar þingmenn hennar lesa fyrst um bráðabirgðalögin í dagblöðunum eins og aðrir landsmenn. Gefst þeim flokkum því meira og betra svigrúm til þess að láta strax uppi álit sitt á þeirri bráðabirgðalagasetningu sem fyrir dyrum stendur. Falla úr gildi eftir 3 mánuði Þriðja breytingin sem Stjórn- arskrárnefnd leggur til að gerð verði á réttinum til útgáfu bráðabirgðalaga varðar lífaldur þeirra. Nú halda bráðabirgðalög gildi sínu allt til þingloka, ef þau eru ekki formlega felld í þinginu. Eftir þeim er því hægt að stjórna landinu í a.m.k. sjö mán- uði eftir að Alþingi kemur sam- an að hausti — án þess að þingið hafi nokkru sinni samþykkt þau. í augum uppi liggur að hér er vissri misnotkun boðið heim, ef menn vilja svo vera láta. Tillaga nefndarinnar er því sú að bráðabirgðalög falli ávallt og ætíð úr gildi, ef Alþingi hefur ekki samþykkt þau eftir 3 mán- uði. Þetta þýðir það í reynd að lögin falla sjálfkrafa úr gildi 10.—15. janúar hafi þau ekki hlotið samþykki, þar sem þau á að leggja fram strax í þingbyrj- un. Þetta ákvæði gegnir því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að ríkisstjórn geti dregið það von úr viti að láta bráðabirgðalögin koma til at- kvæðagreiðslu á þinginu. Þótt hún vilji draga lokaafgreiðslu þeirra sem mest, t.d. vegna óvissu um fylgi við lögin, þá kemur þetta ákvæði til skjal- anna og hindrar að lengri drátt- ur en 3 mánuðir sé mögulegur. Þetta ákvæði er því mjög til bóta. Það hreinsar borðið og skýrir línurnar varðandi um- deild bráðabirgðalög. Úrslit fást í málinu tiltölulega snemma á þingtímanum og öllum flokkum er þá ljóst hvar þeir standa. Miðað við þær umræður sem að undanförnu hafa farið fram í þjóðfélaginu um hlutverk og gildi bráðabirgðalaga held ég að þingmenn ættu almennt að fagna þessari breytingu og ekki láta sér til hugar koma að draga í fjögur ár að festa hana í stjórnarskrá. Stjórnarskrárnefnd Talið frá vinstri: Gunnar G. Schram ráðunautur nefndarinnar, Guðmundur Benediktsson ritari nefndarinnar, Sigurður Gizurar- son, Ólafur Ragnar Grímsson, Ragnar Arnalds, Gunnar Thor- oddsen formaður nefndarinnar, Þórarinn Þórarinsson, Gylfi Þ. Gíslason, Matthías Bjarnason, Jón Baldvin Hannibalsson og Tómas Tómasson. Vélsleðakeppni Björgunarsveit- arinnar Ingólfs ÞAÐ ER fyrirhugað að halda vél- sleðakeppni á vegum Björgunarsveit- arinnar Ingólfs i Keykjavík, sunnu- daginn 30. janúar og hefst hún kl. 13.30, ef snjórinn verður ekki farinn og veður leyfir, segir í fréttatilkynn- ingu frá slysavarnadeildinni Ingólfi. Þátttaka verður skráð í Björgun- arstöðinni í Gróubúð á Granda- garði eftir kl. 19.00 öll kvöld og á laugardag. Einnig verða þar veittar allar upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar. Hvað er Skypant er liður í þjónustu Jöfurs h.f. við Chrysler, Dodge og Plymouth eigendur á íslandi. Með nútímalegu skipulagi, hraðvirkri tækni og góðri samvinnu við Chrysler verksmiðjurn- ar í Bandaríkjunum og Flugleiðir hefur okkur tekist að stytta stórlega afgreiðslutíma sérpantaðra varahluta og koma á fót þjónustu sem brýn þörf var fyrir; Skypant. Hvernig vinnur Þig vantar sérpantaðan varahlut í Chryslerinn þinn og hefur því samband við Skypant sérfræöing okkar, Jóel Jóelsson. Hann sér um að telex-skeyti með nauðsynlegum upplýsing- um sendist umsvifalaust til varahlutamiðstöðvar Chrysler, skammt frá Kennedyflugvelli. Þar sér talva um að koma boðum til sérhæfðra starfsmanna á varahlutalager. Þeir senda varahlutinn með hraðboða í vöruafgreiðslu Flugleiða á Kennedyflugvelli þar sem vörunni er tryggð fyrsta ferð heim og Chryslerinn þinn er kominn á götuna fyrr en varir. tfresS \te9' sKtefJ'3"’ JOFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 GÓÐUR • ÓDÝR • LIPUR . SÆLL - AFBRAGÐ SYNISHORN UR MATSEÐLI Súpa og salat fylgir öllum réttum. Grísarif (spareribs) með barbecue sósu. ARNARHOLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.