Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 21 SNJOFLOÐIN A PATREKSFIRÐI Sá flóðölduna færa allt í kaf nema eitt hús, sem hún lyfti og hreif með sér — sagði Úlfar Thoroddsen, sem bjargaði sér á hlaupum undan skriðunni „ÉG held aö klukkan hafi verið um hálf fjögur þegar ég var stadd- ur við brúna á Hjöllum ásamt Guö- mundi Nigurðssyni. Viö vorum að athuga hvort brúin réði við vatns- flóðið, sem komið var úr gilinu vegna leysinganna. Okkur sýndist það og fórum við að gefa hlíðinni og gilinu fyrir ofan gaum. Þá sjáum við flóðölduna lyft- ast upp og breiða úr sér og koma að okkur, að því að mér fannst með ógnar hraða. Guðmundur hljóp inn fyrir skriðuna, niður á við og bjargaði sér þannig, en ég hljóp á ská inn og upp. Er ég var að hlaupa þarna upp sá ég dreng standa á skafli neðan við húsið á Hjöllum 2 og hrópaði til hans að vera kyrr. Aldan klofnaði á hús- unum fyrir ofan hann þannig að hann slapp alveg. Þegar ég sneri mér við sá ég flóðölduna skella yfir allt og færa í kaf nema ég sá eitt timburhús, ég geri mér ekki ljóst hvaða hús það hefur verið, lyftast upp yfir allt. Þá sló þeirri hugsun niður í mig að ekki myndu margir vera á lífi á þessu svæði og varð einnig ljóst að þarna höfðu orðið stórfelldar náttúruhamfarir, sem hefðu haft ógurlegar afleiðingar í för með sér,“ sagði Úlfar B. Thor- oddsen, sveitarstjóri Patreks- hrepps, er hann lýsti atburðun- um fyrir blaðamanni Morgun- blaðsins. „Næstu viðbrögð mín voru að fara í næsta hús og athuga hvort síminn væri í lagi. Svo var og þá lét ég kalla alla vinnufæra menn út til hjálparstarfa. Þá greip ég skóflu við húsið og flýtti mér að húsinu Hjöllum 2, sem flóðið hafði fyrst fallið á. Þar hóf ég leit að tveimur börnum, sem voru í húsinu ásamt foreldrum sínum. Foreldrar þeirra voru staddir á efri hæð hússins er flóðið féll á það og töldu þau að börnin hefðu verið í kjallaran- um. í ljós kom að svo var ekki, heldur höfðu þau verið komin í eldhúsið án vitundar þeirra. Flóðið hafði fallið á eldhúsvegg- inn og inn í eldhúsið og þar fundust börnin og var annað þeirra þá látið. Síðan hélt ég á sýsluskrifstof- una til að sinna starfi mínu við almannavarnir. Ég get ekki á nokkurn hátt lýst því hvernig mér var innanbrjósts, þegar ég sá flóðið falla, né heldur hve langan tíma það tók. Mér virtist það vera allt að fjögurra metra hátt en get þó ekki sagt um það með nokkurri vissu. Hér hefur vissulega orðið ómetanlegt tjón. Þó veraldlegir hlutir hafi ekki verið metnir enn, verða mannslíf aldrei metin til fjár. Ég vil svo koma miklu þakklæti á framfæri til allra þeirra, sem aðstoðuðu okkur við björgunarstörfin. Án hjálpar þeirra hefðu þau ekki gengið eins vel og raun bar vitni," sagði Úlfar. HG Mbl./ Rax Leifar hússins Árbæjar, sem barst meó seinna flóóinu um 70 metra niður á fjörukamb. Björgunarmenn vinna hér við að hreinsa brakið upp og bjarga þeim húsmunum, sem unnt var. Eins og mórautt jökul- hlaup félli úr gilinu — sagöi Haraldur Karlsson, formaöur Björgunarsveitar SVFÍ á Patreksfiröi „ÞEGAR fyrra flóðið féll var ég staddur í húsinu Bræðraborg við Litladalsá að dæla vatni úr kjall- ara. Þá kölluðu menn, sem stóðu hjá, að gilið væri hlaupið. Þegar ég leit upp var að sjá eins og mórautt jökulhlaup félli úr gilinu, niður eftir hlíðinni og skylli á húsunum," sagði Har- aldur Karlsson, formaður björg- unarsveitar Slysavarnafélags Is- lands, en hann var einn af þeim fyrstu á slysstaðinn. „Við ókum strax á sjúkra- bílnum út á Geirseyri og er við komum á Strandgötuna láu leyfarnar af risi hússins Aðal- stræti 79a á götunni. Halldóra Þórðardóttir, sem var í húsinu er flóðið féll, var þá að leita að dætrum sínum Ingibjörgu Eygló og Ólínu. Hún gat talað við aðra þeirra inni í brakinu, en hina hreif flóðið með sér út í sjó. Helga Páli Pálmasyni tóks að bjarga henni og fljót- lega náðum við hinni systur- inni út úr brakinu. Þær voru ekki alvarlega meiddar. Skipverjar af varðskipinu Tý voru staddir á firðinum og komu þegar til hjálpar með verkfæri. Þá sáum við ljós á bíl undir braki hússins og óttuðumst að fólk hefði verið í honum, en við nánari eftir- grennslan kom í ljós að svo var ekki. Úr húsinu 79 kom í ljós að tvennt vantaði og hófst þegar yfirborðsleit að því fólki. Sýslumaðurinn, Stefán Skarphéðinsson, skipulagði síðan leitarstörf og lýstu varð- skipsmenn slysstaðinn upp og fylgdust með gilinu fyrir okkur, því við óttuðumst að meira kynni að hlaupa úr því. Vegna þess var björgunar- störfum hætt um tveggja stunda tímabil um nóttina, en síðan haldið áfram aftur og eru þau nú vel á veg komin að kvöldi sunnudags. Þetta hlaup kom okkur al- gjörlega á óvart, þó talsverðar leysinga væru. Mönnum er ekki kunnugt um að svona mikil flóð hafi áður fallið á þessum stað. Þaðan hafa að- eins komið meinlausar smá- spýjur hingað til, enda hafa sum húsanna, sem éyðilögðust staðið þarna frá því um alda- mót. Það var ólýsanlegt að koma að þessu. Manni stóð ógn að þeim krafti, sem í flóð- inu bjó, enda þeytti það sum- um húsunum um 60 til 70 metra í krapa- og vatnselgn- um, sem fylgdi þvi, eða hrein- lega molaði þau,“ sagði Har- aldur. — HG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.