Morgunblaðið - 25.01.1983, Page 22

Morgunblaðið - 25.01.1983, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Sorg á Patreksfirði SNJ0FL0ÐIN A PATREKSFIRÐI Tíu börnum for undan snjóskri( Krapa- og aurskriðan, sem braust fram yfir byggðina á Patreksfirði síðdegis á laugardag, varð fjórum að bana, slasaði fjóra, svipti tugi fólks heimilum sínum og eyði- lagði mannvirki hefur kast- að skugga yfir þjóðlífið í byrjun þoírra þegar allra veðra er enn von og hæg- fara sigurgöngu dagsbirt- unnar gegn skammdegis- myrkrinu sjást ekki enn merki. Þessa sömu daga fyrir tíu árum glöddust menn þó í hörmungum Vestmannaeyjagossins yfir því, að það hafði ekki svipt neinn lífi og enn getum við fagnað dágóðum sigri yfir náttúruöflunum í Eyjum, þrátt fyrir allt. Öðru máli gegnir um skriðuna á Pat- reksfirði, hún hrifsaði með sér mannslíf þegar hún á örfáum mínútum svipti íbúana helgarrónni. Það tjón verður aldrei bætt þótt að nýju takist að hreinsa byggðina og koma bygging- um í sitt fyrra horf. Af aldalangri sambúð við elda og ísa er okkur íslend- ingum ljóst að náttúran er kröfuhörð og ekki er unnt að ráða við oft á tíðum banvæna duttlunga henn- ar. Hitt getum við gert, að koma á fót skipulagi sem miðar að því að bjarga því sem bjargað verður og bæta með sameiginlegu framlagi allra landsmanna það tjón sem er fjárhags- legt. Hvort tveggja hefur verið gert. Almannavarna- kerfið skipuleggur aðgerðir sem miða að því að sem minnstur skaði verði komi til náttúruhamfara, og al- mannavarnir fara með stjórn björgunar á neyðar- tímum. Viðlagatryggingu var komið á fót fyrir um fimm árum til að bæta mönnum eignatjón við at- burði eins og þá, sem nú urðu á Patreksfirði. Það kom Patreksfirðing- um í opna skjöldu að skrið- an skyldi brjótast yfir bæ- inn á þessum stað. Svo lengi sem sögur herma hef- ur ekki orðið svo mikið snjóflóð þarna. Einmitt slík óvissa um það hvar og iivernig höggið er greitt gerir allt forvarnarstarf al- mannavarnakerfisins erfitt og í raun óframkvæman- legt. í íslenskri þjóðarvit- und er einnig rík sú hefð, að hvern dag beri að lofa að kveldi taki náttúruöflin stjórnina. Af fréttum má ráða, að vel hafi til tekist að kalla saman fyrsta björgunarlið og senda menn á vettvang úr næsta nágrenni Patreksfjarðar og héðan úr þéttbýlinu eftir að fregnin barst um slysið. Viðlagasjóði var komið á fót til að bæta tjónið vegna Vestmannaeyjagossins. Síðan var lögum um hann breytt í því skyni að hann gæti bætt hið mikla tjón sem varð í snjóflóðinu í Norðfirði á sínum tíma. Loks beitti Matthías Bjarnason, tryggingaráð- herra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sér fyrir því að viðlagasjóði var breytt í viðlagatryggingu. Samfara þeirri breytingu var mælt fyrir um það með lögum, að ár hvert skyldu landsmenn greiða iðgjald til viðlagatryggingar og hún ætti að standa undir bótum vegna náttúruham- fara samkvæmt nánari skilgreiningu lögum sam- kvæmt. Enginn vafi getur leikið á því, að frá viðlaga- tryggingu munu renna fjármunir til að bæta eignatjónið á Patreksfirði. Hitt er einnig ljóst, að nái endar ekki saman með þeim hætti, mun með sam- eiginlegu átaki lands- manna allra staðið þannig að verki að þau sár fái að gróa á Patreksfirði, sem þannig er unnt að lækna. „Veit ekki hvort grær nokkurn tíma um heilt eftir svona atburð," sagði Stefán Skarphéðinsson, sýslumað- ur á Patreksfirði, í kvöld- fréttum. Mikill harmur er kveðinn að Patreksfirðing- um, orð sýslumannsins staðfesta það. Þeir þurfa ekki að efast um hlýhug og vilja allra annarra lands- manna til að styrkja þá með öllum tiltækum ráð- um. En skörðin sem hinir látnu skilja eftir sig verða ekki fyllt með þeim hætti og skugginn sem skriðan kastaði yfir mannlífið á Patreksfirði verður lengi í minnum hafður. Til mót- vægis við það munu menn leita trausts og halds í trú- arboðskap kristinnar kirkju og þeirri von sem hann veitir. „ÉG VIL ekki hugsa þá hugsun til enda ef börnin hefðu staðið þarna á skaflinum þegar skriðan hljóp fram,“ sagði Pétur Sveinsson, yfir- lögregluþjónn á Patreksfírði í sam- tali við Morgunblaðið. Aðeins nokkrum mínútum áður en aur- og snjóskriðan féll á Patreksfírði á laugardag fékk Pétur um 10 börn til að færa sig í burtu frá þeim stað þar sem skriðan síðan ruddist fram af heljarþunga nokkrum mínútum síðar. Pétur segir svo frá: „Það var verið að hreinsa snjó með snjóblásara af götunni og eins og krakka er siður fylgdust þau allmörg með vinnunni. Ég gízka á, að þau hafi verið þarna tíu saman á aldrinum 7—10 ára. Þau stóðu þarna á snjóskafli skammt frá húsinu númer 2 við Hjalla. Vegna flóðahættu fannst mér ekki skynsamlegt, að börnin stæðu þarna í hóp. Eg fór því út, en ég bý að Hjalla númer 9. Son minn og dreng, sem átti heima við Hjalla 2, tók ég inn til mín. Hin sendi ég áleiðis til sinna heima. Á leiöinni inn sá ég bláma yfir gilinu og ég var rétt kominn inn fyrir dyrna er ég heyrði mikinn hávaða, eiginlega eins og hvell, og hljóp strax út í glugga. Ég sá skriðuna æða framhjá, hún hafði þá tekið húsið númer 2 við Hjalla, og ég sá hana taka húsið númer 2 við Hlíðarbraut. Ég ímynda mér, að skriðan hafi verið 15 metra há fremst. Ofan á skriðunni sá ég þak, sem ég tel að hafi verið af húsinu Aðalstræti 79A. Þó er ekki rétt að tala um þak, heldur var efri hæð hússins eða risið þarna á ferðinni og inni í því voru móðir og tvær Þessa bífreið tók flóðið með sér og hafði nærri kastað í sjóinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.