Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
29
Eignatjón af
völdum snjóflóða
og vatnavaxta
að mestu bætt
Rætt við Ásgeir Ólafsson hjá Viðlagatryggingu íslands
„VIÐLAGATRYGGINGIN nær til allra brunatryggöra vrrömæta eins og
húsa og lausafjár og ef innbú er tryggt heimilistryggingu þá nær hún líka til
þess. Ræktaö land og lóöir eru einnig tryggö og svo þaö, sem snýr aö
sveitarfélögunum, hitaveitur, vatnsveitur, rafvirki og skolpveitur. Er þá eink-
um haft i huga tjón af völdum náttúruhamfara eins og eldgosa, snjóflóöa,
skriðufalla og vatnavaxta," sagöi Ásgeir Ólafsson hjá Viðlagatryggingu ís-
lands þegar hann var inntur eftir bótaskyldu tryggingarinnar.
Ásgeir sagði, að Viðlagatrygg-
ing Islands hefði verið stofnuð
með lögum nr. 52 árið 1975 en
Matthías Bjarnason, sem þá var
ráðherra, skipaði í þessu skyni
nefnd um áramótin 1974—75. Það
voru einkum snjóflóðin í Neskaup-
stað og ekki síst, að þau skyldu
ísafjörður:
Hætta á snjó-
flóðum liðin hjá
ísafirdi, 24. janúar.
NOKKUR hætta var talin á snjóflóö-
um viöa á ísafirði um helgina, og var
töluveröur viöbúnaður hjá almanna-
varnanefnd og lögreglu. Fólk var
beöiö um aö flytja sig úr nokkrum
húsum í Holtahverfi og í Hnífsdal,
og munu flestir hafa orðið viö þeirri
beiöni. Einhverjar skemmdir urðu
þar sem vatn flæddi inn í hús, en
ekki er vitað um aðrar skemmdir.
Nokkur smásnjóflóö féllu, en engin
til skaða.
Menn frá tæknideild ísafjarðar-
kaupstaðar fylgdust reglulega
með breytingum á snjóalögum, og
vakt var í lögreglustöðinni allan
sólarhringinn.
Óshlíð er ófær og að sögn
manna sem sigldu fyrir hlíðina er
nærfellt óslitin röð snjóflóða á
veginum frá Hnífsdal og út í Bol-
ungarvík. Nú er komið frost hér
vestra, og ekki er talin hætta á
snjóflóðum að óbreyttu.
Ekkert hefur verið flogið frá
ísafirði síðan á fimmtudag, en síð-
degis í dag fór flugvél flugfélags-
ins Arna til Patreksfjarðar að
sækja sjúkling sem átti að fara á
sjúkrahús í Reykjavík.
— Úlfar
koma ofan í eldgosið í Eyjum, sem
áttu mestan þátt í að mönnum
skildist nauðsyn þessarar trygg-
ingar. Lögin voru svo endurskoðuð
á síðasta ári og tók sá viðauki gildi
nú um áramótin síðustu.
Að því er Ásgeir sagði tók við-
lagatryggingin áður aðeins til
húsa og lausafjár en með viðauk-
anum var ákveðið, að hún skyldi
einnig ná til ræktaðs lands og
lóða, ýmissa mannvirkja á vegum
sveitarfélaga eins og hitaveitna,
vatnsveitna, rafvirkja og skolp-
veitna og til brúa en vegir og götur
eru undanskilin. Bifreiðar falla
ekki undir þessa tryggingu, venju-
leg ábyrgðartrygging þeirra nær
aðeins til óhappa og slysa í um-
ferðinni. Það tjón, sem á þeim
verður af völdum snjóflóða eða
skriðufalla, verður því eigandinn
að bera sjálfur nema bifreiðin sé
tryKKÚ húftryggingu en hún bætir
tjón af þessu tagi. Sagði Ásgeir, að
bætur Viðlagatryggingar færu
eftir mati en sjálfsábyrgð eigenda
væri hins vegar 5% og aldrei
minni en 5000 kr.
Það kom fram hjá Ásgeiri, að
fyrstu og mestu bótagreiðslur Við-
lagatryggingar til þessa hefðu
verið vegna jarðskjálftanna á
Kópaskeri og nágrenni en einnig
hefðu flóðin á Norðurlandi í nóv-
ember sl. fallið undir hana. Við-
lagatrygging tekur að sjálfsögðu
til þess eignatjóns, sem varð í
hörmungaratburðunum á Patr-
eksfirði, og einnig til vatnavaxt-
anna í Borgarfirði og á Suður-
landi. Sagði Ásgeir, að matsmenn
væru nú á förum vestur en talið
er, að eignatjónið þar nemi tug-
milljónum króna.
„Hlutverk okkar að
aðstoða og leiðbeina“
— segir Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri Almannavarna ríkisins
„Starf Almannavarna rikisins miöaöi aö því aö aöstoöa almannavarna-
nefndina á Patreksfiröi meö ráðgjöf og senda sérfræöinga vestur, búnað og
annaö eftir því sem hægt var. Aðfaranótt sunnudagsins tókst aö koma 8
björgunarmönnum og leitarhundum vestur.
Mennirnir voru sérstaklega
valdir vegna þjálfunar í snjóflóð-
aleit, hafa hlotið þjálfun erlendis
og foringi þeirra var Magnús
Hallgrímsson, verkfræðingur, sem
er þrautþjálfaður snjóflóðasér-
fræðingur," sagði Guðjón Peter-
sen framkvæmdastjóri Almanna-
varna ríkisins í samtali við Mbl.
um þátt þeirra í björgunarstarf-
inu á Patreksfirði.
„Undir morgun kom 30 manna
úrvalslið til Patreksfjarðar með
varðskipinu Ægi, en ekki tókst að
koma björgunarliðinu flugleiðis.
Þetta var okkar meginhlutverk.
Síðan kom sú staða upp á sunnu-
dag að flytja þurfti matvæli, lyf
og lýsingarbúnað vestur. Undir
miðnætti á sunnudag voru björg-
unarmenn fluttir til baka með
Fokker-vél Landhelgisgæzlunn-
ar,“ sagði Guðjón Petersen.
Hann var spurður hverju það
sætti, að Ríkisútvarpið hefði ekki
haldið áfram útsendingum til þess
að koma boðum og leiðbeiningum
til Patreksfirðinga og annarra
Vestfirðinga, svo sem oft er gert
þegar neyðarástand skapast og
sagði hann, að almannavarna-
nefndin á Patreksfirði hefði ekki
talið þess þörf.
SNJÓFLÓÐIN Á PATREKSFIRÐI
Þessi mynd var tekin skömmu eftir aö fyrra flóöiö féll. Björgunarmenn eru komnir i vettvang og í fjarska má
sjá varöskipiö Tý úti á Tiröinum. Morgunblaðið/ Kristófer Kristófersson.
Vorum á leið inn í
höfnina er flóðið féll
— rætt við Ólaf
Val Sigurðsson,
skipherra á Tý
„Viö vorum á leiö inn í höfnina
á Patreksfiröi þegar snjóflóöið féll;
vorum aö sækja viðgerðarhluta í
tæki, sem biluöu vegna snjóflóðs-
ins á Bíldudal. Lögreglan gerði
okkur viðvart og baö um aðstoð.
Um 25 mínútum eftir aö flóðið féll,
voru allir tiltækir menn, níu tals-
ins, farnir í land á bátum meö öll
tiltæk verkfæri, sem þurfti og lýst-
um við upp svæðið,“ sagöi Olafur
Valur Sigurösson, skipherra á
varöskipinu Tý, í samtali viö Mbl.
Ólafur Valur Sigurösson,
skipherra.
„Okkar menn voru í landi til
klukkan hálf sex morguninn eft-
ir. Okkar hlutverk í björgunar-
starfinu að öðru leyti var að
annast fjarskipti milli allra að-
ila. Jafnframt gátum við lánað
heimamönnum ógrynni af tepp-
um og dýnur lánuðum við á
sjúkrahúsið. Þá lánuðum við
dælur til þess að dæla úr kjöllur-
um húsa og gáfum björgunar-
mönnum að borða.
Einnig fluttum við björgun-
armenn og leitarhunda, sem
komu með flugi yfir til Patreks-
fjarðar. Ég held að staðarmenn
hafi metið að við skyldum vera
til halds og trausts svo fljótt
sem raun ber vitni og það er allt-
af ánægjulegt að geta orðið að
liði,“ sagði Ólafur Valur.
Forsætisráðherra um atburðina á Patreksfirði:
Stjórnvöld lini
áfallið eftir megni
„ÁTAKANLEGASTUR er sá
skaöi, sem aldrei verður með fjár-
munum bættur, mannslífin sem
töpuöust, heimilin sem lögö voru í
rúst. Sumt eignatjón verður held-
ur aldrei aö fullu bætt. En stjórn-
völd munu eftir megni leitast við
aö lina það áfail, sem þetta byggö-
arlag hefur orðið fyrir, og mun þá
hafa hliösjón af aðgerðum vegna
snjóflóöanna í Noröfirði í des-
ember 1974,“ sagði Gunnar
Thoroddsen, forsætisráöherra er
snjóflóðin í Patreksfirði komu á
dagskrá Sameinaðs þings í gær.
Jón Helgason, forseti Sam-
einaðs þings, gerði þingheimi
grein fyrir þeim sorglegu tíð-
indum, sem borizt höfðu frá
Patreksfirði. „Slíkur atburður
er mikið áfall fyrir byggðarlag-
ið,“ sagði þingforseti, „þar sem
fólk er tengt nánum böndum
vensla og vináttu. Sárastur er
söknuður nánustu ættingja og
vina hinna látnu. Við vottum
þessu fólki einlæga samúð og
hluttekningu." Þingmenn risu
úr sætum til að taka undir
hluttekningarorð þingforsetans.
Gunnar Thoroddsen, forsæt-
isráðherra, sagði m.a.:
„Fjölskyldum hinna látnu og
Patreksfirðingum öllum vil ég
votta samúð í nafni þjóðarinnar
allrar og ríkisstjórnar íslands.
Islenska þjóðin vill með sam-
hjálp kappkosta að bæta tjón af
slíkum áföllum eftir því sem í
mannlegu valdi stendur.
Lög um Viðlagatryggingu Is-
lands með endurbótum, sem
gengu í gildi um síðustu áramót,
tryggja bætur fyrir verulegan
hluta þess fjárhagsskaða sem
orðinn er.
Verði sveitarfélag fyrir
óvæntu fjárhagstjóni, svo sem
vegna náttúruhamfara, er
heimilt að veita því aukafram-
lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga.“
Forsætisráðherra lauk ííðan
máli sínu með þeim orðum, sem
eru upphaf þessarar fréttafrá-
sagnar.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, 4. þingmaður Vestfirðinga,
þakkaði — fyrir hönd þing-
manna úr Vestfjarðakjördæmi
— þingforseta, forsætisráð-
herra og ríkisstjórn fyrir hlý og
vinsamleg orð í garð fólksins á
Patreksfirði og fyrir þá yfirlýs-
ingu sem forsætisráðherra
flutti í Sameinuðu þingi.
„Hörmulegur atburður gerðist
þegar snjóflóð féllu á Patreks-
fjörð sl. laugardag með þeim af-
leiðingum að fjórir létu lífið og
margt manna missti heimili sín.
Á slíkum stundum sem þessari
er okkur íslendingum ljóst að
við erum sem ein fjölskylda og
viljum bera hvers annars byrð-
ar. Ég er þess fullviss að allt
verður gert sem unnt er til þess
að mæta þeim vanda sem nú
hefur komið upp á Patreksfirði,
eftir því sem hægt er að bæta
slíkt tjón sem þar varð. Ég
þakka velvild og samúð allra al-
þingismanna."