Morgunblaðið - 25.01.1983, Qupperneq 41
c
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1983
45
\fik?AKANDI
SVARAR í 8ÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
Hvað á að kalla
svona vinnubrögð?
Margrét Guðmundsdóttir, Akur-
eyri; skrifar:
„Agaeti Velvakandi.
Gleðilegt nýár. Tilefni þess, að
ég sting niður penna er ein hliðin
á jólabókaflóðinu. Getur þú frætt
mig á því, hvaða reglur gilda um
bókaþýðingar? Eru engin takmörk
fyrir því hve oft er hægt að þýða
og gefa út sömu bókina ef aðeins
er skipt um nafn á henni í hvert
skipti? Meðal jólabóka í ár er
„Skógarvörðurinn" eftir Sigge
Stark. Á efnisúrdrætti, bútum í
blöðum, fæ ég ekki betur séð en
hér sé á ferðinni gömul bók sama
höfundar gefin út 1950 sem þá hét
„Skógardísin", og Vanda litla á
Hlennbakka sé hér orðin að önnu
í Hlíð.
Sama forlag hefur gefið út bæk-
ur Margit Sederholm undir nýjum
nöfnum. Unglingabækur Evi
Begenæs hafa náð vinsældum.
Fyrir nokkrum árum kom út „Sag-
an af Veigu Falk“. Þar er á ferð-
inni ein af Kittu-bókunum, sem
seinna voru gefnar út.
„Aprílást" útg. 1981 er sama bók
og „Anna Beta og Friðrik", og
„Stefán og María" útg. 1982 hét
áður „Anna María trúlofast". (Á
bókarkápu sögð „ný saga“.)
Og enginn aldurshópur sleppur
... „Dvergurinn Daði“ er sama
persóna og hann „Patti litli“, sem
gamall og geðstirður krummi
rændi frá húfunni góðu, sem gerði
hann ósýnilegan.
Endurútgáfa á vinsælum upp-
seldum bókum er ágæt sbr. bækur
Margit Ravn, Enid Blyton, Sögu-
safn heimilanna o.fl. sem allar
halda upprunalegum nöfnum.
En hvað á að kalla svona vinnu-
brögð?
P.S. Þeir eru að kýta um Gili-
trutt í Mogganum. Þá bók hef ég
ekki lesið, en sá úr henni fárán-
lega mynd, sem sýnir ísl. bónda
klæddan eins og sænskan Dala-
karl og með hjarðmannsstaf úr
Biblíunni. Ég er hrædd um að
þessi Biblíufjárhirðir hefði fljót-
lega orðið úti hér norðanlands."
Þakka fyrir sérlega
skemmtilegt kvöld
Lágmark aö rétt
sé með farið
Málfríður Sigurðardóttir, Akur-
eyri, hringdi og hafði eftirfarandi
að segja: — Mig langar til að gera
athugasemd við athugasemd, sem
kom í þessum þætti síðastliðinn
miðvikudag. Þannig var mál með
vexti, að ég kom fram í spurninga-
þætti Útvarpsins á Akureyri og
fékk þar m.a. spurningu um það,
hvaða lið hefði unnið tiltekinn leik
í knattspyrnukeppni. Ég lét þess
getið þá um leið, af því að ég gat
upp á Akurnesingum, að það væri
kannski óskhyggja hjá mér, að
Reykvíkingar ynnu ekki alltaf.
Einhver Börkur Þorkelsson sá
ástæðu til að gera athugasemd við
þetta og taldi ummæli mín til
marks um fjandsamleg viðhorf
gagnvart Reykvíkingum. Orð mín
voru nú ekki meint þannig af
minni hálfu, því að ég hef ekkert
við Reykvíkinga að athuga á nokk-
urn hátt. Og mér finnst það lág-
markskrafa, þegar menn eru að
gera athugasemd við það sem fólk
segir, að þeir fari rétt irieð það,
sem eftir er haft.
Kistan flytur
sig um set
Spurt var hér fyrir helgi, hvort
Verslunin Kistan, Skólavörðustíg
4, væri hætt störfum. Svo er ekki.
Þættinum hefur borist vitneskja
um, að verslunin er aðeins að flyt-
ja sig um set og tekur að öllum
líkindum aftur til starfa á
fimmtudag að Laugavegi 64.
Getur það verið?
Árni Helgason, Stykkishólmi,
hringdi og hafði eftirfarandi að
segja: — Eg var að hlusta á fréttir
frá Alþingi, þar sem sagt var, að
þegar taka hefði átt fyrir í neðri
deild frumvarp til staðfestingar á
bráðabirgðalögum ríkisstjórnar-
innar frá í haust, hefðu vinir vorir
í stjórnarandstöðu krafist frest-
unar og borið því við, að þeir hefðu
ekki kynnt sér bráðabirgðalögin
nægilega. En nú minnir mig ekki
betur en strax í haust hafi þeir
verið ákveðnir í að fella þetta
frumvarp, hvað svo sem það kost-
aði. Getur virkilega verið, að þeir
hafi þá ekki haft hugmynd um,
hvað fælist í því, sem þeir voru
svona ákveðnir í að fella?
D.Ó., Hafnarfirði, skrifar:
„Velvakandi.
Mig langar til að koma á fram-
væri kveðju til einnar efnilegustu
hljómsveitar landsins að mínum
dómi, Lótusar frá Selfossi, svo og
þeirra sem stóðu fyrir dansleikn-
um í Tónabæ 14. þ.m.
Sérstaklega þakka ég þó strák-
unum í Lótus fyrir sérstaklega
skemmtilegt kvöld. Og að lokum
vona ég að þeir eigi eftir að ná
langt á tónlistarbrautinni. Við
fylgjumst vel með þeim frá upp-
hafi til enda, aðdáendur þeirra.“
Einskis virði
A.L. skrifar:
„Velvakandi.
Vegna deilu borgarstjórnar og
verðlagsnefndar um strætis-
vagnafargjöld koma mér í hug
ummæli Gunnars Tómassonar,
hagfræðings hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum, sem birtust í
Morgunblaðinu hinn 1. des. sl. og
voru eftirfarandi: „öll afskipti
stjórnvalda, sem skerða sjálf-
stæði fyrirtækja eru annaðhvort
skipulagsgalli í stjórnkerfinu
eða misbeiting þess í þágu ann-
arra markmiða en hagkvæmni
og hagvaxtar. Opinber afskipti
af verðlagningu eru einskis virði,
nema sem tæki til eflingar
miðstýringar fjármagns".
Svo mörg og áreiðanlega rétt
eru þessi orð hins reynda og
merka manns. Hvergi í Evrópu
hefir verðbólga verið meiri að
undanförnu en á íslandi og
hvergi hafa jafnframt verið
meiri verðlagshöft, sem sannar
þá einnig gagnsleysi hafta og
miðstýringar. Þökk sé Davíð
borgarstjóra og hans mönnum
fyrir hugrekki og einbeitni í
„strætó-málinu".
GÆTUM TUNGUNNAR
Að líta við merkir að líta um öxl, að horfa 1
baka; en það merkir ekki að líta inn, eí
koma við.
Hamar ogsög
er ekki nóg
NEMA ÞÚ VEUIR RÉTTA EFNIÐ^
Fríðríks Ólafssonar
Kennsla hefst þriðjudaginn
15. febrúar næstkomandi í húsakynnum
skólans að Laugavegi 51. Á fyrstu starfsönn
verða þrenns konar námskeið:
Byrjendaflokkur
Framhaldsflokkur l
Framhaldsflokkur ll
Hvert námskeið er 12 klst.,
tvær klst. í senn einu sinni í viku.
Þátttökugjald:
Fullorðnir kr. 720
Börn, unglingar (f. 1968 og síðar) kr. 600
Skráning:
Skráning hefst í dag kl. 14.00 - 19.00
í síma 25555, en eftir það er tekið við
innritunum alla virka daga í sama síma milli
kl. 17.00 og 19.00.
Sérnámskeið:
Skákskólinn útvegar einnig leiðbeinendur
fyrir einkatíma, sérstök námskeið í fyrirtækjum *
eða námskeið úti á landi.
Skákskóli Friöriks ólafssonar
Laugavegi 51, sími 25555.
Friðrik Ólafsson, CuðmundurSigurjónsson, HelgiÓlafsson,
Jón L. Árnason, Margeir Pétursson.