Morgunblaðið - 26.01.1983, Page 40

Morgunblaðið - 26.01.1983, Page 40
^Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1983 —■ ,/\skriftar- síminn er 830 33 4' cþ’) ■ 4L, "0 » C 2Ef■ I /J"ý * 4r Frá Óshlíð í gær, ýtur Vegagerðarinnar opna veginn. Morgunblaðið/ Úlfar. Snjóflóðin á Patreksfirdi: Húsnæðisvandinn hefur fengið farsæla lausn — segir Úlfar B. Thoroddsen, sveitarstjóri Patreksílrdi 25. janúar. Krá SigurAi Sverrissyni, blaðamanni Mbl. „BJÖRGUNARSTARFIÐ hófst af fullum krafti í gærmorgun eftir hléið, sem gert var á sunnudagskvöld vegna hættunnar á frekari flódum," sagði Úlfar B. Thoroddsen, sveitarstjóri á Patreksfirði, er blaðamaður Mbl. ræddi við hann í dag. „Haldið hefur verið sleitulaust áfram að bjarga því, sem hægt er eftir föngum. Stórvirk vinnutæki í eigu fyrirtækja í bænum hafa komið í góðar þarfir og gekk björgunarstarfið mjög vel í gær, þrátt fyrir að í mörg horn hafi verið að líta.“ I dag voru um 40 manns við björgunarstörf, en voru 100 í gær og um 300 á sunnudag, þegar fjöl- mennast var. Tvö stærstu fyrir- tækin, Oddi hf. og Hraðfrystihús Patreksfjarðar lögðu til mikinn mannafla í gær og önnur fyrirtæki eftir föngum hvert og eitt. At- vinnulíf er óðum að færast í fyrra horf. Úlfar sagði, að í dag hefði verið unnið að því að útvega öllu því fólki, sem missti heimili sín, ann- að húsnæði. „Sýnt er, að þetta vandamál hefur leystst farsæl- lega. Fólk hefur látið eftir lausar íbúðir og jafnvel gengið úr húsi til að hlaupa undir bagga. Það eru skiljanleg viðbrögð að fólk fyllist ótrú og kjarkurinn lin- ist. Fólk veit aldrei hvar hættan er mest og aldrei hægt að segja til um það fyrr en ógæfan dynur yfir. Hér leggjast allir á eitt til að koma daglegu lífi í eðlilegt horf. Ég vonast til að þetta gangi eins vel og til þessa og fái farsælan endi." 37 snjóflóð í Óshlíðinni fsarirAj, 25. jinúar. VEÐUROFSINN hefur nú gengið niður við Djúp og mannlífið er að færast í eðlilegt horf á nýjan leik. Um kaffíleytið i dag tókst loksins að opna Óshlíðina milli ísafjarðar og Bolungarvíkur, en 37 snjóflóð höfðu lokað veginum. Stórvirk snjóruðningstæki höfðu unnið við veginn frá því snemma í morgun, en stærsta snjóflóðið, sem var innanvert við Krossinn á miðri hlíðinni, var svo stórt að það þurfti stóra jarðýtu til að ráða við moksturinn. Á tímabili var þetta snjóflóð eina haftið á milli byggðanna og var brugðið á það ráð, þegar jarð- ýtan kom á staðinn, að láta hana Berufjörður: Háhyrninga- fjölskylda á síldveiðum Háhyrningafjölskylda hefur að undanförnu haldið sig innst í Berufirði, einn tarfur með nokkrar kýr og kálfa. Að sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræð- ings sem verið hefur eystra að undanförnu, eru háhyrningarnir þarna í töluverðri síld, sem þarna er. „Það var ósköp huggulegt að sjá dýrin þarna," sagði Jakob í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins, „og svo mikið er víst að þessi háhyrningafjölskylda verður ekki mögur, hún makar krók- inn á síldinni þarna." Háhyrningar eru sem kunn- ugt er hjarðdýr, og má oft sjá stóra hópa þeirra, allt að 100 dýr saman, og 10 hvala hópar eru algengir. Háhyrningurinn lifir bæði úti á opnu hafi og á grunnslóð, og hér við land er hann algengur sumar og haust, og sést oft á öðrum árstímum, og fylgir þá venjulega síldar- göngum. slétta úr efsta borði snjóflóðsins og óku bílarnir síðan yfir það eins og á malbiki væri. Á þessum stað var vegurinn lagaður verulega mikið á síðastliðnu hausti og áttu menn von á að meira þyrfti til en eitt snjóflóð til að loka honum. Svo er þó greinilega ekki og var snjóflóðið átta metra hátt í veg- arkantinum. Víða eru snjóhengjur á fjalls- brúnum og má reikna með áfram- haldandi snjóflóðum ef veður breytist eitthvað. — Úlfar Þingeyri: Flugvél brotlenti á flugvellinum Þingeyri, 25. janúar. UM KLUKKAN fimm i dag brotlenti 9 manna flugvél frá Sverri Þórodds- syni hér á Þingeyrarflugvelli. í vélinni voru 7 farþegar ásamt flugmanni. Enginn mun hafa slasast. Talið er að vélin hafi komið of hátt inn til lendingar, lent inn á miðjum velli og endaði hún ferð sína í snjóskafli út við brautarenda. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið á vélinni, þar á meðal brotn- aði nefhjólið. Hér hefur verið slæmt ástand í flugmálum frá því fyrir jól. Aðeins tvö áætlunarflug eftir áramót og einungis ein vél hefur komið með vörur og póst og kom sú vél 14. janúar. — Guðbjörg Snjóflóðin á Patreksfirði: Get ekki annað en glaðzt yfir því að vera á lífi — segir Glynnes Duffin l’alrtksfjríi, 25. janúar. Krá SijjurAi Svcrrisuyni, hlaúamanni Mbl. „ÞAÐ ER MEÐ ólíkindum hvað ég hef verið heppin," sagði Glynnes Duffin, er Mbl. ræddi við hana á heimili tengdaforeldra hennar. Glynnes, sem er nýsjálenzk og kom fyrst til Patreksfjarðar til að vinna í fiski 1977, en kennir nú ensku við grunnskólann, lenti í þeirri óvenjulegu lífsreynslu að fá snjóflóðið inn í miöja stofu hjá sér og í gegnum húsið án þes að hana sakaði að ráði. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Glynnes hafi sloppið lifandi úr húsi sínu. Stóreflis grjothnullungar standa nú á þeim stað, þar sem hún lokaðist af í einu horni stofunnar. Glynn- es er aðeins marin og með nokkrar skrámur og verður það að teljast vel sloppið með tilliti til atburða. „Ég var að hringja í ættingja mannsins míns og hafði í hyggju að fara þangað í heimsókn. Það var tekið að flæða inn í kjallar- ann hjá okkur og ég var orðin óróleg. Það svaraði hins vegar enginn símanum og ég lagði því tólið á og gekk í átt að suður- glugga stofunnar. Ég varð einsk- is vör og var ekki komin nema nokkur skref er flóðbylgjan, mestmegnis vatn, kom í gegnum norðurvegg hússins af miklu afli. Ég gat ekki gert mér fulla grein fyrir atburðarásinni fyrr en ég var orðin föst og skorðuð af í horni herbergisins í seil- ingarfjarlægð frá glugganum. Á því augnabliki vissi ég ekki hvort ég hafði haldið höndum eða fót- um. Fljótlega tókst mér þó að losa handleggina og þá komst ekki nema eitt að; að komast út um gluggann. Mér tókst að krafla mig að glugganum, brjóta rúðu og hrópa á hjálp. Eldri hjón, sem voru í nærliggjandi húsi, sáu til mín og veifuðu. Það var uppörv- andi, en mér létti óskaplega mik- ið þegar mér var bjargað, þar sem ég var við gluggann. Ég get ekki annað en glaðzt yfir því, að vera á lífi. Að sama skapi þykir mér sorglegt til þess að vita, að fjórir aðrir skildu ekki verða sömu heppni aðnjót- andi og ég. Ég minnist þess ekki að hafa grátið eða fengið áfall eftir að ég kom af sjúkrahúsinu og í rauninni væri það ósann- gjarnt af mér að gráta á sama tíma og aðrir eiga um sárt að binda," sagði Glynnes. Sjá nánari fréttir frá Pat- reksfirði í miðopnu. Glynnes Duffin slapp i ótrúlegan hitt, er flóðið þeyttist gegnum stofuna á Aðalstræti 77, Patreksfirði. Símamynd/ Morjjunblaftið/ KEE.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.