Morgunblaðið - 01.02.1983, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983
2
Hvalveiðibannið:
Látum reyna á hótanir
áður en við gefumst upp
— segir Sigurður
Markússon
„MÉR finn.st það ógeðfellt að verið
sé að setja þrýsting á okkur, sem
gæti leitt til þess, að annað fyrirtæki
í sjávarútvegi yrði að leggja upp
laupana, það er Hvalur hf.,“ sagði
Sigurður Markússon, framkvæmda-
stjóri sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins, er Morgunblaðið innti
hann álits á því hvort mótmæla bæri
hvalveiðibanninu og hvaða áhrif
mótmæli gætu haft.
„Ég held að almennt séum við
þeirrar skoðunar að rétt sé að láta
á það reyna, hversu alvarlegar
þessar hótanir eru áður en við gef-
umst upp fyrir þeim,“ sagði Sig-
urður. Að öðru leyti vildi hann
ekki tjá sig um málið.
BÚH-togararnir aftur á veiðar
MAÍ, togari Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, held-
ur til veiða í dag og má búast við að vinna hefjist
í Fiskiðjuveri BÚH um 10. febrúar. Apríl fer til
veiða á fimmtudag og Júní eftir helgi. Hátt í 200
manns var sagt upp hjá BÚH fyrir áramót vegna
rekstrarerfiðleika fyrirtækisins, en búast má við
að fólkið verði allt komið til vinnu aftur eftir um
vikutíma.
Að sögn Sigurðar Þórðarsonar, formanns út-
gerðarráðs, nam heildarvandi fyrirtækisins um
50 milljónum króna. Um % hlutar þess hafa
verið leystir með láni úr Byggðasjóði og skuld-
breytingum og vilyrði hefur fengist fyrir meiri
aðstoð. — Sú afgreiðsla, sem við höfum fengið og
er í sjónmáli, gerir það að verkum, að nú er ýtt úr
vör, sagði Sigurður Þórðarson.
Meðfylgjandi mynd af Hafnarfjarðartogurum
í höfn tók RAX í gær.
Hafnarfjörður:
Malbikun boðin út
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjardar hef-
ur nú samþykkt aö heimila bæjar-
verkfræðingi að bjóða út malbikun á
nokkrum götum bæjarins. Er það
þáttur í undirbúningi malbikunar-
framkvæmda næsta sumars. Bæjar-
verkfræðingur vinnur nú að gerð út-
boðsgagna.
Götur þær er fyrst verða boðnar
út eru: Hrauntunga frá Hraun-
brún að Víðistaðaskóla með snún-
ingshaus og bílastæðum. Botn-
langar ekki meðtaldir; Dalshraun
frá Stakkahrauni að Hjallahrauni
ásamt botnlanga; Hjallahraun frá
Trönuhrauni að Reykjanesbraut;
Helluhraun frá Hjallahrauni að
Flatahrauni ásamt bontnlöngum;
Lækjarhvammur, Fjóluhvammur,
og Háihvammur. Alls eru þetta
23.600 fermetrar. Ennfremur
verður boðin út endurlögn á mal-
biki á um 9.000 fermetra og mal-
biksviðgerðir.
Milljóna tjón álversins
vegna raka í forskautum
VEGNA raka í forskautum í ál-
verinu í Straumsvfk hafa þau
enzt mun verr en venjulega og
hefur af þessum sökum orðið
mikið tjón. Sigurður Briem, raf-
magnsverkfræðingur í Straums-
vík, sagði í gær, að ekki væri
enn vitað hversu mikið tjónið
væri, en þó orðið Ijóst, að það
skipti milljónum.
Við framleiðslu á hverju tonni
af áli þarf hálft tonn af for-
skautum, en forskaut eru kola-
blokkir, sem eru festar á gaffla
og endast venjulega í um 4 vik-
ur. Við uppskipun á sendingum
á forskautum til álversins í des-
ember og janúar komst raki í
mikið af forskautunum. Sér-
staklega varð ein sendingin illa
úti, en þá var skipað upp í Hafn-
arfirði þar sem unnið var við út-
skipun í Straumsvíkurhöfn.
Óveður tafði síðan fyrir að hægt
væri að flytja forskautin til
Straumsvíkur og snjóaði meðal
annars á þau.
Raki í forskautum gerir það
að verkum að þau losna fyrr en
ella af göfflunum og þegar for-
skaut ónýtast á skömmum tíma
hefur það keðjuverkun í för með
sér, því þá eykst álag á önnur.
Nú hefur orðið að taka 30 ker úr
rekstri beinlínis af þessum völd-
um, en ennþá eru ekki öll kurl
komin til grafar þar sem ekki er
talið, að tjónið sé komið fram
nema að hluta.
Raki hefur áður komist í for-
skaut svo tjón hefur hlotist af,
en ekki í svo miklum mæli sem
nú, að sögn Sigurðar Briem.
Lesendaþjónusta
Morgunblaðsins:
Spurt og svar-
að um skattamál
MORGUNBLAÐIÐ veitir nú les-
endum sínum þá þjónustu að afla
svara við spurningum þeirra um
skattamál. Geta lesendur hringt í
síma 10100 klukkan 10—12 á
mánudegi til föstudags og borið
upp spurningar sínar viðvíkjandi
skattamálum, útfyllingu framtals-
eyðublaðs, frádráttarreglum og
fleiri atriðum.
Morgunblaðið leitar svara hjá
skrifstofu ríkisskattstjóra í
Reykjavík og birtast þau síðan í
blaðinu ásamt spurningum.
Nauðsynlegt er að spyrjendur
gefi upp nafn sitt og heimilis-
fang. Þessi lesendaþjónusta
verður veitt þar til skilafrestur
skattaframtala einstaklinga er
úti, þ.e. fimmtudaginn 10. febrú-
ar. Síminn er 10100 milli klukk-
an 10 og 12 virka daga.
Ágúst Kvaran
leikstjóri látinn
ÁGÚST Kvaran, fyrrverandi leik-
stjóri, Akureyri, lézt sl. sunnudag, 88
ára að aldri.
Ágúst var fæddur 16. ágúst 1894
á Breiðabólstað á Skógarströnd,
sonur séra Jósefs Kristjáns Hjör-
leifssonar og konu hans, Lilju
Mettu Kristínar Ólafsdóttur. Að
loknu skólanámi starfaði Ágúst
hjá heildsalafyrirtækjum í
Reykjavík, en flutti til Akureyrar
1928 og starfaði þar að heildsölu.
Hann starfaði mikið að leiklist-
armálum, bæði sem leikari og
leikstjóri.
Fyrri kona hans var Soffía Guð-
laugsdóttir leikkona og eignuðust
þau eina dóttur. Þær mæðgur eru
báðar látnar. Síðari kona hans var
Anna Schiöth, sem lézt fyrir tæp-
lega tveimur árum. Ágúst lætur
eftir sig þrjú börn.
Hvalveiðibannið:
Stjórnvöld leysi vanda Hvals hf.
á annan hátt en með mótmælum
— segir Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi SH
„AFSTÖÐU Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsannaa til þess hvort hvalveiðibanni verði mótmælt má rekja til þess, að
forráðmenn Coldwater Seafood Corporation, sölufyrirtækis SH í Bandaríkjunum, vöktu athygli á því síðastliðið
haust, að vandræði gætu skapazt í fisksölumálum okkar í Bandaríkjunum yrði hvalveiðibanninu mótmælt. Rök þeirra
voru meðal annars þau, að ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann á hvalveiðum ætti mjög mikinn hljómgrunn
hjá bandarískum almenningi og framámönnum í bandarískum stjónrmálum," sagði Guðmundur H. Garðarsson,
blaðafulltrúi SH meðal annars er Morgunblaðið ræddi við hann.
„Það er rétt á þessu stigi máls-
ins að vekja athygli á því, að Cold-
water, fyrirtæki SH í Bandaríkjun-
um hefur haft algjöra forystu á
þessum markaði í áratugi. Á síðasta
ári seldi Coldwater sjávarafurðir
fyrir tæpar 200 milljónir dala, en á
sama ári var sala Iceland Seafood
Corporation, fyrirtæki SÍS í Banda-
ríkjunum rúmar 100 milljónir dala.
Markaðshlutdeild Bandaríkjanna í
sölu frystra sjávarafurða frá íslandi
hefur verið um og yfir 60% á síðustu
árum og komst upp í 74% 1978. Fyrir
sumar tegundir eins og hörpudisk
hefur þetta verið svo til 100%, en
1981 fóru 96,6% af hörpudiski til
BAndaríkjanna miðað við magn og
84,3% af frystum humri.
í lok nóvember vakti Þorsteinn
Gíslason, forstjóri Coldwater síð-
astliðin 20 ár, athygli stjórnar SH á
því, að aðgerðir öflugra dýravernd-
unarsamtaka (Animal Welfare Intit-
ute) gætu haft mjög neikvæð áhrif á
sölu á íslenzkum fiski í Bandaríkjun-
um og hefði meðal annars einn
stærsti viðskiptavinur íslendinga í
þessum málum, veitingahúsakeðjan
Long John Silver, þegar orðið fyrir
miklum óþægindum og óttaðist af-
leiðingar frekari aðgerða."
Hvað gæti helzt gerzt?
„Hættan, sem í þessu er fólgin er
sú, að sveigist almenningsálit í
Bandaríkjunum gegn einhverri þjóð
eða vörum frá henni, er það ekki á
valdi stjórnarinnar í Washington að
breyta því eins og hendi sé veifað.
Helztu kaupendur afurða okkar í
Bandaríkjunum óttast að, mótmæli
ísland hvalveiðibanninu, skaði það
hið góða álit, sem íslendingar og ís-
lenzkar vörur, sérstaklega sjávaraf-
urðir, njóta í Bandaríkjunum. Sumir
gera lítið úr því, sem þeir kalla til-
finningalega afstöðu manna til þessa
máls og tel ég það mjög háskalegt,
því í þjóðfélagi eins og Bandaríkjun-
um, þar sem menn eru frjálsir, getur
tilfinnanleg afstaða til hlutanna
ráðið úrslitum, ekki sízt hvað varðar
vörukaup.
Þorsteinn Gíslason upplýsti sjáv-
arútvegsráðherra, þegar á sínum
tíma um yfirvofandi hættu og
greindi stjórn SH frá afstöðu mála.
Á stjórnarfundi 14. desember síð-
astliðinn var eftirfarandi ályktun
samþykkt: „Stjórn SH beinir því til
sjávarútvegsráðherra, að hann hafi
forgöngu um, að íslenzk stjórnvöld
gefi út opinbera yfirlýsingu þess efn-
is, að fsland muni ekki mótmæla
samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins
um bann við hvalveiðum. Með slíkri
yfirlýsingu verður afstýrt hugsan-
legu tjóni í fisksölumálum íslend-
inga í Bandaríkjunum, þar sem af-
staða einstakra þjóða til þessa máls
er mikið hitamál."
Þá er rétt að taka það fram, að á
stjórnarfundi SH sitja bæði aðal- og
varamenn 18 talsins hvaðanæva af
landinu, en alls eru nú 67 frystihús
innan SH. Við hjá SH viljum sér-
staklega taka það fram, að vegna
þeirra innlendu aðila, sem hvalveiði-
bannið kemur niður á þegar þar að
kemur, þykir okkur miður að þurfa
að taka þá afstöðu er fram kemur í
samþykkt stjórnar SH, en eins og
málum er háttað er ekki forsvaran-
legt að virða að vettugi skoðanir
þeirra, er bera höfuðábyrgðina í
fisksölumálum íslendinga í Banda-
ríkjunum.
Ég skil ekki þá afstöðu manna,
st .n segja að það verði bara að koma
í ljós hvort mótmæli íslands við
hvalveiðibanninu hafi eitthvert tjón
í för með sér og þá beri að endur-
skoða afstöðuna. Ég tel að neikvæð-
ar afleiðingar geti orðið það miklar
fljótt, að erfitt verði að bæta það
tjón, sem af verður og vinna sig
sterkt upp á markaðinn aftur. Við
skulum muna það, að fslendingar
eru meðal leiðandi afla í fisksölu-
málum í Bandaríkjunum. Ég tel að
hér sé um svo mikla hagsmuni að
tefla fyrir atvinnu- og efnahagslíf,
að Alþingi beri að leysa vanda Hvals
hf. og þeirra, sem þar eiga mestra
hagsmuna að gæta, eigenda og
starfsmanna, með öðrum hætti en að
mótmæla banninu,” sagði Guðmund-
ur.