Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÍJAR 1983
Niðurtalníng útflutnings
— eftir Eyjólf Isfeld
Eyjólfsson
Það má nú telja víst að engin
loðnuveiði verði leyfð á þessari
vertíð.
Engum kemur á óvart þótt veið-
ar í bræðslu séu bannaðar, en þeir
munu færri sem vita að við höfum
afsalað okkur sjálfsákvörðunar-
rétti um veiðar á takmörkuðu
magni til manneldis í hendur
Efnahagsbandalagsins og Norð-
manna.
Full ástæða væri til að rekja þá
raunasögu mistaka og rangra
stjórnunarákvarðana sem leitt
hafa til þeirrar stöðu loðnumála
sem við búum við í dag.
Það verður þó ekki gert hér, en
ég mun hins vegar reyna að gera í
stuttu máli grein fyrir áhrifum og
afleiðingum þessarar stöðu á út-
flutning okkar og þá alveg sér-
staklega aðstöðu okkar á japanska
markaðnum.
Útflutt magn
Ekki fer á milli mála að hér á
landi var hafin vinnsla á loðnuaf-
urðum fyrir Japan, þ.e. heilfryst-
ing loðnu og frysting á loðnu-
hrognum. Noregur, Rússland og
Kanada koma síðan í kjölfarið, en
helsti keppinautur okkar á mark-
aðnum eru Norðmenn, eins og í
mörgum öðrum sjávarafurðum.
Það hefur gengið á ýmsu í þess-
ari framleiðslu undanfarin ár og
má ýmist rekja það til aðstæðna
hér á landi, eða markaðsaðstæðna
í Japan. í heild hefur þetta þó ver-
ið mjög vaxandi markaður og þá
sérstaklega fyrir loðnuhrogn. Þótt
okkar loðna þyki smá, þá á hún
samt vinsældum að fagna vegna
bragðgæða og hefur unnið sér
ákveðinn sess á markaðnum. Ef
einungis er litið til síðustu fjög-
urra ára, þá hefur innflutningur
loðnuafurða til Japans orðið þann-
ig eftir árum og framleiðslulönd-
um:
Heilfryst loðna:
allar tölur í tonnum).
sland
Noregur
Rússland
Kanada
Aðrir
Loönuhrogn
ísland
Noregur
Rússland
Kanada
Fram til ársins 1979 höfðum við
einir setið að markaðnum fyrir
loðnuhrogn. Innflutningur ársins
1979 verður of mikill, þar sem
Norðmenn og Rússar framleiða
rúm 1000 tonn, sem ekki var
reiknað með.
Þetta bitnar á framleiðslu árs-
ins 1980, en markaðurinn er aftur
kominn í jafnvægi árið 1981. í
ársbyrjun 1982 semur SH við 10
kaupendur um sölu loðnuhrogna,
en allir þeir samningar eru svikn-
ir, þar sem framleiðsla varð engin
og Norðmenn sátu einir að mark-
aðnum, eins og þeir munu gera í
ár, enda ráðgera þeir nú tvöföldun
á sinni framleiðslu.
ÍJtflutningsverðmæti
Þær magntölur sem hér hafa
verið nefndar gefa líklega tak-
markaða hugmynd um verðmæti
þessa útflutnings. Þegar gerð er
grein fyrir þýðingu tiltekinnar út-
flutningsgreinar eða vörutegund-
ar, eru títt teknar einhverjar aðr-
ar greinar til viðmiðunar.
Ef við lítum á árið 1979, sem er
síðasta árið sem þessi framleiðsla
er með eðlilegum hætti,.nam út-
flutningur hvalafurða um 8,3
milljónum dollara, en útflutning-
ur loðnuhrogna um 8 milljónum
dollara og heilfrystrar loðnu einn-
ig um 8 milljónum dollara, eða
loðnuafurðir samtals tæpum 16
milljónum dollara. ( í Morgun-
blaðinu sl. fimmtudag var gerð
glögg grein fyrir því hve mikil-
vægur útflutningur hvalafurða er
og því óþarfi, að endurtaka þann
samanburð sem þar var gerður við
aðrar greinar útflutnings.)
Verðmæti útflutnings segir ekki
1979 1980 1981 1982
8.852 2.495 311 952
9.232 11.287 13.887 15.168
13.697 9.917 3.046
3.764 1.721 7.904 10.850 14.600
37.266 31.603 25.048 33.766
1979 1980 1981 1982
3.565 633 2.406
850 586 1.650 2.580
300 194
15
4.715 1.428 4.056 2.580
nema takmarkaða sögu. Að því er
loðnuhrogn varðar höfum við þeg-
ar lagt í nær alla þá fjárfestingu í
frystihúsunum, sem er nauðsynleg
til þessarar framleiðslu og frá
þeirra sjónarmiði er þetta alger
aukaafurð sem tvímælalaust á að
skila góðum arði fyrir veiðar og
vinnslu.
Norðmenn eru nú í Japan að
semja um loðnuviðskipti næstu
vertíðar. Eins og fram kom í töflu
um magn útflutnings þá hafa þeir
aukið sitt magn ár frá ári og nú
stefna þeir að 18.000 tonna fram-
leiðslu á heilfrystri loðnu á
nokkru hærra dollaraverði en sl.
ár. Þá stefna þeir einnig að því að
tvöfalda framleiðslu loðnuhrogna
og bjóða 5000 tonn á 20% hærra
verði í dollurum en sl. ár.
Þessi tilboð Norðmanna jafn-
gilda um 33 milljónum dollara fob
útflutningsverðmætis. Til sam-
anburðar má geta þess að öll
saltsíldarframleiðslan hér sl.
haust er að verðmæti um 25 millj.
dollara. Þá bjóða þeir einnig í
fyrsta skipti loðnu til Formósu, en
þar er vitað að nokkur markaður
er fyrir heilfrysta loðnu.
Það er einnig eftirtektarvert
fyrir okkur í sambandi við þessi
viðskipti að sennilega er þetta ein
af fáum sjávarafurðum í Noregi
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson
sem ekki er ríkisstyrkt í veiðum
eða vinnslu.
Markaðurinn
Hér hefur verið gerð nokkur
grein fyrir magni og verðmæti
loðnuafurða á japanska markaðn-
um.
Þá er alveg eftir hin viðskipta-
lega hlið þessara mála. Mörg
vinnslufyrirtæki í Japan byggja
tilveru sína að meira eða minna
leyti á úrvinnslu þessara afurða á
sama hátt og frystihús hér eiga
afkomu og rekstur undir stöðugri
hráefnisöflun. Það ætti því ekki að
þurfa að fara mörgum orðum um
hvaða álit þessir kaupendur fá á
okkur, sem hverfum af markaðn-
um nær fyrirvaralaust og stönd-
um ekki við gerða samninga.
Þá má nefna að framfarir í
Það er greinilegt af þessum töl-
um að Norðmenn og Kanadamenn
telja sér hagkvæmt að nýta þenn-
an markað.
vinnslu loðnuhrogna hafa verið
örar undanfarið, en þær framfarir
stöðvast ef ekkert er framleitt.
Það er ljóst að Norðmenn standa
okkur nú framar í þessari fram-
leiðslu.
En það eru fleiri afurðir en
hvalkjöt og loðna sem seldar eru
til Japan. Á síðasta ári voru seld
þangað rúmlega 1000 tonn af
þorski, ufsa og ýsuhrognum, en
erfitt hefði orðið að finna aðra
markaði fyrir þessa vöru. Þá hafa
einnig verið seld þangað nokkur
hundruð tonn af heilfrystri síld og
þar er verulegur markaður fyrir
síld með hrognum, sem væntan-
lega verður hægt að nýta hér í
einhverjum mæli áður en langt
um líður. Loks má nefna að á síð-
asta ári voru seld þangað nokkur
hundruð tonn af karfaflökum,
enda er brýnt að finna fleiri mark-
aði fyrir þá vöru. Það er ekki
venja hjá Sölumiðstöðunni að tí-
unda markaðsstarfsemi í fjölmiðl-
um en þetta er nefnt af því að
viðskipti við Japan eru erfið venga
þess hve flutningskostnaður þang-
að er hár. Því má fullyrða að loð-
nuviðskipti hjálpi til við sölu ann-
arra afurða vegna þess að beinar
sendingar með japönskum flutn-
ingsskipum héðan til Japan þýða
lægri flutningsgjöld, heldur en
smásendingar um meginlands-
hafnir. Þá má heldur ekki van-
meta þau viðskiptasambönd sem
leiða af loðnusölu og er mjög
sennilegt að ýmis af þeim við-
skiptum sem hér eru nefnd hefðu
ekki átt sér stað, nema vegna þess
að um loðnusölu var að ræða.
Lokaorð
Ég hef enga tölu á fjölda þeirra
skeyta og símtala sem borist hafa
í þessum mánuði frá viðskiptavin-
um okkar varðandi framleiðslu á
loðnu og loðnuhrognum.
Heiðarlegast hefði verið að
svara hreinskilnislega að engin
veiði yrði leyfð á þessari vertíð og
þeir skyldu reyna að tryggja sér
öruggari viðskiptasambönd.
Því miður hafa viðbrögð sjávar-
útvegsráðuneytisins við fyrir-
spurnum um þetta efni verið í
hálfgerðum véfréttastíl og því er
ekki að leyna að ég tel ráðuneytið
hafa sýnt þessu máli mikið tóm-
læti og þar virðist ekki talið að um
mikla hagsmuni sé að tefla.
Þessar línur eru skrifaðar til að
þeim sem láta sig þessi mál ein-
hverju varða sé ljóst hvað hér er á
ferðinni og að hér er ekki um
eitthvert dægurmál að ræða, held-
ur mun þetta hafa mjög neikvæð
áhrif á næstu vertíð, þótt þá verði
reynt að taka upp þráðinn að nýju.
I kvöld
kvöld
kvöld
í kvöld í kvöld í kvöld í kvöld
I kvöld
Hvernig getur ungt fólk eignast húsnæði
í Reykjavík?
Heimdallur samtök ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, gengst fyrir kvöldráðstefnu, í dag,
þriöjudaginn 1. febrúar nk., í Valhöll, Háaleit-
isbraut 1, kl. 20.30.
Á ráðstefnunni munu sérfróðir menn fjalla um
möguleika ungs fólks á að eignast mismunandi
gerðir húsnæði; í fjölbýli, raðhús, einbýli o.fl.
Sett verður upp greiðsludæmi ungs fólks,
kynntir verða lánamöguleikar, verð, algengir af-
borgunarskilmálar, lóðaúthlutanir o.fl.
Ráðstefnan miðar að því að veita ungu
fólki sem hugar að íbúðakaupum, full-
nægjandi svör um raunhæfa möguleika á
kaupum.
Magnófl L Svptunon
Arni SiffuMon
Dagskrá frá kl. 20.30—22.30,
Valhöll 1. febrúar.
Ráðstefnan sett: Árni Sigfússon formaður Heimdallar.
Verkamannabústaðir: Magnús L. Sveinsson formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur, fjallar um verkamanna-
bústaöakerfiö, verð, greiöslukjör, skilyrði, framboð o.fl.
Nýbyggingar — Byggingasamvinnufélag ungs fólks: Þor-
valdur Mawby, framkvæmdastjóri Byggung, fjallar um
möguleika ungs fólks til aö eignast húsnæöi hjá Byggung,
lánakjör, eftirspurn, byggingartíma o.fl. Þá ræðir Þorvaldur
um hugmyndir að breyttu skipulagi húsnæðismálakerfisins.
Nýbyggingar — fjölbýli — einbýli o.fl.: Gunnar S. Björns-
son byggingameistari fjallar um verö á nýbyggingum og
möguleika ungs fólks til kaupa.
Kaup á eldra húsnæöi: Erlendur Kristjánsson, sölumaöur
og varaformaöur SUS, fjallar um kaup ungs fólks á eldra
húsnæði, möguleg lán, lánstíma o.fl.
Lóðaúthlutanir: Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúl,
ræðir um hiö nýja fyrirkomulag varöandi lóöaúthlutanir og
möguleika ungs fólks á aö fá úthlutað.
Stefna ungra sjálfstæöismanna: Erlendur Kristjánsson
kynnir stefnu ungra sjálfstæöismanna í húsnæöismálum.
Fyrirspurnir til framsögumanna.
Ráðstefnuslit.
Tölulegum upplýsingum verður dreift á
ráðstefnunni.