Morgunblaðið - 01.02.1983, Qupperneq 15
GYLMIR * G&H 28 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983
15
Þýskaland — náhvíta móðir
Kvíkmyndír
Móðirin (Eva Mattes) huggar barn sitt I rústum Berlínar.
Ólafur M. Jóhannesson
LISTAHÁTÍÐ 1983 - KVIK-
MYNDAHÁTÍÐ REGNBOGANUM
Stjórn og handrit: Helma Sand-
ers-Brahms.
Kvikmyndataka: Jiirgen Jiirges.
Tónlist: Jiirgen Knieper.
Enskur skýringartexti.
Frumsýningarmynd Kvik-
myndahátíðar Listahátíðar í
Reykjavík „Deutschland Bleiche
Mutter" eða Þýskaland, náfóla
móðir stóð yfir í hvorki meira né
minna en hundrað fjörutíu og
fimm mínútur og það án þess að
mennirnir byðu uppá kókhlé
hvað þá meira. Alveg makalaust
hvað lagt er á frumsýningar-
gesti. Annars vil ég byrja á að
þakka þeim í listahátíðarnefnd
fyrir aldeilis ágætt prógram sem
nú ber fyrir í Regnboganum.
Mér sýnist svona í fljótu bragði
að þarna sé um auðugan garð að
gresja og nokkrar myndir þess
verðar að um þær sé fjallað sér-
staklega — í þeim hópi telst
sannarlega frumsýningarmyndin
Þýskaland, náfola móðir.
Ég hef séð margar stórkost-
legar myndir úr ríki þýðverskra
gegnum árin. Myndir þar sem
undarlegt ósamræmi var oft
milli hins rökræna og hins óyf-
irvegaða oft eins og tilfinn-
ingakrísurnar skyllu á líkt og
hvirfilvindur en svo ríkti aftur
hinn þýski strangleiki æðri öllu.
I mynd Helmu Sanders-Brahms
Þýskaland, náföla móðir gætir
ekki þessara undarlegu árekstra
milli tilfinningasviðsins og
skynsemissviðsins. Mynd þessi
gerist að mestu á tilfinninga-
sviðinu án þess nokkurn tímann
að ofbjóða áhorfandanum með
táraflóði. Hér er nefnilega geng-
ið beint til verks. Helma Sand-
ers-Brahms vill sýna heims-
styrjöldina síðari eins og hún
birtist grímulaus ósköp venju-
legri þýskri fjölskyldu. Hún vill
sýna að tortímingarherferð Hitl-
ers eyðir ekki aðeins milljónum
manna heldur tilfinningum
þeirra milljóna sem taka þátt í
hildarleiknum.
Eftir heimsstyrjöldina er
Þýskaland í rústum en ekki að-
eins hið ytra heldur og hið innra.
Móðirin sem elur barn sitt mitt í
ógnum loftárásanna og þarf svo
að koma því á legg í hringiðu
stríðsæðisins — verður aldrei
söm. Hvað þá eiginmaðurinn
sem hefir verið neyddur af
stríðsherrunum til að yfirgefa
konu og barn þann tíma er til-
finningaböndin eru að myndast
innan fjölskyldunnar. Og hvað
um barnið — litlu telpuna sem
hrekst með móður sinni um
sviðnar rústir Þýskalands en
vaknar svo einn góðan veðurdag
upp við að hún hefir eignast fjöl-
skyldu sem samanstendur af vit-
stola móður og hjartakölnum
föður? Ég held að Helma Sand-
ers-Brahms hafi ekki getað sýnt
betur sálarástand stúlkunnar en
þegar hún lætur hana kúka á
gólfið, 11 ára gamla, í fína boð-
inu hjá ríku ættingjunum.
Frægari kvikmyndahöfundar
en Helma Sanders-Brahms,
menn á borð við Rainer Wern-
er-Fassbinder, hafa gert tilraun-
ir til að lýsa áhrifum síðari
heimsstyrjaldarinnar á tilfinn-
ingalíf þýsku þjóðarinnar. Að
mínu mati hefur Helmu Sand-
ers-Brahms tekist betur í
Deutschland Bleiche Mutter að
draga saman í sjónhendingu þá
heimsstyrjöld sem háð var á
þýskum heimilum í kjölfar
helstefnunnar er leiddi af sér
heimsstyrjöldina síðari, en
stjörnum á borð við Fassbinder.
Aðeins eitt veikir þessa stór-
fenglegu lýsingu á hinni nafn-
lausu styrjöld sem ætíð er háð
samhliða stríði — myndin er of
löng. Helma Sanders-Brahms
hefði mátt beita skærunum af
meiri djörfung. Kvikmyndir eru
nú einu sinni framleiddar fyrir
áhorfendur og þó málefnið sé
mikilsvert ber ætíð að hafa í
huga að halda verður áhorfand-
anum í stöðugri spennu. Annars
vil ég ljúka þessari grein á þeirri
frómu ósk að Deutschland
Bleiche Mutter verði sýnd bæði í
Kreml og Hvíta húsinu. Æski-
legt væri að myndin yrði sýnd
þar minnst einu sinni í viku þá
væri kannski möguleiki að hinir
háu herrar sem hafa líf jarð-
arbúa undir þumlinum, fengju
svolitla tilfinningu fyrir því sem
raunverulega gerist í stríðsátök
um. Ég efast nefnilega um að
nokkurn tímann hafi verið getið
fæðingar lítils barns í leyni-
skýrslu. Samt er sá atburður
markverðari en nokkur hernað-
arsigur.
LAGERINN
Smiðjuvegí 54
Kópavogi
brýtur blaö í sögu íslenskra
verslunarhátta. Nú þarft þú
ekki lengur aö hlaupa á út-
sölur einu sinni á ári til aö fá
vörur á útsöluverði. Lager-
inn er opinn allt áriö.
Dæmi um verð:
Herraflauelsbuxur
frá kr. 295.-
Herragallabuxur
frá kr. 345.-
Herraúlpur
frá kr. 490.-
Vinnujakkar
frá kr. 295.-
Dömuflauelsbuxur
frá kr. 155.-
Dömugallabuxur
frá kr. 345.-
Peysur
frá kr. 195.-
Barnabuxur
frá kr. 195.-
Barnaúlpur
frá kr. 295,-
Barnaföt, regngallar,
blússur, sokkar, hanskar,
nærföt, gjafavörur,
hljómplötur, allt á óvenju
lágu verði.
Borgaðu
ekki meira!
Opið mánudaga, þriöju-
daga, miðvikudaga og
iaugardaga frá 12—19.
Fimmtudaga og föstu-
daga frá 12—22.
REIÐUBUIN TIL feJONUSTU
í AÐALSTRÆTI7
Með Eddu til annarra landa?
- íarseðlarnir, gjörðu svo vel.
Bílinn með?
- sjdlísagt, gjörðu svo vel.
En dragðu ekki oí lengi
að hringja,
- jd vel d minnst,
símanúmerið er
í þessari viku sumars eða hinni?
Til Bretlands eða meginlands Evrópu?
- allt til reiðu, gjörðu svo vel.
Víð höfum opnað skrifstofur að
K Aðalstrœti 7, 101 Reykjavík.
Símanúmer: 91-25166.
(Ath. Númerið er ekki enn í símaskránni).
91-2 5166
FARSKIP