Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 17 FaAirínn fjöllyndi hlýðir í eiginkon- una spila á píanó og notar tækifærið að kreista lagskonuna. stétt þessara ára öðruvísi en firrta og sálsjúka. Af alþýðunni stafar hinsvegar oftast veikur ljómi líkt og þar finnist hin sanna ham- ingja. Mér hefur oft fundist sem skilgreining Ingmar Bergman á eigin æsku í bland við austræna söguskoðun liggi að baki þessum skoðunarhætti skandinavískra kvikmynda. Vissulega var Ingmar Bergman álíka einmana í uppvexti og litla stúlkan í „Avskedet" og flestar mynda hans lýsa þessum yfirstéttarsálarháska og hér er lýst, en nú gerist það að Ingmar Bergman snýst gegn þeirri sögu- skoðun sem hér er haldið fram. Hann hefur lýst því yfir í sam- bandi við nýjustu kvikmynd sína, Fanny och Alexander, að „... auð- vitað var oft hundleiðinlegt á þessu háborgaralega heimili en samt var alltaf eitthvað yndislegt að gerast." Mér finnst ekki úr vegi að hafa þessi ummæli Bergmans í huga þegar myndir á borð við „Avskedet" eru skoðaðar. Þessi mynd er nefnilega svo fagmann- lega unnin jafnt á sviði mynda- töku, lýsingar og leikstjórnar að hin bjagaða lífsmynd sem hún gefur rennur fyrirhafnarlaust inn í sálartetrið. Eg veit ekki hvort sænskir jafnaðarmenn vilja stefna til álíka miðstjórnar og ríki austantjalds, en þegar maður sér í mynd eftir mynd frá þessu svæði sömu viðhorf til mann- kynssögunnar og birtast í rúss- neskum kvikmyndum, þá fer mað- ur að efast um heillyndi blessaðs fólksins sem í einfeldni trúir á sakleysi alþýðunnar. Þetta vel ferðarpakk gleymir þvi að alþýðan var yfirstétt í eigin draumaheimi. Akranes: Organisti kvaddur með góðum gjöfum Akranesi, 28. janúar. HAUKUR Guðlaugsson orgelleikari og söngstjóri Akranesskirkju síðast- liðin 22 ár lét af störfum um síðustu áramót. Haukur hafði jafnframt ver- ið söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar frá árinu 1974 og fer nú til þeirra starfa eingöngu. Af þessu tilefni héldu sóknarnefnd og kirkjukór Akraness- kirkju honum og konu hans, Grím- hildi Bragadóttur, samsæti í Félags- heimilinu Rein í gærkvöldi. Þar voru honum þökkuð mikil og góð störf og færðar góðar gjafír. Frú Björg Hermannsdóttir, formaður kirkjukórsins, flutti ávarp og afhenti Hauki eftirlík- ingu af pípuorgeli Akranesskirkju úr silfri fellda inn í íslenzkt grá- grýti. ívar Þórólfur Björnsson silfursmiður í Reykjavík gerði þennan fagra grip. Þá flutti for- maður sóknarnefndar, frú Ragn- heiður Guðbjartsdóttir, ávarp og afhenti Hauki veggskjöld, sem í er skorin mynd af Akranesskirkju ásamt áletrun frá sóknarnefnd- inni fyrir hönd Akranesssöfnuðar. Skjöldinn gerði Guðjón Ásberg Jónsson myndskeri í Kópavogi. Margar fleiri ræður voru flutt- ar, og meðal annars ávarpaði einn kórfélaga, frú Þórey Jónsdottir, Hauk í bundnu máli og flutti hon- um þakkir kórsins við mikla hrifn- ingu viðstaddra. Veizlustjóri var Jóhannes Ingibjartsson sóknar- nefndarmaður. Nýr organisti hefur þegar tekið við störfum Hauks við kirkjuna, Jón Ólafur Sigurðsson frá Egils- stöðum, en Haukur og fjölskylda munu búa áfram á Akranesi. - J.G. skódeild ★ dömudeild ★ barnafatadeild ★ herradeild ★ sportfatadeild ★ heimilisdeikl Ólafur M. Jóhannesson Listahátíð í Reykjavík — Kvikmyndahátíð 1983 AVSKEDET Stjórn: Tuija-Maija Niskanen Handrit: Eija-Elina Bergholm Tónlist: Horacio Salinas Kvikmyndataka: Esa Vuorinen Enskur skýringartexti Einkennilegt með norrænar myndir hve alvaran situr oft í fyrirrúmi eins og jarðlífið sé löng og seigdrepandi ferð gegnum tára- dal. Finnsk/sænska kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni „Avskedet" eða Húsið kvatt er dálítið í þessum anda. Hún fjallar um unga stúlku sem elst upp á fínu yfirstéttar- heimili í Finnlandi. Ekki skortir stúlkuna það sem fæst fyrir pen- inga en ást hlýtur hún hvergi nema í eldhúsinu hjá eldabusk- unni og hjá þýskættaðri kennslu- konu. Fínu foreldrarnir eru nefni- lega svo þrælupptekin hvort af öðru að stúlkan er nánast ósýnileg í þeirra augum. Annars er ekki alveg rétt hermt að heimilisfaðir- inn snúist alla daga kringum eiginkonu sína því hann virðist una flestum stundum í fangbrögð- um við nærtækt kvenfólk og kem- ur þeim jafnvel til við sig inni á heimilinu. Ekki beint skemmtileg æska hjá litlu telpunni enda gerir hún uppreisn þegar á gelgjuskeiði og ákveður að yfirgefa fína slektið og helga sig leiklist. Svo vill til að litla telpan er ekki bara hugarfóstur leikstjórans Tuija-Maija Niskanen — hún er raunar eftirmynd Vivicu Bandler — þekktrar leikhússkonu. Það er að vísu mjög ótrúlegt að barn geti alist upp við annað eins afskipta- leysi og kemur fram í þessari mynd, en staðreyndin er sú að Vi- vica Bandler á stóran hlut í hand- riti myndarinnar. Þessi mynd verður þannig að teljast heimildarkvikmynd með skáldlegu ívafi. Táradalurinn er þá til eftir allt saman. Og ekki nóg með það, hann er ef til vill dýpstur þar sem glæsileikinn og fágunin er hvað mest? Einhvernveginn hafði mað- ur nú haldið að fólki — þess tíma sem sýndur er í myndinni — hafi liðið betur í efri lögum þjóðfélags- ins en hinum neðri þar sem ör- birgðin var oft alger. En skand- inavískum listamönnum virðist algerlega fyrirmunað að sýna yfir- sinii: 27211 Austurstræti Kvíkmyndir Húsið kvatt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.