Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 18

Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 Pólland: Olszowski jákvæður gagnvart ferð páfa Varsjá, Póllandi, 31. janúar. AP. STEFAN Olszowski, utanrik- isráðherra Póllands, sagði í dag að ferð Jóhannesar Páls II páfa til PóJlands í júní, gæti hugsanlega bætt sam- skipti stjórnvalda og kirkju þar í landi. Prestar í Póllandi tilkynntu komu páfa í stólræðum sínum í gær, en ráðgert hefur verið að för hans hefjist 18. júní. Þessi dagur var fyrst nefndur 8. nóvember síð- astliðinn af Glemp erkibiskupi og Jaruzelski, leiðtoga Póllands, eftir að þeir höfðu rætt saman. Olszowski, sem ávarpaði þingið í dag sagði einnig að endurgreiðsla pólskra skulda í vestrænum bönk- um, „fari ekki einungis eftir fjár- hagsstöðu, heldur einnig eftir Bændur mótmæltu: Slepptu 30.000 hænum Brest, Frakklandi, 31. janúar. AP. MEIRA en þrjátíu þúsund ótta- slegnar hænur þyrptust um götur í þremur borgum í Bretagne-skaga á laugardag eftir að reiðir eggja- bændur slepptu hænunum til að mótmæla lágu eggjaverði. Lögregla í Brest, Morlaix og Landivisiau tilkynnti að fjöldi hæna hefði drepist þegar þær lentu undir farartækjum, en ekki mun hafa verið um nein meiðsli að ræða á mönnum. Yves Auffret, forseti sam- bands eggjaframteiðenda í Frakklandi, sagði að 4.000 eggjabændur í Bretagne hefðu tapað um 7,5 milljónum franka á síðastliðnu ári vegna offram- leiðslu og minnkandi útflutn- ings. Bretagne er mesta eggja- hérað í Frakklandi, en hundruð bænda þar hafa orðið gjaldþrota eða eru skuldum vafnir vegna tapsins. viðhorfi til Póllands og samskipt- um austurs og vesturs." Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem pólskur embættismaður tengir endurgreiðslur lána við stöðu stjórnmáia. Islamahad, Pakislan, 31. janúar. AP. DIEGO Cordovez, sérlegur sendi- maður Sameinuðu þjóðanna, sneri í dag úr fjögurra daga heimsókn til Kabúl og sagðist hafa átt árangurs- ríkar viðræður við stjórn marxista þar. „Ferðin til Kabúl var góð og ár- angursrík", sagði Cordovez við komuna við fréttamenn og kvaðst Rannsókn er þegar hafin á þess- um morðum, sem áttu sér stað í grennd við þorpið Urchuruccay um 80 km frá bænum Ayacucho, en þar hjuggu bændur 7 skæruliða til bana með sveðjum 22. janúar sl. Höfðu fréttamennirnir haft í hyggju að eiga viðtöl við leiðtoga skæruliðahreyfingar þeirrar, sem nú reynir að hvetja til bændaupp- reisnar í landinu og vill kollvarpa stjórninni í höfuðborginni Lima. Lögregla og herlið byrjuðu leit Jóhannes Páll II. vera kominn til Pakistan að nýju til að ráðfæra sig frekar við ráða- menn þar. Hann sagði hugsanlegt að hann sneri aftur til Kabúl að nýju innan nokkurra daga, en næst á dagskrá væri að hitta að máli fulltrúa 2,7 milljóna afgangskra flóttamanna í Pakistan. úr þyrlum að fréttamönnunum, er þeir komu ekki til baka á þeim tíma, sem fyrirhugaður var. E1 Diario, blað jafnaðarmanna í Lima, en þrír starfsmenn þess eru á meðal hinna myrtu, heldur því fram, að ekki séu allir á einu máli varðandi þessi morð. Segir blaðið, að sumt í framkomnum skýrslum bendi til þess, að það hafi verið herlögreglan á þessu svæði, sem hafi drepið fréttamennina í mis- gripum og talið þá vera skæruliða. Kabúl-heimsóknin var árangursrík — segir Cordovez sérlegur sendimaður SÞ Níu fréttamenn myrtir í Perú Ayacucho, 31. janúar. AP. NÍU FRÉTTAMENN í Perú hafa fundizt myrtir á því landsvæði í Perú, sem skæruliðar ráða yfir. Virðist sem reiðir bændur hafi talið þá skæru- liða og banað þeim. Skýrði yfírstjórn hersins í Perú frá þessu í dag. . Vestur-Þýzkaland: Vaxandi bjart- sýni hjá frjáls- um demókrötum Hafa 5% atkvæða samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Bonn, 31. janúar. AP. Eftir James M. Markham, fréttaritara New Y'ork Times. HINN litli flokkur frjálsra demókrata (FDP) í Vestur-Þýzkalandi, sem þó er aðili að ríkistjórn landsins, hélt flokksþing nú um helgina, er lauk á sunnu- dag. Talsverð bjartsýni ríkti á þessu flokksþingi og var ástæðan sú, að skoðanakannanir nú benda til þess í fyrsta sinn um langan tíma, að flokkur- inn sé a nýjan leik nærri því að hljóta nægilega mörg atkvæði, sem þarf til þess að falla ekki út af Sambandsþinginu í kosningunum 6. marz nk. Flokksþingið fór að þessu sinni Genscher, utanríkisráðherra og fram í Freiburg í suðvesturhluta formaður FDP, flutti í Freiburg, landsins og eftir tveggja daga um- ræður og hugleiðingar virtist sem tekizt hefði að setja niður deilur milli hægri og vinstri arms flokks- ins, en þær mótuðu mjög sams kon- ar flokksþing, sem haldið var í Vestur-Berlín í nóvember sl. Baráttuhugur flokksmanna dvín- aði mjög og álit flokksins út á við setti mjög ofan, eftir að FDP hætti stuðningi sínum við Helmut Schmidt sem kanslara í september sl., en það varð til þess, að kristi- legir demókratar með Helmut Kohl í fararbroddi komust til valda. Þetta varð til þess, að margir vinstri sinnaðir meðlimir FDP yfirgáfu flokkinn í mótmælaskyni. í ræðu, sem Hans-Dietrich gagnrýndi hann jafnaðarmenn harkalega, en þeir eru nú í stjórn- arandstöðu. Varaði Genscher við hugsanlegu bandalagi jafnaðar- manna og hinna róttæku græn- ingja, sem leiða kynni til þess, að Vestur-Þýzkaland tæki upp hlut- leysisstefnu og færi úr Atlantshafsbandalaginu. Jafn- framt færði Genscher fram rök fyrir þeirri nauðsyn, að FDP ætti áfram aðild að ríkisstjórn landsins, því að með því móti væri tryggt nauðsynlegt móttvægi gegn þeim öflum á meðal kristilegra demó- krata, sem andvg væru slökunar- stefnu gagnvart kommúnistaríkj- um Austur-Evrópu og „vildu snúa hjóli sögunnar við“. Með þessu var Vissi CIA um morðin? Tel Aviv, 31. janúar. AP. STARFSMENN bandarísku leyniþjónustunnar vissu um fjöldamorð vopn- aðra sveita kristinna manna á palestínskum flóttamonnum í Beirút síðastlið- ið sumar, segir í fregn í ,,Jerúsalem-Post“ í dag. Frétt þessi í dag, sem höfð er eftir bandarískum yfirmönnum í Washington, er í mótsögn við skýrslu bandaríska utanríkisráðu- neytisins sem birt var á sunnudag til að mótmæla fregnum í Lund- únablaðinu „Sunday Times", þar sem segir að bandarískir yfirmenn hafi vitað um fjöldamorðin „að minnsta kosti sólarhring áður en þeim lauk“. . ERLENT „Gandhi“ hlaut fimm verðlaun — á Golden Globe kvikmyndahátíðinni Hollywood, 31. janúar AP. „GANDHI“, kvikmynd Richards Attenboroughs um æfí indverska leiðtog- ans hlaut fímm verðlaun á svonefndri „Golden Globe“-kvikmyndahátíð, sem fram fór á laugardag. Attenborough fékk verðlaun fyrir kvikmynda- stjórn, John Briley fyrir kvikmyndahandrit og myndin sjálf fékk verðlaun sem bezta erlenda kvikmynd ársins 1982. Þar að auki fékk Ben Kingsley tvenn verðlaun sem kvikmyndastjarna ársins og sem bezti leikarinn. „Ég get ekki lýst því, hversu fjarska uppyngjandi það er að vera kallaður ný stjarna 39 ára garnall", sagði Kingsley eftir verðlaunaafhendinguna. Fleiri gestir en nokkru sinni aður voru nú viðstaddir afhendingu þessara verðlauna, en afhendingin fór fram á Beverly Hilton hótelinu í Hollywood. Kvikmyndin „Tootsie" hlaut þrenn verðlaun á þessari kvikmyndahátíð. Jessica Lande fékk verðlaun fyrir bezta auka- hlutverkið, Dustin Hoffman sem bezti gamanleikarinn og myndin sjálf sem bezta söngva- og gam- anmynd ársins 1982. Meryl Streep fékk verðlaun fyrir leik sinn sem fórnarlamb fangabúðanna í harmleiknum „Sophiets Choice", en Julie Andrews hlaut verðlaun Corvetta Scott King, ekkja mannréttindaleiðtogans Martins Luthers King, sést hér á milli þeirra Richards Attenborough (til vinstri), sem hlaut Golden Globe-kvikmyndaverðlaunin fyrir stjórn kvikmyndarinnar „Gandhi“ og leikarans Bens Kingsley (til hægri), sem hlaut sömu verðlaun sem bezti leikarinn fyrir leik sinn í sömu mynd. Þessi mynd var tekin við afliendingu verðlaunanna. sem bezta leikkonan í söngva- og gamanmynd í myndinni „Victor- Victoria". Þá hlaut myndin „E. T.“ einnig verðlaun og sömuleiðis John Williams fyrir tónlistina í þeirri myndi. Áhrifamesta augnablik kvölds- ins varð, er Dustin Hoffman kynnti Sir Laurence Olivier, sem hlaut verðlaun þau, er kennd eru við Cecil B. DeMille. Ætlaði lófa- klappinu þá aldrei að linna. Sir Laurence hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til kviklmyndalistar- innar í heild sinni. Mikiar bollalegginar eiga sér nú stað um, hverjir hljóta munu Oscars-verðlaunin síðar á þessu ári og flestir þeirra, sem þar eru taldir koma til greina, voru viðstaddir verðlaunahafhending- una nú. GOÐUR ODYR LIPUR SÆLL AFBRAGÐ ARPIARHÓLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Rifjasteik að dönskum hætti (Flæskesteg)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.