Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 20

Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 12 kr. eintakiö. Orlög hvala Amorgun, miðvikudag, renn- ur út sá frestur, sem ríki hafa til að mótmæla samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um að frá og með árinu 1986 ríki al- gjört bann við hvalveiðum. Fyrir alþingi liggur tillaga til þingsályktunar frá Eiði Guðnas- yni um að fela ríkisstjórninni að mótmæla ákvörðun Alþjóða- hvalveiðiráðsins nú þegar. Verði Alþjóðahvalveiðiráðinu ekki send mótmæli íslensku ríkis- stjórnarinnar á morgun verður litið þannig á að Islendingar fallist á hvalveiðibannið og af því myndi líklega leiða, að 1983 yrði síðasta útgerðarár Hvals hf. eins og sagt var í yfirlýsingu fyrirtækisins er birtist hér í blaðinu sl. fimmtudag. í þessu máli er mikið í húfi. Verndun hvala er kappsmál náttúruverndarsamtaka víða um lönd. Baráttan gegn hvalv- eiðum er orðin að tilfinningam- áli hjá mörgum og samtök hvalavina eru öflug í fjölmiðlum eins og til dæmis sýndi sig hér á landi í síðustu viku, þegar þau birtu auglýsingar í íslenskum blöðum málstað sínum til fram- dráttar. Fyrir smáþjóð sem leit- ast hefur við að ávinna sér það orð á alþjóðavettvangi í sam- bandi við baráttuna fyrir yfir- ráðum yfir fiskimiðunum um- hverfis landið að henni sé fisk- vernd ofarlega í huga er það auðvitað áfall, ef hún er úthróp- uð sem hvalaníðingur. Ekki bætir úr skák ef umræðurnar um hvalveiðar við ísland beina svo athyglinni að því, að við höf- um alls ekki nýtt þorskstofninn eftir útfærsluna í 200 sjómílur með þeim hætti að til fyrir- myndar sé. Ákvörðun Alþjóðahvalveiði- ráðsins um bann við hvalveiðum byggist ekki á því, að vísindam- enn séu samdóma um að hval- astofninn hvar sem er sé í lífs- hættu vegna ofveiði. Þvert á móti eru vísindamenn sammála um það, að veiðum íslenskra hvalveiðiskipa hafi verið háttað af þeirri forsjálni að nytjastofn- unum hér við land sé ekki ógnað enda hafa stjórnendur Hvals hf. farið að ráðum vísindamanna. Um það er engum blöðum að fletta, að hvalveiðar hér við land hafa skilað þjóðarbúinu arði og veitt fjölda manns vinnu. I greinargerð Hvals hf. er þjóð- hagslegt mikilvægi veiðanna rækilega tíundað og meðal ann- ars kemur fram, að hjá fyrir- tækinu eru ársverk 138 og um 250 manns hafa vinnu af veiðun- um á sumrin. Samhliða því sem veiðunum hefur verið haldið innan þess ramma sem vísind- amenn hafa talið skynsamleg- astan hefur tekist að láta þær bera sig. Slík stjórnun heyrir því miður til undantekninga hér á landi og er svo sannarlega miður ef þennan rekstur verður að leggja niður fyrir þrýsting á röngum forsendum. Talsmenn stærsta seljanda frystra sjávarafurða á Bandar- íkjamarkaði, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hafa sagt, að það kynni að spilla fyrir sölu íslenskra sjávarafurða á þessum mikilvæga útflutningsmarkaði ef við mótmælum hvalveiði- banninu. Forsvarsmenn sjávarafurðadeildar Sambands- ins, sem einnig selur mikið af frystum fiski í Bandaríkjunum, hafa ekki eins miklar áhyggjur af áhrifum mótmæla gegn hvalveiðibanninu á fiskmarkað- inn. Hér er því greinilega um álitamál að ræða. Hefði ríkis- stjórn Islands átt að láta fram- kvæma hlutlæga rannsókn á Bandaríkjamarkaði til að kanna viðbrögð þar. Allir eru sammála um að töluverð áhætta sé tekin með því að ganga gegn ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins. Besta staðfestingin á því hve örlög hvalanna eru mikið til- finningamál er sú staðreynd að í fjarlægum löndum skuli menn hafa uppi ráðagerðir um að spilla lífsafkomu íslensku þjóð- arinnar sýni hún hvölunum ekki meiri vinsemd en hún hefur þó gert til þessa. íslensk stjórnvöld eru sett í mikinn vanda. Annars vegar standa þau frammi fyrir því að leggja niður hvalveiðar með einu pennastriki eða kasta sér út í áróðursstríð við öfluga andstæðinga sem eru tilbúnir að leggja mikið í sölurnar fyrir hvalina. Stjórnvöldum er ljóst, að þau myndu lenda í miklum átökum heima fyrir með því að banna hvalveiðar á jafn veikum vísindalegum forsendum og fyrir liggja. Andstæðingar hval- anna eru fjarlægari þótt áhrif þeirra á afkomu íslenska þjóð- arbúsins séu ófyrirsjáanleg. Mönnum ætti að vera ljóst að framtíð hvalveiða er stofnað í hættu hvað svo sem líður ákvör- ðun Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hætt er við því að fyrr en varir reynist ekki unnt að selja hval- afurðir. Markaðurinn mun að lokum ráða úrslitum í þessu máli og rétt er nú þegar að búa sig undir neikvæðan dóm hans. Það yrði svo sannarlega ömurl- egt ef við sætum í senn uppi með óseljanlegar hvalafurðir og ónýtan fiskmarkað í Bandaríkj- unum. Til að milda andúðina gegn þeirri niðurstöðu að við mótmælum banni Alþjóðahvalv- eiðiráðsins er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að við lýsum því | yfir, að nú sé hafinn umþóttun- artími hér á landi og að við ger- um okkur grein fyrir því að til I >ess geti komið að hvalveiðum verði hætt. Óþarft er að afhenda andstæðingum öll vopnin í áróð- ursstríðinu. * Baldur Oskarsson hafnar 4. sætinu SÍÐARI hluti forvals Alþýðubandalags- ins í Reykjavík fór fram um helgina. Það vakti mesta athygli er niðurstöður lágu fyrir, að Guðrún Helgadóttir vann þriðja sæti listans af Olafi Ragnari Grímssyni þingflokksformanni og munaði aðeins einu atkvæði á þeim. Svavar Gestsson var efstur, í öðru sæti Guðmundur J. Guðmundsson, fimmta sætið skipaði Grétar Þorsteinsson, sjötta Guðrún Hallgrímsdóttir, sjöunda Margrét S. Björnsdóttir og áttunda Álf- heiður Ingadóttir. Geysihörð barátta var fyrir for- valið og gerðu verkalýðsforingjar innan flokksins með Ásmund Stef- ánsson í fararbroddi þá kröfu í bréf- um til félaga Alþýðubandalagsins að annað sætið ætti að hljóta Guð- Guðrún Helgadóttir: Stolt af því að njóta svipaðs fylgis og Olafur „EINU breytingarnar sem urðu eru þær að við Olafur Ragnar skiptum um sæti, en á afskaplcga mjóum mun. Ég er auðvitað stolt af því að njóta svipaðs fylgis og Ólafur Ragnar Grímsson,“ sagði Guðrún Helgadóttir. Guðrún var spurð álits á þeirri yf- irlýsingu Ólafs Ragnars, að mjög sterk öfl hefðu unnið gegn honum fyrir forvalið. Hún svaraði: „Ég get ekkert um það sagt. Ég kem ekki nálægt vinnu í forvali og veit ekkert um slíkt. En hafi svo verið eins og Ólafur segir, þá má hann vel við una, því hann er þriði hæstur í saman- lagðri atkvæðatölu á eftir Svavari og mér. Þar sem svo litlu munar á at- kvæðatölum okkar í þriðja sætið er ekki sýnt að slíkar aðgerðir hafi haft afgerandi áhrif." Svavar (iestsson: Aðeins skoðana- könnun, ekki bindandi „ÞETTA er aðeins skoðanakönnun og kjörnefndin vinnur svo úr þessu. Þetta er ekki bindandi samkvæmt flokkslög- um“, sagði Svavar Gestsson aðspurður um niðurstöður forvalsins. Svavar var spurður, hvort hann reiknaði með einhverjum breyting- um frá niðurstöðunum hvað varðar fjögur efstu sætin. Hann svaraði: mundur J. Guðmundsson og Grétar Þorsteinsson það fimmta. Frambjóð- endur úr hópi kvenna höfðu nána samvinnu sín á milli og gerðu með sér samning á sérstökum fundi, að standa sameinaðar að kjöri Guðrún- ar Helgadóttur í öruggt sæti, og að koma konum í sem flest sæti. Guðrún Helgadóttir situr nú á Al- þingi sem uppbótarþingmaður, 8. landskjörinn, en ljóst er að sam- kvæmt niðurstöðum síðustu borgar- stjórnarkosninga á Alþýðubandalag- ið enga von til þess að koma manni úr fjórða sæti listans inn á Alþingi. Þess má geta að fyrir kosningarnar 1978 skipaði kona þriðja sætið, þ.e. Svava Jakobsdóttir, en Ólafur Ragn- ar Grímsson fjórða sætið. Hann kom „Ég veit ekkert um það. Kjörnefndin hefur ekki rætt við mig sérstaklega, þannig að ég veit ekkert. Það er hennar að gera tillögur til fundar." Svavar sagði í lokin, að hann væri mjög ánægður með það traust sem sér hefði verið sýnt í skoðanakönn- uninni. Ólafur Ragnar Grímsson: Sterk öfl í flokknum unnu skipulega gegn mér „ÞAÐ kom mjög skýrt í Ijós síðustu dagana að sterk öfl í flokknum höfðu ákveðið að vinna skipulega gegn kosn- ingu minni og það bar greinilega þann árangur að litlu munaði að ég héldi mínu sæti, en sá munur var mér í óhag,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson um úrslitin. Hann var spurður, hver þessi „sterku öfl“ væru. „Ég ætla ekkert að fara að útlista það fyrir Mbl. Það eru mál sem við þurfum að ræða og gera upp á vettvangi Alþýðubandalags- ins“, svaraði hann. — Eru alþýðubandalagsmenn að hafna þér og Baldri Óskarssyni í Suðurlandskjördæmi sem aðkomu- mönnum og fyrrverandi Möðruvell- ingum? „Það er alls ekki rétt að hver og einn dragi ályktun af því.“ Ólafur var þá spurður, hvort hann myndi hafna fjórða sætinu eins og Baldur Óskarsson gerði á Suður- landi. Hann svaraði: „Ég hef ekki verið spurður að því enn og það er ekki Morgunblaðsins að spyrja, held- ur kjörnefndar. Ég mun hugleiða eftir þær kosningar inn á þing sem 3. landskjörinn. Eðvarð Sigurðsson var þá í 2. sæti listans, en Svavar Gests- son í fyrsta. 469 manns tóku þátt í forvalinu, 456 atkvæði voru gild. Svavar Gestsson hlaut 383 atkvæði í fyrsta sæti, Guðmundur J. Guðmundsson 167 atkvæði í fyrsta og annað sæti. Guðrún Helgadóttir hlaut 235 at- kvæði í 1.—3. sæti, en Ólafur Ragnar Grímsson 234 í sömu sætin. Hann hlaut síðan 314 í 1.—4. sæti. Grétar Þorsteinsson 206 atkvæði í 1.—5. sæti, Guðrún Hallgrímsdóttir 215 í 1.—6. sæti, Margrét S. Björnsdóttir 176 og Álfheiður Ingadóttir 151 at- kvæði, en kosið var með númeringu í sex efstu sætin. hvað þessi úrslit fela í sér og þá lærdóma sem af þeim má draga. — Þannig að þú hefur ekki tekið ákvörðun um hvort þú tekur 4. sæt- ið? ÓLafur Ragnar Grímsson svaraði: „Nei.“ Guðmundur J. Guðmundsson: Hef ekkert að segja „ÉG vil ekkert láta hafa eftir mér og hef reyndar ekkert um þessar niður- stöður að segja“, sagði Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður, sem varð í 2. sæti forvals Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. Á KJÖRDÆMISÞINGI Framsókn armanna í Norðurlandskjördæmi vestra á sunnudag fór fram skoðana- könnun um röðun framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar. í efsta sæti varð Páll Pétursson alþingismað- ur, í öðru Stefán Guðmundsson alþing- ismaður og í þriðja Ingólfur Guðnason alþingismaður. Að fengum þessum niðurstöðum kvaddi Ingólfur sér hljóðs og tilkynnti að hann myndi ekki taka sæti á listanum þar sem hann sætti sig ekki við áðurgrcinda röðun efstu tveggja sætanna, vildi hann Stefán í Á Vestfjörðum var prófkjör fram- sóknarmanna framlengt vegna erf- iðrar tíðar til þriðjudagskvölds og hjá framsóknarmönnum í Austur- landskjördæmi verða atkvæði talin í dag. A-listinn í Noröur- landi eystra: Arni Gunnars- son áfram í 1. sætinu TALNINGU í prófkjöri Alþýðuflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra lauk á Akureyri seint í gærkvöldi. 1150 manns tóku þátt í prófkjörinu. Kosið var um þrjú efstu sæti listans og var kosningin bindandi. Árni Gunnarsson, alþingismaður, hlaut 749 atkvæði í fyrsta sæti og 1012 atkvæði alls. Hreinn Pálsson, Akureyri, hlaut 581 atkvæði í 2. sæt- ið og 960 atkvæði alls. Arnljótur Sig- urjónsson, Húsavík, hlaut 954 at- kvæði í 1.—3. sæti. Fjórði frambjóð- andinn var Jósef S. Guðbjartsson, Akureyri. 73 atkvæði voru ógild í prófkjörinu, sem fram fór laugardag og sunnudag. fyrsta sæti, en Pál í annað. Að því loknu gekk hann af fundi og með hon- um á milli 40—50 manns, mestmegnis Húnvetningar. Fjórða sætið hlaut Sverrir Sveins- son, en aðeins munaði einu atkvæði á honum og Ingólfi Guðnasyni í þriðja sætið. Ákvað kjördæmisþingið eftir brottför Ingólfs og félaga hans, að Sverrir skyldi skipa þriðja sætið í hans stað. Ekki var endanlega geng- ið frá framboðslistanum. Var upp- stillinganefnd og stjórn kjördæmis- Baldur Oskarsson: Viðvarandi átök verið milli fylkinga okkar Garðars „MÍNIR stuðningsmenn og ég sjálfur stefndum að því að ég reyndi að ná 1. sætinu á listanum og þetta forval byggðist fyrst og fremst á keppni um það sætið,“ sagði Baldur Óskarsson sem hafnaði í 4. sæti og lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér í það sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins I Suðurlandi í komandi Alþingiskosning- um. Hann sagði einnig: „Við verðum að líta á það að í sætinu er þingmaður, sem búinn er að vera lengi og hafði áhuga á því að vera áfram. Ég er sæmilega sáttur að hafa fengið þessi atkvæði í 1. sætið og að sjálfsögðu hefði ég óskað eftir því að fá fleiri. Ég tek ekki fjórða sætið sem ég hlaut fyrst og fremst vegna þess að ég er í pólitísku trúnaðarstarfi fyrir flokkinn og sem framkvæmdastjóri tel ég að mínir starfskraftar nýtist betur í þágu flokksins, en með því að sitja í þessu fjórða sæti.“ — Er með þessari niðurstöðu og forvalsins í Reykjavík verið að hafna ykkur Ólafi Ragnari Grímssyni sem aðkomumönnum, — fyrrverandi Möðruvellingum? sambandsins falið að ganga frá hon- I um. Þingið á sunnudag sátu 204. Páll Pétursson hlaut 105 atkvæði í 1. sæti, samtals 176 atkvæði. Stefán Guðmundsson 191 atkvæði í fyrsta og annað, samtals 202. Ingólfur Guðnason 106 í fyrsta til þriðja, samtals 145. Sverrir Sveinsson hlaut aftur á móti 105 atkvæði í þrjú efstu sætin, en 149 í fjögur efstu og 167 samtals. Fimmti varð Jón Ingi Ingv- arsson með 132 atkvæði í fimm efstu sætin. „Ég tel að okkur hafi einmitt verið mjög vel tekið í Alþýðubandalaginu og að sá trúnaður sem okkur hefur verið sýndur sýni það bezt. Ég held að varla sé hægt að tengja útkomu hans við útkomu mína. Ég var að berjast þarna við núverandi þing- mann og það eru búin að vera viðvar- andi átök milli þeirra fylkinga sem við Garðar höfum verið fulltrúar fyrir, og þessi ágæta útkoma Mar- grétar sýnir að menn vildu þá breyta þarna alveg um.“ Garðar Sigurðsson: Líst þokkalega á niðurstöðurnar GARÐAR Sigurðsson, sem varð efstur í forvali Alþýðubandalagsins á Suður- landi, sagði aðspurður um niðurstöður: „Mér líst þokkalega á þessa niður- stöðu og vil sérstaklega þakka fé- lagsmönnum Alþýðubandalagsins á Suðurlandi fyrir góða þátttöku." Margrét Frímannsdóttir, sem varð önnur í forvalinu, sagðist fagna þessari niðurstöðu hvað sig varðaði og bætti því við, að hún myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma tveimur mönnum af listanum á þing. Páll Pétursson: Enginn er ómiss- andi, sumir hafa verið lausir í flokknum PÁLL Pétursson alþingismaður sem efstur varð í skoðanakönnun Fram- sóknar í Norðurlandi vestra sagðist ánægður með niðurstöður skoðana- könnunarinnar. Um útgöngu Ingólfs Guðnasonar og félaga hafði hann að- spurður eftirfarandi að segja: Það yfirgaf þingið nokkur hópur manna, þegar ljóst varð hvernig þessar kosningar fóru. Að sjálfsögðu er sjónarsviptir af sumum þeirra, en enginn er þó ómissandi." Páll var spurður hvort hann teldi þá brott- gengnu hafa yfirgefið flokkinn. Hann svaraði: „Það veit ég ekkert Frímannsdóttir í 2. Sigurðsson hlaut 101 atkvæði í það sæti, samkvæmt heimildum Mbl., Margrét Frímannsdóttir 81. en Bald- ur óskarsson 74. Ragnar óskarsson sem varð í 3. sæti hlaut 4 atkvæði í 1. sætið. í forvalinu fyrir kosningarnar KJARTAN Jóhannsson formaður Al- þýðuflokksins varð efstur í prófkjöri flokksins í Reykjaneskjördæmi um helgina. Hlaut Kjartan 1610 atkvæði í fyrsta sæti, 700 atkvæði í annað sæti, 346 í þriðja sæti og samtals 2656 at- kvæði. í prófkjörinu kusu alls 3392. Karl Steinar Guðnason alþingis- maður varð í öðru sæti. Hann fékk 798 atkvæði í 1. sæti, 1130 í 2., 520 atkvæði í 3., samtals 1928 atkvæði. í Kjartan Jóhannsson: Þátttakan sýnir styrk flokksins KJARTAN Jóhannsson sagðist ánægð- ur með prófkjörið í heild sinni og þátt- tökuna í því, sem hefði verið meiri en í síðasta prófkjöri, og þakkaði starfs- mönnum, þátttakendum og áhuga- mönnum. „Úrslitin í prófkjörinu eru skýr, sem auðvitað er mikils virði," sagði Kjartan. „Þetta prófkjör sýnir styrk Alþýðuflokksins í kjördæminu og væntanlega landinu öllu og nefni ég í því sambandi prófkjör Alþýðuflokks- ins í Norðurlandi eystra um helgina, en þar var mjög mikil þátttaka. um. Sumir þeirra hafa nú verið laus- ir í honum, en ég treysti því að að minnsta kosti sumir þeirra láti mál- efnin ráða og leggi góðum málefnum Framsóknarflokksins lið áfrarn." Stefán Guðmundsson alþingis- maður, sem varð í 2. sæti í skoðana- könnuninni, vildi ekkert um niður- stöður hennar né útgöngu Ingólfs segja. Ingólfur Guðnason: Þingið var ósammála mér, en ég hef engu að tapa „ÉG HEF ekkert um þetta að segja. Ég hafði ákvcðið álit á málunum og það var lagt í dóm 204 manna þings. Það var ekki sammála mér um að ákveðin 1979 hlaut Garðar 136 atkvæði í 1. sæti, en Baldur 127 atkvæði. Ekki voru nú gefnar upp opinberlega niöurstöðutölur. Niðurstöður for- valsins eru ekki bindandi, uppstill- inganefnd gengur endanlega frá framboðslistanum, og var ekki ákveðið í gær, hvenær það yrði gert. þriðja sæti í prófkjörinu varð Krist- ín Tryggvadóttir, með 617 atkvæði í 2. sæti, 1271 atkvæði i 3. sæti, sam- tals 1888 atkvæði. Gunnlaugur Stef- ánsson fyrrverandi alþingismaður hafnaði í fjórða sæti. Hann fékk 571 atkvæði í 1. sæti, 544 í 2. sæti, 621 í 3., samtals 1736 atkvæði. I fjórða sæti varð Ásgeir Jóhannesson, með 245 atkvæði í 1. sæti, 236 í 2., 474 í 3., samtals 955 atkvæði. Karl Steinar Guðnason: Kjósendur horfa til Alþýðuflokksins „Ég er mjög ánægður með þessi úr- slit, ekki síst þátttökuna sem var feiki- lega mikil, meiri en var 1978,“ sagði Karl Steinar Guðnason alþingismaður, er Morgunblaðið leitaði í gær álits hans á niðurstöðum prófkjörs Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi. „Þessi mikla þátttaka sýnir að kjósendur horfa vonaraugum til Al- þýðuflokksins, um úrlausn þess ófremdarástands sem ríkir í þjóðfél- aginu í dag,“ sagði Karl enn fremur. „Þá er ég mjög ánægður með mína persónulegu útkomu, og afar þakkl- átur þeim er kusu mig og þeim fjöl- mörgu er unnu að því að gera sigur- inn sem stærstan." breyting yrði á listanum. Ég á því ekki sæti á þessum lista nú og hef því engu að tapa“, sagði Ingólfur Guðnason al- þingismaður aðspurður um ástæðu þess að hann gekk af fundi kjördæmis- þings Framsóknarmanna í Norðurlandi vestra og tók ekki þriðja sætið, sem hann hlaut í skoðanakönnuninni. Ingólfur var spurður hvort hann hefði í hyggju að bjóða fram sérstak- an lista. Hann sagðist ekki hafa neitt slíkt í hyggju og sagði síðan: „Ég er alveg sáttur við allt og alla. Ég tók þessa ákvörðun sjálfur og það hefur verið á allan hátt eðlilega að hlutun- um staðið. — Ætli ég fari ekki og reyni að fá mér eitthvað annað að gera. Þingmannslaunin eru ekki það há að ég hafi safnað neinum sjóðum. Þá hefi ég reyndar verið sparisjóðs- stjóri þann tíma sem ég gegndi þing- mennsku. Ætli ég snúi mér ekki að því að stunda það starf betur," sagði hann að lokum. Forval Alþýðubandaiagsins í Reykjavík: Guðrún vann þriðja sætið af Ólafi Ragnari með 1 atkvæði Forval Alþýðubandalagsins á Suðurlandi: — Garðar Sigurðsson í 1. sæti, Margrét í SÍÐARI hluta forvals Alþýðubanda- lagsins í Suðurlandskjördæmi varð Garðar Sigurðsson alþingismaður efst- ur í 1. sæti með 101 atkvæði, en mikil barátta var meðal þriggja manna um efsta sætið, þ.e. Garðars, Margrétar Frímannsdóttur Stokkseyri, sem varð í fyrsta sæti í fyrri umferð forvals og Baldurs Óskarssonar Reykjavík. Mar- grét hafnaði nú í öðru sæti, en Baldur í fjórða. Þriðja sætiö hlaut Ragnar Óskarsson Vestmannaeyjum. Baldur lýsti því yfir á kjördæmisráðstefnu um helgina að hann myndi ekki gefa kost á sér á listann. Baldur skipaði 2. sæti framboðslista Alþýðubandalagsins í Suðurlandskjördæmi fyrir Alþingis- kosningarnar 1978 og 1979, en 1979 var í fyrsta skipti viðhaft forval. Eins og að framan segir var mikil barátta um 1. sætið, en um 270 manns tóku þátt í forvalinu. Garðar Alþýöuflokkurinn í Reykjaneskjördæmi Kjartan Jóhannsson efstur, Karl Steinar Guðnason annar Skoöanakönnun Framsóknar í Noröurlandi vestra: Páll efstur, Ingólfur gekk af fundi ásamt fylgdarliði Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Spurt og svarað um áfeng- ismál og önnur vímuefni Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, mun blaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvandamálið og önnur vímu- efni. Lesendum Morgunblaðsins er gefinn kostur á því að hringja inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni og mun SÁÁ hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila við þessum spurningum. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að hringja í síma 10100 frá kl. 10—II frá mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast síðan í Morg- unhlaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir spurningar og svör: Hringið í síma 10100 frá mánudegi til föstudags Sonum drykkju- sjúkra manna og kvenna fjórfalt hættara við að verða alkóhólistar Stefán spyr: Er drykkjusýki sem slík ættgeng? Mig minnir að Bandaríkjamenn, sem hafa reiknað margt út í sambandi við alkóhólisma, hafi einhverntíma kom- ist aö þeirri niðurstöðu, að dótturson- um mikilla drykkjumanna væri hætt við ofdrykkju. Þórarinn Tyrfingsson læknir svarar: Jafnvel þó að margur drykkju- sjúkur maður eigi engan nákominn ættingja, sem svo er ástatt um, fjölgar stöðugt vísbendingum um, að erfðaþáttur eigi einhvern hlut að máli í drykkjusýki. Þessi erfðaþátt- ur, þó að ófundinn sé enn, virðist gera menn veikari fyrir að fara sér að voða með víni og öðrum vímu- gjöfum og eiga sinn þátt í að við- halda sjúkdómnum. Fullsannað er, að sonum drykkju- sjúkra manna og kvenna er fjórfalt hættara við að verða alkóhólistar en öðrum; jafnvel þó að þeir séu aldir upp hjá öðrum frá fæðingu. í þessu sambandi má bæta við, að vegna eðlis sjúkdómsins, er óhugsandi að finna einhverja eina orsök hans, því að margt þarf að koma til, til þess að sjúkdómur myndist. Sá, sem aldrei neytir áfengis, verður ekki alkóhólisti. Og hvort sem menn eru veikari fyrir eða ekki hljóta þær venjur, er skapast í meðferð á ævinni að hafa sitt að segja. Hvernig er starf- semi SÁÁ fjár- mögnuö? Vilhjálmur Þ. Vilhjálm.sson, fram- kvæmdastjóri SÁÁ, svarar: Rekstur meðferðarstofnana SAÁ, fræðslu í skólum, fyrirtækjum og víða, útgáfukostnaður o.m.fl. er fjármagnaður með stuðningi félags- manna, sveitarfélaga, verkalýðsfé- laga, fyrirtækja, klúbba o.fl. Stærsta verkefni SÁÁ fram til þessa er bygging sjúkrastöðvar SÁÁ í Grafarvogi, en heildarkostn- aður verður u.þ.b. 32 milljónir. Til stuönings þessari framkvæmd var efnt til landshappdrættis sem tókst mjög vel. Verður sá stuðningur sem SÁÁ mætti þar seint fullþakkaður. Okkur tekst ekki að leysa þetta verkefni nema með sameiginlegum stuðningi allra fyrrgreindra ein- staklinga og félaga og með stuðn- ingi opinberra aðila. Alls staðar þar sem stuðnings hefur verið leitað, höfum við mætt skilningi og vel- vilja. Nú er í undirbúningi sérstakt landssöfnunarátak, sem hafa mun úrslitaþýðingu í þessu mikilvæga verkefni. Verður átak þetta kynnt ítarlega nú á næstunni. Kannabisneytandi sem ekki er í vímu er illa haldinn Maður spyr: Er það tilfellið að kannabisefni hafi engar hliðarverkanir, s.s. ofskynjanir, minnistap, fráhvarf o.s.frv. Þórarinn Tyrfingsson læknir svarar: Nei. í fyrstu, meðan reynsla og þekking okkar á Vesturlöndum var lítil í þessum efnum, beindum við augum okkar að vímuáhrifunum sjálfum. Okkur var ljóst, að við notkun þessara efna gat stundum komið fram geðveiki í lengri eða skemmri tíma. Við töldum okkur þó skýra þetta með því að segja, að viðkomandi einstaklingur hefði ver- ið veikur fyrir á geðsmunum eða notað LSD auk kannabis. Annað, sem kom fljótt í ljós, var að þeir, sem notuðu þessi efni, leidd- ust oft út í neyzlu annarra fíkni- efna, t.d. heróíns og LSD. Það, að kannabis væri fyrsta skrefið í átt að annarri og mun hættulegri vímu- gjafanotkun var aðalröksemdin fyrir skaðsemi þess. í dag lítur málið allt öðruvísi út. Menn hafa beint augum sínum æ meira að efninu sjálfu og langvar- andi verkunum þess á miðtauga- kerfið. Margir þeirra, sem nota þessi efni, eiga á hættu að verða krónískir kannabisneytendur. Menn hafa tal- að um, að líkamleg fráhvarfsein- kenni væru ekki til staðar og því lítil hætta á þessu. Þetta er rangt, því að þessi greining í andlega og líkamlega vanabindingu er villandi og hefir oftast enga þýðingu. I raun er kannabisneytandi, sem ekki er í vímu, illa haldinn. Veröldin er í hans augum grá og leiðinleg og í versta falli óbærileg. Hann er oft haldinn þunglyndi, kvíða og vægum •ofsóknarhugmyndum. Andleg og líkamleg heilsa hans er því farin að reka á eftir honum í vímuna. Þar finnst honum hann mun nær því að verða eðlilegur og eins og hann á að sér að vera. Þegar þessara efna er neytt í óhófi, vilja þau safnast fyrir uppi í heila. Þó að víman sé horfin eru efn- in ennþá til staðar þar. Ef þau fá að vera þar dag eftir dag og viku eftír viku fer ýmislegt að ske og það er þetta, sem veldur aðaláhyggjunum. Við hættum að þekkja viðkomandi fyrir sama mann og hann breytist á ýmsa lund. Nægir að nefna að hann verður sljór, minnislítill og fremur áhorfandi en þátttakandi í lífinu. í dag bendir allt til þess, að þessi efni geti valdið breytingum og skemmd- um á heilavefnum sjálfum. Að bæta úr því eftir að kannabisneyzlu er hætt, getur tekið líkamann langan tíma og jafnvel hugsanlegt að ævin endist ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.