Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 46

Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 26 Góður hjólreiðamaður er sá sem kann að geyma kraftana Þennan dag var hann aleínn fremstur í röðinni á reiðhjóli sínu, með hina keppendurna göslandi á eftir sér, aleinn með treyjuna klessta að sér af svita eins og auka skráp, og hárið vindgreitt aftur. Já, aleinn, en þó er maöur aldrei aleinn í hinni frægu Giro d’ltalia-hjólreiðakeppninni, nema eitt og eitt augnablik. Hvar sem hann kom hjólandi voru æstir áhorf- endur í vegkantinum, patandi út í loftið og æpandi, mótorhjól með blikkandi Ijós, leiðsögubílar þar sem í voru skrækjandi stjórnendur, auk þess sem honum fylgdu kvikmyndatökuvélar á hjólum. Spennan var fólgin í spurningu, sem tengja má fórnum á dögum Rómaveldis, þar sem spurningin va;r hvenær skyldi þessum píslarvotti verða kastað fyrir Ijónin? Nú er spurningin: Hve lengi heldur hann þetta út — hvenær lympast hann niður? Hann sprakk Þetta var á áratugnum ’60 þar sem ungur, sterkur og metorða- gjarn hjólreiðamaöur, Ole Ritter, lét að sér kveöa. Þaö gerði hann svo sannarlega í þessum áfanga Giro d’ltalia-hjólreiöakeppninnar. Eftir aö hafa haft afgerandi for- ystu 200 km var hann dreginn uppi. Það skeöi aöeins 400 m frá marki þessa áfanga. „Sama dag hringdi ítölsk eldri kona í mig og grét yfir örlögum mínum. Hún sagöi aö þaö væri synd hvaö ég heföi þrælaö mér út en síöan fengið ekkert út úr því.“ Ritter þurfti næstum að hugga konuna. Hin eiginlega hrifning Þessi atburöur segir nokkuö um þessa gömlu dönsku hetju sem barðist áfram á reiðhjóli, en kannski segir þetta meira um hegöun ítala í Giro-keppninni sem fram fer um þvera og endilanga ftalíu. „Þeir finna til meö okkur, þeir vinna þegar við vinnum, þeir tapa þegar viö töpum. Jafnvel þó svona langt sé um liöið get ég varla stigiö niöur fæti á italíu án þess aö fólk þekki mig. Þeir heilsa mér meö augljósri hrifningu frá því hvað ég var. Viö eigum margt sameiginlegt, og margar góöar minningar skjóta upp kollinum. Þeir voru jú meö.“ Fyrir leikmenn getur veriö erfitt aö skilja þetta. Víst eru margir áhugamenn um íþróttir og hetjur þeirra, en er sá áhugi nokkuð ann- aö en forvitni? í Ítalíu er þessu ööru vísi háttaö, þar dá menn hetjur af hug og hjarta — svo að jaöri við móður- sýki, segja menn. Á árunum milli '60 og ’70 skaut upp kollinum hjólreiðamaöur aö nafni Francesco Moser, hár, dökk- ur og mikill vexti. Hann var lands- ins von og fljótlega var þaö Ijóst aö honum var þetta í blóð boriö, og gæti orðiö jafnvel þjóðhetja. Hon- um var þaö orðið lífsins ómögulegt aö kaupa ölflösku eöa fatnaö í nágrenni viö heimabæ sinn viö Dólómítafjöllin. Atvinnurekendur litu á þaö sem móögun viö þá ef hann þáði ekki gjafir frá þeim. Ole Ritter var lærimeistari Mos- ers, reiöubúinn til aö hjálpa þessu nýja átrúnaöargoöi áleiðis, og hæfari og slungnari mann gat Moser ekki óskaö sér. Þrátt fyrir þaö sagöi Ritter aö hann gæti ekki vippaö þessum unga ítala yfir fjöllin, til þess heföi Moser ekki nógu mikiö þrek. Nokkrum árum síðar sagöi frægur ítalskur knapi aö nafni Gi- ambatista Baronchelli aö þetta væri satt, Moser væri of þungur og hefði ekki nægjanlegt þrek í fjöllin. Tíminn leið og nú var komiö aö Giro-keppninni 1977. Von ítala, Moser, nældi sér strax í forystu- treyjuna La Maglie Rosa frá Freddy Meartens eftir nokkra kíló- metra — enda allt á flatlendi. Á næstu 10 áfangastööum hylltu áhorfendur hann sem frelsara meö hrópum og látum. Gleöikvak italanna varöi þangaö til keppendur hófu aö klifra upp Dólómítana (fjallabelti í Ölpunum ca. 3300 m hátt). Á fyrsta degi í fjöllunum mátti Moser gera svo vel aö afhenda Belganum Michel Pollentier for- ystutreyjuna. Síöan á öörum degi var fullljóst aö Moser myndi ekki bera Ijósrauöu treyjuna meira í þessari keppni. Italinn Baronchelli fylgdi Belgan- um fast eftir og smátt og smátt fjarlægöust þeir Moser upp mal- arborinn veginn í átt aö skýjunum — og nýr vitnisburöur um hina el- lífu keppni á milli tveggja ítalskra toppnafna sem deila hylli almenn- ings sín á milli sem stríöandi hópa sem hindra sameiginlegt ítalskt framlag. Hjálparmenn Baronchelli fóru ekki varhluta af því aö hann haföi komist framfyrir Moser, menn réö- ust á þá og einn missti tönn í átök- • Ole Ritter, hinn frægi danski hjólreiðamaöur sem um er rætt í greininni. um og framan í annan var þeytt lifandi ketti. Sjálfur var Baronchelli útspýttur og ófá blótsyröin fuku í hans garö. Þegar keppendur náöu til áfangastaöar, Pinzolo, eftir síöasta daginn í Dólómítunum greip Bar- onchelli hljóönemann og mælti til fólksins: „Þiö eruö hálfgeröir fá- ráðlingar. Ég hef aöeins unniö mitt starf sem hjólreiöamaöur. Ef þiö endilega viljiö sjá Moser í Ijós- rauöu treyjunni þá skuluö þiö bara kaupa honum lyftu sem flytur hann upp, svo hann geti hvílt sinn þunga afturenda á meöan viö hjólum yfir fjöllin." Og satt var þaö, þó Francesco Moser hafi keyrt djarflega niöur fjöllin, oft á 90 km/klst. þá átti hann afar erfitt meö aö komast upp. „Hann er of stór og þungur,“ segir Ole Ritter. í keppninni 1979 breytti stjórn keppninnar leiðinni og sneiddi hjá erfiöustu fjöllunum til aö hjálpa Moser, en þaö haföi ekkert aö segja. í millitíöinni var komiö nýtt undur, hinn kornungi Giuseppe Saronni, og þaö ár sýndi hann fram á þaö aö hann væri sterkast- ur á þessari léttu og breyttu leiö 65. Giro d'Italia — 3.993 km • Á þessu korti má sjá hvaða leið er hjóluð í Giro d’ltala-hjólreiða- keppninni. Leiðin, sem hjóluð er, er 3.993 km löng. mmw 'vmmmm. • m »mm m m* • Hjólreiðar eru ein vinsælasta íþróttagreinin sem keppt er i I Evrópu. Jafnvel knattspyrnan fellur í skuggann ... sem gagnrýnendur héldu fram að væri til aö gera þessa frægu keppni aö nokkurs konar sirkus. Franska ofurmennið Nú er Moser ekki lengur haföur í huga þegar leiöin er skipulögö af stjórnendum. Þann 13. maí síðast- liðinn var keppninni startaö í 65. sinn og aldrei hefur hún veriö eins erfiö. 3.992 kílómetrar meö 22 áfangastööum frá borginni Parma og til Torino með 5 gífurlega erfið- um fjallaleiöum. Hinar hranalegu leiöir má segja áttu vel viö ofur- menniö frá Frakklandi, Bernard Hinault. „Leiðin er klæöskerasaumuö fyrir Hinault," jarmaöi Moser, en hans gamli lærimeistari Ole Ritter var ekki í nokkrum vafa um þaö eitt augnablik aö Moser meö þennan mikla skrokk yrði stunginn af í hvelli í fjöllunum af hinum sterku hjólreiöamönnum eins og Saronni, Hinault og Battaglin, en sjálfur var Ritter mikill fjallamaður. „Þegar ég var vel á mig kominn var ég einn af örfáum sem gátu fylgt Merckx og Gimondi eftir í fjöllunum. Á löngum áföngum var mitt vandamál hins vegar sálfræö- in, ég þoldi þetta ekki sálarlega í svona marga daga í einu. Góöur hjólreiöamaöur er sá sem geymir kraftana þangaö til hann finnur aö hann reglulega þarf aö taka á, en menn veröa líka aö vita þaö upp á hár hvenær sú stund er og hvenær þeir eiga að hlífa sér. Slíka þolin- mæði haföi ég ekki aö bera. Mitt mottó var aö kíla þetta í gegn í einum rykk, þar fyrir var ég lang- fyrstur í startinu, sem voru mín ein- kenni.“ Svona byrjun er afar erfiö fyrir knapann, hann er algerlega einn, enginn hjálparmaöur, né þján- ingabróöir viö hlið hans, því er þaö aöeins styrkur hans sjálfs sem hægt er aö reiða sig á. Þrjóski Daninn Einstaklingsstartiö var upplagt tækifæri fyrir Ole Ritter til aö sýna fram á hversu sterkur hann var gagnvart hinum. Hann vissi þaö frá byrjun atvinnumennsku sinnar aö þaö var þar sem krafturinn átti aö koma fram. Giro-keppnin 1968 sýndi fram á þaö. Ritter féll, hann var illa fyrirkall- aöur, og lét orö læknis um aö sleppa keppninni sem vind um eyru þjóta. Hvern morgun stilltl hann sér upp, marinn, hruflaöur og vafinn í bak og fyrir. En af hverju hélt hann áfram? Blaöamenn fengu alltaf sama svariö morgun eftir morgun: „Ég vil vinna ein- staklingsstartiö,” sagði hann stöö- ugt. Allir hlógu aö þessum geggj- aöa Dana sem oröinn var óþekkj- anlegur vegna umbúöa, en meö hörku og þrjósku kláraði hann hvern áfangann á fætur öörum. Daginn fyrir lokastartiö spuröi ítalskur blaöamaöur hann fyrir hvern hann væri aö streöa þetta viö einstaklingsstarfiö. „Fyrir mig“, svaraöi Ritter grafalvarlegur, og allir hlógu. Hann malaöi allar stjörnurnar í startinu: Altig, Adorni, Anquetil og Bracke. „Þeir tóku þessu vel — þeir mættu allir til aö óska mér til ham- ingju,“ segir Ritter. Þessi viröing ferst aldrei fyrir. Meö tímanum varö Ritter þekktur sem sá sprækasti á þessu sviði. Ritter tók ellefu sinnum þátt í Giro d'ltalia og vann einstakl- ingsstartiö fjórum sinnum. Belgíska draumsýnin Af samtímamönnum sínum stóö Ritter framar á ýmsum sviöum en Belginn Eddy Merckx. Á sínum bestu dögum gat Ritter stungiö belgísku draumsýnina af. Það átti sér t.d. staö í keppni á Sardiníu þar sem meöalhraöi Ritter var 54 km/klst., og fjarlægöist Merckx á 32 sek. á 21 km. Enginn haföi keyrt eins hratt á jafn ósléttu landslagi og Ritter. Merckx tókst hins vegar aö hnekkja meti Ritter siöar, en þrátt fyrir þaö er Ritter talinn sá besti þegar um skammar vegalengdir er aö ræöa. Þaö er ekkert sem lítur út fyrir aö met þeirra félaga veröi slegin á næstunni. Fransmaðurinn Bernard Hinault

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.