Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 22

Morgunblaðið - 01.02.1983, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 Ljósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon, tók þessa svipmynd á Alþingi í gær: Kyjólfur Konráð Jónsson, Salome Þorkelsdóttir og Jóhann Einvarðsson. Bifreiðum ekið með ljós allan sólarhringinn Salome Þorkelsdóttir (S) mælti nýverið í efri deild Alþingis fyrir frumvarpi sem hún flytur til breytinga á umferðarlögum. Það er gert ráð fyrir því að bifreiðar, bifhjól og vélhjól skuli aka með Ijósum allan sólarhringinn árið um kring. Önnur ökutæki, sem talin eru upp í 2. gr. umferðarlaga, hafi Ijósatíma frá hálfri klukkustund eftir sólarlag til hálfrar klukkustundar fyrir sólarupp- rás. Jafnan skal þó aka með Ijósum séu birtuskilyrði slæm. Salome sagði m.a.: Frumvarpi þessu, ef að lögum verður, er ætlað að hafa nokkur áhrif til bóta á öryggi í umferð- inni. Um alllangt skeið hefur um- ferðaróhöppum fjölgað hér á landi ár frá ári. Meiðslum og dauðaslysum hefur fjölgað og eignatjón er geysilegt. Þrátt fyrir aukna löggæslu og bætta umferð- arlöggjöf næst ekki sá árangur sem vænst var. Oft verða óhöppin vegna þess að gangandi vegfarandi verður þess ökutækis, sem óhappinu veldur, ekki var í tæka tíð eða stjórnendur ökutækja sem rekast á, gera sér hættuna ekki ljósa fyrr en of seint. í nokkrum löndum hefur öku- mönnum verið gert að aka með ljósum á bifreiðum sínum allan sólarhringinn árið um kring. Víða eru ökumenn hvattir til þess að aka með ljósum á daginn ef skyggni er ekki gott. Margir verða við þeirri áskorun en aðrir ekki. Þá verður jafnvel enn erfið- ara að forðast hættu, þegar á eft- ir 3—4 bifreiðum með ljósum kemur ein ljóslaus. Allir, sem reynslu hafa af akstri, vita að t.d. þeirrar bifreið- ar, sem kemur á móti í umferð- inni, verður mun fyrr vart, ef henni er ekið með ljósum, þó al- bjartur dagur sé. Af þessum ástæðum hefur „Greyhound" langferðabifreiðun- um í Bandaríkjum Norður- Ameríku verið ekið með ljósum allan sólarhringinn í meira en hálfa öld. Svíar hafa ekið með ljósum all- an sólarhringinn í allmörg ár og eru eina Norðurlandaþjóðin sem náð hefur því marki að fækka umferðaróhöppum. Finnar hafa fylgt fast á eftir með mjög góðum árangri. Bifreiðar, framleiddar í Svíþjóð, eru nú þannig gerðar að þar koma ljósin á um leið og bif- reiðin er ræst. Öldruðum í umferðinni fer fjölgandi, og þótt kannanir sýni að aldraðir ökumenn valdi ekki slysum öðrum fremur, nema síð- ur sé, þá er þó ljóst að þetta ákvæði í umferðarlögum mundi auka öryggi allra sjóndapurra í umferðinni, bæði ökumanna, en þó einkum gangandi vegfarenda. Einn af hverjum fjórtán körl- um, sem aka bifreið, er sam- kvæmt erlendum skýrslum hald- inn svonefndri „rautt-grænt" litblindu, þannig að þessir öku- menn eiga erfitt með að greina rauða og græna hluti við vissar aðstæður, en bifreið með ljósum sjá þeir vel. í skýrslu sem landlæknisemb- ættið hefur tekið saman um slys í umferð, kemur fram sú hörmu- lega staðreynd, að í ungu ald- urshópunum, 7—20 ára, eru slys- in algengasta dánarorsökin hjá okkur og á aldrinum 17—25 ára eru umferðarslysin ein algengari dánarorsök en nokkur önnur. Vitað er að umferðarlögin eru í heildarendurskoðun, en ástandið hjá okkur er svo slæmt að við megum ekki bíða. Akvæðið, sem þetta frumvarp fjallar um, er einfalt, getur tekið gildi strax eftir samþykkt Iag- anna og það má vænta árangurs. Ráðherra getur með reglugerð sett ákvæði um viðurlög. Nú er norrænt umferðarörygg- isár. Ljósatími allan sólarhring- inn, allt árið, væri verðugt byrj- unarákvæði. Matthías Á. Mathiesen: Atvinnusamdráttur og lífekjaraskerðing — árangur þriggja ára stjórnarferils Annari umræðu um bráðabirgða- iög ríkisstjórnarinnar var framhald- iö í neöri deild Alþingis í gær en lauk ekki. Henni verður framhaldið nk. miðvikudag kl. 2 miðdegis. Matthías Mathiesen (S) mælti fyrir nefndaráliti sjálfstæðismanna í fjár- hags- og viðskiptanefnd þingdeildar- innar (Alberts Guðmundssonar og Sigurlaugar Bjarnadóttur auk hans) og gerði harða hríð að ríkisstjórninni fyrir vinnubrögð, varðandi bráða- birgðalögin, og aðgerðar- og stefnu- leysi í efnahagsvanda þjóðarbúsins og undirstöðuatvinnuvega. Vinnulagið veldur töfum Matthías Á. Mathiesen (S) benti m.a. á að ríkisstjórnin hefði ekki lagt bráðabirgðalögin fyrir Al- þingi fyrr en mánuður var liðinn af starfstíma þess. Fimm mánuðir liðu frá útgáfu þeirra unz þau komu til umfjöllunar í neðri deild þingsins. Efri deild hefði afgreitt frumvarpið frá sér enda þótt vant- að hafi fjölmargar upplýsingar, varðandi einstök efnisatriði, á þeirri forsendu, að úr yrði bætt í síðari þingdeild. Á þetta hafi þó enn skort. Sjávarútvegsráðherra hafi og flutt breytingartillögu við bráðabirgðalögin í neðri deild, í stað efri deildar, sem þýði, að frumvarpið verði aftur að fara til fyrri þingdeildar, verði breyt- ingartillagan samþykkt. Allt þetta sýni Ijóslega að vinnulag ríkis- stjórnarinnar hafi fremur öllu öðru valdið þeim töfum í meðferð málsins sem orðið hafi. Því var lýst yfir í fyrri þing- deild, sagði Matthías, að ítarleg athugun skyldi fram fara á fram- Matthías Á. Mathiesen (S) talar fyrir nefndaráliti sjálfstæðismanna í neðri deild í gær. (Ljósm. Mbl. Ól. K.M.) kvæmd láglaunabóta og hvað mætti verða til úrbóta, en ekkert hefur enn fram komið um hvern veg verður að láglaunabótum stað- ið 1983. í morgun, þegar þingnefnd fjallaði síðast um málið, varð að ráði að senda Sigurði Líndal, laga- prófessor, fyrirspurnir varðandi vafasamar lagaheimildir til greiðslu láglaunabóta á yfirstand- andi ári. Breytingartillaga sjávarútvegsráðherra Fjárhæð sú, sem ríkisstjórnin hyggst ráðstafa, skv. breytingar- tillögunni, af gengismun er svipuð og allur gengismunur af skreið- arbirgðum (50 til 60 m.kr.). Telja skreiðarframleiðendur að fremur hafi verið ástæða til að styrkja stöðu þeirra vegna söluerfiðleika og kostnaðar vegna geymslu, láns- fjármagns sem og hugsanlegrar verðmætisrýrnunar en bregðast við með því að skattleggja þessa erfiðleika. Norðmenn hefðu farið öðru vísi að eða gert ráðstafanir til að létta undir með skreiðar- framleiðendum. Matthías benti og á að fulltrúar Seðlabanka hafi gefið upplýsingar um að ráðstöfun gengismunar fram hjá sjóðum og stofnunum sjávarútvegs og fiskframleiðslu væru einsdæmi. Bráðabirgða- rádstafanir Matthías Á. Mathiesen undir- strikaði að allar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í efnahags- og at- vinnumálum hefðu verið bráða- birgðaráðstafanir og allar í bráða- birgðalögum. Afrek ríkisstjórnar- innar felast í fjórum orðum: launaskerðing, skattahækkanir, erlendar lántökur og ríkisumsvif. Eftir þriggja ára setu stjórnarinn- ar er útlitið í þjóðarbúskapnum dekkra en nokkru sinni fyrr. Fram undan blasir við 70% verðbólga, erlendar skuldir sem nema 55% af þjóðarframleiðslu, samdráttur at- vinnuvega, vaxandi atvinnuleysi og lífskjaraþrenging. Verðbætur launa hafa verið skertar 13 sinn- um með lögum síðan 1978. Bráða- birgðalögin fela og í sér hækkun vörugjalds og verðlags í landinu. Vörugjaldshækkunin, sem laun- þegar greiða í hærra vöruverði, gefur ríkissjóði tvöfalda þá fjár- hæð sem ráðgert var að ráðstafa í láglaunabætur 1982 og 1983. Stuttar þingfréttir Greiðslukerfi láglaunabóta í endurskoðun • Steingrímur Hermannsson, sjáv- arútvegsráðherra, sagði í gær á þingi, í umræðu um bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar, að hann teldi ekki ástæðu til svartsýni varðandi sölu á skreið sem liggur óseld í landinu, en ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að taka gengismun af skreiðarútflutningi til að mæta tekjutilfærslu skv. bráðabirgða- lögunum. Þó mætti gera ráð fyrir að brúa þyrfti eitthvert bil með lántöku, milli ráðgerðrar ráðstöf- unar og innkomu gengismunar. • Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði reglur um greiðslu láglaunabóta, sem einnig mætti kalla neikvæðan tekjuskatt, hafa reynzt á ýmsan hátt gallaðar, þrátt fyrir ítarleg samráð við full- trúa úr verkalýðshreyfingu og vandaðan undirbúning. Þessi út- borgun öll væri nú í endurskoðun, og ekki væri unnt að ræða fram- haldið, þ.e. greiðslur 1983, fyrr en henni væri lokið. Ráðherrann taldi fulla lagaheimild fyrir fram- haldi greiðslna 1983, samkvæmt fjárlagalið sem nefndur væri efnahagsráðstafanir. • Vilmundur Gylfason (BJ) gagn- rýndi „fjórflokkana" fyrir það sem hann kallaði uppgjöf í efna- hagsmálum. Þeir vildu og stefna bæði kjördæma- og stjórnar- skrármálum í hættu til að knýja fram þingrof og kosningar, ekki í þágu fólksins í landinu, heldur sjálfra sín. • Jóhanna Sigurðardóttir (A) minnti á ummæli Guðmundar J. Guðmundssonar (Abl), þess efnis, að hann myndi ekki styðja um- rædd bráðabirgðalög nema það kæmi fram, að aðrir en láglauna- fólk greiddu góðan hluta kostnað- ar gegn verðbólgunni. Hann hefði og sett það skilyrði fyrir stuðningi sínum að lánskjaravísitölu yrði breytt. Nú liggur fyrir nefndar- álit, sem GJG hefur undirritað, þar sem hann mælir með sam- þykkt bráðabirgðalaganna, og því er tímabært að spyrja: Ætlar GJG að samþykkja bráðabirgða- lögin án þess að fyrst verði sam- þykkt fyrirliggjandi frumvarp varðandi lánskjaravísitölu? Umræðu um bráðabirgðalögin lauk ekki og verður henni fram haldið á morgun, miðvikudag. Utsala hjá Verksmiójusölu Barnabuxur verð frá kr. 100. Karlmannabuxur verð frá kr. 200. Kvenbuxur verð frá kr. 190. Ullarúlpur loðfóðraðar verð frá kr. 500. Pils og buxnapils verð frá kr. 250, o.fl., o.fl. Opiö kl. 13.00—18.00 Verksmiðjusalan, Skeifan 13, á móti Hagkaup.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.