Morgunblaðið - 01.02.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983
35
Bandaríski flugherinn
kaupir tölvur fyrir
tæplega 9 milljarða kr.
BANDARÍSKI flugherinn tilkynnti í liöinni viku, aö ákveðiö heföi veriö aö
ganga aö tilboöi frá tölvufyrirtækinu Sperry-Univac vegna allsherjar endur-
nýjunar á tölvukerfi flughersins, en samningur þessi er upp á liðlega 476,2
milljónir dollara, eða um 8.949 milljónir íslenzkra króna.
Talsmaður flughersins sagði, að
samningurinn sem er til átta ára,
geri ráð fyrir, að skipt verði út 153
móðurtölvum víðs vegar um heim-
inni, auk þess sem skipt verði út
liðlega sjö þúsund útstöðvum af
ýmsum gerðum.
Helzti keppinautur Sperry-
Univac um þennan risasamning
var bandaríska tölvufyrirtækið
Burrougs Corporation.
Finnland:
Vöruskiptajöfnuður nei-
kvæður um 1,7 milljarða
finnskra marka í fyrra
— Viðskiptajöfnuðurinn neikyæður um
4,5 milljarða finnskra marka
LJÓST er aö vonir finnskra stjórnvalda um jákvæöan vöruskiptajöfnuð á
síðasta ári hafa brugöist. Vöruskiptajöfnuöurinn var neikvæöur um 1.725
milljarða finnskra marka samkvæmt upplýsingum finnsku hagstofunnar í
liðinni viku.
Þar kemur ennfremur fram, að arða finnskra marka, en það sem
viðskiptajöfnuðurinn var nei- hlutfall af þjóðarframleiðslu er
kvæður um 4,5 milljarða finnskra liðlega 17%, að sögn finnska
marka, sem er nokkru verri út- viðskiptaráðherrans Jermu Laine.
koma en stjórnvöld höfðu gert sér Viðskiptaráðherrann sagði
vonir um. ennfremur, að engin teikn sæjust
Erlend lán voru sá þáttur, sem j á lofti um betri tíð. Greinilegt
hvað mest fór úr böndunum, en væri, að samkeppnin á erlendum
þau jukust um 25%, úr 30 millj- ' mörkuðum færi mjög harðnandi.
örðum finnskra marka í 40 millj-
Ef litið er nánar á þessa töflu
um bílaeign, þá má leiða hugann
nokkuð að því hvernig þessi lönd
eru sem hafa flesta bíla, og þá
kemur í ljós að hér er um stór og
strjálbýl lönd að ræða sem flest
eru tiltölulega nýbyggð.og hafa
ekki aldalanga hefð í samgöngum
með járnbrautum, á vötnum eða
öðrum samgöngukerfum eins og
mörg Evrópulönd, og greinilegt,
að víðáttan gerir mönnum erfitt
fyrir að byggja upp og halda við
almennu samgöngukerfi í löndum
eins og Kanada, Nýja Sjálandi,
Ástralíu og íslandi, þar sem
einkabíllinn eða bílar almennt eru
næstum eina samgöngutækið.
Ljóst er að bíllinn hefur gert
ísland að mörgu leyti byggilegt
miðað við nútíma kröfur og nú-
tíma þjóðfélag og létt mönnum
búsetuna mjög í þessu landi og má
reyndar furðu gegna hve mikil
bílaeign landsins er miðað við
álögur sem lagðar eru á bíleigend-
ur í formi hárra aðflutnings-
gjalda, allskonar skatta og gjalda
á akstur og umferð í formi bens-
íngjalda o.þ.h. og ekki síst í ljósi
þeirra staðreynda að vegakerfið
hér á landi er mjög ófullkomið og
aðeins er u.þ.b. þriðjungi tekna af
umferð og innflutningi bifreiða
varið til vegagerðar. Bifreiðin er
einn stærsti einstakur tekjustofn
fyrir ríkið þó aðeins sé talað um
þær tekjur sem umfram það sem
ríkið leggur til vegamála. Umræða
að undanförnu sýnir þó að skiln-
ingur er vaxandi meðal ráða-
manna á þörf þess að bæta úr í
vegamálum landsmanna og
mönnum ljós þau verðmæti sem
fara í súginn vegna hins slæma
ástands í vegamálum", sagði Jón-
as Þór Steinarsson.
Bílaeign pr. 1.1. ’82 Fjöldi íbúa pr. bíl
Land: Fólksbílar: Bílar alls:
Bandaríkin 1.9 1,5
Kanada 2,3 1,8
Nýja Sjáland (1/1 ’81) 2,4 2,0
Ástralia (3o/6 '81) 2,5 2,0
fsiand 2,5 2,3
V-Þyskaland 2,6 2,4
Frakkland 2,7 2,4
Sviss , 2,6 2,5
Sviþjóð 2,9 2,7
Belgía (1/1 '812) 3,1 2,8
Holland (1/8 '80) 3,1 2,9
Noregur 3,2 2,9
Austurrfki 3,3 3,0
Japan 4,8 3,0
Bretland (1/1 '81) 3,6 3,2
Danmörk 3.7 3.2
Finnland 3,8 3,3
Hann kostar aðeins frá kr.
Nú kreistum viðailt úr krónunni
og bjóöum þér splunkunýjan SKODA
á hlægilega lágu veröi, eöa
frá 89.520.- kr.
Um þetta þarf ekki fleiri orö!
JÖFUR HF
Nybylavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600