Morgunblaðið - 01.02.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983
39
Minning:
Ólafur Þórðarson
símafrœðingur
Fæddur 16. marz 1905
Dáinn 20. janúar 1983
Ólafur var fæddur að ölfusvatni
í Grafningi 16. marz 1905, sonur
Þórðar Gíslasonar bónda þar og
konu hans Guðbjargar Þorgeirs-
dóttur. Ólafur var elstur af 6
börnum þeirra Guðbjargar og
Þórðar. Þórður andaðist er Ólafur
var aðeins 12 ára gamall. Við and-
lát eiginmanns síns fluttist Guð-
björg til Hafnarfjarðar og settist
þar að. ólafur stundaði nám við
Flensborgarskóla og utskrifaðist
þaðan 1921. Hnn fór nokkrum ár-
um seinna til Noregs til að leita
sér frekari menntunar og lauk
tæknifræðinámi í marz 1932. Þeg-
ar Ólafur kom heim frá námi réð-
ist hann til Bæjarsímans og vann
við uppsetningu fyrstu sjálfvirku
símstöðvanna á íslandi, sem tekn-
ar voru í notkun 1. desember 1932
í Reykjavík og Hafnarfirði.
Ólafur starfaði við sjálfvirku-
stöðina í Reykjavík til ársins 1956,
þá var hann ráðinn yfirmaður
Línu- og áætlanadeildar Bæjar-
símans. Því starfi gegndi ólafur
þar til hann lét af störfum vegna
aldurs 1975. Hann vann þó hluta
úr degi næstu 2 árin, að verkefn-
um sem hann þekkti gjörla, og var
hagkvæmt að hann starfaði við
áfram.
Starf ólafs við áætlunargerð og
yfirumsjón með jarðsímafram-
kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu
var afar umfangsmikið. Uppbygg-
ing nýrra íbúðahverfa, svo sem
Árbæjar- og Breiðholtshverfis í
Reykjavík, Austurbæjar f Kópa-
vogi, Garðabæjar og Norðurbæjar
í Hafnarfirði, svo nokkuð sé nefnt.
Skipulagning og yfirumsjón
með jarðsímalögnum í nýbyggða-
hverfi krefst mikillar vinnu og
fundarhalda með fulltrúum hinna
ýmsu deilda Reykjavíkurborgar og
nágrannabæjanna. Má þar nefna
rafveitna, vatnsveitna, hitaveitu
og gatnagerðardeild. Nauðsynlegt
er að hafa góða samvinnu við
Ásgeir R. Sigurðs-
son — Minningarorð
Fæddur 27. febrúar 1948
Iláinn 16. janúar 1983
Hún sló mig illa helfregnin um
að Geiri væri dáinn. Hann lést að
loknum vinnudegi, heima hjá sér,
aðeins tæplega 35 ára gamall.
Margs er að minnast, minn-
ingarnar hrúgast upp, en oftast er
það svo að orð verða svo lítils
megnug, þegar dauðinn ber að
dyrum á svo snöggan og kaldrana-
legan hátt. En samt langar mig til
þess að reyna að minnast vinar
míns með nokkrum fátæklegum
orðum.
Ég kynntist Geira fyrst
snemma á unglingsárum mínum,
þá nýlega fluttur til höfuðborgar-
innar utan af landi. Tókust fljót-
iega góð kynni milli okkar og höf-
um við alla tíð síðan verið nánir
vinir, eða nú í tæp 20 ár. Hin allra
síðustu ár hefur þó kunningsskap-
urinn aðallega haldist í gegnum
síma, þar sem ég er nú aftur bú-
settur úti á landsbyggðinni. Við
hringdum oft hvor í annan og lét-
um „móðan mása“ og skiptumst á
upplýsingum um hagi hvors ann-
ars. Þannig töluðum við síðast
saman skömmu fyrir jól; síðast af
öllu datt mér þá í hug að ég væri
að kveðja hann hinstu kveðju. En
þannig er lífið, „eigi má sköpum
renna og enginn ræður sínum
hvíldarstað".
Hann hefur nú enn á ný þynnst,
vinahópurinn, sem myndaðist í
herberginu hans Geira við Hverf-
isgötuna á öndverðum sjöunda
áratugnum.
Upphaflega töldum við þann
hóp fimm, en dauðinn, hinn mikli
vágestur sem okkur af yngri
kynslóðinni láist svo oft að reikna
með, hjó fljótlega skarð í þennan
samhenta hóp. Hét sá Sigurður
Brúni. Óhætt er um það að við
eftirlifandi vinir hans syrgðum
hann sárt, en Geiri þó mest. Ég
trúi því að þeir hafi nú hist á
himnesku landi.
Geiri hóf ungur nám í símvirkj-
un hjá Landssíma íslands. Að
loknu námi þar réðst hann til
starfa hjá sjónvarpinu, sem
tæknimaður, þar sem hann starf-
aði til dauðadags. Er ég sannfærð-
ur um að þar hefur hann skilað
góðu dagsverki, jafnlaginn og
útsjónarsamur og hann var.
Fáa menn hef ég þekkt sem voru
jafn drenglundaðir og fórnfúsir og
hann í allskonar kringumstæðum
vina sinna. Það var yfirleitt alveg
sama hvernig á stóð hjá honum, |
alltaf var hann tilbúinn að að-
stoða.
Þetta eru fágætir mannskostir
hjá einstaklingi, kostir sem allt of ■
oft vilja gleymast hjá okkur þiggj-
endum í daglega amstrinu, en rifj-
ast svo upp á alvörustund sem
þessari. A ég Geira margt að
þakka í þessu sambandi, þótt ekki
verði það upptalið hér.
Minnist ég nú einnig þeirrar
stundar í lífi mínu er ég þurfti að
leggjast inn á sjúkrahús á ungl-
ingsárum mínum, að fyrsti maður
sem kom og heimsótti mig var
Geiri. Þann tíma sem ég dvaldi
þar kom hann á hverjum degi,
stundum ásamt einhverjum kunn-
ingjanna, en oftast einn.
Sem hálfgerður heimagangur
hjá vini mínum í mörg ár, kynnt-
ist ég foreldrum Geira mjög vel,
en þau eru Ingibjörg Jónsdóttir og I
Sigurður Kristinn Þórðarson,
einnig eftirlifandi systkinum
hans, þeim Þórði, Eddu og Erlu.
Geiri giftist skömmu eftir tví-
tugsaldurinn, unnustu sinni Sig-
rúnu Guðgeirsdóttur úr Reykjavík
og eignuðust þau tvö börn, Vil-
hjálm og Ásdísi, sem nú syrgja
látinn föður sinn ásamt foreldr-
um, systkinum og öðrum vanda-
mönnum. Sigrún og Geiri slitu*
samvistum fyrir nokkrum árum,
en ætíð hélst þó góður og gagn-
kvæmur vinskapur þeirra á milli.
Kæru vinir, þið öll sem eigið nú
um sárt að binda. Við Sigrún syst-
ir mín, hennar fjölskylda, ásamt
móður minni, sendum ykkur okkar
dýpstu og innilegustu samúðar-
kveðjur á þessari sorgarstundu.
Guð blessi minningu Ásgeirs
Ragnars og ykkur öll.
Kristján T. Sigurjónsson
þessa aðila til að forðast árekstra
og umfram allt að samræma
framkvæmdir til hagræðingar.
Mér er kunnugt um að fulltrúar
framantalinna deilda, sem störf-
uðu með Ólafi, mátu hann mikils í
starfi. ólafur hafði einkar gott lag
á að stjórna fjölmennri deild
manna. Hann var mesta ljúf-
menni, en var fastur fyrir og hélt
vel fram sínum málstað og sinna
starfsmanna ef honum fannst
hallað réttu máli. Enda var öllum
hlýtt til hans er honum kynntust.
Starf Ólafs var erilsamt og lýjandi
og vinnudagur því oft langur.
í tilefni af 50 ára afmæli sjálf-
virku símstöðvanna, 1. desember
1982, komu þrír af frammá-
mönnum L.M. Ericsson í Svíþjóð,
sem er framleiðandi stöðvanna, til
Reykjavíkur. Þeir buðu til afxnæl-
ishófs yfirmönnum símans, núver-
andi starfsmönnum stöðvanna og
þeim starfsmönnum, sem unnu við
uppsetningu sjálfvirku símstöðv-
anna 1932 og enn voru á lífi. Við
það tækifæri voru elstu starfs-
mennirnir sérstaklega heiðraðir
og afhentar gjafir frá L.M. Erics-
son.
Ólafar var hress og glaður í hóf-
inu og naut þess að minnast lið-
inna daga. Hann hafði orð á því
við mig, að sér liði ágætlega, og að
hann hefði nóg að starfa m.a. við
bókband. Að kvöldi 19. f.m. kvart-
aði Ólafur um verk fyrir brjósti.
Hann var fluttur á sjúkrahús, þar
andaðist ólafur aðfaranótt 20.
f.m. tæplega 78 ára að aldri.
Ólafur taldi það sitt mesta
gæfuspor er hann kvæntist Hildi-
gunni Halldórsdóttur, 26. október
1935. Hildigunnur er dóttir Hall-
dórs Guðmundssonar og konu
hans Guðfinnu Gísladóttur. Hall-
dór var fyrsti raffræðingurin sem
starfaði hér á landi, hann var ætt-
aður frá Eyjarhólum í Mýrdal.
Halldór var bróðir Eyjólfs bónda
og rithöfundar á Hvoli. Guðfinna
var ættuð frá Vestmannaeyjum,
dóttir Gísla Engilbertssonar
verslunarstjóra og konu hans
Ragnhildar Þórarinsdóttur.
Einkabróðir Hildigunnar var Gísli
verkfræðingur, fæddur 14. febrúar
1907. Hann andaðist um aldur
fram 24. ágúst 1966.
Hjónaband Hildigunnar og
Ólafs var afar kært. Þau báru
mikla virðingu hvort fyrir öðru,
voru ávallt eins og í tilhugalífinu.
Bæði höfðu yndi af tónlist, Hildi-
gunnur leikur vel á píanó. Ég
minnist þess, er ég var í skóla hér
í Reykjavík og leigði í sama húsi
og þau á árunum 1940—1943, hve
ánægjulegt var að hlusta á ljúfa
tóna er bárust til eyrna þegar
Hildigunnur lék verk eftir Mozart,“
Chopin og aðra meistara.
Ólafi og Hildigunni varð þriggja
dætra auðið. Eplið fellur sjaidan
langt frá eikinni. Dæturnar þrjár
eru allar gefnar fyrir tónlist og
hafa góðar söngraddir. Þær eru í
aldursröð Guðfinna Dóra tón-
menntakennari, gift Rúnari Ein-
arssyni rafvirkja, Áslaug tón-
menntakennari, gift Halldóri Vil-
helmssyni söngvara, og Hjördís
Inga teiknikennari, gift Jóni Þ.
Kristjánssyni.
Allt er þetta mikið söng- og
tónlistarfólk. Söngur og hljóð-
færaleikur er í hávegum á þeirra
heimilum engu síður en var hjá
Hildigunni og Ólafi. Barnabörnin
eru þegar 10.
Ég votta Hildigunni, dætrunum,
tengdasonunum, barnabörnunum
og öðrum vandamönnum mína
dýpstu samúð. Með Ólafi er geng-
inn mætur maður.
Hafsteinn Þorsteinsson
peningakassar
ER-2905
Verö
kr. 17.360
ER-1873
• Tvær deildir.
• Tveir strimlar.
• Kredit.
• Prósentur.
• Mínuslykill.
• Margföldun.
• Skiptimyntateljari.
• Fimm deilda.
• Tvöfaldur strimill.
• Prentar á nótur.
• PLU (verðminni).
• Sundurliöar 5
5 sölumenn.
• Dags- og mánaöar
uppgjör.
2 prósentutakkar.
Kredit.
Ávísunartakki.
Skiptimyntateljari.
Mínuslykill.
Margföldun.
Klukka.
Útborgunarteljari.
ER-1873
Verö
kr. 14.600
• Utborgunarteljari.
• Klukka.
HLJOMBÆR
UnoMccn
~ —■■
UllIIIi1 — -----
HLJOM*HEIMIUS‘SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SÍMI 25999/17244