Morgunblaðið - 01.02.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.02.1983, Qupperneq 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983 fieii/nAiin „ þetto. uélmenni, sem kom I stabinn íyrir þlg i vinnoorvi, hefur veriis lagt niéur!" er____ .. .aðfara bæði í sama stólnum. TM Reg U S Pat Off —all rftghts resarved ©1983 Angdes TJmes Syndícate Með morgunkaffmu mamma þín væri fyrirsæta? HÖGNI HREKKVÍSI „Þið lánið fasteign í eitt ár. Að þeim tíma liðnum skilar leigutakinn ykkur */b eignarinnar, en '/5 hluta hennar hefur hann eignast fyrir fullt og fast, aðeins með því að hafa eignina að láni í eitt ár.“ Til umhugsunar fyrir þá sem vilja skerða verðtryggingu á sparifé Bóndi skrifar: „Velvakandi. I dálkum þínum hefur allmikið verið skrifað um vexti og verð- bólgu. Það er því e.t.v að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar við. Ég sendi samt nokkrar línur ef þú vilt birta þær. Um mánaðamótin október og nóvember í haust lét þingflokkur Framsóknarflokksins frá sér fara samþykkt. Þar kemur meðal ann- ars fram að verðtryggingu spari- fjár verði að framkvæma með fullu tilliti til greiðslugetu al- mennings og atvinnuveganna. Hér er því slegið föstu að gera upptækt sparifé eftir greiðslugetu almennings og atvinnuveganna. Eða bara eftir þörfum þeirra. Nokkru síðar segir formaður Framsóknarflokksins í ræðu í upphafi flokksþings Framsóknar- flokksins að verðtrygging inn- og útlána verði bundin við 30 af hundraði í eitt ár. Hvaða áhrif hefur það ef lánskjaravísitalan hækkar um 70% á því ári? I þeirri verðbólgu mun verðtrygging á 100.000 króna innistæðu vera um 70.000 kr. í eitt ár. Með 30% há- marksverðtryggingu eins og for- maður Framsóknarflokksins legg- ur til, þá eru gerðar upptækar kr. 40.000 — af þessari einu inni- stæðu. Stjórnmálaflokkarnir lýsa því yfir að ráðstafanir til að laga efnahagsvanda þjóðarinnar eigi að koma sem réttlátast niður á landsmenn. Réttlætið er þó meðal annars boðað þannig að gera upp- tæka eina tegund eigna, sparifé. En hvað um aðrar eignir lands- manna. Eru þær rétthærri en sparifé? Ég spyr í alvöru. Væri nú ekki réttlátara að kroppa einnig í annars konar eign- ir en sparifé og dreifa þannig álögunum í marga staði. Nota svo þá fjármuni sem þannig fást með- al annars til að gera lán til íbúða- bygginga hagkvæmari. Raunhæf- ast væri þó að lækka verðbólguna. Þá lækkar vaxta- og verðtrygging- arkostnaður og fleira lagast. Á þetta ber að leggja áherslu. Talið er að launþegar eigi hluta af öllum innstæðum, og ætla má, að allmargt fólk eigi litlar aðrar eignir en sparifé. Það eru margir sem hér eiga hagsmuna að gæta. Og vissulega eru það von- brigði að loks þegar verðtrygging innlána er að koma til fram- kvæmda, eftir áratuga stórþjófn- að á sparifé, þá vilja heilir þing- flokkar skerða eða afnema verð- trygginguna. Að lokum er hér umhugsunar- efni fyrir ykkur, sem viljið skerða eða afnema verðtryggingu á spari- fé: Viljið þið lána ykkar eignir með svipuðum kjörum og þið viljið fá lánaða peninga? Það gæti t.d. litið út á þessa leið: Þið lánið fasteign í eitt ár. Að þeim tíma liðnum skilar leigutak- inn ykkur 4A hlutum eignarinnar en hluta hennar hefur hann eignast fyrir fullt og fast, aðeins með því að hafa eignina að láni í eitt ár. Þó hefur hann ekki borgað leigu eða annað, sem neinu máli skiptir, þó að hann hafi ef til vill greitt fasteignaskatta o.fl. þess háttar og séð um viðhald eignar- innar þetta eina ár. En eigandi fasteignarinnar hefur tapað */s af eigninni við það að lána hana í eitt ár, og enga greiðslu fengið í stað- inn.“ Illa farið ef í nýja stjórnar- skrá á að setja ákvæði sem fel- ur í sér misrétti milli þegnanna Velvakandi góóur. í útvarpsþætti Stefáns Jóns Haf- stein og Sigríðar Árnadóttur síðast- liðinn mánudag, 24. janúar, þar sem mönnum gafst kostur á að leggja fram spurningar í síma um væntan- lega stjórnarskrá íslendinga, lagði ég undirrituð þá spurningu fyrir dr. Gunnar G. Schram, hvort það væri jafnrétti, ef vægi atkvæða kjósenda í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi til Alþingiskosninga væri í hlutfallinu 1:2 eða jafnvel 1:2,5 miðað við at- kvæði í öðrum kjördæmum, eins og nú virtist stefnt að í væntanlegri stjórnarskrá. Dr. Gunnar svaraði því til, að umrætt vægi atkvæða væri ekki 1:2—2,5, heldur 1:2,6, og að það væri ekki jafnrétti. í upphafi þessarar væntanlegu stjórnarskrár stendur, að á íslandi skuli vera lýðræði, þingræði og jafn- rétti. Dr. Gunnar Thóroddsen, for- sætisráðherra og formaður stjórn- arskrárnefndar, lagði sérstaka og þunga áherslu á einmitt þetta orð: jafnrétti, þar sem hann sagði að væri í fyrsta sinn tekið upp í stjórnarskrá íslendinga, þegar hann kynnti stjórnarskrárdrögin í sjónvarpi ný- verið. Það vekur því furðu, að síðar í sömu stjórnarskrá skuli stefnt að augljósu og viðurkenndu misrétti meðal kjósenda landsins. Nú er það svo, að hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það misrétti, sem viðgengist hefir við undanfarn- ar Alþingiskosningar, þegar mis- munur á vægi atkvæða kjósenda í þéttbýliskjördæmum annars vegar og öðrum kjördæmum hins vegar hefir verið allt að 1:4, er að margra áliti hvorki meira né minna en ein höfuðorsökin að þeim ógöngum í efnahagsmálum, sem öllum ber sam- an um að við séum búin að koma okkur í. Alþingismenn okkar eru nefnilega, því miður, velflestir ekki yfir það hafnir að kaupa atkvæði, þar sem þau vega mest, á kostnað annarra landsmanna. Eina ráðið gegn þessu virðist vera, að atkvæóin vegi alls staðar jafnt. Einnig ber á það að líta, að með þessum atkvæðakaupum eru þing- mennirnir að brjóta niður virðingu manna fyrir sjálfu Alþingi. Við fs- lendingar erum, að ég hygg, í eðli okkar löghlýðin þjóð. Við viljum geta borið virðingu fyrir löggjafar- samkomu þjóðarinnar og æðstu stofnun. En hvernig er það mögu- legt, þegar flestir þeirra, er þessa samkomu sitja, gera sig seka um að kaupa sér hylli í þeim byggðarlög- um, þar sem atkvæðin vega mest, með því að veita þeim lán úr opin- berum sjóðum allra landsmanna og ýmiss konar fyrirgreiðslu aðra til óarðbærra framkvæmda og kaupa á dýrum framleiðslutækjum, sem alls enginn grundvöllur er fyrir að reka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.