Morgunblaðið - 01.02.1983, Side 38
46
Saudárkrókur:
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1983
Vinna liggur að mestu
niðri í frystihúsunum
— 40 manns atvinnulausir fyrri hluta janúar
Sauðárkróki, 28. janúar.
Mynd Mbl./ EBB
Hvað gerist viö 20 mi'nútna seinkun á flugi...?
jr
Islenski dansflokkurinn:
Fjórir íslenskir
ballettar frumsýndir
NOKKUÐ hefur bryddað á atvinnu-
leysi hér undanfarið en um 40 manns
hafa fengið atvinnuleysisbætur fyrri
hluta janúar. Vinna hefur lengið að
mestu niðri í frystihúsunum þessa viku
en væntanlega rætist eitthvað úr þegar
togararnir landa eftir helgina. Afli hef-
ur verið mjög tregur undanfarið —
40—115 tonn eftir 8—9 daga veiðiferð.
l'ltgerðarfélag Skagfirðinga gerir út
þrjá togara, Drangey, Hegranes og
SÆNSKI stórmeistarinn Ulf And-
erson sigraði á skákmótinu í Wijk
an Zee í Hollandi, en mótinu lauk á
sunnudag. í síðustu umferð gerði
Svíinn jafntefli við Ree frá Hollandi
í aðeins 13 leikjum. Það nægði hon-
um til sigurs og um 80 þúsund króna
fyrstu verðlaun á mótinu.
Lokastaðan á mótinu varð þessi:
1. Anderson 9 v., 2. Ribli 8'k v.,
3.-4. Browne og Hort 8 v., 5.
Nunn Vk v., 6. Seiravan 7 v., 7.
Hulak 6Í6 v., 8. Korchnoi 6 v.,
9.—11. Friðrik ólafsson, Ree og
Scheeren 5‘k v., 12. Van der Wiel 5
v., 13.—14. Kuligowski og Speel-
man 4 'k v.
Mikið var um jafntefli í síðustu
umferðinni. Friðrik og Hulak
gerðu jafntefli, Anderson samdi
um jafntefli við Ree eftir aðeins 13
Skafta.
Hegranesið hefur verið frá veiðum
síðan í október síðastliðnum. En nú
fara fram gagngerar endurbætur og
breytingar á skipinu í Slippstöðinni
á Akureyri. Skipið verður lengt, sett
í það ný vél og milliþilfar, íbúðir
skipverja endurbættar og lestinni
breytt fyrir kassa. Að sögn fram-
kvæmdastjóra útgerðarfélagsins,
Bjarka Tryggvasonar, á skipið að
leiki, Kuligowski og Scheeren
gerðu jafntefli í 61 leik, van der
Wiel og Speelman gerðu jafntefli,
Ribli og Seiravan sömuleiðis og
loks Browne og Nunn. 1 síðustu
umferðinni tapaði Korchnoi fyrir
Hort. Sá fyrrnefndi var með væn-
lega stöðu, en gleymdi að skrá hjá
sér einn leik og féll á tíma eftir 39
leiki, en Korchnoi hélt þá að hann
hefði leikið tilskilda 40 leiki.
Frammistaða Korchnois var slök
á mótinu, hann vann 5 skákir,
gerði 2 jafntefli og tapaði 6 skák-
um.
í júlímánuði fer mikið skákmót
fram í Amsterdam, svonefnt
OHRA-mót, en það var áður kennt
við IBM. 32 skákmenn keppa í að-
alflokki mótsins og hefur Friðrik
Ólafssyni verið boðið að taka sæti
þar ef einhver hinna 32 forfallast.
vera tilbúið fyrri hluta aprílmánað-
ar næstkomandi.
Á síðastliðnu ári öfluðu togarar
ÚS sem hér segir: Dangey tæp 3000
tonn, Skafti 2660 tonn og Hegranes
2560 tonn, en eins og áður segir
hætti sðasttalda skipið veiðum í
októbermánuði. Heild-
araflaverðmæti allra skipanna var
rúmar 42 milljónr króna. Um 80
manns starfa hjá ÚS; á skipum þess
og í landi. Þá eru ótaldir þeir sem
vinna að verkun aflans í frystihús-
unum á Sauðárkróki og Hofsósi, auk
þeirra sem atvinnu hafa af þjónustu
við skipin.
Jón Karlsson, formaður Verka-
mannafélagsins Fram sagði félagið
hafa áhyggjur af atvinnuástandinu.
Sérstaklega hjá því fólki sem ætti
allt undir starfsemi frystihúsanna.
Félagið hefði fyrir nær mánuði
skrifað bæjarstjórn, útgerðarfélag-
inu og frystihúsunum og kvatt þessa
aðila til þess að beita sér fyrir að
tryggja aukið hráefni til fiskvinnsl-
ustöðvanna, með leigu á skipi meðan
Hegranesið er frá veiðum. Það mál
mun í athugun en Jón sagðist ekki
vita hvernig það stæði. Án einhverra
ráðstafana gætu næstu mánuðir orð-
ið verkafólki erfiðir og allt yrði að
gera til að koma í veg fyrir atvinnul-
eysi. Fólk mætti varla við að missa
úr nokkurn dag. I byggingariðnaði
hafa verkefni verið næg fram að
þessu. Einkum er unnið við ýmsar
opinberar framkvæmdir en minna
við verkefni á vegum einstaklinga.
Kári.
ÍSLENSKI dansflokkurinn frum-
sýnir 2. febrúar fjóra nýja íslenska
balletta í Þjóðleikhúsinu.
Fyrsti ballettinn er eftir
Nönnu Ólafsdóttur, saminn við
tónverk Leifs Þórarinssonar,
Largo Y Largo. Lýsir hann i
dansi æviskeiðum mannsins frá
æsku til elli og dansa nokkur
böm úr Listdansskóla Þjóðleik-
hússins með dansflokknum.
Tónlistin er flutt af lítilli
hljómsveit.
Annar ballettinn er eftir Ingi-
björgu Björnsdóttur og heitir
n20 mínútna seinkun", tónlistin
er eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
Þessi ballett fjallar um 20 mín-
útna seinkun sem verður á flugi
og því sem gerist á flugvellinum
á meðan beðið er.
Þriðji ballettinn heitir„Hvar?“
og er samin af meðlimum dans-
flokksins við tónlist eftir Þóri
Baldursson.
Fjórði ballettinn, sem er af
klassískum toga, er einnig sam-
inn af flokknum við tónlist eftir
Aram Katsatúrían, Jean Sibeli-
us og Edward Elgar, nefnist
hann „Dansbrigði".
Anderson 80 þús. kr. ríkari
eftir sigurinn í Hollandi
MorgunblaúiA Kristján K. Kinarsson
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan:
Vill að hvalveiði-
banni verði mótmælt
Ungir myndlistarmenn á Kjarvalsstöðum:
Sýnd verða 180
verk eftir 58
myndlistarmenn
Óráðlegt að
mótmæla hval-
veiðibanni að
mati Náttúru-
verndarráðs
Náttúruverndarráð boðaði til fundar
sl. sunnudag, þar sem viðhorf ráðs-
ins til hvalveiðibanns Alþjóðahval-
veiðiráðsins voru kynnt. Var þar vís-
að til ályktunar Náttúruverndarráðs
frá 25. október síöastliðnum, þar
sem sterklega var varað við því að
banninu yrði mótmælt, samanber
frétt í Morgunblaðinu á sunnudag.
Myndin er frá fundinum.
Aðalfundur Skipstóra- og stýri-
mannafélagsins Öldunnar var
haldinn 9. janúar sl., segir í frétta-
tilkynningu frá félaginu.
A þessum fundi var kjörin ný
stjórn til næstu tveggja ára, sem
Fimm sölur
FIMM íslen/k fikiskip lönduóu afla
sínum erlendis í gær, en yfirleitt
fékkst lágt verð fyrir aflann. f dag
selja tvö skip ytra.
Gullver frá Seyðisfirði seldi 109
lestir í Hull í gær fyrir 2037 þús-
und, meðalverð á kíló 18,67 kr. Örn
KE seldi 72,2 lestir í Grimsby fyrir
970 þúsund krónur, meðalverð á
kíló 13,40. Guðfinna Steinsdóttir
seldi 44,2 lestir í Fleetwood fyrir
655 þúsund krónur, meðalverð á
kíló 14,83 kr. Óskar Halldórsson
seldi 47 lestir í Grimsby, meðalverð
á kíló 17,32 krónur. Jöfur KFI seldi
92,7 lestir í Cuxhaven fyrir 1353
þúsund krónur, meðalverð á kíló
14,59 krónur.
er þannig skipuð:
Formaður var kjörinn Ragnar
G.D. Hermannsson, Reykjavík,
og aðrir í stjórn Þorvaldur
Árnason, Reykjavík, varafor-
maður, Gunnar Gunnarsson,
Ólafsvík, gjaldkeri, Hróbjartur
Lúthersson, Reykjavík, ritari, og
Einar Sigurðsson, Þorlákshöfn,
Björn Jónsson, Reykjavík, og
Árni Guðmundsson, Reykjavík,
meðstjórnendur.
Eftirfarandi ályktanir voru
gerðar um hvalveiðar og verð-
lagsmál.
„Aðalfundur Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar,
haldinn að Borgartúni 18 sunnu-
daginn 9. janúar 1983, skorar á
Alþingi og ríkisstjórn íslands að
mótmæla hvalveiðibanni því sem
Alþjóðahvalveiðiráðið ákvað að
tæki gildi í Norður-Atlantshafi
1986.“
„Skipstjóra- og stýrimannafé-
lagið Aldan mótmælir afskiptum
stjórnvalda af síðustu fiskverðs-
ákvörðun svo og framlengingu
olíugjalds og hækkun útflutn-
ingsgjalda."
Þess skal getið að þetta ár er
merkisár í sögu félagsins þar
sem það verður 90 ára 7. okt. nk.
og er elsta stéttarfélag landsins.
Þessara tímamóta verður vænt-
anlega minnst síðar á árinu.
ALLS munu 58 ungir myndlistar-
menn sýna um 180 verk á sýningu
ungra myndlistarmanna, sem verð-
ur opnuð á Kjarvalsstöðum laug-
ardaginn 5. febrúar næstkomandi.
Þóra Kristjánsdóttir, listráðunaut-
ur Kjarvalsstaða, sagði í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins að
um 80 manns hefðu svarað auglýs-
ingu og sent inn um 400 verk, sem
dómnefnd hefði síðan valið úr áð-
urnefnd 180 verk.
„Reglur voru settar um að taka
ekki listiðnað að þessu sinni,"
sagði Þóra, „en þetta eru fjöl-
breytileg verk, olíumálverk,
teikningar, vatnslitamyndir,
skúlptúrar, glermyndir og fleira.
Margt af því fólki sem sendi inn
verk sín er fólk sem nýlega hefur
lokið námi hér heima, og einnig
var sent inn af fólki, sem hefur
verið erlendis undanfarin ár, og
við vissum varla um. Fólkið má
ekki vera eldra en 30 ára, og þeir
sem munu sýna að þessu sinni
eru á aldrinum sautján ára til
þrítugs. Þetta verður sölusýning,
og flest verkanna til sölu.
Þá höfum við samvinnu við
Tónlistarskólann í Reykjavík og
Tónskóla Sigursveins, sem munu
gangast fyrir fimm nemendatón-
leikum, þar sem flutt verða ný
tónverk eftir nemendur í tón-
fræðadeild Tónlistarskólans.
Tónleikar þessir verða haldnir á
Kjarvalsstöðum meðan á sýning-
unni stendur, en henni lýkur 20.
febrúar."
Þóra sagði, að ánægjulegt væri
að vinna við sýningu af þessu
tagi, þar sem svo margt ungt fólk
syndi verk sin. Hugmyndina að
sýningunni hafi Einar Hákon-
arson átt, stjórnarformaður
Kjarvalsstaða. „Sýning af þessu
tagi hefur ekki verið haldin síðan
1967,“ sagði Þóra, „er efnt var til
sýningar ungra málara í Laug-
ardalshöll. Svo skemmtilega vill
til, að tveir dómnefndarmanna
nú, þeir Einar Hákonarson og
Kristján Guðmundsson, voru
meðal þeirra sem tóku þátt í sýn-
ingunni þá.“
í þættinum „Á förnum vegi“ í
Mbl. á sunnudaginn urðu mis-
tök við birtingu meðfylgjandi
myndar. Rétt röð er þessi frá
hægri: Friðbjörg Sigurbjörns-
dóttir, Didda Wilson og Fanný
Jónsson. Prentvilla varð í nafni
Diddu Wilson. Svo skemmtilega
vill til að Didda er einmitt stödd
á íslandi núna, en heldur heim-
leiðis í dag eftir hálfs mánaðar
dvöl. Fylgja henni beztu kveðj-
ur. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum.