Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 osífiiífw, (i reglur, völd og vægi Breyting á Blómum og myndum Gömlu húsin við Laugaveg leyna á sér. Við breytingar, sem framkvæmdar voru nýlega á versluninni Blóm og myndir, Laugavegi 53, kom í Ijós fallegur hlaðinn skorsteinn, sem sómir sér vel við gjafavörur í gömlum stfl, sem verslunin selur. Aðaláhersla er lögð á blómin, en eigandinn Guðrún Helga- dóttir er komin af garðyrkjubændum í Hrunamannahreppi. Samtök frettaljosmyndara PRESS LJÓSMYNDIR Kjarvalsstadir 24 febr - 8. mars 1983 Opiö daglega kl. 14.00—22.00 Metsölubladá hverjum degi! eftir Hafstein Dav- íósson, Patreksfirði Mikil umræða hefur farið fram að undanförnu um val manna á framboðslista flokkanna. Misjafnt vægi atkvæða í hinum ýmsu kjör- dæmum landsins hefur einnig fengið mikla umfjöllun. Upp hafa komið óæskilegar deilur um röðun manna á framboðslista, sem sum- staðar virðast ætla að leiða til sér- framboða. Slíkt mál hefur því miður skotið upp kollinum meðal sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Ekki virðist þessi sérframboðs- hugmynd eiga marga stuðnings- menn hér á suðurhluta Vestfjarða, enda var algjör samstaða allra kjördæmisfulltrúa héðan af suð- ursvæðinu um framboðslistann, eins og kiördæmisráð gekk frá honum á Isafjarðarfundinum 15. janúar sl. Er leitt til þess að vita, að ágætis sjálfstæðiskona, búsett i Reykjavík, sem bæði á sæti í mið- stjórn og þingflokki Sjálfstæðis- flokksins skuli ýta undir þennan ágreining og hvetja til klofnings, mest vegna áhrifa frá ófélags- bundnu fólki og á móti vilja kjör- dæmisráðs. Þarna vantar „aga- reglur" innan flokksins, ég tel að þeir sem ætla sér í sérframboð, geti ekki átt sæti í miðstjórn eða þingflokki. Þessar reglur þarf að setja. Reglur f 73. grein Stjórnarskrár ís- lands segir m.a.: „Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, án þess að sækja þurfi um leyfi til þess. Ekkert félag má leysa upp með stjórnar- ráðstöfun ..." Félög sem stofnuð eru sam- kvæmt þessari grein, setja sér lög eða reglur til að starfa eftir. Þar er meðlimum m.a. tryggt málfrelsi og atkvæðisréttur. LAGERINN Smiðjuveg 54, Kópavogi Fullt af nýjum, ódýrum fatnaði Það borgar sig að koma við á Smiðjuvegi 54 OPIÐ TIL 10 í KVÖLD Skipulagsreglur Sjálfstæðis- flokksins eru í 63 greinum, sem skiptast í 19 kafla. Þar er fjallað mjög ítarlega um alla þætti er varða uppbyggingu flokksins og starfsemi hans. Völd Samkvæmt þessum reglum, er það kjördæmisráð, sem ákveður framboðslista flokksins við kosn- ingar til Alþingis og þarf meiri- hluti fundarmanna að gjalda hon- um jákvæði. Staðfestingu mið- stjórnar þarf á framboðslista, svo að hann verði fram borinn í nafni flokksins. Þótt hér sé um að ræða einföld og skýr ákvæði, eru ekki alltaf all- ir ánægðir. Einn er sá vandi sem oft kemur upp, sérstaklega hjá stórum flokki eins og Sjálfstæðisflokknum, sem hefur á að skipa mörgum úrvals- mönnum, að of margir þeirra vilja komast í framboð og vera í örugg- um sætum eða efstu sætunum. Þennan vanda telja sumir að leysa megi með opnum prófkjörum. Eins og nú er geta óflokksbundnir yfirleitt fengið að taka þátt í opnum prófkjörum hjá flestum eða öllum flokkum. Þetta er all- stór hópur þegar 16 til 20 ára eru meðtaldir, en þeir hafa ekki kosn- ingarétt til Alþingis. Þessi óflokksbundni hópur getur í gegn- um opin prófkjör haft margföld áhrif miðað við félagsbundna, sem aðeins taka þátt í prófkjörum hjá einu félagi. Þannig geta óflokksbundnir í gegnum opin bindandi prófkjör gert hin réttkjörnu kjördæmisráð áhrifalítil eða áhrifalaus um val manna og niðurröðun á fram- boðslista, sem er oft á tíðum eitt aðalmál hvers kjördæmisráðs. Ef þessi sjónarmið eiga að fá að ráða, hlýtur að koma upp sú staða, að færri og færri fást til að gerast félagar í pólitískum félögum, þau verða óstarfhæf og leggjast niður og við tekur stjórnleysi og ringul- reið. Annar ókostur við prófkjör er sá, að fjölmennustu byggðarlögin geta ráðið mannavali, eins og reyndar glöggt má sjá af útkomu prófkjöra undanfarið, en það skapar óánægju og getur veikt framboðin verulega. í Sjálfstæðisflokknum eru leyfðar fjórar tegundir sjálfstæð- isfélaga. Þau eru: Almenn félög, félög ungra, félög sjálfstæðis- kvenna og félög sjálfstæðislaun- þega, þ.e. fólk innan launþega- samtaka eins og ASÍ, BSRB o.fl. Á þessu má sjá að menn hafa ýmsa möguleika á að stofna félög og komast til áhrifa í flokknum. Auk þess er hverjum frjálst að I Seljum í dag og næstu daga lítiö gölluö húsgögn á mjög hagstæöu verði. Hafsteinn Davíðsson „Ég sætti mig ekki við þaö, að ófélagsbundnir fái að ráða stórmálum innan míns fé- lags, jafnvel hafa þar úrslita- áhrif, eða taka þar ráðin af okkur, sem erum þar Iög- mætir félagar.“ koma sínum sjónarmiðum á fram- færi t.d. við félagsbundna með við- tölum og hafa þannig áhrif, en meðan þeir kjósa heldur að vera ófélagsþundnir verða þeir að sætta sig við að njóta ekki sömu réttinda og við hin félagsbundnu, sem búin erum að starfa í flokkn- um og halda uppi merki hans ár- um saman. Ég sætti mig ekki við það, að ófélagsbundnir fái að ráða stór- málum innan míns félags, jafnvel hafa þar úrslitaáhrif eða taka þar ráðin af okkur, sem erum þar lögmætir félagar. Fáum við að taka þátt í kosn- ingu innan t.d. búnaðarfélags, kaupfélags eða nokkurs félags, nema vera þar skráðir félagar? Við innanfélagsprófkjöri eða skoðanakönnun er ekkert að segja, en ef viðhafa á opin prófkjör, tel ég að þau gætu farið þannig fram: Atkvæðaseðlar væru hafðir í þremur litum. Einn litur fyrir félagsbundna og lögmæta fé- laga. Annar litur fyrir þá sem skrifað hafa undir stuðnings- yfirlýsingu við flokkinn, og þriðji liturinn fyrir þá sem vilja hvergi láta nafns síns get- ið, en vera með. Svo kjördæm- isráð geti séð hver er vilji ein- stakra héraða eða svæða innan kjördæmisins, má merkja kjör- kassana og telja upp úr hverj- um fyrir sig. Utkoman er ekki bindandi fyrir kjördæmisráð en skoðast sem ábending um hvert stefnir. Síðar mun ég gera grein fyrir skoðunum mínum varðandi „væg- ið“ o.fl. Patreksfirði, 27.02. ’83, Hafsteinn Davíðsson. K.M. HUSGÖGN Smiðjuvegi 38, Kópavogi, sími 79611.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.