Morgunblaðið - 04.03.1983, Side 25

Morgunblaðið - 04.03.1983, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1983 25 Kirkjur á landsbyggöinni Messur á sunnudag Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar BORGARNESKRIKJA: Æsku- lýðsmessa á sunnudag kl. 11. Barnamessa á morgun, laugar- dag kl. 11. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. HJARÐARHOLTSKIRKJA í Döl- um: Fjölskyldumessa á æsku- lýðsdegi nk. sunnudag kl. 14. Nemendur úr grunnskólanum og tónlistarskólanum lesa, leika og syngja. Kjartan Eggertsson organisti kemur meö gítarinn. Sr. Friðrik Hjartar. BÍLDUDALSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11, viö æfum fyrir guösþjónustuna. Guðsþjón- usta kl. 14. Foreldrar ferming- arbarna lesa Ritningarlestra og flytja prédikun. Fermingarbörn sýna leikþátt. Börn syngja og aö lokum almennur söngur. Á mánudagskvöldið kemur, kl. 20.30, Biblíulestur á prestsetrinu. Sr. Dalla Þóröardóttir. HVAMMST ANGAKIRK JA: Æskulýösmessa kl. 14. Ungt fólk aöstoðar. Barnamessa kl. 11. Sr. Guöni Þór Ólafsson. Guöspjall dagsins: Lúk. 11.: Jesús rak út illa anda. RAUFARHAFNARKIRKJA: Bænastund í kvöld, föstudag kl. 20. Barnaguösþjónusta í skólan- um á sunnudag kl. 11. Sr. Guö- mundur Örn Ragnarsson. REYÐARFJARÐARKIRKJA: Æskulýösdagsmessa kl. 10.30. Sóknarprestur. ESKIFJARÐARKIRKJA: Æsku- lýösmessa kl. 14. Sóknarprestur. EGILSST AÐAKIRKJA: í dag föstudag, á Alþjóölegum bæna- degi kvenna, almenn samkoma kl. 20.30 í umsjá kvenna. Æsku- lýösmessa sunnudag kl. 14. Ragnhildur Ragnarsdóttir fóstra talar. Sóknarprestur. SEYÐISFJARÐARKIRKJA: f dag, á Alþjóólegum bænadegi kvenna, helgistund kl. 20 í umsjá kvenna. Æskulýösguösþjónusta, sunnudag kl. 14. Æskulýösfélag- iö leikur helgileik, leiöir söng og kynnir félagiö. Kaffisala í safnaö- arheimilinu eftir messu. Sr. Magnús Björnsson. þjónusta í Víkurkirkju á sunnu- dag kl. 14. Organisti Sigríöur Ólafsdóttir. Sóknarprestur. VÍKURPREST AK ALL: Kirkju- skólinn í Vík á morgun, laugar- dag, kl. 11, og samvera fyrir aldr- aöa í Leiksálum kl. 14 í umsjá fermingarbarna. Æskulýösguös- KIRK JUH VOLSPREST AK ALL: Sunnudagaskóli í Hábæjarkirkju kl. 10.30. Sunnudagaskólabörn bjóöa foreldrum og vinum í kökuboö í skólanum kl. 16.30. Æskulýösguðþjónusta í Árbæj- arkirkju kl. 14. Bibliulestur á prestsetrinu á mánudagskvöldiö kemur, kl. 21. Auöur Eir Vil- hjálmsdóttir sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: í dag, föstu- dag, Biblíulestur og fyrirbæn kl. 20. Á sunnudaginn æskulýös- messa kl. 14. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKRIKJA: Fjölskyldu- messa á æskulýösdegi kl. 14. Organleikari Einar Sigurðsson. Sr. Heimir Steinsson. Heimspekideild Háskóla Islands: Röð fyrirlestra til kynningar á rann- sóknum sem deildarmenn vinna að Frá blaðamannafundi heimspekideildar Háskóla íslands í gær. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Bjarni Guðnason, Arnþór Hannibalsson, Höskuldur Þráinsson, Sveinbjörn Rafnsson, Gunnar Karlsson, forseti heimspekideildar, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Bent Jacobsen. HEIMSPEKIDEILD Háskóla ís- lands gengst fyrir sjö opinberum fyrirlestrum á þessu vormisseri, til að kynna almenningi rannsóknir sem deildarmenn eru að vinna að, að því er tilkynnt var á blaðamanna- fundi á miðvikudag. Fyrirlestrarnir verða fluttir á laugardögum í mars og apríl, og hefjast klukkan 14 í Árnagarði. Fyrirlesarar eru þau Álfrún Gunnlaugsdóttir, dósent, Arnór Hannibalsson, dósent, Gísli Krist- jánsson, sagnfræðinemi, Kristján Árnason, stundakennari við Hl, Ingi Sigurðsson, lektor, Höskuldur Þráinsson og Kristján Árnason, lektor og Julian Meldon D’Aecy, lektor. Fyrsti fyrirlesturinn verður nú á laugardaginn, hinn 5. mars, er Álfrún Gunnlaugsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði, flytur fyrirlestur um Parcevals sögu. Laugardaginn 12. mars flytur Arnór Hannibalsson dósent í heimspeki, fyrirlestur sem nefnist Heimspeki og saga. Laugardaginn 19. mars flytur Gísli Kristjánsson, sagnfræði- nemi, fyrirlestur um Verslunar- svæði ísafjarðar á síðari hluta 19. aldar. Að þessum þrem fyrirlestrum loknum verður tveggja vikna hlé, fyrst vegna málþings deildarinn- ar, síðan vegna páskaleyfis. Síðan verður þráðurinn tekinn upp að nýju: Laugardaginn 9. apríl flytur Kristján Árnason, stundakennari í almennri bókmenntafræði, fyrir- lestur sem nefnist Heimspeki og skáldskapur. Laugardaginn 16. apríl flytur Ingi Sigurðsson, lektor í sagn- fræði, fyrirlestur sem hann kallar íslensk sagnfræði frá miðri 19. öld til samtímans í erlendu samhengi. Laugardaginn 23. apríl flytja Höskuldur Þráinsson, prófessor, og Kristján Árnason, lektor, báðir í íslenskri málfræði, fyrirlestur um málfar Vestur-Skaftfellinga. Laugardaginn 30. apríl flytur Julian Meldon D’Arcy, lektor í ensku, fyrirlestur sem nefnist Tálmyndir af átrúnaðargoð í Tess of the d’Urbervilles eftir Thomas Hardy. Á blaðamannafundinum í gær kom fram hjá Gunnari Karlssyni, prófessor og forseta Heimspeki- deildar, að a.m.k. einu sinni fyrr hefur verið gengist fyrir fyrir- lestraröð til kynninga á rann- sóknum í deildinni. Nýmæli sé á hinn bóginn að stundakennarar og stúdentar taki þátt í fyrirlestra- haldi, en með því vilji Heimspeki- deild viðurkenna að fólk í þeim stöðum leggi einnig fram skerf til rannsókna. Benedikt Þórisson með sýnishorn af myndböndum með kennslu- og frsðslu- efni, sem bókaverzlun Snæbjarnar býður til kaups eða leigu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Fræðsluþættir á myndböndum BÓKAVERZLUN Snæbjarnar hefur nýlega hafið útleigu á myndböndum með kennslu- og fræðsluefni ýmiss konar, en í fyrrasumar hóf verzlunin útleigu á barna- og fjölskyldumynd- um, afþreyingarmyndum, frá Walt Disney. Meðal þess fræðslu- og kennslu- efnis, sem nú verður á boðstólum, er enskunám frá Nelson Filmscan, en myndspólunni fylgir bæði kennslu- og æfingabók og sérstök hljóðsnælda fyrir segulband. Hvað fræðsluefnið snertir er þegar hægt að fá bönd með golfkennslu, sjálfsvarnarkennslu, kennslu í hundaþjálfun, gítarkennslu, yoga, stjörnufræði og listmálun, svo eitthvað sé nefnt. Að sögn forráðamanna bóka- verslunarinnar verða fræðsluspól- urnar allar til leigu en einnig verður hægt að fá þær til kaups. Prentaður hefur verið bæklingur með öllum þeim fræðsluspólum sem eru á boðstólum og verður honum dreift nú næstu daga. Þegar Snæbjörn Jónsson, skjalaþýðandi, stofnsetti bóka- verslun sína þann 3. desember 1927, var ætlun hans að reka fyrir- tækið meira sem menningarfyrir- tæki en sem atvinnu. Hann reyndi eftir megni að hafa aðeins þær bækur á boðstólum, sem eitthvert gildi höfðu á sviði menningar og fróðleiks. Erlendar kennslu- og fræðslu- bækur urðu því fljótlega áberandi í bókaúrvali verslunarinnar. Bæk- ur frá Oxford University Press og valdar bækur frá McGraw-Hill, Max Hueber Verlag, Longmans og Hudson-bókhlöðunum á sviði kennslu, fræðimennsku, vísinda og lista gerðu bókaverslun Snæ- bjarnar að sérverslun á þessu sviði. Skóli fatlaðra fær stórgjöf frá Nirði LIONSKLÚBBURINN Njöróur hef- ur fært skóla fatlaðra sextíu þúsund krónur aö gjöf. Peningunum verður varið til þess að greiða kostnað við akstur nemenda í og úr skóla. Júlíus S. Ólafsson, formaður Lionsklúbbsins Njarðar, afhenti Jóni Ásgeirssyni, framkvæmda- stjóra Rauða kross Islands, pen- ingagjöfina og sagði við það tæki- færi að féð væri úr sjóði sem stofnaður var á ári fatlaðra en þá söfnuðu klúbbfélagar m.a. fé með því að selja herðatré. Jón Ásgeirsson tók við gjöfinni fyrir hönd allra þeirra sem átt hafa samstarf um að koma skól- anum á fót og gat þess að pen- ingarnir kæmu í afar góðar þarfir. Síðustu daga hafa borist fram- lög frá öðrum aðilum. Hjálpar- stofnun kirkjunnar gaf 30.000.- krónur, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 10.000.- krónur, Styrktar- félag ríkisins lagði fram 15.000.- krónur sem nota á til að kaupa námsbækur. BENIDORM1983:13.APR. 11.MAÍ 1.JÚNÍ 22.JÚNÍ 13.JÚLÍ 3.& 24.ÁGÚST 14.SEPT. 5.0KTÓBER 3QMARZ FIMMTÁN D4GA BÁSKAFERD UMBOÐSMENN: SIGBJÖRN GUNNARSSON, Sporthúsiö hl., Akureyri — slml 24350. HELGI ÞORSTEINSSON, Ásvegi 2, Dalvlk — slmi 61162. FEROAMIÐSTÖO AUSTURLANDS, Anton Antonsson, Selás 5, Egilsstööum — Slmi 1499 og 1510. VIÐAR ÞORBJORNSSON, Noröurbraut 12, Höfn Hornafiröl — slml 8367. FRIOFINNUR FINNBOGASON, c/o Eyjabúö, Vestmannaeyjum — slml 1450. BOGI HALLGRlMSSON, Mánagerði 7, Grlndavlk — slmi 8119. BJARNI VALTÝSSON, Aðalstöölnnl Keflavlk, Keflavlk — slmi 1516. Helöabrún 17. — slml 1286. GISSUR V. KRISTJÁNSSON, Breiðvangi 22, Hafnarflrði — slml 52963. ÓLAFUR GUÐBRANDSSON, Merkutelg 1, Akranesl — slml 1431. SNORRI BÖÐVARSSON, Sandholti 34, Ólafsvlk — slmi 6112. ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON, Miðengl 2, Selfossí — slmi 1308. RÚNAR BIRGISSON, Stðragarðl 11, Húsavlk — slml 41570—41679. Benidorm kynning í Þórskaffi 27. febrúar — Kvikmyndasýning, Þórs- kabarett, dans. FERDA AÐALSTRÆTI9 MIÐSTOÐIN SÍMI28133 11255

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.