Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 32

Morgunblaðið - 04.03.1983, Page 32
^/^skriftar- síminn er 830 33 FOSTUDAGUR 4. MARZ 1983 Demantur 4® æðstur eðaisteina - (^ttll Sc é>tlfttr Laugavegi 35 Fjórmenningarnir fá yfir milljón kr. í bætur með vöxtum HÆSTIRÉTTL'R kvað í gær upp dóma í máli fjórmenninganna, sem árið 1976 sátu í gæzluvarðhaldi í 90—105 daga vegna gruns um aðild að Geirfinnsmálinu. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu að greiða bæri mönnunum frá 190.000—236.500 krónur í bætur vegna þess miska, sem þeir hlutu. Með vöxtum frá 10. maí 1976 til uppkvaðningar dóms Hæstaréttar nema bætur til fjórmenn- inganna frá um einni milljón króna til um 1200 þúsund króna samkvæmt lauslegum útreikningi. Meirihluti Hæstaréttar, Ármann Snævar, Magnús Thoroddsen og Guðmundur Skaftason, taldi að greiða bæri Einari Gunnari Bolla- syni 236.500 kr. auk vaxta frá 10. maí Hækkanir á bilinu 11,4—20% heimilaðar VERÐLAGSRÁÐ hefur á fundi sínum samþykkt að heimila 11,4% hækkun á sandi og möl frá og með deginum í dag. Sömuleið- is samþykkti Verðlagsráð, að heimila 15% hækkun á steypu. Verðlagsráð samþykkti á fundi sínum, að heimila 20% hækkun á töxtum leigubíl- stjóra. Þá var samþykkt að heimila 20% hækkun á far- og farmgjöldum í innanlandsflugi. Samþykkt var 17,6% hækkun á töxtum vinnuvéla, um 19% meðaltalshækkun á töxtum vörubifreiða á flutningaleiðum. Loks var samþykkt að heimila 14,74% hækkun á útseldri vinnu iðnmeistara. Sjóprófum var frestað SJÓPRÓF vegna strands Hafrúnar frá Bolungarvík fóru ekki fram í gær eins og fyrirhugað hafði verið. Starfsmenn frá Siglingamálastofnun komust ekki vestur, en fyrirhugað er að sjó- próf verði um leið og hægt verður að fljúga vestur. Mikill sjór er kominn í Hafrúnu á strandstað undir Stiga- hlíð, en ekki verður hægt að athuga með björgun fyrr en veðrið gengur niður. 1976, Valdimar Olsen og Magnúsi Leópoldssyni 220 þúsund krónur hvorum auk vaxta og Sigurbirni Ei- rikssyni 190 þúsund krónur auk vaxta frá 10. maí 1976. Þeir Gaukur Jörundsson og Þór Vilhjálmsson skiluðu sératkvæði í málinu. Þeir töldu að greiða bæri Einari Gunnari Bollasyni 286.500 kr., Valdimar Olsen og Magnúsi Leópoldssyni 270 þúsund krónur hvorum og Sigurbirni Eiríkssyni 230 þúsund krónur. Þeir töldu hins vegar að aðeins bæri að greiða vexti frá þeim degi er Hæstiréttur kvað upp dóm sinn. Það var ríkissjóður, sem áfrýjaði dómi í héraðsdómi, en fjórmenn- ingarnir gagnáfrýjuðu. Lögmaður ríkissjóðs var Gunnlaugur Claessen. Hafsteinn Baldvinsson var lögmaður Valdimars Olsen og Magnúsar Leó- poldssonar, Ingvar Björnsson var lögmaður Einars G. Bollasonar og Jón Ólafsson var lögmaður Sigur- björns Eiríkssonar. Strætisvagn, grís og hvalur Ljósmynd Mbl. Emilla. Við kynningu á opnun listamannastúdíós Glits í Reykjavfk í gær var gestum boðið að skreyta kolur sem á eftir að brenna. Davíð Oddsson borgarstjóri skreytti sína kolu með stöfum SVR, öðru megin teiknaði hann SVR en á hina hliðina skrifaði hann: Ferðist ódýrt. Eins og sjá má skemmtu menn sér vel yfir uppátækinu, en hjá Davíð á rayndinni stendur Þorvaldur Guðmundsson sem gerði grís úr sinni kolu og hægra megin við borðið situr Davíð Scheving Thorsteinsson og málar hval á sína kolu. Ingólfur Jónsson, Jóhannes Nordal og Steingrímur Hermannsson um málflutning iðnaðarráðherra: Vandséð hvernig hann þjónar málstað íslendinga og samstöðu „í UMRÆÐUM um álsamningana að undanförnu hefur af hálfu iðnað- arráðherra verið vegið að þeim, sem áður fyrr hafa staðið að samningum um álbræðsluna við Straumsvík, bæði upphaflega og við endurskoð- un þeirra 1975. Margt er athugavert og villandi í því, sem haldið hefur verið fram í þessu máli, auk þess sem vandséð er, hverju það þjónar málstað íslendinga eða samstöðu þeirra í samningum við Alusuisse, að reynt sé að stofna til illdeilna um allt, sem aðhafst hefur verið í þessu máli, áður en núverandi iðn- aðarráðherra tók við völdum,“ segir í upphaft yfirlýsingar sem þeir Ing- ólfur Jónsson, fyrrum ráðherra, Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri, og Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendu til fjölmiðla í gær, en þeir voru í nefnd þeirri sem samdi um endurskoðun á álsamningunum við Alusuisse 1975, þegar Gunnar Thoroddsen var iðnaðarráðherra. Yfirlýsing þremenninganna er birt í heild á miðopnu Morgun- blaðsins í dag, en í henni rekja þeir efni breytinganna frá 1975 og svara þeim atriðum, sem Hjörleif- ur Guttormsson hefur tíundað í gagnrýni sinni á samningsgerðina. I lok yfirlýsingarinnar segir meðal annars um gildi samninganna frá 1975: „Það var því mikilvægt, að með þessum samningum var brotinn ís að því leyti, að íslendingar fengu betri rök og traustari rétt til þess að krefjast endurskoðunar, hven- ær sem verulegar breytingar yrðu á ytri aðstæðum þeim í óhag. Þann rétt teljum við unnt að sækja með samningum og byggj- um þar m.a. á reynslunni frá 1975. Jafnframt er það skoðun okkar, að málstað íslendinga sé ekki vel þjónað með því að leggja megin- áherslu á deilur um þá samninga, sem gerðir hafa verið í fortíðinni við allt aðrar aðstæður, í stað þess að reyna með jákvæðum huga að læra af reynslunni og marka stefnu, sem geti sameinað íslend- inga um árangursríka samnings- gerð í þessu rnáli." fSjá á miöopnu: Nettóhagnaður íslendinga í beinum greiðslum 6,5 milljónir dollara frá 1975.) BÚIST er viö, að vestanáttin gangi niður í dag og birti til. Á morgun er hins vegar búist við að þykkni upp og vestanlands verður suöaustanátt með rigningu síðdegis. Þvf er ekki útlit fyrir að skíðaveður verði sérlega skemmtilegt um helgina suðvestanlands, en á Noröurlandi er búist við góðu veðri. Meðfylgjandi mynd er tekin í einni hryðjunni í miðbæ Reykjavíkur í gær og eins og sjá má var ekki um annaö að ræða, en setja undir sig hausinn og berjast gegn garranum. Vinnuregla Verðlagsstofnunar um gjaldskrárhækkanir: Samgöngufyrirtæki fá hækkun án umsóknar VEGNA deilu verðlagsyfirvalda og borgarstjórnar Reykjavíkur um hækk- un á fargjöldum með strætisvögnum Reykjavíkur, en Verðlagsstofnun hef- ur nú kært borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna hækkunarinnar og krafist lög- banns í annað sinn, lcitaði Morgun- blaðið upplýsinga um það hjá Georg Olafssyni, verðlagsstjóra, hvort ekki séu dæmi um það, að samgöngufyrir- tæki fái að hækka gjaldskrár sínar án þess að sækja um það til verðlagsráðs. Verðlagsstjóri greindi frá því að samkomulag væri um það, að sam- göngufyrirtæki fengju slíkar hækk- anir án umsókna en annað ætti við um Strætisvagna Reykjavíkur í þvf máli sem nú er á döfinni vegna að- draganda þess og framvindu. „Það er samkomulag, að þeir fá sömu hækkun og Flugleiðir," sagði Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, þeg- ar Morgunblaðið spurði hann, hvort Arnarflug fengi hækkun á fargjöld- um innanlands án þess að sækja um hana. „Flugleiðir er leiðandi aðili í innanlandsfluginu," sagði Georg „og sækir um og síðan fá önnur minni flugfélög sömu hækkun og Flugleið- ir. Það er með samkomulagi." Þá var verðlagsstjóri spurður að því, hvort Samband íslenskra sam- vinnufélaga sækti um hækkun á farmgjöldum fyrir skipafélag sitt. „Þeir gera það stundum," sagði Georg Ólafsson, „en það er Eim- skipafélagið sem er ieiðandi á því sviði og Hafskip gerir það öðru hvoru en þessi fyrirtæki fá alltaf sömu hækkun." Enn var verðlagsstjóri spurður, hvort strætisvagnar Kópavogs sæktu sérstaklega um hækkun far- gialda. „Þeir sækja sérstaklega um,“ sagði Georg, „en það eru dæmi um það, að þeir hafi ekki gert það og þeir hafa þá fengið sambæriiega heimild og strætisvagnar Reykja- víkur." Um strætisvagna Akureyrar sagði verðlagsstjóri, að þeir hafi ekki sótt um hækkun á fargjöldum en hafi fylgt hækkunum hér syðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.