Morgunblaðið - 05.03.1983, Page 2

Morgunblaðið - 05.03.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Ágreiningur um ráðningu deildarstjóra hjá Blindrabókasafninu: Meirihlutinn hafnaði umsókn Arnþórs Helga- sonar og vill andi mann í MEIRIHLUTI stjórnar Blindra- bókasafns íslands hefir hafnað umsókn Arnþórs Helgasonar um stöðu deildarstjóra námsbóka- deildar safnsins. Stjórnin auglýsti hinn 19. janúar sl. lausar stöður lausar við safnið, og barst aðeins umsókn Arnþórs um stöðu deildar- stjóra námsbókadeildar, en deild- inni er ætlaö að sjá um gerð námsgagna fyrir nemendur á fram- haldsskólastigi, sem ekki geta les- ið. Meirihluti stjórnarinnar, skipaður Kristínu H. Pétursdótt- ur varaformanni stjórnar safns- ins, Margréti Sigurðardóttur blindrakennara og Elvu Björk Gunnarsdóttur borgarbókaverði, hafnaði umsókn Arnþórs, en minnihlutinn, skipaður Halldóri S. Rafnar formanni stjórnarinn- ar og ólafi Jenssyni, sem eru fulltrúar Blindrafélagsins í safn- stjórninni, mæltu hins vegar með ráðningu Arnþórs. Meiri- hlutinn vildi hins vegar bjóða Arnþóri stöðu tæknimanns við tæknideild. Staða deildarstjóra náms- bókadeildar verður af þessum sökum auglýst aftur laus til um- sóknar, en Arnþór hefur hins vegar skotið málinu til mennta- málaráðherra og krafist leiðrétt- ingar. „Mér ógnar að blindrakennari skuli skrifa undir þetta álit“ — segir Arnþór Helgason „FÆST ORÐ hafa minnsta ábyrgð, en mér finnst að hér komi fram furðuleg vanþekking, og mér ógnar að blindrakennari skuli skrifa undir þetta meirihlutaálit, “ sagði Arnþór Helgason er hann var inntur álits á afgreiöslu stjórnar Blindrabókasafnsins á umsókn hans um deildarstjóra hjá safninu, en umsókninni var hafnað. „Ég hef fengið að sjá greinar- gerð sem fylgdi meirihlutaálit- inu og þar kemur fram að deild- arstjóri námsbókadeildar þurfi að ferðast á milli stofnana og kynna sér aðstæður nemenda. Þetta hef ég gert að undanförnu. Ég er á eilíflegri fleygiferð um allan bæ á milli funda og fer einn míns liðs, annað hvort gangandi eða með leigubílum, og nýt þá aðstoðar starfsmanna þeirra staða þar sem ég kem, eða fundarmanna. Önnur skýringin er sögð sú, að þau hjálpartæki sem ég hafi til að lesa svartletur sé ritsjá, og með því sé aðeins hægt að lesa eina línu í senn, og því útilokað að fá heildaryfirlit yfir það hvernig blaðsíður eru settar upp, og þannig geti ég ekki gert mér grein fyrir því hvernig má skipa námsefni sem er sérstaklega gert fyrir blinda. Nú hef ég not- að þetta lestrartæki í 10 ár og reynsla mín er sú að það er lang hentugast til þess einmitt að fá svona heildaryfirsýn yfir þá hluti sem maður er að vinna að. I sambandi við talið um þá miklu aðstoð sem ég þyrfti á að halda og þann mikla kostnað sem af því hlytist, þá vil ég að- eins segja þetta: Ég hlakka til þess dags þegar sjáandi deildar- stjóri námsbókadeildar Blindra- bókasafns fær ritaraaðstoð. Mér finnst eins og menn sjái ofsjón- um yfir því að blindur maður sæki um starf þar sem talið er að hann þurfi einhvers konar ritun- ráða sjá- stöðuna araðstoð, sem er næsta lítil í þessu starfi. Guðmundur Einarsson for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins hefur sagt við mig að hann þurfi að skrifa mörg bréf á dag, en enginn hneykslaðist þótt hann kynni ekki vélritun. En vertu viss, ef ég væri forstjóri ríkis- skipa, þá væru allir stórhneyksl- aðir á því,“ sagði Arnþór. „Teljum aö deildar- stjórinn þurfi ad vera sjáandi maður“ — segir Kristín H. Péturs- dóttir um ákvörðun meiri- hlutans „HÉR ER um að ræða mjög við- kvæmt mál og persónulegt og ég sé ekki ástæðu til að fjalla mikið um þetta í fjölmiðlum að svo stöddu," sagði Kristín H. Pétursdóttir, vara- formaður stjórnar Blindrabóka- safnsins er hún var innt eftir þvf á hvaða forsendum meirihluti stjórn- arinnar hefði hafnað umsókn Arn- þórs Helgasonar um stöðu deildar- stjóra viö safnið. Kristín myndaði meirihlutann sem lagðist gegn ráðningu Arnþórs ásamt Margréti Sigurðardóttur blindrakennara og Elvu Björk Gunnarsdóttur borg- arbókaverði.. „Ákvörðun meirihlutans bygg- ist á því að við teljum að deildar- stjóri námsbókadeildar verði að vera sjáandi maður. Þarna er um að ræða nýtt starf og viða- mikið og það er kannski rétt að það komi fram, að það má ekki missa sjónar á því að notendur blindraleturs og hljóðbóka eru miklu fleiri en blindir, og þessu safni er ætlað að þjóna miklu stærri hópi en blindum og sjón- skertum," sagði Kristín. Kristín sagði meirihlutann telja verkefnum þannig háttað að í stöðunni þurfi að vera sjá- andi maður. Kristín kvaðst vilja taka það fram að þetta væri ekki fljótfærnisákvörðun stjórnar- meirihlutans, heldur hefði hann komist að þessari niðurstöðu að athuguðu máli, enda um við- kvæm mál að ræða. Formaður Blindra- bókasafnsins hefur boðað afsögn sína „ÉG HEF skrifað varaformanni stjórnar Blindrabókasafnsins og tilkynnt að ég muni segja af mér formennsku í félaginu á næsta fundi stjórnar, því það ríkir algjör- lega grundvallarskoðunarmunur um starfsréttindi og starfsgetu blindra milli aðila innan stjórnar- innar og ég tel Arnþór Helgason fyllilcga hæfan í það starf sem auglýst var,“ sagði Halldór S. Rafnar formaður stjórnar Blindra- bókasafnsins og formaður Blindra- félagsins í samtali við Mbl. Halldór kvaðst vita að þetta mál væri til endurskoðunar í menntamálaráðuneytinu, enda væri hér um einstætt mál að ræða, en hann kvaðst vonast til þess að það leystist á skynsam- legan og friðsamlegan hátt. Að- spurður sagðist Halldór ekki vita hvort hann drægi afsögn sína til baka ef dæminu yrði snúið við af hálfu ráðuneytisins, en þó kvað hann það vega þungt að hann væri mjög vinveittur öllu starfi á vegum Blindrabóka- safnsins. Varðskipið Ægir fylgdi prammanum sem týndist til hafnar í gær, en varðskipsmenn komust um borð í prammann og sigldu honum fyrir eigin vélarafli til Hafnarfjarðar. Myndina tók Kristján Éinarsson Ijósmyndari Mbl. um 15 mílur norður af Garðskaga í gærdag. Tveir varðskipsmenn sigldu prammanum. Grettir sökk í gær — óvíst um framkvæmd fjölda verkefna í höfnum landsins DÝPKUNARSKIPIÐ Grettir sökk um 15 mílur norður af Garðskaga á Faxaflóa um miðjan dag í gær, en dýpkunarskipinu hafði hvolft snemma morguns þar sem það var í togi hjá varðskipinu Ægi á leið til Húsavíkur frá Hafnarfirði. Ægir lagði af staö síðdegis í fyrradag með Gretti og sandflutningapramma í togi til Húsavíkur, en vegna slæms veðurs hélt varðskipið sjó í fyrra- kvöld og í fyrrinótt, en þá um morg- uninn, kl. 5.30 slitnaði pramminn aftan úr Gretti. Við birtingu kom í Ijós að sjór var kominn í Gretti og hvolfdi skipinu skömmu síðar, en stefni þess stóð upp úr sjó í nokkrar klukkustundir og reyndi skipherra varðskipsins, Höskuldur Skarphéð- insson, þá að sigla með Gretti í hvolfi í átt til lands. KI. 15.20 í gær sökk Grettir og sleit um leið drátt- artaugina í varðskipið. í gærmorgun þegar éljagangi linnti sáu varð- skipsmenn prammann týnda á reki ekki fjarri skipinu og voru tveir varðskipsmenn sendir um borð í prammann á gúmmíhraðbát og náðu varðskipsmennirnir að gangsetja vélar prammans og sigla honum til Hafnarfjarðar í gærkvöldi í fylgd varðskipsins. Mjög slæmt veður var þegar óhappið átti sér stað. Dýpkunarskipið Grettir var keypt til landsins árið 1977 og hef- ur yfirleitt alltaf verið í notkun síðan, að sögn Aðalsteins Júlíus- sonar vita- og hafnarmáiastjóra. Grettir var 36 metra langur prammi, 10 metra breiður og 2% metri á dýpt. Afkastagetan var 200—300 rúmmetrar á klukku- stund í auðunnu efni og var hér um stórvirkustu skóflu landsins að ræða. 5 manna áhöfn var á Gretti, en skipið var mannlaust í togi þegar því hvolfti. Mörg verkefni biðu Grettis í ýmsum höfnum landsins, fyrst á Húsavík og síðan m.a. á Þórshöfn, Stöðvarfirði og í Sandgerði, en skipið var bókað í verkefnum fram á haust. Ekki liggur fyrir hvað skip eins og Grettir kostar, en fyrir 4 árum var verðið á skipinu í norskum krónum, 6 millj. kr. Framsókn í Norður- landi vestra: Sérframboð ákveðið um helgina „ÞAÐ verður mjög líklega ákveðið endanlega um helgina, hvort farið verður í sérframboð og þá hvernig staðið verður að því. Menn leggja hér þunga áherslu á að slíkur listi verði í nafni Framsóknarflokksins og merktur listabókstöfunum BB, annars telja menn að verið sé að vísa þeim úr flokknum og að þeir þurfi jafnvel að kjósa eitthvað ann- að, eða ekki neitt,“ sagði Magnús Ólafsson bóndi á Sveinsstöðum, aðspurður um hvernig staðan væri varðandi sérframboð Framsókn- armanna í Norðurlandi vestra. Samkvæmt heimildum Mbl. virðist fátt geta stöðvað það að framsóknarmenn bjóði fram sér- staklega. Áhugamenn um fram- boðið hafa samþykkt að leita eft- ir að fá listabókstafina BB og bjóða fram í nafni Framsóknar- flokksins. Guttormur Óskarsson formaður kjördæmisráðs Fram- sóknarflokksins sagði, að honum hefði engin beiðni borist um slíkt, en sín persónulega skoðun væri sú, að ekki skyldi veita slíka heimild. Guttormur sagði að kjördæmisráðið kæmi saman n.k. sunnudag og yrði þar gengið frá lista flokksins. Hann kvað þetta mál ekki verða tekið fyrir á þeim fundi, ef formleg beiðni bærist ekki. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins var spurður álits á því hvort veita ætti sérframboðinu heimild til að bjóða fram í nafni Fram- sóknarflokksins.. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um það á þessu stigi í Mbl., hann myndi fyrst ræða það við flokksmenn sína. Dýpkunarskipið Grettir við störf í Siglufirði fyrir nokkru, en hér var um afkastamestu skóflu landsins að ræða. Fjölmiðlakönnun Sambands íslenzkra auglýsingastofa: Um 66,28% lesenda á aldrinum 13—15 ára lesa Morgunblaðiö SAMKVÆMT fjölmiðlakönnun, sem Hagvangur hf. hefur gert fyrir Sam- band íslenzkra auglýsingastofa, lesa um 70,08% íbúa landsins á aldrinum 13—15 ára Morgunbiaðiö. í öðru sæti er Dagblaðið & Vísir með 66,28%. Þá kemur Tíminn með 23,96%, Þjóðviljinn með 11,08% og Alþýðublaðið með 0,51%. Ef aldurshópurinn 16—19 ára er skoðaður, kemur í ljós, að 68,68% þeirra lesa Morgunblaðið, 60,03% lesa Dagblaðið & Vísi, 24,11% lesa Tímann, 7,56% Þjóðviljann og 0,57% lesa Alþýðublaðið. í aldurshópnum 20—34 ára lesa 62,25% Morgunblaðið, 64,77% Dagblaðið & Vísi, 24,94% Tímann, 16,61% Þjóðviljann og 1,87% Al- þýðublaðið. Þá var aldurshópurinn 35-49 ára skoðaður og kom þá í ljós, að 75,00% lesa Morgunblaðið, 69,34% Dagblaðið & Vísi, 30,63% Tímann, 19,50% Þjóðviljann og 5,19% Al- þýðublaðið. Loks var aldurshópurinn 50 ára og eldri skoðaður og kemur þá í ljós, að 73,22% lesa Morgunblaðið, 58,24% lesa Dagblaðið & Vísi, 39,08% Tímann, 20,64% Þjóðvilj- ann og 10,08% Alþýðublaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.