Morgunblaðið - 05.03.1983, Side 45

Morgunblaðið - 05.03.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Taka þarf höndum saman um að kveða ófógn- uðinn niður Bjöm Sveinbjörnsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — 1 tilefni lesendabréfs í dálkum Vel- vakanda í dag (fimmtudag 3. mars) um ákveðinn keðjubréfs- snepil og innihald hans skal tekið fram, að yfirlýstar ógnir, sem eiga að hafa hent mann með mínu nafni vegna óhlýðni við fyrirskip- anir snepils þessa, hafa ekki hent mig né alnafna minn, sem er í einni æðstu stöðu þjóðarinnar. Ætla verður, að annað efni snepils þessa sé álíka sannleikanum sam- kvæmt og ruslakarfan henti slík- um skrifum best. ógnanir og óþægindi af þessu tæi valda mörg- um hugarangri og reiði, sem yfir- leitt er nóg til af og ekki á bæt- andi. Taka þarf höndum saman um að kveða ófögnuð þennan niður og helst koma til föðurhúsa. Ekkert að marka það sem sagt var? Frisenette-aðdáandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þegar hinn frábæri Frisenette var hér á landi síðast, fyrir um hálfu ári, auglýstu forráðamenn sýn- inganna í Háskólabíói grimmi- lega, að gamli maðurinn væri að hætta; þetta væru hans síðustu sýningar. Margir lögðu því tals- vert á sig til að komast nú, áður en of seint yrði að sjá og heyra þenn- an undramann. Og þeir urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. En nú er hann kominn aftur, nýr og endurborinn, og er ekkert hætt- ur. Var ekkert að marka það sem sagt var fyrir hálfu ári? Eða hvað hefur breyst? Heggur sá er hlffa skyldi Nína Þórðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um jöfnun á hitakostnaði lands- manna, sem hefur í för með sér, ef samþykkt verður, skattlagningu á hitaveitu Reykvíkinga. Að þessu stendur m.a. Birgir lsleifur Gunn- arsson, auk Karvels Pálmasonar. Ég er fullorðin kona og veit að á sínum tíma stóðu Reykvíkingar að þvi af eigin dugnaði og fyrir eigin reikning að koma upp hitaveitu. Þá var sagt, að þegar fram liðu stundir yrði hún ódýrari með hverju árinu fyrir notendur. Eng- um datt þá í hug að fara að velta hluta kostnaðarins yfir á íbúa strjálbýlisins; slíkt var ekki einu sinni orðað, svo að ég muni. Þess vegna finnst mér það hart, að Birgir ísleifur, sem er þingmaður Reykvíkinga, skuli standa að þessu frumvarpi. Þar finnst mér höggva sá er hlífa skyldi. Mundi auka umferðarhættu Ennfremur sagði Nína Þórðar- dóttir: — Nú stendur til í fyrsta skipti, að greiða þurfi fyrir gæslu barna á leikvöllum borgarinnar. í Laugarneshverfinu, þar sem ég bý, hefur þessi þjónusta verið mjög mikið notuð og við höfum hér mjög góðan barnaleikvöll. Þar starfa fullorðnar barngóðar konur við gæsluna. Það hefur verið hrein unun að koma þangað með börnin og eftir að þessi starfsemi hófst sést ekki lítið barn að leik á götum úti, sem áður var algengt. Ég er hrædd um, að það falli aftur í fyrra horf, þó að ekki eigi að fara fram á háar greiðslur fyrir börn- in. Staðreyndin er þrátt fyrir það sú, að safnast þegar saman kemur og fólk munar um hverja krónu eins og mál standa nú. Mér finnst þetta vera umfjöllunarefni fyrir umferðarráð, af því að það mundi stórlega auka á umferðarhættuna, ef göturnar yrðu leikvangur barna, eins og einu sinni var. ber er ekki hægt að bera á borð fyrir íslendinga, sem hafa átt jafn mikla snillinga í þessum málum og dómpró- fastinn í Reykjavík, séra Jón Auðuns, Sigurð Hauk Guð- jónsson prest Langholts- kirkju, séra Benjamín á Laugalandi, séra Þóri Steph- ensen dómkirkjuprest og séra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli. Það er rökfræðileg villa af versta tagi. Þessir menn hafa verið og eru beztu stuðningsmenn sál- rænna rannsókna hér á landi auk Ævars R. Kvaran, en þeir hafa leitað sannleikans með varfærni og aðgæzlu. Því mið- ur gengur „G.M.“ til rann- sókna sinna með fyrirfram ákveðnum skoðunum á móti sálarrannsóknunum sem móta mjög rannsóknir hans og rýra gildi þeirra. Sálarrannsókn- irnar eru svo stórkostlega mikilsvert mál og vandasamt, og það hvort sál okkar lifi eftir líkamsdauðann, skiptir gífur- lega miklu fyrir hvern hugs- andi mann. Þar eiga sízt við hvatvísir dómar eða fljótfærn- islegar fullyrðingar. Slík mál- efni þarf og á að rannsaka með fullri ró og mikilli gætni og niðurstöður sálarrannsókn- anna er hollast að meta með skynsamlegum rökum og still- ingu. Ég verð að játa, að ég á dálítið örðugt með að skilja þennan mikla áhuga „G.M.“ og ákafa í því að kveða upp hinn þyngsta áfellisdóm yfir okkur, er „sjá sýnir við dánarbeð". En ég veit ekki til þess að „G.M.“ hafi verið skipaður dómari yf- ir okkur. „Það er mikill vandi að dæma réttlátan dóm,“ sagði Páll fv. borgarstjóri Einarsson og fv. hæstaréttardómari eitt sinn. Til þess þarf að þekkja mjög vel allar aðstæður og vega rökin með og móti af mikilli vandvirkni og gætni. Ég er hissa á að „G.M.“ telji sig færan um að takast þenn- an mikla vanda á hendur í víð- lesnu blaði, og það án þess að nokkur biðji hann um það. Ef ummæli meistarans mikla eru sönn, að með þeim dómi, sem við dæmum, mun- um við einnig dæmd verða, þá kynni það nú þvert á móti að vera talsvert hyggilegt, jafn- vel fyrir þá, sem fjarska syndlitlir eru sjálfir, að dæma ekki „sýnir við dánarbeð“, að lítt rannsökuðu máli og kasta ekki þungum steini, fyrr en ótvíræð ástæða er til. Já, látum þá syndlausu kasta fyrsta steininum. Með þökk fyrir birtinguna." GÆTUM TUNGUNNAR Hyggjum að skiptingu orðanna ástand og ást- úð í framburði! Réttur framburður er: á-stand og ást-úð. (Ath.: „á-stúð“ er rangur framburður.) Dagatal íylgiblaðanna ALLTAP Á ÞRIÐJUDÖGUM IÞROTTA ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fostudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAFÁ SUNMUDÖGUM ST^A OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir aukafróðleikur og skemmtun Mogganum þínum! fltargtitiMafcifr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.