Morgunblaðið - 05.03.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983
21
, * ■»
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna á Armúlaskólafundinum. A myndinni er (f.v.)
Steingrímur Sigfússon fyrir Alþýðubandalagið, Bjarni Guönason fyrir Al-
þýðuflokkinn, Hafsteinn Stefánsson skólameistari Ármúlaskóla, en hann
stýrði fundi, Björn Líndal fyrir Framsóknarflokkinn, Frosti Bergsson fyrir
Bandalag jafnaðarmanna og Friðrik Sóphusson fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Dalvík"
Vertíðin fór rólega
af stað, en afli er
nú farinn að glæðast
Dalvík, 2. marz.
VETRARVERTÍÐ á Dalvík hófst um
miðjan janúar. Sökum ótíðar og gæfta-
leysis fór hún seint í gang. í janúar var
afli afar rýr hjá netabátum, en þegar
kom fram í febrúar lifnaói nokkuð yfir
Kvennasamtök-
in ræða friðar-
mál 8. mars
Kvenfélagasamband íslands,
Bandalag kvenna í Reykjavík og
Kvenréttindafélag fslands efna sam-
eiginlega til fundar að Hallveigar-
stöðum 8. mars nk. kl. 20.30.
Á fundinum verður kynnt ávarp
og erindi frá Friðarhópi kvenna,
þar sem hvatt er til umræðna um
friðar- og afvopnunarmál. Fram-
sögumenn verða: Elín Pálmadótt-
ir, blaðamaður, og Kristín Ást-
geirsdóttir, sagnfræðingur.
Fundarboðendur hvetja alla þá,
sem áhuga hafa á stofnun ís-
lenskrar kvennahreyfingar til efl-
ingar friði í heiminum, að sækja
þennan fund og koma á framfæri
hugmyndum um framtíðarstarf
friðarhreyfingarinnar.
honum. I'ann 1. marz hefur borizt á
land af átta netabátum 441 lest af
þorski.
Er þetta eitthvað minni afli en á
sama tíma í fyrra.
Aflahæstur netabáta á Dalvík er
Bliki með 93 lestir í 20 sjóferðum.
Afli togara á sama tíma er 1231 lest
og er Björgúlfur aflahæstur með 491
lest i 5 löndunum. í gær var landað
úr Baldri 73 lestum og í dag stendur
yfir löndun úr Dalborgu, sem var
með 50 lestir. Togarinn Björgvin
hefur verið frá veiðum sökum véla-
bilunar í hálfan mánuð. Komið hafa
fram alvarlegar skemmdir í vél tog-
arans, en fyrir tæpum tveimur árum
var skipt um vél í skipinu.
Vélbáturinn Gammur, sem er 12
lestir að stærð, fór suður á vertíð í
dag. Ætlunin er að gera bátinn út
frá Grindavík og verða þrír á bátn-
um. Gammi var þó ekki siglt suður
eins og venja var þegar Norðlend-
ingar héldu suður á vertíð. I staðinn
var Gammur hífður um borð í flutn-
ingaskipið Öskju, sem flytur bátinn
til Reykjavíkur. Áhöfnin fer síðan
flugleiðis suður og tekur við fleyinu í
Reykjavíkurhöfn. Netin eru klár
niðurgreidd um borð í Gammi og
ætlunin er að hefja róðra frá
Grindavík fljótlega. — Fréttaritarar.
BILASYNING
laugardag og sunnudag kl. 2—5
Sýndar veröa ýmsar
geröir s.s.:
Datsun, Subaru, Wart-
burg og Trabant.
Heitt veröur á könnunni.
Veriö velkomin
INGVAR HELGASON , sími33560
SYNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI
Um fargjaldahækkun SVR
Verölagsstofnun hefur ákveöiö aö óska eftir því viö yfirborgarfógeta aö lagt veröi lögbann viö
hinni ólögmætu 25% hækkun fargjalda SVR hinn 12. febrúar sl. Jafnframt hefur stofnunin
ákveðið aö kæra þessa hækkun til Rannsóknarlögreglu ríkisins, svo og 46,5% hækkun frá 7.
janúar sl. sem var einnig ólögmæt.
Eðlilegt er aö hinn almenni borgari spyrji hvers vegna Verölagsstofnun grípi til þessara
aögerða. Svariö er einfalt. Verölagsstofnun grípur til þessara ráöa til þess aö vernda almenn-
ing gegn því aö einhver aöili, hvort sem þaö er einstaklingur eöa opinber aðili, áskilji sér
greiöslu fyrir vöru eða þjónustu úr vasa almennings án þess aö eiga löglegt tilkall til greiösl-
unnar. Þetta er þáttur í þeirri skvldu sem Verölaasstofnun á aö qeqna samkvæmt verðlagslög-
um. Áður hefur Verðlagsstofnun bent á þaö að 2. gr. verðlagslöggjafarinnar nær til opinberr-
ar þjónustu s.s. þeirrar sem SVR innir af hendi.
Aögeröir Verölagsstofnunar eiga því ekkert sammerkt með ofsóknum eða pólitískum aögerö-
um. Með aðgeröunum er heldur ekki veriö aö reyna aö þvinga borgarsjóö til að greiða niöur
vísitölu framfærslukostnaöar né vega aö sjálfsforræði Reykjavíkur svo visað sé til nokkurra
ummæla og skrifa um aðgeröir stofnunarinnar. Aðgerðir Verölagsstofnunar eru aöeins hluti af
réttargæslu í landinu, hún er með þeim aö framfylgja lögum sem um hana hafa verið sett.
Ef lög eru óréttmæt aö mati borgaryfirvalda er þaö þeirra aö hafa áhrif á löggjafarvaldið til að
fá lögunum breytt. Ef borgaryfirvöld brjóta verðlagslög vegna þess aö þau telja lögin röng eöa
óréttmæt viröa þau ekki leikreglur lýðræðis.
Verölagsráði er faliö skv. lögum aö hafa eftirlit meö og áhrif á verðlag í landinu. Ein þeirra leiða
sem ráöiö hefur er aö taka ákvarðanir um verðlagningu á vöru og þjónustu.
Þeir seljendur vöru eöa þjónustu sem háöir eru verðákvörðunum ráðsins þurfa aö sækja um
hækkun á veröi til Verðlagsráös telji þeir nauösyn þera til. Nefna má í þessu sambandi nokkra
aöila, sem senda Verölagsráði slíkar umsóknir vegna sölu vöru eöa þjónustu; olíufélögin,
skipafélögin, sérleyfishafa, Landleiöir, Flugleiöir hf. (vegna innanlandsflugs). Þessir aöilar virða
ákvaröanir Verðlagsráös og fara eftir þeim. SVR hafa árum saman veriö háöir ákvörðunum
verölagsyfirvalda um fargjöld sín og sóttu ávallt til þeirra um fargjaldahækkun. Hinn 7. janúar
sl. brá hins vegar svo viö aö borgaryfirvöld tilkynntu Verðlagsráði með bréfi, dags. sama dag,
aö fargjöld SVR heföu veriö hækkuö um 46,5% aö meðaltali. Lögbann var lagt við þeirri
hækkun 20. janúar sl. Voru þá afsláttarmiðar SVR teknir úr sölu og þýddi þaö 16,1%
meöaltalshækkun fargjalda.
Hinn 12. febrúar sl. var svo gjaldskrá SVR hækkuö um 25% án þess aö umsókn þess efnis
heföi borist Verðlagsráði. Gaf Verölagsstofnun út fréttatilkynningu um þessa hækkun 22. febr.
Kemur þar fram vilji Verölagsstofnunar aö reyna til hins ýtrasta aö ná samkomulagi og forðast
aögeröir dómstóla í málinu. Var SVR heimiluö án umsóknar 25% hækkun fargjalda, enda væru
afsláttarmiöar haföir til sölu að nýju, í síöasta lagi 1. þ.m. Bréfi þessa efnis hafa borgaryfirvöld
ekki séö ástæöu til þess aö svara. Meö afnámi afsláttarmiða og 25% hækkuninni hafa SVR
náö allt aö 45% hækkun fargjalda aö meöaltali, en allt að 119% hækkun á barnafargjöldum.
Þar sem afsláttarmiöar eru ekki til sölu enn hafa borgaryfirvöld neytt Verölagsstofnun til þess
að grípa til þeirra aðgerða sem getiö er hér aö ofan. í þessu Ijósi veröur aö skoöa þær aögeröir
sem ákveðnar hafa veriö.
NERÐIAGSSTOFNUN
lOpiöfdagtil kL4)
HAGKAUP
____Skeifunni 15