Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 BJÖRN BJARNASON AFINNLENDUM VETTVANGI Verðbólgustríð fjögurra vinstri stjórna Frá því að lýðveldi var stofnað hafa þrjár vinstri stjórnir setið við völd á íslandi og sú fjórða situr nú. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag hafa átt aðild að öllum þessum stjórnum. Alþýðubandalagið hefur setið í tveimur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna í einni og þrír þingmenn úr Sjálfstæðisfiokki í þeirri sem enn situr. Öllum þessum stjórnum er það sammerkt, að þær hafa gefist upp við stjórn efnahagsmála. l'að sem er sérkennilegast við ástandiö nú er, að stjórnaraðilar hafi haldið ríkisstjórninni svo lengi úti en eins og kunnugt er hefur hún ekki haft uppi tilburði til að stjórna síðan bráðabirgðalögin margfrægu voru gefin út 21. ágúst 1982. Fyrsta vinstri stjórnin á lýð- veldistímanum var undir for- sæti Hermanns Jónassonar úr Framsóknarflokki en auk þess áttu Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag aðild að henni. Stjórnin var mynduð sumarið 1956 en í byrjun desember 1958 sagði hún af sér með frægri yfirlýsingu Her- manns Jónassonar, sem var á þessa leið: „Fyrir lá, að hinn 1. desember átti að taka gildi ný kaupgreiðslu- vísitala, sem fól í sér 17 stiga hækkun. Til þess að koma í veg fyrir nýja verðbólguöldu, sem af þessu hlaut að rísa, óskaði ég þess við samráðherra mína, að ríkis- stjórnin beitti sér fyrir setningu laga um frestun á framkvæmd hinnar nýju vísitölu til loka mán- aðarins, enda yrðu hin fyrr- greindu 17 vísitölustig þá greidd eftir á fyrir desember, nema sam- komulag yrði um annað. Leitað var umsagnar Alþýðu- sambandsþings um lagasetningu þessa samkvæmt skilyrði, sem sett var fram um það í ríkisstjórn. Alþýðusambandsþing neitaði fyrir sitt leyti beiðni minni um frestun. Boðaði ég þá ráðherrafund að morgni laugardags 29. nóvember, en þar náðist ekki samkomulag um stuðning við frumvarpið. Af þessu leiddi, að hin nýja kaup- greiðsluvísitala kom til fram- kvæmda um mánaðamótin, og ný verðbólgualda er þar með skollin yfir. Við þetta er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum, sem að mínu áliti geti stöðvað hina háskalegu verðbólguþróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um þær raun- hæfu ráðstafanir, sem lýst var yf- ir að gera þyrfti, þegar efnahags- frumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir Alþingi á sl. vori.“ Fyrsta vinstri stjórnin gafst sem sé upp andspænis nýrri verðbólguöldu. Frá 1959 til 1971 sat samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, viðreisnarstjórn- in. Henni tókst að ná tökum á verðbólgunni og stóð fyrir nýskip- an efnahags- og atvinnumála. Önnur vinstri stjórnin var svo mynduð sumarið 1971 undir for- sæti Ólafs Jóhannessonar, Fram- sóknarflokki, en Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna (Hannibal Valdimarsson, Hermann Jónasson Björn Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson o.fl.) áttu auk þess aðild að stjórninni. Fyrri hluta árs 1974 sauð upp úr innan ríkisstjórnar- innar vegna viðnámsaðgerða gegn verðbólgu, en verðbólguhraðinn varð mjög mikill á þeim tíma sem stjórnin sat og til þessa tímabils má rekja upphaf þeirrar óðaverð- bólgu sem enn hrjáir landsmenn. Samtök frjálslyndra og vinstri manna, það er að segja Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson ákvaðu vorið 1974 að slíta stjórn- arsamvinnunni í andstöðu við Magnús Torfa Ólafsson. 31 þing- maður ritaði undir áskorun til Eysteins Jónssonar, Framsóknar- flokki, sem var forseti sameinaðs þings, þess efnis að hann tæki á dagskrá vantrauststillögu á ríkis- stjórnina. Fimmtudaginn 9. maí 1974 klukkan 1.55 eftir miðnætti var efnt til fundar í sameinuðu þingi, á dagskrá var tilkynning frá forsætisráðherra. 1 upphafi fund- ar sagði Eysteinn Jónsson meðal annars úr forsetastóli, að hann gæti ekki orðið við ákorun 31 þing- manns eða meirihluta þingheims Ólafur Jóhannesson um að taka vantraustið fyrir, þvi að forseti íslands hefði gefið út þingrofsboðskap og Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, hefði skýlausan rétt til að birta þingheimi boðskapinn þegar hann óskaði. Síðan las ólafur forseta- bréfið um þingrof: „Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að þar sem einn stuðnings- flokkur ríkisstjórnarinnar hafi slitið samstarfi á Alþingi og engar horfur séu á því, að unnt sé að mynda meiri hluta, sem staðið geti að starfhæfri ríkisstjórn, málefni í algerri sjálfheldu á Al- þingi og stjórnarandstaðan fáist eigi til að afgreiða aðkallandi og mikilvægar efnahagsráðstafanir og stjórnmálaflokkarnir almennt óski auk þess eftir kosningum, beri brýna nauðsyn til að rjúfa þing.“ Eftir kosningar sumarið 1974 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn stjórn með Framsóknarflokknum sem sat í næstu fjögur ár. Þriðja vinstri stjórnin var mynduð haustið 1978 undir forsæti ólafs Jóhannessonar með stuðningi Al- Taugaspenna einkennir ein- vígi Kasparovs og Beljavskys Skák Margeir Pétursson Um síðustu helgi hófst í Moskvu einvígi sovézku stór- meistaranna Garry Kasparovs og Alexander Baljavskys í fjórðungs- úrslitum áskorendakeppninnar í skák. í skákheiminum hafa menn beðið spenntir eftir þessu einvígi því það er fyrsta keppni sinnar tegundar sem Kasparov tekur þátt í, en þetta nítján ára gamla „undrabarn" er af mörgum talinn eiga mikla möguleika á því að verða næsti heimsmeistari. í Sovétríkjunum er sú krafa að sjálfsögðu gerð til Kasparovs að hann nái sambærilegum árangri í áskorendakeppninni nú og Bobby Fischer gerði fyrir tíu árum, en þá vann Fischer þá Taimanov og Larsen báða 6—0 í einvígi, sem er algjört einsdæmi í skáksögunni. Undan slíkri byrði hefur margur kiknað og ýmsir hafa því sízt viljað gera of lítið úr möguleikum hins 19 ára gamla Beljavskys, sem oft hefur náð frábærum árangri á stórmótum, en er ákaflega mis- tækur. Gífurlegur áhugi er á einvíg- inu í Moskvu, en þær tvær skák- ir sem tefldar hafa verið hafa þótt einkennast af taugaspennu. í fyrstu skákinni náði Kasparov yfirhöndinni með hvítu eftir mistök Beljavskys; en aldrei þessu vant mistókst honum að útfæra sókn sína til sigurs og Beljavsky náði að bjarga í horn og jafntefli varð niðurstaðan. 1 annarri skákinni kom Kasp- arov mjög á óvart með byrjun- arvali sínu er hann valdi gamalt afbrigði drottningarbragðs. þetta kom Beljavsky greinilega mjög á óvart, því hann valdi snemma að breyta útaf þekkt- um leiðum. Það tókst illa og þó að hann eyddi miklum tíma hallaði jafnt og þétt á hann, þar til hann fór yfir tímamörkin í 37. leik. Kasparov hefur því náð for- ystunni 1*A — xk en alls verða tefldar tíu skákir í einvíginu. 2. skákin: Hvítt: Beljavsky Svart: Kasparov Tarrasch vörn 1. d4 - d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — c5 Siegbert Tarrasch, þýzkur læknir, kom fyrstur fram með þessa leikaðferð gegn drottn- ingarbragði um aldamótin. í framhaldinu fær svartur stakt peð á miðborðinu, en möguleika á virku mótspili. 4. cxd5 — exd5, 5. Rf3 — Rc6, 6. g3 — Rf6, 7. Bg2 — Be7, 8. (M) — 0-0, 9. Bg5 — cxd4, 10. Rxd4 — h6, 11. Be3 — He8, 12. Da4 - Bd7, 13. Hadl — Rb4, 14. Db3 — a5, 15. Hd2?! Áður hefur hér jafnan verið leikið hinum eðlilega leik 15. a4 sem heldur svörtum niðri á drottningarvæng. 15. — a4, 16. Ddl — a3! 17. Dbl Eftir 17. b3 — Hc8 er hvítur í vandræðum með riddarann á c3. ipAO ATcAn. 17. - BfS, 18. bxa3 — Hxa3, 19. Db2 - Da8, 20. Rb3 — Bc6, 21. Bd4 — Re4! 22. Rxe4 — dxe4 Svartur hefur nú losað sig við staka peðið og að auki fengið þunga pressu eftir a-línunni. 23. Hal — Bd5, 24. Dbl — b6, 25. e3 Auðvitað ekki 25. Bxb6? Bxb3. 25. — Rd3, 26. Hdl — b5, 27. Bfl — b4, 28. Bxd3?! f erfiðri stöðu missir Belj- avsky þolinmæðina. hann losar sig að vísu við öflugan riddara svarts, en verður í staðinn varn- arlaus á skálinunni a8—hl. 28. — exd3, 29. Dxd3 — Hxa2, 30. Hxa2 — Dxa2, 31. Rc5 — Bf3, 32. Hal — Dd5, 33. Db3 — Dh5, 34. Rd3 — Bd6, 35. Rel - Bb7, 36.Hcl — Df5, 37. Hdl — Bf8 Hér féll hvítur á tíma, en staða hans er hvort eð er hart- nær vonlaus. Svartur hefur góð sóknarfæri gegn hvíta kóngin- um og þar að auki biskupaparið og frípeðið á b línunni tryggja honum mikla yfirburði í enda- tafli ef til þess kæmi. íslenska óperan: Litli sótarinn á sunnudaginn Sýningar hafa verið teknar upp aftur á barnaóperunni Litla sótaran- um og verður 2. sýning á sunnudaginn nk. kl. 16. Leikbrúðuland: Þjóðsögurnar þrjár Á SUNNUDAGINN kemur, þann 6. mars, verður síðasta sýning Leik- brúðulands á Þjóðsögunum þremur í húsi Æskulýðsráðs, Fríkirkjuvegi 11. Sýningin hefst að vanda kl. 15, en miðasalan verður opnuð kl. 13. Leikbrúðuland er á förum til Osló með Þjóðsögurnar, en þar verður haldin norræn brúðuleik- húshátíð dagana 11.—20. mars. í vor mun Leikbrúðuland síðan fara á alþjóðlega brúðuleikhúshátíð í Vasa í Finnlandi, en þangað fór leikhúsið í fyrra og gat sér gott orð. Þjóðsögurnar þrjár sem Leik- brúðuland sýnir nú í síðasta sinn eru Gípa, Umskiptingurinn og Sæ- mundur fróði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.