Morgunblaðið - 05.03.1983, Page 32

Morgunblaðið - 05.03.1983, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Ríkisfjármálin 1982: Tekjur jukust um 20% en útgjöldin um 17,9% Tekjur umfram gjöld um 2,5% af heildartekjum FJÁRMÁLARÁÐHERRA lagdi fram skýrslu um ríkisfjármálin á árinu 1982 í vikunni, en hún er byggð á bráðabirgðatölum á greiðslugrunni. Nokkurt frávik er á tekjum og gjöldum fjárlaga og bráðabirgðauppgjörs- ins, og veldur þar þyngst mismunur á forsendum fjárlaga og raunveru- legri launa- og verðlagsþróun í landinu. Utflutningur á „ytri fatn- aði“ jókst um 201% 1982 — Útflutningur á ullarteppum jókst um 16% — Útflutningur á vörum úr loðskinnum dróst saman um 66% — Útflutningur á ullarlopa og bandi dróst saman um 5% — Útflutningur á prjónavörum dróst saman um 14% I skýrslunni kemur fram að inn- heimtar tekjur ríkissjóðs reyndust 9.562 milljónir króna, sem er um 20% umfram fjárlög. Ríkisút- gjöldin hækkuðu minna, námu alls 9.324 milljónum króna, sem er 17,9% hækkun frá fjárlögum. Greiðsluafkoma ríkissjóðs gagnvart bankakerfinu var já- kvæð um 147 milljónir króna. í skýrslunni segir að fram- kvæmd fjárlaga 1982 hafi orðið önnur á ýmsum sviðum, en að var stefnt við afgreiðslu þeirra. Þann- ig hækkuðu laun um 57% milli ára, en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir 35% hækkun launa. Tekjur umfram gjöld námu 238 milljónum króna, sem er um 2,5% af heildartekjum , en árið 1981 nam þetta hlutfall 1,4%. Eru þetta einu árin síðan 1970, sem tekju- afgangur á greiðslugrunni hefur myndast hjá ríkissjóði, sen af- koma ríkissjóðs á rekstrargrunni Iðnaðarfram- leiðsla dróst saman um 17,5% í Póllandi í fyrra IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA Pól- verja jókst um 18% í síðasta mánuði, en var hins vegar um 4% minni en í desembermánuði. Ef hins vegar er litið á allt árið í fyrra, þá dróst iðnaðarfram- leiðsla saman um 17,5%, miðað við árið 1981. Þjóðarfram- leiðsla dróst saman um 0,5% í Bretlandi í fyrra ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA Breta jókst um 0,5% á síöasta ári, sem aðallega er tilkomið vegna aukinnar olíu- og gasframleiðslu, samkvæmt upplýsingum brezku hagstofunnar. Hins vegar var þjóðarfram- leiðsla Breta um 5% minni en hún var á árinu 1979, en um 2% minni en á árinu 1980. Vísitala þjóðarframleiðslu var á síðasta ári 105,5 stig, samanborið við 104,9 stig á árinu 1981, en þá er miðað við grunntöluna 100 á árinu 1975. var hins vegar jákvæð bæði árin 1980 og 1981 og verður væntanlega einnig á árinu 1982. í skýrslunni segir, að megin- skýring tekna umfram fjárlög sé önnur þróun verðlags en gengið var útfrá, Einkum eru það þrjú atriði, sem skýra helzt útgjalda- aukninguna. 1) Efnahagsráðstaf- anir í formi aukinna niður- greiðslna og greiðslna láglauna- bóta. 2) Almenn launa- og verð- lagsþróun. 3) Veruleg hækkun greiðslna til almannatrygginga umfram fjárlagaáætlun. Þá kemur fram, að raungildi heildarskulda ríkissjóðs hafi farið lækkandi sl. ár og voru 2.585 millj- ónir króna í árslok 1981 á föstu verðlagi. Skuld ríkissjóðs við Seðlabanka var um 201 milljón króna í árslok en var á sambæri- legu verðlagi 1.406 milljónir króna árið 1978. TOYO KOGYO CO, framleiðandi Mazdabifreiða, tilkynnti nýverið að tekjur fyrirtækisins hefðu aukizt á síðasta fjárhagsári um 31%, en fjár- hagsár fyrirtækisins endaði 31. október sl. Heildaftekjur fyrirtækisins voru á síðasta ári um 27,09 millj- arðar japanskra yena, samanborið ÚTFLUTNINGUR á ullarlopa og bandi dróst saman um 5%, í magni talið, á síðasta ári, þegar út voru flutt 849,0 tonn, borið saman við 890,0 tonn á árinu 1981. Verðmæta- aukningin milli ára var hins vegar liðlega 66,2%, en á síðasta ári var verðmætið um 102 milljónir króna, borið saman við tæplega 61,4 millj- við 20,75 milljarða japanskra yena á árinu 1981. Sala fyrirtækisins jókst um 2% á síðasta ári, eða úr 1.211 milljörðum japanskra yena í 1.235 milljarða japanskra yena. Tekjur fyrirtækisins á hvern hlut voru um 31,72 japönsk yen, samanborið við 28,19 japönsk yen á árinu 1981. ónir króna á árinu 1981. Þessar upp- lýsingar koma fram í samantekt Ut- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins. PRJÓNAVÖRUR Útflutningur á prjónavörum dróst ennfremur saman á síðasta ári, eða um 14%, í magni talið, þegar út voru flutt um 431,5 tonn, borið saman við um 501,7 tonn á árinu 1981. Verðmætaaukningin milli ára var um 46,1%, en verð- mætið í fyrra var tæplega 242,8 milljónir króna, borið saman við liðlega 166,1 milljón króna á árinu 1981. VÖRUR ÚR LOÐSKINNUM Útflutningur á vörum úr loðsk- innum dróst saman um 66% á síð- asta ári, í magni talið, þegar út voru flutt 14,2 tonn, borið saman við 41,3 tonn á árinu 1981. Verð- mætasamdrátturinn milli ára var um 19% á síðasta ári, þegar verð- mætið var liðlega 16,65 milljónir FYRSTA starfsári Fræðslu- miðstöðvar iðnaðarins er nú lok- ið, og voru haldin 18 námskeið á hennar vegum. Markmiðið með starfi Fræðslumiðstöðvar iðnað- arins er að stuðla að fjölbreyttu framboði eftirmenntunarnám- skeiða í iðnaði, og safnar hún, í samstarfi við tæknistofnanir iðnaðarins og samtök á vinnu- markaðnum, upplýsingum um þarfir á menntun og þjálfun í ýmsum starfsgreinum, og kemur síðan á fót námskeiðum eða styður námskeiðahald annarra, aðallega með frágangi náms- gagna. I fréttabréfi Iðntæknistofn- unar segir, að samstarfið hafi gengið með ágætum og megi nokkuð marka áhuga á starf- króna, borið saman við 20,6 millj- ónir króna á árinu 1981. ULLARTEPPI Útflutningur á ullarteppum jókst um 16% á síðasta ári, 1 magni talið, þegar út voru flutt 124,3 tonn, borið saman við 107,6 tonn á árinu 1981. Verðmæta- aukningin milli ára var liðlega 90,3%, en á síðasta ári var verð- mætið liðlega 18,5 milljónir króna, borið saman við liðlega 9,7 millj- ónir króna á árinu 1981. YTRI FATNAÐUR Útflutningur á svokölluðum ytri fatnaði jóst um 201% á síðasta ári, í magni talið, þegar út voru flutt 20,5 tonn, borið saman við 6,8 tonn á árinu 1981. Verðmæta- aukningin milli ára var 415,3%, en verðmætið á síðasta ári var liðlega 14 milljónir króna, borið saman við liðlega 2,7 milljónir króna á árinu 1981. semi miðstöðvarinnar og þörf- ina fyrir hana á því, að í upp- hafi nýs starfsárs lágu fyrir 130 beiðnir og hugmyndir að nýjum námskeiðum. Námskeiðin hafa yfirleitt tekizt vel og fengið góða dóma þátttakenda. Nokkuð af náms- og kennsluefni fræðslumið- stöðvarinnar hefur verið fengið til notkunar við iðnfræðslu- skólana, en skólarnir hafa veitt aðstöðu til rekstrar ýmissa námskeiða og mun samvinna við fræðslumiðstöðina vænt- anlega stuðla að þeirri endur- nýjun tæknikunnáttu, sem verkmenntuninni er nauðsyn- leg, segir ennfremur í frétta- bréfinu. Tekjur Mazda juk- ust um 31% í fyrra Söluaukning var um 2% Góð útkoma á fyrsta starfsári Fræðslu- miðstöðvar iðnaðarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.