Morgunblaðið - 05.03.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983
37
Minning:
Óskar ólafsson
skipstjóri
Fæddur 11. ágúst 1914
Dáinn 24. febrúar 1983
Óskar hóf lífsstarf sitt sem sjó-
maður 15 ára gamall, og það starf
rækti hann meðan heilsan entist
eða alls í 35 ár. Vélstjórapróf tók
hann 17 ára og gerðist þá fljótlega
vélstjóri á vélbátum. Skipsstjórn-
arpróf tók hann svo 1939, og varð
skipstjóri á v/b Nönnu árið 1943.
Þar með hófst hans happasæli
skipstjórnarferill á vélbátum, en
hann var með Nönnu í 3 ár. 1947
keypti hann v/b Sigurfara og var
eftir það formaður eigin útgerðar.
Sameignarmaður hans var Einar
Sigurjónsson. Sigurfari fórst 14.
apríl 1951, en mannbjörg varð.
óhapp þetta létu þeir félagar ekki
á sig fá. Þeir lögðu ekki árar í bát
þó að þeir yrðu fyrir óhappi þessu.
Þeir keyptu sér nýjan, stærri bát
og betur búinn, nýian Sigurfara.
Þeim báti stýrði Óskar heitinn,
þar til hann neyddist til að fara í
land, sökum heilsubrests. Þetta
skeði um áramót 1967, og ekki var
sársaukalaust að hætta sjósókn-
inni.
Síðari árin gegndi Óskar hús-
vörslustarfi hjá útibúi Útvegs-
bankans í Vestmannaeyjum. Átti
það vel við hann að vera á vinnu-
stað með mörgu fólki, því að hann
var mannblendinn maður, alltaf
jákvæður og lífsglaður, þrátt fyrir
margra ára baráttu við sjúkdóm
sinn. Hann var ósérhlífinn elju-
maður og var fjarri skapi hans að
hlífa sér eða vera með úrtölur. Ég
býst við að honum hafi verið að
skapi að hverfa af lífssviðinu á
þann hátt sem varð. Hann vildi
ekki þurfa að vera upp á aðra
kominn.
Óskar kvæntist Rut Ágústsdótt-
ur þann 28. desember 1940, hinni
mestu ágætiskonu, sem stóð við
hlið hans traust og róleg alla tíð.
Það er mikils virði, ekki hvað síst
þegar heilsuleysi steðjar að. Þau
eignuðust saman 4 börn, tvö
þeirra eru búsett í Vestmannaeyj-
um, Ágúst kvæntur Oddfríði Guð-
jónsdóttur og ólöf gift Haraldi
Gíslasyni, en tvær dætur eru bú-
settar í Reykjavík, Edda gift Sig-
urði Jónssyni bakara og Eygló gift
Ragnari Lárussyni. Barnabörnin
eru 11 og barnabarnabörn 2.
Ennþá hefi ég ekki áttað mig á
þessum snöggu umskiptum. Mér
finnst ömurlegt að eiga ekki leng-
ur von á að hitta óskar, hann sem
alltaf var glaður og hress í bragði.
Alltaf traustur og góður. En þetta
er nú einu sinni gangur lífsins,
sem okkur ber að mæta með skiln-
ingi og þroska, en samt — aldrei
er maður tilbúinn að mæta um-
skiptunum, alltaf koma 'þau á
óvart.
Kallinu verður hver að hlýða
þegar það kemur, en oft er
skammt milli skins og skúra. Þeg-
ar umskiptin verða óvænt og
snögg er oftast erfitt að átta sig.
Óskar frændi settist inn í stofu
sína þann 23. febrúar sl. til þess að
horfa á sjónvarpið. Eftir smá-
stund kemur konan hans inn í
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Ilandrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
stofuna, en þá hafði sláttumaður-
inn gengið um með ljáinn sinn.
Óskar hafði fengið heilablóðfall,
hann komst ekki til meðvitundar
aftur og andaðist degi síðar.
Fæðingarstaður Óskars var
Garðsstaðir í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hans voru Auðbjörg
Valtýsdóttir, fædd 8. ágúst 1889,
dáin 14. ágúst 1963 og maður
hennar ólafur Eyjólfsson, fæddur
4. febrúar 1891, dáinn 31. júlí 1956.
óskar dvelst í heimahúsum hjá
foreldrum sínum, þar til hann
kvæntist eftirlifandi konu sinni,
Rut Ágústsdóttur, og þau stofna
sitt heimili með hjónabandi í jóla-
mánuðinum 1940.
Óskar var mjög hjálpsamur og
fús að létta undir með þeim, sem
þurftu á aðstoð eða hjálp að halda.
Þegar við vorum strákar og tók-
umst á í tuski eða áflogum kom
það fyrir að átökin enduðu með
illu skapi og vondum tilburðum.
Óskar var þá ævinlega fyrstur til
að hugga þá og hughreysta, sem
beðið höfðu lægri hlut. 1 leikjum
okkar var það eins og sjálfsagður
hlutur að Óskar væri í forystu-
hlutverki. Þetta endurspeglast
síðar í lífinu og var ekkert eðli-
legra en að honum skyldi falla í
skaut að gegna formennskuhlut-
verki. Þeirri köllun gegndi hann
um borð í skipi sínu. Allt gekk
honum vel, hann var heppinn
formaður, góður skipstjóri og mik-
ill aflamaður.
Foreldrar Óskars bjuggu sinn
búskap á Garðsstöðum, en húsið
þeirra var eitt af mörgum, sem
eyddist í jarðeldinum 1973. Auk
óskars eignuðust þau einn son,
Jón Guðlaug, og þau ólu upp syst-
urson Ólafs, Eyjólf Jónsson, sem
þau tóku til fósturs við andlát
móður hans. En þau gerðu betur,
því að systkinin voru 7 talsins, og
Auðbjörg hjálpaði mági sínum við
gæslu heimilisins með óeigin-
gjörnu kærleikshugarfari, fórn-
fýsi og elskusemi. Milli Óskars og
Eyjólfs (sem var nefndur Leifi að
jafnaði) ríkti líka einlægur bróð-
urkærleikur, kom það gleggst í
ljós þegar Eyjólfur þurfti að fara
til Kaupmannahafnar til heiia-
uppskurðar, en þá aðgerð þoldi
hann ekki, hann lést i höndum
læknanna aðeins 37 ára gamall.
Gleymist mér ekki sú mikla sorg,
sem auðséð var hjá Auðbjörgu að
missa á þennan hátt „litla dreng-
inn“ sinn.
Með þessum fáu orðum kveð ég
óskar frænda, með einlægu þakk-
læti fyrir samfylgdina á okkar
bernskuárum og um leið sendi ég
Rut og ættingjum þeirra hjóna
innilegi stu samúðarkveðjur.
Sigurður Ó. Jónsson
í dag verður til moldar borinn
frá Landakirkju í Vestmannaeyj-
um óskar Ólafsson, fyrrverandi
skipstjóri og útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum, en óskar starf-
aði síðast sem húsvörður Útvegs-
bankans í Vestmannaeyjum.
Vil ég með þessum orðum minn-
ast hans og þeirra tíma er hann
starfaði á.
Óskar fæddist í Vestmannaeyj-
um þann 11. ágúst 1914 og þar ól
hann allan sinn aldur. Foreldrar
hans voru hjónin á Garðstöðum,
þau Auðbjörg Valtýsdóttir og
Ólafur Eyjólfsson. Óskar átti einn
bróður, Jón Guðleif yfirfisk-
matsmann, en með þeim ólst einn-
ig upp frændi þeirra, Eyjólfur
Jónsson, en hann lézt um þrítugt.
Æska óskars og uppeldi hefur
verið eins og annarra ungra
I manna í Vestmannaeyjum á upp-
vaxtarárum hans, hugurinn beind-
ist snemma að sjónum. 17 ára
gamall öðlaðist hann vélstjórar-
éttindi og skipstjóraréttindin öðl-
aðist hann 25 ára gamall. Skip-
stjóri varð hann fyrst á Nönnu
1943, hjá Einari Sigurðssyni, og
1947 eignaðist hann eigin bát með
félaga sínum, Einari Sigurjóns-
syni. Var það Sigurfari VE 138.
Þann bát misstu þeir við Eiðið í
Vestmannaeyjum 14. apríl 1951.
Seinna það sama ár eignuðust þeir
annan bát með sama nafni og
númeri og gerðu þeir hann út
fram til 1977. óskar var farsæll
skipstjóri og stýrði hann fari sínu
ávallt heilu í höfn en við leka í
skipum fá menn ekki gert.
Jafnframt útgerðinni verkuðu
þeir Óskar og Einar fisk á vertíð-
um. 1957 verða þeir félagar hlut-
hafar í Isfélagi Vestmannaeyja hf.
ásamt eigendum 9 annarra báta.
Óskar varð að hætta sjómennsku
vegna veikinda 1967.
Þann 28. desmeber 1940 gekk
Óskar að eiga eftirlifandi eigink-
onu sína, Rut Ágústsdóttur frá
Varmahlíð í Vestmannaeyjum.
Við þær aðstæður, sem hér hafa
verið raktar, varð hlutverk eigink-
onunnar meira en í venjulegu
heimilishaldi og þá um leið voru
húsbændur meiri feður þegar þeir
Fædd 25. september 1892
Dáin 25. febrúar 1983
í gær, föstudag, var hún Ingi-
björg Kristjánsdóttir frá Hauka-
tungu borin til hinstu hvíldar, hún
Imba Kristjáns eins og hún var
kölluð í sveitinni og ætíð með
hlýju í raddblæ. Þá hlýju hafði
hún áunnið sér strax á unga aldri
og hún fylgdi henni til æviloka.
Sjálf átti hún ekki annað til í fari
sínu en hlýju og manngæsku,
sama hver átti í hlut. Hún þurfti
aldrei að hækka eða hvessa rödd-
ina til þess að orð hennar heyrðust
eða eftir þeim væri farið. Mikið
þarf veröldin á svona manneskj-
um að halda í dag.
Helga Ingibjörg, eins og hún hét
fullu nafni, var dóttir Jóhönnu
Guðríðar Björnsdóttur og Krist-
jáns Benjamínssonar, ungra og
dugandi hjóna er bjuggu á Kald-
árbrekku í Kolbeinsstaðahreppi og
fór orð af þeim í sveitinni fyrir
ráðdeild í búskapnum. Börnin
urðu fjögur: Kristján Jóhann er
var stofnandi Kassagerðar
Reykjavíkur, Björn bóndi á Kol-
beinsstöðum, Ingibjörg og Benja-
mín, lengi starfsmaður hjá Loft-
leiðum. Nú eru þau öll dáin. En
svo dundi ógæfan yfir. Kristján
andaðist og ekkjan sat eftir með
börnin, Benjamín aðeins þriggja
mánaða. En Guðrún lét ekki hug-
fallast. Hún flutti til foreldra
sinna, sem bjuggu á Stóra-Hrauni,
leigði hálfa jörðina og hóf sjálf-
stæðan búrekstur, sem blómgaðist
vel.
Fjórum árum síðar brá hún eig-
in búi og flutti að Haukatungu í
sömu sveit, sem bústýra hjá Páli
Sigurðssyni, ungum og dugmikl-
um bónda, sem bjó þar upp-
gangsbúi. Úr því varð farsælt
hjónaband, þar sem dugnaður og
ráðdeild réð ríkjum, jafnt innan
veggja sem utan. Þau hjón eignuð-
voru heima. Vinnutími sjómanna
á vetrarvertíðum verður oft lang-
ur og á sumrum fóru sjómenn frá
Vestmannaeyjum á síld.
Þau hjón eignuðust 4 börn. Þau
eru Ágúst vélstjóri í Fiskiðjunni
hf., Ólöf húsmóðir í Vestmanna-
eyjum og Edda og Eygló, sem báð-
ar eru húsmæður í Reykjavík.
Eftir að óskar hætti sjó-
mennsku vann hann ýmis störf er
til féllu og heilsa leyfði. Eftir að
gosi lauk starfaði Óskar sem hús-
vörður í Útvegsbanka íslands,
Vestmannaeyjum, og þar bar
fundum okkar saman.
Þrjú ár eru ekki langur tími í
mannsævi en svo mörg urðu sam-
starfsár okkar. Aldursmunur var
talsverður, en hann kom ekki að
sök því áhugamálin voru svipuð,
viðgangur útgerðar og fiskvinnslu
í Vestmannaeyjum. Hugur Óskars
hvarf nefnilega aldrei frá sjónum
þótt hann yrði að hætta sjó-
mennsku. Á vertíðum fórum við
bryggjutúra á kvöldin og könnuð-
um aflabrögð. Bryggjulífi á vertíð-
um verður ekki með orðum lýst,
því þar fer saman ýmislegt sem
aðeins verður skynjað með augum,
eyrum og nefi. Oft enduðu þeir
túrar heima hjá þeim hjónum með
kaffidrykkju og spjalli.
Með Óskari er genginn maður af
annarri kynslóð íslenzkrar iðn-
væðingar. Starf hans og áhugamál
tengdust því, sem sjórinn gaf.
Óskar var sterkbyggður og hann
var þéttur í lund og sjaldan var
hann með ólund við þá sem hann
umgekkst. Hann var gleðimaður á
góðri stund án þess þó að hann
gengi hratt um gleðinnar dyr.
Nú er sjósókn stunduð á annan
veg en þann er óskar stundaði. Til
útgerðar er helzt stofnað á ein-
hverjum ímynduðum „félagsleg-
um“ grundvelli. Ekki er til þess
ætlazt að þeir sem að útgerðinni
standa, beri ávöxt erfiðis síns. Út-
gerð óskars og flestra af hans
kynslóð var með miklum glæsi-
ust fjögur börn: fyrst tvíburana
Valgerði, er bjó í Haukstungu, og
Sigurð, vígslubiskup í Skálholti.
Páll dó ungur og Asta er einnig
bjó í Haukatungu. Af þessum hópi
er nú aðeins séra Sigurður á lífi.
Mér finnst ástæða til að geta þess
að Páll reyndist stjúpbörnum sín-
um hinn besti faðir og í þessum
stóra systkinahópi ríkti ætíð mikil
eindrægni og tryggð.
Á þessu rausnar- og umsvifa-
heimili ólst Ingibjörg upp og fór
fljótlega orð af henni fyrir dugnað
og myndarskap. Fríð var hún sýn-
um og fönguleg en höfuðeinkenni
hennar var þó gæskan og góðvild-
in. Slíkir kvenkostir sitja sjaldn-
ast lengi ólofaðir í foreldrahúsum
og svo fór um Ingibjörgu. Hún
batt tryggð við ungan og vel gef-
inn mannkostamann. Þeirra
tryggðir entust báðum til æviloka
og ef manneskjan má eiga von á
endurfundum handan hulunnar,
veit ég að þær standa þar órofnar.
Eftir að Ingibjörg og Guðlaugur
höfðu gift sig settust þau að í
Reykjavík. Þar hafði hann hafið
störf við embætti lögreglustjóra,
fyrst í götulögreglunni, en síðan
við skrifstofustarf og vann þar all-
an sinn starfsaldur. Hann andað-
ist veturinn 1981. Þau hjónin eign-
uðust fjögur börn: Kristján
málarameistara, Ásmund,
trésmíðameistara, Aðalstein,
skrifstofustjóra, og Jóhönnu Sól-
veigu, húsmóður, öll búsett í
Reykjavík. Það var heimilið, börn-
in, tengdabörn og fríður hópur
barnabarna, sem Ingibjörg helg-
aði krafta sína fyrst og fremst.
Hún var mikil húsmóðirog handa-
vinnukona frábær. En umhyggja
hennar náði langt út fyrir fjöl-
skylduna. Hún var ætíð reiðubúin
að liðsinna þeim er áttu í erfið-
leikum, eða á brattann að sækja,
og hún rétti það fram „eins og
Minning:
Ingibjörg Kristjáns-
dóttir frá Haukatungu
brag þegar upp var staðið. Og
frystihúsið hans, ísfélag Vest-
mannaeyja hf., er eitt hið glæsi-
legasta á landinu.
Eflaust hefur óskar oft verið
sárþjáður, þótt ég hafi ekki gert
mér grein fyrir því hve alvarleg
veikindi hans voru. Banalega
Óskars var stutt. Hann lá í tæpa
tvo sólarhringa. Það átti því ekki
fyrir Óskari að liggja að leggjast í
aðgerðarleysi, slíku kynntist hann
aldrei. Og þegar hann var dæmdur
frá vinnu leið honum illa.
Að leiðarlokum flyt ég Rut og
börnum hennar, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um, samúðarkveðjur mínar og
konu minnar. Vináttu Óskars og
hjálpsemi fæ ég víst ekki þakkað
honum úr því sem komið er.
Samstarfsfólk hans í Útvegs- -
bankanum þakkar honum sam-
fylgdina. Ég vil fyrir hönd Út-
vegsbanka Islands þakka honum
vel unnin störf á liðnum áratug.
Og nú siglir Garðstaðastrákur-
inn fleytu sinni um ókunn höf.
Yilhjálmur Bjarnason
í dag kveðjum við afa okkar,
Óskar Ólafsson, Sólhlíð 5, Vest-
mannaeyjum. Það er erfitt að trúa
því að afi komi aldrei til okkar í
Kópavoginn oftar og taki ekki á
móti okkur er við komum til Eyja.
Sorgin er sú tilfinning sem kallar
fram í huga okkar ljúfar samveru-
stundir sem við áttum með honum
því afi var mjög barngóður maður.
Því biðjum við góðan guð að blessa
hann og taka vel á móti honum og
styrkja elsku ömmu í sinni sorg.
„<), vinur kær, ég sáran sakna þín,
en samt ég veit, að ávallt hjá mér skín
þín minning fogur, göfug. hrein og góA,
sem gimsteinn. lögð í minninganna
sjóð.“
(Margrét Jónsdóttir, Ný Ijóð),
Aldís, Auðbjörg, Óskar, Hild-
ur Ósk, Óli.
fallandi laufblað og hún eigandi
óþrotlegra skóga".
Það voru sterk tryggðaböndin á
milli heimilanna í Haukatungu og
Traðar, þar sem foreldrar mínir
bjuggu, Guðmundur Eggertsson
og Pála, alsystir Páls og á milli
þeirra óvenjusterkt systkinaást-
ríki. Mátti heita að þessir tveir
hópar væru sem ein fjölskylda.
Þau bönd rofnuðu ekki þó að hóp-
arnir dreifðust og það gleður mig
mikið að svo virðist sem hinar
uppvaxandi kynslóðir ætli að
halda þeim órofnum. Ég held þó
að við fáar manneskjur hafi hún
bundið innilegri tryggð en hana
Imbu frá Haukatungu, og það mun
hafa verið gagnkvæmt, þó að ald-
ursmunurinn væri 30 ár. Þær áttu
sama afmælisdag og heimsóttu þá
gjarnan hvor aðra. Eg held að síð-
asta ferð móður minnar af bæ hafi
verið til Ingibjargar daginn sem
hún varð áttræð. Hún átti þá
skammt eftir ólifað og báðar vissu
það. Um slíkt var ekki fjasað en
kveðjustund þeirra er mér minn-
isstæð.
Nú ber Traðarhópurinn allur
fram hjartans þakklæti til hennar
Imbu frá Haukatungu og gleðst
yfir því að hún á góða heimvon.
Fjölskyldu hennar allri sendum
við innilegar samúðarkveðjur með
óskum um farsæla framtíð.
Gísli frá Tröð.