Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 + Móðir okkar og tengdamóðir, SIGURRÓS SCHEVING HALLGRÍMSDÓTTIR, lést 3. mars á heimili sínu Suðurgötu 79, Hafnarfirði. Ingibjörg Gísladóttir, Sigurbergur Sveinsson, Pálína Gísladóttir, Sigurgeir Kristjánsson. t Systir mín, JÓHANNA GUOMUNDSDÓTTIR, frá Indriðastööum, lést í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn þann 1. mars síðastliðinn. K. Guðmundur Guömundsson. t Maðurinn minn og faðir okkar, SIGURJÓN EINARSSON, fró Árbæ, verður jarðsunginn frá Brunnhólskirkju mánudaginn 7. mars kl. 14. Þorbjörg Benedíktsdóttir og börn. t Kveðjuathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRKÖTLU SOFFÍU ÓLAFSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju, aö Kletti, Gufudalssveit, Baröastrandasýslu, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. mars kl. 15. Aöstandendur. t Útför MARÍU GUDMUNDSDÓTTUR, Asvallagotu 49, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 15.00. Fyrir hönd systkina hinnar látnu. Árni Jóhannsson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug viö andlát og útför POUL P.M. PEDERSEN rithöfundar og blaðamanns. Aöstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför móður okkar, AOALHEIOAR JÓNSDÓTTUR, Skagfiröíngabraut 33, Sauöárkróki. Guörún Svanbergsdóttír, Hörður Svanbergsson. t Við þökkum öllum þeim sem heiöruöu minningu ÓLAFSJÓNSSONAR, bónda, Eystra Geldingaholti, og sýndu okkur vináttu vegna fráfalls og útfarar hans. Starfsfólki Sjúkrahúss Suöurlands þökkum við góöa umönnun. Fjölskylda hins látna. Sœmundur Eyjólfs- son á Þurá - Minning Fæddur 3. febrúar 1897 Dáinn 23. febrúar 1983 Fjallið og heiðin eru eitt. Reyk- víkingar tala um að fara austur fyrir fjall, í Ölfusinu tala menn um að fara norður yfir heiði eða fara fjallið. Hellisheiði er heimur út af fyrir sig. Snjóþung á vetrum og vinsælt skíðaland, á vorin kaldranaleg með skafla í dældum og lautum, sem virðist aldrei ætla að taka upp, hún er hrjóstrug og grýtt, virðist lítið annað en hraun og mosaþembur, en hún leynir á sér. Á sumrin lifnar heiðin og grös og lyng brosa mót sól, haustlita- dýrð heiðarinnar er mikil og fög- ur, þá er birtan oft annarleg og hrífandi. Austurmörk Hellisheiðar eru skýr, af Kambabrún sér yfir Ölf- usið og sveitir Suðurlands, þaðan sveigir hún aflíðandi til vesturs. Skammt vestan Núpafjalls, á móti hásuðri, líkast því sem hann hafi ruðst út úr heiðinni gnæfir Þurr- árhnjúkur, hátignarlegur líkt og máttugur risi, sem heldur vörð um landið. Heiðin verður eins og vold- ugir armar þessa risa, sem faðmar jarðirnar, sem liggja að rótum fjallsins. Framundan og upp af Þurrárhnjúk liggja Þurrárlönd. Jarðirnar Eystri-Þurá, sem skipt- ist í Frambæ og Norðurbæ, og Ytri-Þurá. Undirlendi er hér gott, tún að vísu orðin gömul, en bera með sér að hafa verið vel unnin og af mikilli kostgæfni. Skjólgott hraunið, gróðursælir rimar með- fram ánni, víðáttuengjar góðar til nytja og grasmiklar, og handan Þorleifslækjar hið mikla grasforð- abúr Ölfusforir, en í þeim hafa Þurárbændur jafnan heyjað drjúgt. Þetta land og heiðin var heimur Sæmundar bónda Eyj- ólfssonar á Þurá, sem hér skal minnst. Sæmundur fæddist á Bakka i Ölfusi 3. febrúar 1897. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Gísla- son frá Þóroddsstöðum í sömu sveit og Guðlaug Hannesdóttir frá Bakka. Guðlaug og Eyjólfur hófu búskap á Bakka, en árið 1907 kaupa þau hálfan Frambæinn og flytja sama ár að Þurá. Nokkru síðar kaupa þau svo Ytri-Þurá og sameina með því þessar tvær jarð- ir. Þau Guðlaug og Eyjólfur á Þurá eignuðust 10 börn, en þau voru, auk Sæmundar, Hannes, Marteinn, Gíslína, Hólmfríður, Kristján, Kristinn, Brynjólfur, Þórunn og Kristín, sem nú ein lifir systkinahópinn. Guðlaug á Þurá andaðist árið 1936, en Eyjólfur árið 1961, þá 94 ára gamall. Þeir bræður Brynjólf- ur og Sæmundur keyptu Þurá af föður sínum árið 1942. Kristín systir þeirra hélt svo bú með þeim bræðrum. Árið 1942 lést systir þeirra Hólmfríður, sem þá var orðin ekkja eftir Svein Sveinsson, af slysförum í Reykjavík frá 4 börnum. Þau Þurár-systkin tóku þá að sér til uppeldis tvö yngstu börn Hólmfríðar, þau Huldu og Guðbjörn. ólust þau upp á Þurá til fullorðins ára og hafa alltaf lit- ið á Þurá sem æskuheimili sitt. Árið 1959 andaðist Brynjólfur. Kristín og Sæmundur bjuggu áfram á Þurá allt til ársins 1964 að þau seldu jörðina og fluttu til Hveragerðis. Framúrskarandi gestrisni hefur alla tíð einkennt þau systkin, Kristinu og Sæmund, margir hafa kynnst þeim á langri ævi og ég þori að fullyrða enginn nema að góðu. Þann 23. febrúar 1983 andaðist Sæmundur frá Þurá í Borgarspít- alanum í Reykjavík. Daginn eftir þurfti ég að fara austur fyrir fjall. Þegar ég ók um heiðina þennan dag rann það allt í einu upp fyrir mér, að ég var á ferð í ríki Sæ- mundar Eyjóifssonar, sögur sem hann hafði sagt mér komu upp í hugann og í mínum augum öðlað- ist heiðin líf. Þegar ég kom í hlað á Þurá var mér litið til Fjallsins og það var sem ég sæi Sæmund standa uppi á Þurrárhnjúk. í dag er hann til moldar borinn frá Hjallakirkju. Hvíli í friði hinn gamli fjall- kóngur í faðmi heiðarinnar, sem spor hans mörkuðu langa ævi og megi hið eilífa ljós lýsa honum. Gunnar Eyjólfsson Þurá. Tæplega þrettán ár eru liðin síðan við kynntumst Sæmundi Eyjólfssyni, fyrrum bónda á Þurá í Ölfusi. Það var í Frumskógum í Hvera- gerði, þar sem við systurnar vor- um að vandræðast yfir skemmd- um á sumarbústað okkar, sem orð- ið höfðu þá um veturinn. Sæmund- ur kom þarna aðvífandi og áður en við skildum hafði hann gjört okkur það kostaboð að líta eftir bústaðnum fyrir okkur. Frá þeim degi hefur Sæmundur verið hjálparhella okkar og vinur. Auk þess að líta eftir húsinu, fór hann fljótlega að taka til hendi á lóðinni og tjóuðu þar engar úrtöl- ur af okkar hálfu, en Sæmundur átti orðið mjög erfitt um gang sökum kölkunar í mjöðmum. En engin fyrirhöfn var of mikil í hans augum til þess að allt mætti vera í sem bestu lagi og varla leið sá dagur að Sæmundur vitjaði ekki hússins. Þannig var um hvaðeina sem hann tók að sér og bar ábyrgð á um æfina. + Fjölskylda ÞÓRDÍSAR E. STEPHENSEN þakkar hjúkrunarfólki á Reykjalundi fyrir framúrskarandi hjúkrun og umönnun í veikindum hennar. Blessuö veriö þiö fyrir liknarstörf ykkar. Guöbjartur Stephensen, Þórdís Stephensen, Ólafur M. Jóhannesson. Alúðar þakkir fyrir samúð og hlýhug viö andlát og útför, BENEDIKTS Þ. EYJÓLFSSONAR, Hverfisgötu 43. Elínborg Benediktsdóttir, Branddís Benediktsdóttir, Rafn Benediktsson, Víóar Benediktsson, Ólafur Benediktsson, Garðar Benediktsson, Valgeröur Benediktsdóttir, Linda Benediktsdóttir, Valgarö Bertelsson, Margrét Guðmundsdóttir, Brynja Valgeirsdóttir, Guöjóna Guöjónsdóttir, Unnur Guðbjartsdóttir, Hrólfur Einarsson, og barnabörn. Sæmundur fæddist að Bakka í Ölfusi. Hann var sjöunda barnið í röðinni úr hópi tíu systkina. Þegar hann er tíu ára gamall flytur fjöl- skyldan búferlum að Þurá í sömu sveit. Þar ólst Sæmundur áiðan upp og fór snemma að ganga að öllum venjulegum bústörfum. Við lát móður sinnar árið 1936 taka þau systkinin, Brynjólfur, Kristín og Sæmundur við búsforráðum. Brynjólfur lést árið 1959, en þau Sæmundur og Kristín hafa haldið heimili saman alla tíð. Árið 1964 var Sæmundur orðinn svo illa haldinn af kölkun í mjöðmum að þau urðu að hætta búskap. Þau keyptu sér þá húsnæði við Frum- skóga í Hveragerði og hafa búið þar síðan í hartnær tuttugu ár. Jörðin Þurá var þeim systkinum báðum afar hjartfólgin. Þeim var því mikið í mun að hún lenti í góðra manna höndum og sú varð líka raunin sem betur fór. Tvö systurbörn, þau Hulda og Guðbjörn, ólust upp á Þurá. Þau komu þangað árið 1942 eftir að móðir þeirra, Hólmfríður, hafði látist af slysförum. Guðbjörn er nú búsettur í Sví- þjóð en Hulda býr í Hveragerði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur jafnan verið systkinunum mikil stoð og svo er um fleiri ættingja og venslafólk er þar býr. Alltaf hefur verið gestkvæmt hjá Sæmundi og Kristínu, bæði á Þurá og síðar í Hveragerði. Það var líka gott að vera gestur þeirra. Sæmundur var fjallkóngur í sinni sveit um árabil. Hann var fjárglöggur maður með afbrigðum og átti fjárbúskapurinn hug hans allan. Heyrt höfum við, að Sæ- mundur hafi kunnað skil á öllum mörkum, ekki einungis í sinni sveit, heldur einnig í nágranna- sveitum, Grafningi, Þingvallasveit og Mosfellssveit. Margar sögur kunni hann frá þeim árum þegar allt fé var rekið til slátrunar í Reykjavík eða jafn- vel í Hafnarfirði. Öft voru þetta erfiðar ferðir, þar sem mikið reyndi á forsjálni og aðgæslu, en það voru ríkir þættir í eðli hans. Þau eru ófá sporin, sem Sæm- undur hefur gengið um afréttir Ölfusinga og nærsveita. Þar þekkti hann hverja laut og hvert skjól. Marga ferðina fór Sæmund- ur einn eftir siðustu leitir, ef ein- hverja kind vantaði þá og var eðl- isávísun hans lítt skeikul í því sambandi. Hann virtist bókstaf- lega finna á sér hvar leita skyldi. Það skipti ekki máli fyrir hann hver átti kindurnar, hitt var aðal- atriðið að koma þeim heilum í hús. í rauninni má með sanni segja í bókstaflegri merkingu, að hann hafi gengið sig upp að hnjám fyrir samferðamenn sína. Það er nú liðin tíð að sjá Sæ- mund vera að bjástra í lóðinni okkar, ýmist við að klippa kring- um trén, slá blettinn með orfi og ljá, snúa í flekk eða taka upp kart- öflur. Þessi tið er liðin, en hún gleym- ist ekki. Þegar við hugsum um Sæmund sjáum við fyrir okkur brosið hans. Það var sjaldgæft bros, svo ljúft og fagnandi og bar glöggt vitni þeirri góðvild og trúmennsku, sem einkenndi lífsferil hans. Við syst- urnar flytjum Kristínu og öðrum aðstandendum einlægar samúð- arkveðjur. Olöf og Ásdís Ríkarðsdætur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.