Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 31 matvælum og sjúkdómum í mönnum. Svo illa vill til að einhver » skæðasti matareitrunargerill sem til er, clostridium botulinum, myndar afar varmaþolin gró sem nauðsynlegt er að útrýma við niðursuðuna. Það er m.a. þessum harðgerða gerli að kenna að það er ekki nóg að sjóða dósirnar við 100°C, heldur verður að sjóða þær við 115—130°C í a.m.k. nokkrar mínútur og oftast mun lengur. Niðursuðutækni Niðursuða er með flóknari vinnsluaðferðum. Venjulega er byrjað á því að skera fæðuna niður í bita, setja hana í dósir og hella yfir sykurlegi (ávextir), saltlausn (grænmeti), olíu eða sósu (kjöt/fiskur). Dósirnar eru því næst hitaðar upp til þess að eyða úr þeim hvötum (ensímum) og auðvelda lofttæmingu dósanna. Því næst eru þær lofttæmdar og lokinu smellt á. Dósunum er nú raðað í þrýsti- sjóðarann (sjá mynd) og honum lokað rækilega. Fæðan er því næst soðin undir þrýstingi við hitastig og hitunartíma sem fer m.a. eftir fæðutegundum. tap mun minna með þessari að- ferð en venjulegri niðursuðu. Lokaorð Niðursuðuvörur eru einkum vinsælar vegna þess að þær eru handhægar í notkun, taka ekki rúm í kæli eða frystikistu og hafa nærri því ótakmarkað geymsluþol. Á hinn bóginn er niðursuða dýr aðferð sem er aðeins á færi iðnaðarþjóða. En þar lendir hún jafnframt í harðri samkeppni við aðrar aðferðir á borð við frystingu o.fl. Ekki má heldur gleyma að hefðbundin niðursuða veldur meiri rýrnun á næringargildi en frysting. Er því líklegt að fyrr- nefnda aðferðin eigi nú í vök að verjast. Heímildir: 1. T.P. Labuza, Food and Your Well-Being. West Publishing Company, 1977. 2. S. Pétursson. Niðursuða. Ráðstefna um matvælavinnslu. Fæðudeild RALA. Desember 1982. í prentun. Kaldur bakstur fyrir þá sem þjást af migreni og höfuðverk Bílasöludeildin er opin í dag frá kl. 2-6 Næringargildi Niðursoðinn matur hefur að jafnaði minna næringargildi en fryst fæða, en aftur meira en þurrkuð fæða. Þetta fer þó dálítið eftir því hvernig matreiðslu er háttað. Það næringarefni sem mest tapast af við niðursuðuna er C-vítamín. Er ekki óalgengt að 60—70% af C-vítamíninu séu horfin þegar neytandinn leggur matinn sér til mynps. Af öðrum næríngarefnum sem geta eyðst við niðursuðu má nefna B-vítamín og steinefni sem skolast út í soðið og B-l-vítamín og fólasín sem eyðast að hluta við vinnsluna. Því miður getur niðursuðan einnig haft mjög óæskileg áhrif? á bragð, útlit og áferð fæðunriar. í öðrum tilvikum eru áhrifin aft- ur miklu minni og jafnvel hverf- andi. Nýjar aðferðir Mörg tilbrigði við hefðbundna niðursuðu hafa. ttomið fram á síðari árum. Er tilgangur þeirra einkum sá að komast hjá þeirri ofhitun sem niðursuðan leiðir oft af sér. Flestar þessar aðferðir eru for- suða í einhverri mynd, en þá er fæðan hituð, en síðan er henni pakkað í dauðhreinsaðar umbúð- ir. Verður árangurinn þá sá sami, en minni hætta á ofhitun. Dæmi um þetta má nefna leift- urhitun (UHT) á mjólkurvörum, þ.e. framleiðsla á svonefndum G-vörum. Verður næringarefna- Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu KJÖTSÝNING Kjöt af 24 völdum nautgripum frá Sláturfélagi Suöurlands veröur kynnt á 1. hæö í húsakynnum Afuröasölu Sambands ísl. samvinnufélaga á Kirkjusandi. Kjötiönaöarmenn sýna sundurtekningu á nautakjöti. Hvernig vilja neytendur nautakjötiö? Skoöanakönnun meöal sýningargesta. Kjötiönaöarstöð SÍS kynnir framleiðsluvörur sínar á 2. hæö hússins. Þar veröa gefnar bragöprufur og vinnsluvörur seldar í sérstökum kynningarpökkum á mjög hagstæöu veröi. Sýningin verður opin í dag (laugardag) kl. 15.00 til 18.00 og á morgun sunnudag kl. 13.00 til 18.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.