Morgunblaðið - 05.03.1983, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.03.1983, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Gagnkvæm tillitsscmi allra vegfarenda Rannsóknir á hraðakstri 4-------------------------M--------------------------► -------4 » --------------------------------------------------------------« Oryggisfjarlægð: 50 m Oryggiafjarlægð: 40 m. 4-----------------------------------------350 metrar------------------------------------------t Hraði 2800 km leið 90 km/klst 130 km/klst Tími 47 klst. 53 mín. 45 klst. 05 mín. Bensíneyðsla 194,8 lítrar 243,1 lítri Heildarbensínv. (kr. 15,50 pr. 1.) 3018 krónur 3769 krónur Bensíneyðsla/100 km 7,0 lítrar 9,0 lítrar Hjólbarðaslit 1 mm 2 mm Fór fram úr flutningabílum 262 sinnum 313 sinnum Fór fram úr fólksbílum 230 sinnum 531 sinni Fór fram úr dráttarvélum 42 sinnum 54 sinnum Varð að snarhemla 7 sinnum 184 sinnum Þaö er segin saga, að þegar veður og færð eru með besta móti, eykst hraðinn í umferð- inni. Radarmælingar lögregl- unnar staðfesta þetta. Fyrir viku var hér fjallað um hraðakstur og sýnt fram á, hve lítill tími raunverulega sparast, þótt við aukum hraðann. Á 10 km leið sparast tími sem talinn er í sek- úndum. Það er allt og sumt. En það er fleira varðandi hraðakstur sem vert er að gefa gaum. Hér verður sagt frá tveimur tilraunum, sem sýna hve vafasamt það er að stunda hraðakstur, þótt ekki sé meira sagt. í Þýskalandi var gerð athugun á því hve mikinn tíma væri hægt að spara með hraðakstri í borg- arumferð. Ekin var 7,5 km leið, sextán sinnum. Vegalengdin var ekin með tvennum hætti: í öðru tilfellinu fylgdi bíllinn umferð- arstraumnum og ók á þeim hraða sem nauðsynlegur var hverju sinni. í hinu tilfellinu ók bílstjórinn eins hratt og unnt var og ók framúr þegar þess var nokkur kostur. Og hver ætli niðurstaðan hafi orðið? Jú, það spöruöust 90 sek- úndur með hraðakstrinum, bensín- eyðsla jókst um 40%, hemlanotkun um 35% og framúrakstur um 1055%, en framúrakstur er ein- mitt meðal hættulegustu tilvika í umferðinni. Þessar tölur tala sínu máli, þótt þær segi ekki beint í hve mikla hættu öku- mennirnir í hraðakstrinum lögðu sjálfa sig og aðra fyrir litl- ar 90 sekúndur. Önnur tilraun var gerð í Sviss. Þar lét bílafyrirtækið General Motors aka tveimur bílum af sömu gerð 2800 km leið. Það er vegalengd sem samsvarar því að aka hringveginn tvisvar. Oðrum bifreiðastjóranum var sett það skilyrði að aka aldrei hraðar en á 90 km hraða. Hinn mátti aka á allt að 130. Á töflunni hér að neðan sést hver útkoman varð. Sá fljótari sparaði sér tæpar þrjár klst. á allri þessari vega- lengd. Hann náði sem sagt ekki nema 3,6 km/klst. hærri meðal- hraða en sá sem aldrei mátti aka á yfir 90 km hraða. Hins vegar þurfti hann að snarhemla 26 sinnum oftar og bensíneyðslan var yfir 20% meiri en hjá þeim sem hægar fór. Þessi könnun ætti því að sýna glögglega eftir hve litlu er að sækjast í hrað- akstri. Ef við drögum nú saman helstu niðurstöður um hrað- akstur, lítur það svona út: Tímasparnaður er oftast óveru- legur, því meðalhraði hækkar lítið þótt reynt sé að aka eins hratt og mögulegt er. Hættutil- vikum fjölgar stórlega eftir því sem hraðinn er meiri og í meira ósamræmi við hraða annarra ökutækja. Hraðakstri fylgir orkusóun og loks fylgir honum stóraukin hætta fyrir samferða- menn, m.a. vegna þess að sjón- sviðið þrengist eftir því sem hraðinn eykst og tími til við- bragða, ef eitthvað ber útaf, styttist verulega. Við skulum loks velta fyrir okkur einu atriði sem skiptir verulegu máli varðandi hrað- akstur, sem sé framúrakstri. Hugsum okkur tvo bíla, annan á 1 60 km hraða á klst. og þann sem fer framúr á 80 km hraða. Sá sem fer hraðar ekur 22 metra á sekúndu, hinn fer 16m/sek. Hraðamismunurinn er því 5,5 metrar á sek. Við skulum segja að framúrakstur hefjist þegar 50 metrar eru á milli bíl- anna og að honum ljúki þegar sá sem framúr fer er 40 metrum á undan hinum. Þá eru bílarnir samsíða á veginum eftir að sá sem framúr ætlar hefur ekið tæplega 200 metra og framúr- akstrinum lýkur ekki fyrr en eft- ir 350 metra akstur þess sem framúr fór. Og hvað gerist svo ef sá sem framúr er ekið eykur um leið hraðann, eins og því miður gerist oft? Það ættu allir að sjá hve slíkt háttalag er stórhættu- legt. Þetta ættu menn að hugleiða þegar þeir aka úti á vegum og líka svar mannsins sem spurður var í útvarpi fyrir nokkrum ár- um hvort hann teldi sig góðan ökumann. Hann svaraði ein- hvern veginn svona: „Ég held ég hafi fyrst orðið þokkalegur bílstjóri, þegar það hætti að fara í mínar fínustu, að bíll ók framúr mér. Þar með var ég búinn að ná því jafnvægi í umferðinni sem öllum er nauð- synlegt." Niðursuða eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Það var Napóleon mikli sem tók loksins af skarið og sá til þess að mannkynið eignaðist aðferð til þess að framleiöa matvæli sem hægt var aö geyma á sóma- samlegan hátt. Ástæðan var sú að hann þurfti að fá matvæli sem hann gat tek- ið með sér í herferðir til fjar- lægra landa. Og eins og svo oft áður, fékk Napóleon það sem hann vildi. Þetta var í byrjun síðustu ald- ar löngu áður en byrjað var að frysta eða vélþurrka mat. Niður- suða var því fyrsta nútímalega vinnsluaðferðin sem mannkynið eignaðist. Niðursuða og saga Það var franski kokkurinn Nicolas Appert, án efa frægasti matreiðslumaður sögunnar, sem vann verðlaunin sem Napóleon hafði heitið þeim sem leyst gæti vanda hans. Appert gerði ítarlegar tilraun- ir með að fylla glerflöskur og krukkur með mismunandi fæðu- tegundum og stinga þeim síðan í sjóðandi vatn i mismunandi langan tíma. Eftir að suöutímanum var lok- ið rak hann korktappa í opið og innsiglaði ílátin með vaxi og vír og beið síðan átekta eftir því sem verða vildi. Aðferðin tókst. Appert hafði að vísu ekki hugmynd um hvers vegna, en það var ekki hans mál. Hann fékk verðlaunin sem hann hafði sannarlega unnið fyrir. Að vísu kom síðar í ljós að það þyrfti að endurbæta aðferðina á þann hátt að hækka þurfti hita- stigið sem fæðan var soðin við upp í svona 115 til 130°C. FÆDA QG HEILBRIGEM Þetta var fyrst leyst með því að setja sölt út í suðuvatnið sem hækkuðu suðumarkið. En 1875 fannst varanlegri lausn: sérstak- ur þrýstisjóðari (háþrýstipottur). Þá var fyrir löngu farið að nota blikkdósir í staðinn fyrir glerkrukkur og áður en varði tók þessi aðferð að breiðast út uns hún varð ein vinsælasta vinnslu- aðferðin. Niðursuða á íslandi Enda þótt ekki hafi ávallt blásið byrlega fyrir niðursuðu- iðnaðinum á íslandi er það ekki fyrir þá sök að íslendingar hafi byrjað of seint að nota þessa að- ferð. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Péturssonar, gerlafræðings, var það enskur laxakaupmaður sem varð fyrstur til að reyna niðursuðu hér á landi, í Borgar- nesi árið 1858. Þessi nýbreytni varð frækorn- ið að lagmetisiðnaðinum sem nú er orðinn vaxandi iðngrein hér á landi, en auk þess er talsvert flutt inn af niðursoðnum mat- vælum. Þær afurðir sem íslendingar borða gjarnan i niðursoðinni mynd eru m.a. grænmeti, ávextir, ýmsar fiskafurðir, súpur og kjöt- meti ýmiss konar, t.d. kæfa og sviðasulta. Gangur niðursuðu Við niðursuðu er nauðsynlegt að beina spjótum sínum að þeim örverugerðum sem þola mestan hita og geta valdið skemmdum á Fræðsluþættir frá Geðhjálp Fjölskyldan taki eins mikinn þátt í meðferðinni og æskilegt er talið Spurt er: Faðir minn hefur dvalið á geð- sjúkrahúsi í mörg ár. Ég hef stund- um talað við þá lækna sem hafa haft með hann að gera og spurt, hvaða sjúkdómi á geði hann sé haidinn. Svör hafa alltaf verið þau sömu, að það skipti ekki máli. Því spyr ég: 1. Hver er réttur aðstandenda varðandi þetta? 2. Eru geðsjúklingar ekki sjúkdómsgreindir eins og aðrir sjúklingar? I spurningunni kemur ekki skýrt fram hvort „faðirinn" hef- ur dvalið að staðaldri í geð- sjúkrahúsi í mörg ár eða á margra ára ósamfellda dvöl að baki. Ef viðkomandi einstakling- ur hefur um margra ára skeið dvalist í geðsjúkrahúsi en út- skrifast annað slagið, er það réttur hans að engum öðrum en honum sjálfum sé skýrt frá sjúkdómsgreiningunni. Það sama gildir þó hann dveljist í geðsjúkrahúsi að staðaldri, laga- lega séð er sjúkdómsgreiningin hans einkamál og ekki má skýra frá henni án hans samþykkis. Sé málið skoðað í víðara samhengi og bæði hugsað um hag sjúkl- ingsins og aðstandenda hans, geta réttar upplýsingar um sjúkdómsmyndina og jafnvel upplýsingar um sjúkdóms- greiningu verið ávinningur fyrir báða aðila, t.d. þegar leggja þarf fram sviptingarbeiðni. f dag er yfirleitt farið þess á leit við fjölskyldu sjúklings, að hún taki eins mikinn þátt í með- ferðinni og æskilegt er talið bæði fyrir sjúklinginn og fjöl- skyldu hans, til þess að sem bestum árangri verði náð. Ef fjölskyldan fær ekki nægilegar upplýsingar um gang mála og hvernig mætti e.t.v. bregðast við undir ákveðnum kringumstæð- um, er rangt að gera kröfur til hennar sem virks þátttakanda í meðferð. Ég veit að þessi þáttur meðferðar er ekki alltaf nægi- lega vel unninn og getur það í sumum tilfellum skapað óþarfa vandamál. Hjúkrunarfræðingar hafa oft rætt um það sín á milli, að nauðsynlegt sé að skipuleggja stutt námskeið fyrir aðstand- endur geðsjúklinga og vonandi verður þessa ekki langt að bíða. Ég vil benda bréfritara á að biðja um viðtal hjá lækni föður síns því ég trúi ekki öðru en þarna sé um misskilning að ræða sem mætti leiðrétta og læknir- inn muni gefa fullnægjandi upp- lýsingar. Ef þetta ráð kemur ekki að gagni, vona ég að bréfrit- ari láti aftur frá sér heyra. . Þá er komið að annarri spurn- ingunni. Hér á landi eru geð- sjúklingar sjúkdómsgreindir og stuðst við sjúkdómsgreiningar- lista Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar. Þetta er langur listi og flókinn. Einnig verður ákveðin viðmiðun (criteria) að vera fyrir hendi til þess að setja sjúklinga í sjúkdómsflokka. Góð- ur læknir athugar sjúkling sinn vel áður en hann setur ákveðna „sjúkdómsgreiningu" á hann. Síðastliðin ár hafa sjúkdóms- greiningar á geðsjúklingum mik- ið verið gagnrýndar af mörgum starfshópum sem starfa við geðheilbrigðismál. Rætt hefur verið um að settir séu „merki- miðar" á einstaklinga og þeir stimplaðir fyrir lífstíð. Ef hægt væri að breyta þessum hugsun- arhætti, væri það spor í rétta átt fyrir alla sem hlut eiga að máli. Okkur finnst það eðlilegt að ein- staklingar sem lagðir eru inn í almennt sjúkrahús, haldnir lík- amlegum sjúkdómum, séu sjúk- dómsgreindir, reyndar þykir okkur miður ef lækni gengur illa að finna orsök/orsakir veikind- anna. En ef geðsjúklingar eru lagðir inn í geðsjúkrahús og sjúkdómsgreindir, gegnir allt öðru máli. Þá er verið að ganga á rétt þeirra, afskrifa þá sem virka samfélagsþegna. Þarna þarf svo sannarlega að verða breyting á ef við viljum stefna að því að þeir sitji við sama borð og aðrir sjúklingar. Það væri til mikilla bóta ef hægt væri að líta á geðsjúkdómsgreiningu sem tæki til þess að flýta fyrir því að sjúklingar fengju viðeigandi meðferð og draga þannig úr þeim fordómum sem ríkt hafa gagnvart geðsjúkdómum. Þórunn Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.