Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir SIGURÐ SVERRISSON
Sovéski kafbiturinn, sem strandaði skammt frí sænsku flotastöðinni I Karlskrona.
Öflugt njósnanet Sovét-
manna á Norðurlöndum
Með aðstoð kafbáta, gervitungla og ratsjártækja starfa hundruð sov-
éskra njósnara á Norðurlöndum. Starfsvettvangur þeirra nær allt frá
Svalbarða í norðri til Eystrasaltsins í suðri. Angar njósnanetsins teygja
sig inn á hinar ólíklegustu slóðir og öruggar heimildir í Stokkhólmi segja
net þetta vera hið fullkomnasta og fjölmennasta, sem Sovétmenn eru
með á sínum snærum. Ekki aðeins það, heldur og eitt hið umfangsmesta
í heiminum.
Samkvæmt heimildar-
mönnum í Stokkhólmi, sem
eru vel að sér um þessi málefni
Sovétmanna, eru þeir með
hundruð manna á sínum snær-
um á Norðurlöndum. Þótt þegar
hafi verið komið upp um starf-
semi fjölda sovéskra njósnara
eru þeir hins vegar aðeins taldir
vera lítill hluti alls kerfis þeirra.
Litlu skipti þótt einn og einn
njósnari sé gripinn, starfsemin
haldi áfram eins og ekkert hafi í
skorist.
Vísað úr landi
Eitthvert alvarlegasta dæmið
um njósnir Sovétmannanna
sannaðist best þegar kafbátur
þeirra af Wiský-gerð strandaði
skammt frá flotastöð Svía í
Karlskrona í október 1981. Ekki
er lengra síðan en í fyrra, að sov-
éskum diplómötum var vísað úr
landi í Noregi.
{ ár voru það sovéskir dipló-
matar í sendiráðinu í Stokk-
hólmi og tveir Sovétmenn í
Danmörku, sem fengu reisupass-
ann. Reyndar var annar Sovét-
mannanna i Danmörku ekki á
snærum sendiráðsins heldur
siglingafræðingur. Á svipuðum
tíma voru Norðmenn að fiska
upp mjög fullkomið hlustunar-
dufl frá Sovétmönmnum, sem
komið hafði verið fyrir á hafs-
botni, skammt frá Statfjord-
olíuvinnslusvæðinu.
Bæði Danir og Norðmenn eru í
NATO, Sviar eru hlutlausir og
Finnar hafa náið samstarf við
Sovétmenn á mörgum sviðum.
Því liggur í augum uppi, að
Norðurlöndin gegna mikilvægu
hernaðarhlutverki í augum Sov-
étmanna sakir staðsetningar
sinnar.
Stjórnmálaskýrendur benda
einnig á, að möguleikarnir á að
virkja hinar opinberu skoðanir
ríkisstjórna landanna fjögurra,
þ.e. að stefna beri að varanlegum
friði í eigin landi og nágranna-
löndunum, séu vænlegir til
árangurs því Sovétmenn hafi til
þessa sýnt þeim viðhorfum mik-
inn áhuga.
Heimildir innan norskra fjöl-
miðla halda því fram, að
starfsmenn sovésku fréttaþjón-
ustunnar í landinu sýni svo að
segja hverjum einasta atburði á
Norðurlöndum mikinn áhuga.
Gildir engu hvort um er að ræða
stórar eða smáar uppákomur
eða. Sömu heimildir halda því
ennfremur fram, að hver einasti
austantjaldsbúi, sem heimsækir
Norðurlöndin, sé annað hvort
þegar njósnari eða þá í þjálfun
sem slíkur.
Vitað er til þess, að sovéskir
og pólskir borgarar, sem heim-
sótt hafa Svíþjóð í einkaerind-
um, hafa verið beðnir að gefa
skýrslu þegar heim hefur verið
komið. Flestir sættast á það að
gefa skýrslu af hræðslu einni
saman. Óttinn um að ferðafrels-
ið verði afnumið sér til þess, að
hvert einasta og lítilmótlegasta
atriði utanlandsfararinnar
kemst til skila.
Gífurlegur mannafli
Allar sovéskar skrifstofur og
sendiráð á Norðurlöndum eru
mun mannfleiri en samsvarandi
stofnanir á vegum Bandaríkja-
manna. í öllum tilvikum á Norð-
urlöndum er tala starfsmanna
sovésku sendiráðanna margfalt
hærri en eðlilegt getur talist
miðað við stærð og íbúafjölda
viðkomanda landa.
Alls munu 33 starfsmenn vera
við sovéska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn og í Stokkhólmi eru
þeir 41, auk 10 á ræðismanns-
skrifstofunni í Gautaborg.
Heimildir í Gautaborg herma, að
starfsmenn ræðismannsskrif-
stofunnar þar eyði verulegum
hluta tíma síns í að fylgjast með
skipaferðum um höfnina og her-
skipalægi sænska flotans, auk
ýmissannars athafnalífs í borg-
inni. Má þar nefna hluti, sem
Volvo-verksmiðjurnar framleiða
fyrir herinn.
I Helsinki eru hvorki fleiri né
færri en 51 starfsmaður í sov-
éska sendiráðinu. Finnar, sem
eru ákaflega viðkvæmir fyrir öll-
um spurningum um umsvif Sov-
étmanna í landinu, benda alla
jafnan á þá staðreynd, að fjöldi
sendiráðsstarfsmanna stafi af
hinum miklu viðskiptatengslum
Sovétríkjanna og Finnlands.
Þegar út úr skrifstofum
stjórnkerfisins kemur eru
finnskir embættismenn fúsir til
að láta í Ijósi undrun sína á þess-
um mikla fjölda sovéskra
starfsmanna og þá ekki síður á
mjög leynilegri starfsemi, sem
fram fer í kjallaranum undir
sendiráðinu. Kjallari þessi er
ekkert venjulegur, enda fimm
hæðir niður í jörðina.
Auknar grunsemdir
Norðmenn hafa einnig látið I
ljósi undrun sína yfir afar kostn-
aðarsömum framkvæmdum Sov-
étmanna á Svalbarða. Þeir hafa
þar komið sér upp góðum flug-
velli og mjög fullkomnu
fjarskiptakerfi, sem er langtum
öflugra en þarf að vera fyrir þá
umferð, sem er á þessum slóðum.
Ýmis fyrirtæki á Norðurlönd-
um, sem standa í viðskiptasam-
bandi við Sovétmenn hafa vakið
grunsemdir. Nægir þar að nefna
Matreco-fyrirtækið, sem flytur
inn Lada-bifreiöir til Noregs og
Svíþjóðar. Fjöldi bifvélavirkja
og viðgerðarmanna á vegum þess
fyrirtækis er ótrúlegur miðað
við umfang þess.
Sovéskir flutningabílar hafa
hvað eftir annað verið gómaðir í
nágrenni við hernaðarlega mik-
ilvæga staði. Talið er, að í þess-
um flutningabílum sé ýmiskonar
hlustunarbúnaður og úr þeim sé
fylgst með ferðum hermanna.
Þó svo Norðurlöndin hafi enn
ekki borið fram formlega kvört-
un vegna ferða hinna rúmlega
200 kaDráta, sem vitað hefur ver-
ið um við strendur Noregs og
Svíþjóðar frá því 1969, eru kaf-
bátarnir augljóslega í njósn-
aferðum. Hugsanlegt er einnig,
að þeir hafi verið sendir af stað
með það fyrir augum að skjóta
Norðurlöndunum skelk í bringu.
(— SSv. þýddi og endursagði
úr Aktueit.)
Frá stjórnmálafundinum á árdögunum í Ármúlaskóla. Salurinn er þéttsetinn,
en í fremstu röð er stjórnmálahópurinn að leggja fyrirspurnir fyrir fulltrúa
stjórnmálaflokkanna.
Árdagar í
Ármúlaskóla
UM ÞESSAR mundir standa yfir í
Ármúlaskóla svokallaðir árdagar, en
þeim lýkur með árshátíð á fimmtu-
dagskvöld. Á árdögum hefur verið
efnt til ýmiss konar viðburða.
Þannig var efnt til mikillar
íþróttahátíðar í Laugardalshöll,
til stjórnmálafundar, til ýmiss
konar tónleikahalds í útitjaldi,
haldnar voru kvöldvökur og ýmiss
konar menning framreidd.
Jafnframt starfræktu ármýl-
ingar útvarpsstöð í tilefni árdaga
og sendi hún út daglangt á 91,5
megariði á FM-bylgju.
Vegna húsnæðisleysis var reist
stórt tjald á lóð Ármúlaskóla til
að hýsa hljómleika og aðrar uppá-
komur, eins og nemendur kalla
það. Þar tróðu upp m.a. popp-
hljómsveitirnar Grýlurnar og
Pass, en einnig voru haldnir þar
jasstónleikar og kvöldvökur.
Sjómannskvinnuhringurinn, sem er félagsskapur færeyskra kvenna hér í
Reykjavík og nágrenni, vinnur m.a. að því að safna peningum til smíði hins
nýja færeyska sjómannaheimilis að Brautarholti 29, efnir þar til basars á
handavinnu og heimabökuðum kökum á morgun, sunnudag, og hefst basar-
inn kl. 14. Undirbúningur basarsins þ.e.a.s. vinnan við handavinnuna hefur
staðið í vetur. Aðaldriffjöðurin í þessum félagsskap hinna færeysku kvenna
er frú Justa Mortensen. Það er hún sem er hér á myndinni ásamt sýnishorni
af basarmununum.
Menntaskóiinn í Reykjavík:
Kennaratónleikar
tónskóla Sigursveins
KENNARATÓNLEIKAR Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar verða
haldnir sunnudagiun 6. mars í Sal
Menntaskólans í Keykjavík kl. 16.
Þeir kennarar Tónskólans sem
koma þar fram eru: Sigrún V.
Gestsdóttir sópransöngkona,
Anna Norman píanóleikari, Carol
Dean lágfiðluleikari, Páll Hannes-
son bassaleikari, Arnaldur Arnar-
son gítarleikari, Joseph Fung gít-
arleikari, Martial Nardeau flautu-
leikari, Einar Jóhannesson klari-
nettleikari og Sigursveinn
Magnússon hornleikari. Að auki
koma fram nokkrir gestir: Alex-
ander Marks fiðluleikari, klarin-
ettleikararnir Sigurður I. Snorra-
son og Kjartan Oskarsson, Rúnar
Vilbergsson fagottleikari og Þor-
kell Jóelsson hornleikari.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill.
Útivist:
Gönguferðir í Fljóts-
hlíð og á Kjalarnes
Á sunnudaginn verða tvær
gönguferðir á vegum Útivistar.
Klukkan 10 verður dagsferð í
Fljótshlíð. Fararstjóri er Þorlcif-
ur Guðmundsson. Klukkan 13 er
síðan gönguferð á Kjalarnes með
Einari Egilssyni. Gengið verður
frá Brautarholti í Saurbæ.
Skemmtileg fjöruganga. Brottför
er frá bensínsölu BSÍ.