Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Bfllinn með kvenröddina Hún lætur ekki mikið yfir sér, Austin Maestro-bifreiðin, sem greint var frá í fréttum Mbl. fyrir fáum dögum. Þessi bifreið er þeirri nýjung gædd, að mælaborðið rabbar við bílstjórann og segir honum t.d. hvort bensínið sé að verða búið, eða að bílstjórinn eigi eftir að festa sætisólarnar og því um líkt. Rödd mælaborðsins er töfrandi kvenmannsrödd, rödd sjónvarps- stjörnunnar bresku, Nicolette McKenzie, sem lánar rödd sína tölvu sem komið hefur verið haganlega fyrir í litlu mælaborðinu. Herge, faðir Tinna, látinn Brussel, 4. mars. Al*. FAÐIR teiknimyndastráksins Tinna, Herge, lést í sjúkrahúsi í Brussel í dag, 75 ára að aldri. Herge, sem hét Georges Remy réttu nafni, skapaði „syni“ sínum frægð um heim allan. Saga Tinna hófst á síðum hægri- sinnaðs dagblaðs árið 1927. Voru fyrstu ævintýrin, sem hann rataði í, látin gerast í Sovétríkjunum. Viðhorfin í sögunni túlkuðu andúð höfundarins á kommúnisma, enda ritstjóri blaðsins góðvinur Musso- lini. Ævintýri Tinna héldu síðan áfram um víða veröld, en í síðari heimsstyrjöldinni flutti hann sig yfir á síður Le Soir í Brussel. Blað- ið var þá undir stjórn Þjóðverja. Eftir heimsstyrjöldina óx vegur Tinna mjög og börn og unglingar víða um veröld lásu ævintýri hans af miklum áhuga. Skemmtilegar sögupersónur í ævintýrunum settu mikinn svip á þau og þeir eru vafa- lítið margir, sem minnast hundsins Snara, Skapta og Skafta, Kolbeins kapteins og margra annarra, sem komu við sögu. Genscher um frjálsa demókrata: Eina aflið, sem tryggir frið með slökunarstefnu Bonn, 4. mars. Frá Val Ingimundarsyni fréttaritara Mbl. HANS Dietrich Gencher formaður Frjálsra demókrata, sagði í Bonn í dag að tveir kostir kæmu til greina fyrir kjósendur á morgun. Annars vegar að tryggja áfram- haldandi stjórnarstefnu Frjálsra demókrata og Kristilegara demó- krata, og hins vegar að veita kansl- araefni Sósíaldemókrata, Hans Jochen Vogel, brautargengi með aðstoð Græningja. Genscher sagði að áhrif Græn- ingja á stjórnarstefnuna hefði þær afleiðingar, að Þýskaland, sem er í hjarta Evrópu, yrði ein- angrun, öryggisleysi og vaxandi atvinnuleysi að bráð.“ Genscher sagði enn fremur: „Við Frjálsir demókratar viljum draga úr at- vinnuleysi með hjálp hins frjálsa markaðar, vinna að auknu lýð- ræði og efla og bæta réttarríkið." Genscher kvað Frjálsa demó- krata eina aflið í vestur-þýskum stjórnmálum sem gæti tryggt frið með slökunarstefnu, sam- vinnu og afvopnun. Þessi um- mæli Genschers eru í samrælni við þá stefnu, sem flokkur Frjálsra demókrata hefur mark- að eftir stórnarskiptin í haust. Nú hefur hann hug á, að mark- aðslögmálin ráði ferðinni í efna- hagsmálum og afskipti ríkis- valdsins til minnkunar atvinnu- leysis séu ekki rétta lausnin. Seg- ir hann að þetta sé grundvallar- munur á stefnu Frjálsra demó- krata og Sósíaldemókrata. Kanslaraefni Frjálsra demó- krata, Vogel, sagði t.d. í sjón- varpsurtiræðum í þýska sjón- varpinu í gær; „Við sósíaldemó- kratar teljum að ríkisvaldið eigi ekki að skorast undan ábyrgðinni þegar atvinnuleysið í V-Þýska- landi er 10,4%.“ Ljósm. Anna Bjarnadóttir. Græningjar sigurreifir á kosningafundi fyrir skömmu. V-Þýskaland: Stjórnin vísar ásök- unum til föðurhúsanna Bonn 4. mars. Frá Val Ingimundarsyni fréttaritara Mbl. í YFIRLÝSINGU frá vestur-þýsku ríkisstjórninni í dag er fullyrt að austur-þýskir fjölmiðlar séu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar á sunnudaginn með rógsherferð á hendur Kohl kanslara. Þar sagði ennfremur: „Þessar tilraunir eru tilgangslausar, því þær skaða ein- ungis þann flokk sem þeim var ætl- að að koma að góðu og spilla auk þess sambandi þýsku ríkjanna.“ Hér er augljóslega átt við sósí- aldemókrata, en kristilegir demó- kratar hafa í kosningabaráttunni lagt á það ríka áherslu að það sé viiji ráðamanna í Austur-Evrópu að sósíaldemókratar sigri í kosn- ingunum. Tildrög yfirlýsingar þýsku stjórnarinnar voru þau, að í austur-þýskum fjölmiðlum hefur því verið haldið fram undanfarna daga, að Kohl sé ekki fær um að greiða fyrir betri sambúð Austur- og Vestur-Þýskalands innan Vestur-Þýskalands. Hann hefur m.a. verið sakaður um að hafa í hyggju að brjóta „grundvallar- samning" ríkjanna, þar sem af- vopnunar- og slökunarstefna hef- ur verið höfð að leiðarljósi, með því að heimila Bandaríkja- mönnum að setja upp meðaldræg- ar eldflaugar í Vestur-Þýskalandi á þessu ári. Afleiðing yrði sú, að styrjaldarhætta í þessum heims- hluta ykist til muna. Eins og áður sagði, vísaði vestur-þýska stjórnin þessum ásökunum til föðurhúsanna og í yfirlýsingunni kemur fram að „að- dróttanir af þessu tagi komi heim og saman við áform Sovétmanna um að hafa áhrif á skoðanamynd- un kjósenda með skefjalausum áróðri gegn Kohl til að greiða götu sósíaldemókrata". Að lokum má geta þess, að Helmut Kohl vildi ekki tjá sig um þetta mál á fréttamannafundi í Bonn í dag. mCARAGUA MiÖ-Ameríka: Páfi reynir ad brúa bil og minnka spennu Jóhannes Páll páfi II. er nú sem kunnugt er á viku feróalagi um ríki Mið-Ameríku. I’áfi boðar eflingu friðar í ferð sinni og mikilvægi samstöðu og sameiningar, en víða einkennir háskaleg blanda ótta, spennu og byltingar, ástand mála í Mið- Ameríku. Allt frá ('osta Rica norður til landamæra Guatemala við Mexíkó hefur Mið-Ameríka verið vígvöllur stórveldanna um yfirráð, liandaríkin á annan veginn og Sovétríkin og Kúba á hinn. Þessi barátta ógnar síðan veldi rómansk-kaþólsku kirkjunnar, þar sem sumir presta hennar styðja stjórnvöld en aðrir vinstriöflin. Allt frá komu páfa til Costa Rica 2. mars, munu milljónir manna í Nicara- gua, Panama, E1 Salvador, Guatemala, Honduras, Belize og Haiti hlýða á mál hans og sjá hann áður en hann snýr aft- ur til Ítalíu 9. mars. En heimsókn páfa er annað og meira en trúarlegur atburður. Leiðtogar Mið- Ameríku líta á ferð hans sem stjórn- málalega tilraun til að minnka spennu milli hægri- og vinstriafla sem og til- raun til að koma Mið-Ameríku úr þeirri stöðu að vera leikvöllur stórveldanna. Hvergi er páfa þó meiri vandi á hönd- um en í Nicaragua, þar sem sandinistar hafa vikið Anastasio Somoza, fyrrver- andi einræðisherra, frá völdum og eru að breyta landinu yfir í marxískt ríki, sem stendur kúbönskum og sovéskum ráð- gjöfum opið, en vinnur gegn kaþólsku kirkjunni. í E1 Salvador, þar sem meira en 40.000 manns hafa látist í borgarastyrjöld á undanförnum þremur árum, hefur ferð páfa verið notuð til áróðursherferða, jafnt af stjórnvöldum sem uppreisnar- mönnum. Stjórnin leggur áherslu á pólskan, and-kommúnískan bakgrunn páfa, en skæruliðar leggja áherslu á bón páfa þess eðlis að bardögum verði hætt í landinu. Jóhannes Páll páfi II. leggur aðal- áherslu, sem fyrr segir, á að brúa hið stóra bil sem er milli andstæðra afla í Mið-Ameríku og að reyna að minnka þá spennu, jafnt stjórnmálalegs sem trúar- legs eðlis, sem þjóðfélög þessi eiga við að stríða, en eins og margir hafa bent á er það erfitt verkefni sem páfi tekur sér á hendur að þessu sinni. íHvtíg) á II.S. Ni-ws & World Keport.) B EU2E M )Guatemala Pacific Ocean ó m HONDURASj J i # S | í«t>a*rR COSTA RIC A GUATEMALA «*• f - « Et SALVAOOR !___a Caribbean Sea

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.