Morgunblaðið - 05.03.1983, Qupperneq 40
Háskólabíó:
Margarita Zimmer-
mann syngur á
laugardagskvöldið
á vegum Tón-
listarfélagsins
SÖNGKONAN fræga, Margarita
/immcrmann frá Argentínu, syngur
fyrir Tónlistarfélgið í Reykjavík nk.
laugardagskvöld kl. 21.00. Tónleikar
þessir verrta í Háskólabíói en ekki
Austurbæjarbíói eins og venja er.
l»etta er sjöttu tónleikar sem Tón-
listarfélagid heldur fyrir styrktarfé-
laga sína í vetur.
Undirleikari verður Bandaríkja-
maðurinn Dalton Baldwin.en
hann er fastur undirleikari
margra frægustu ljóðasöngvara
heimsins og hefur leikið hér oft
áður, t.d. með Gerard Souzay og
Elly Amelin, sem munu koma með
honum hingað á Sönghátíð ’83 í
júní nk. og syngja þar og kenna.
Á tónleikunum á laugardaginn
mun Margarita Zimmerrmann
syngja allfjölbreytta efnisskrá, ít-
ölsk lög eftir Caldara, Pergolesi og
Raynaldo Kahn, rússnesk lög eftir
Cui, Dargomijski og Tsjækofsky
og loks þjóðlega tónlist spánska
eftir Granados og De Falla.
Stúdentakjallarinn:
Djass á sunnu-
dagskvöldið
Á sunnudaginn nk. verður
djasskvöld í Stúdentakjallaranum.
Þeir sem leika eru Björn Thorodd-
sen gítar, Sigurður Flosason saxó-
fónn, Lúðvík Símonar víbrófónn
og Tómas Einarsson bassi.
Ferðafélag íslands:
Tvær skíða-
gönguferðir á
sunnudaginn
KL. 10.30 á sunnudaginn verður
skíðagönguferð að Skálafelli sunnan
Hellisheiðar og þar í nágrenninu, en
kl. 13.00 verður líka skíðagönguferð
á Hellisheiði. Þarna á Hellisheiðinni
er gott skíðagönguland og ætti fólk
ekki að láta hjá líða að nota snjóinn
meðan hann er.
Miðvikudaginn 9. mars verður
myndakvöld á Hótel Heklu, en þar
sýna myndir Pétur Þorleifsson úr
sumarleyfisgönguferð frá Hof-
fellsdal í Geithellnadal og eftir hlé
sýnir ólafur Sigurgeirsson mynd-
ir úr dagsferðum FÍ m.a. Selvogs-
götu, Hlöðufelli og víðar. Mynda-
kvöldið verður nánar auglýst í fé-
lagslífi blaðsins um helgina.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983
€J<fricf(wsa\(UiUuri nn
Dansað í Félagsheimilí
Hreyfils í kvöld kl. 9—2.
(Gengið inn frá Grensásvegi.)
Hljómsveit Jóns Sigurössonar og söngkonan
Kristbjörg Löve. Aögöngumiöar í síma 85520 eftir
kl. 17.
Bama-og
fjölskyldusketTimtun
kl.2ámorgun
Dagskrá við allra hæfi
í tilefni kynningar á sumarhúsum í Danmörku á
sunnudagskvöldið, efnum við til fjölskyldu-
skemmtunar á sunnudaginn og tökum á móti
börnum og fu'lorðnum með frábærri skemmtidag-
skrá í Súlnasalnum milli kl. 2 og 5.
Cherokee-indíánarnir
Töframaðurlnn Nicky vaughan
Pórður húsvörður og Eiríkur Fjalar
STÓRKOSTLECT FJÖLSKYLDUBINCt?!
Aðalvinningur: Vikuferð fyrir alla fjölskylduna til
sumarhúsanna í Danmörku á vegum Samvinnu-
ferða-Landsýnar sumarið 1983. Vinningurinn gildir
fyrir foreldra og öll böm þeirra innan 14 ára
aldurs.
innifalið: Flug, gisting í sumarhúsi og bílaleigubíll
alla vikuna.
Kynnir: Magnús Axelsson
Aðgöngumiðasala í Súlnasal eftir kl. 16.00 í dag.
Sama verð fyrir alla fjölskylduna:
Kr. 85 - Innifalið: Veitingar og fatagjald
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
LAUGARDAGSKVÖLD
í BLÓMASAL
MATSEÐILL
Laxapaté m/frystum piparrótarrjóma
Heilsteikt nautafile
m/rjómasoðnum sveppum og fylltum tómat Duxelle
Appelsínur í hlaupi m/’'anillusósu
Salat- og brauðbar
Sigurður Guðmundsson leikur létt lög á píanóið
Borðapantanir í símum 22321 og 22322
Verið velkomin
HÓTEL LOFTLEIÐIR
L
Hin sívinsæla hljómsveit
RAGNARS BJARNASONAR
LEIKUR FYRIR DANSI
Nýja enska ölstofan er á
sínum stað
Þar er á boöstólum úrval Ijúffengra smárétta sem eru
framreiddir á augabragði og renna Ijúflega niöur meö
„gildismiöinum” góða.
Muniö sólarkvöldiö í Súlnasalnum nk.
sunnudagskvöld.
GLÆSILEGUR SÉRRÉTTASEÐILL
Bessi og Ragnar með nýjan
þrælhressan skemmtiþátt.
Aðeíns rúilugjald 45 kr.
Borðapantanir
síma 20221 frá kl. 4 í dag.