Morgunblaðið - 05.03.1983, Qupperneq 48
^skriftar-
síminn er 830 33
Ruslastampar
fyrir bæjarfélög &
fyrirtæki.
aJ«*a 85005
StÐUMULA 27
LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983
Sameiginlegt nefndarálit allra þingflokkanna í neðri deild um kjördæmamálið:
Alþíngí komi saman á ný
í síðasta lagi 10. maí nk.
— er innihald frumvarps sem þrír þingflokkanna boða
Stjórnarskrárnefnd neðri deildar
Alþingis samþykkti samhljóða á
fundi sínum í gær nefndarálit vegna
frumvarps stjórnmálaflokkanna um
breytingar á stjórnarskránni. I*ó legg-
ur nefndin sameiginlega til smávægi-
legar breytingar og einstakir þing-
menn áskilja sér rétt til að flytja eða
styðja breytingartillögur. Það kom
fram við afgreiðslu nefndarinnar, að
þrír þingflokkar: Sjálfstæðisflokks,
Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
munu flytja sérstakt frumvarp þess
efnis að AÍþingi komi saman í síðasta
lagi 10. maí nk. að afloknum Alþing-
iskosningunum í apríl.
Breytingatillögur nefndarinnar
eru við 2. grein frumvarpsins.
Nefndin leggur til að fellt verði
niður skilyrðið um að menn séu
lögráða til að njóta kosningaréttar,
ennfremur um að menn skuli hafa
átt lögheimili á íslandi síðustu
fjögur ár til að mega kjósa. Gert er
Lifnar yfir ís-
fiskmörkuðum
GRINDVÍKINGIIR seldi 73,1 tonn í
IJull í gær fyrir 1108 þúsund krónur,
meðalverð á kíló 15,98 kr. Óskar Hall-
dórsson seldi 56,4 tonn í Grimsby fyrir
865,2 þúsund, meðalvcrð á kíló 15,34
krónur. Ögri seldi 256,1 tonn í Brem-
erhaven fyrir 4373,2 þúsund krónur,
meðalverð á kíló 17,09 krónur. Breki
seldi 178,8 tonn í Cuxhaven fyrir
3094,9 þúsund, meðalverð á kíló 17,31
króna.
ráð fyrir að nánar verði tilgreint
um þetta atriði í kosningalögum.
Nefndarmenn skrifuðu allir und-
ir nefndarálitið og verður formað-
ur nefndarinnar Matthías Bjarna-
son framsögumaður. Frumvarp
flokkanna þriggja um að Alþingi
komi saman ekki síðar en 10. maí
er í undirbúningi og nánari athug-
un í þingflokkunum þremur m.a.
1981.
í öðru sæti er Dagblaðið &
Vísir, sem lesið er af 69,85%
íbúa svæðisins. Til samanburðar
lásu 52,01% íbúa svæðisins
Dagblaðið í síðustu könnun og
47,14% Vísi, eða samtals 99,15%
íbúa. í þriðja sæti er Tíminn,
með 25,58%, en hlutfall hans við
síðustu könnun var 26,29%. Þá
vegna lagalegra túlkana, þ.e. hvort
þar yrði um aukaþing eða venjulegt
þing að ræða. Þá er ekki alveg frá-
gengið hvort fram kemur tillaga
um ákvæði til bráðabirgða þess
efnis að ákveðið verði að til ann-
arra kosninga komi á árinu. Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur
hafa samkvæmt heimildum Mbl.
lýst sig andvíga slíku ákvæði.
kemur Þjóðviljinn með 20,20%,
en var með 25,72% við síðustu
könnun. Alþýðublaðið var með
5,53%, en var með 8,66% í síð-
ustu könnun.
Ef landið er tekið í heild er
Morgunblaðið lesið af 69,83%
landsmanna, en til samanburðar
f gær var reiknað með að frum-
varpið yrði tekið til 2. umræðu í
neðri deild á mánudag. Stjórn-
arskrárnefndir voru skipaðar í
báðum þingdeildum og hefur efri
deildar nefndin starfað með neðri
deild í málinu og nefndarmenn
hennar lýst sig sammála skoðunum
flokksbræðra sinna í neðri deild.
var blaðið lesið af 66,58% lands-
manna samkvæmt síðustu könn-
un. í öðru sæti er Dagblaðið &
Vísir með 64,17%, en til saman-
burðar var Dagblaðið með
47,53% og Vísir með 38,5%, eða
samtals 86,03%. í þriðja sæti
kemur Tíminn með 29,03%, en
var með 27,87% í síðustu könn-
un' Þá kemur Þjóðviljinn með
16,26%, en var með 19,3% í síð-
ustu könnun. Loks er Alþýðu-
blaðið með 3,70%, en var með
6,16% við síðustu könnun.
Uppboð á Fjalakettinum:
Sleginn á
50.000 kr.
UPPBOÐ á Fjalakettinum við Aðal-
stræti í Reykjavík fór fram í gær, en
það er fyrra uppboðið af tveimur, en
hið síðara fer fram í júnímánuði
næstkomandi, samkvæmt upplýsing-
um sem Mbl. fékk hjá Jónasi Gúst-
afssyni borgarfógeta.
Jónas sagði í samtali við Mbl. að
sala á húseigninni hefði ekki farið
fram. Að ósk eiganda hússins fer
annað uppboð fram í júní, en að-
eins eitt boð kom í eignina og var
það frá Gjaldheimtunni og var
eignin slegin á 50.000 krónur. Að
sögn Jónasar hefur eigandi rétt á
að óska annars uppboðs, ef hann
telur að ekki hafi fengist nægilegt
verð fyrir eignina og var fallist á
þá ósk, eins og að framan greinir.
Hafnarbíó
verður rifið
„Jú, það er rétt, það á að rífa húsið og
byggja íbúðarhúsnæði á lóðinni. Það
verður væntanlega byrjað að rífa
braggann í næstu viku,“ sagði Stein-
ar Berg Björnsson fulltrúi eigenda
Hafnarbíós í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Steinar sagði að samningar um
leigu Hafnarbíós hefðu runnið út
um áramót, en síðan verið fram-
lengdir um tvo mánuði til 28.
febrúar. Hins vegar sagði Ingibjörg
Guðmundsdóttir hjá Gránufjelag-
inu, sem er einn þriggja leikhópa
sem starfað hafa í Hafnarbíói í
vetur, að Jón hefði leigt Alþýðu-
leikhúsinu bíóið til 10. apríl.
Gránufjelagið og Revíuleikhúsið
hefðu síðan samið um afnot af hús-
inu við Alþýðuleikhúsið.
„Við erum með samninga í hönd-
unum, og höfum ráðið lögfræðing
til að fjalla um þessi mál af okkar
hálfu. Ef við verðum að yfirgefa
húsið eftir helgi eru leikhúsin þrjú
á götunni, og munu þau bíða veru-
legt fjárhagsleg tjón af,“ ságði
Ingibjörg.
Að sögn Steinars Berg eru eig-
endur að Hafnarbíói Lýsi hf. og
Sigríður Þórðardóttir. Steinar
sagði að upphaflega hefðu borgar-
yfirvöld ætlast til að húsið yrði rif-
ið 1948, og hefði hann undir hönd-
um bréf frá þáverandi borgar-
stjóra, Bjarna Benediktssyni, þar
að lútandi.
Þegar lestur helgarútgáfu
dagblaðanna er könnuð á höfuð-
borgarsvæðinu, kemur í ljós að
89,61% lesa Morgunblaðið. f
öðru sæti er Lesbók
Morgunblaðsins með 78,90%. Þá
kemur Dagblaðið & Vísir í þriðja
sæti með 74,61%, Helgarpóstur-
inn með 35,78%, Tíminn með
30,14% og Þjóðviljinn með
25,35%.
—Sjá ennfremur frásagnir á
bls. 2 og miöopnu.
Morgunblaðið lesið af 85,01%
íbúa höfuðborgarsvæðisins
— en var lesið af 81,43% samkvæmt síðustu könnun
— Helgarblað Morgunblaðsins lesið af 89,61% íbúa höfuðborgarsvæðisins
SAMKVÆMT könnun, sem Hagvangur hf. hefur gert fyrir Samband
íslenzkra auglýsingastofa, lesa 85,01% íbúa höfuðborgarsvæóisins Morg-
unblaðið á virkum dögum, en til samanburðar lásu 81,43% íbúanna
Morgunblaðið, þegar síðasta könnun var gerð, í febrúar og marz árið