Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 13 Gunnar Thoroddsen þýðuflokks og Alþýðubandalags. Hún sprakk í október 1979 vegna ágreinings um efnahagsmál og hafði Alþýðuflokkurinn frum- kvæði að því. ólafur neitaði að rjúfa þing og efna til kosninga og var það gert af minnihlutastjórn Alþýðuflokksins. Meginástæða fyrir brotthvarfi Alþýðuflokksins úr stjórninni var þessi: „Verðbólg- an hefur ekki verið heft og er nú meiri en fyrir ári siðan, en af henni stafar geigvænleg hætta...“ Fjórða vinstri stjórnin var mynduð undir forsæti Gunn- ars Thoroddsen í febrúar 1980 og situr enn. Hún setti sér það mark að hafa sigrast á verðbólgunni á árinu 1982. Það mistókst gjör- samlega og nú á síðustu dögum fyrir kosningar er verðbólguhrað- inn meiri en nokkru sinni fyrr í sögu íslenska lýðveldisins. Þá bregður hins vegar svo við að stjórnin situr sem fastast þótt ný verðbólgualda sé skollin yfir og málefni séu í sjálfheldu á Alþingi. Björgunaræfing sunnan við Hafnarfjörð í dag Laugardaginn 5. mars er fyrirhug- uð mikil björgunaræfing sunnan við Hafnarfjörð. Björgunarsveitir af höf- uðborgarsvæðinu, þ.e. Flugbjörgun- arsveitin, Hjálparsveitir skáta og sveitir Slysavarnafélagsins taka þátt í æfingunni ásamt lögreglu, læknum af Borgarspítalanum og Almanna- vörnum ríksins. Þá munu þyrlur Landhelgis- gæslunnar og frönsku Puma-þyrl- urnar, sem hér hafa verið undan- farið, einnig taka þátt í þessari æf- ingu, sem ef að líkum lætur, verður með stærri björgunaræfingum sem haldnar hafa verið hér á landi. Tilgangurinn er að æfa notkun þyrla við björgunarstörf, ef hóp- slys verða, svo og skyndihjálp og sjúkraflutninga. Meðal annars verða björgunarmenn sendir með þyrlum á „slysstað" og fallhlífa- stökkvarar varpa sér úr flugvél. Ennfremur kemur til með að reyna verulega á skyndihjálparkunnáttu björgunarmanna og fjarskipta- búnað sveitanna. Sjúkraflutningar verða m.a. á Krísuvíkurleið, Reykjanesbraut og við Víðistaða- skóla í Hafnarfirði. Æfingin hefst kl. 09.00 og lýkur um hádegisbil. Fréttatilkynning. Reisulegt hús Félagslíf Sýningar Leikaostaoa Veitingabúð Fundur Velkomin í Meimingeurmíbstöbina viÖ Gerbuberg.... Reykvíkingar hafa eignast nýja félags- og menningarmiðstöð í Fella- og Hólahverfi sem nú hefur tekið til starfa. í þessu glæsilega húsi er hentug aðstaða fyrirfélagslíf Breiðholtsbúa, menningarstarf og margskonar listviðburði í þágu allra borgarbúa. Áhersla verður lögð á fjölþætt starf, er höfði til allra aldurshópa. Reykjavíkurborg þakkar Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar gott samstarf um byggingu hússins. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg verður almenningi til sýnis um þessa helgi og þá næstu frá kl. 14 — 19. Verið velkomin borgarstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.