Morgunblaðið - 05.03.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983
9
#HÚSEIGNIN
Sími 28511 íVf^
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 18, 2. HÆÐ.
Opiö frá 10—18
Vegna aukinnar eftirspurnar undanfariö
vantar allar geröir fasteigna á skrá.
Einbýli — Garöabæ
Ca. 200 fm einbýii auk 30 fm bílskúrs. Eignin skiptist í 4 svefnherb.,
stóra stofu, gott eldhús, vaskahús þar inn af. Gott bað og gesta-
snyrting. Falleg lóð. Verð tilboö. Nánari uppl. gefnar á skrifstofunni.
Kársnesbraut — einbýli
Ca. 105 fm einbýli auk 25 fm bílskúrs. Eignin skiptist í ris, eitt herb.
og hol. hæö: Stofa eitt svefnherb., eldhús, þvottahús og baðherb.
Verö 1200 þús. Skipti koma til greina á stórri 4ra herb. íbúö.
Garðabær — Einbýli
Glæsilegt nýtt 320 fm einbýli á þremur hæöum auk 37 fm bílskúrs.
Jaröhæð: Þvottahús, bílskúr, sauna og geymsla. Miðhæö: Stór
stofa, boröstofa, 3 svefnherb., eldhús, boröstofa og búr. Efsta
hæð: Svefnherb., húsbóndaherb. og baðherb. Verö 3,3 millj.
Borgarholtsbraut — Sérhæö
113 fm sérhæð auk 33 fm bílskúrs í tvíbýli. 3 svefnherb., stofa,
eldhús, baö og þvottahús. Klassainnréttingar. Nýtt gler. Verö
1,6—1,7 millj.
Framnesvegur — Raóhús
Ca. 105 fm í endaraöhúsi á 3 pöllum. 2 svefnherb., stofa, stórt
eldhús, baö og 2 snyrtingar. Þvottahús og geymsla. Bílskúr meö
hita og rafmagni. Verð 1,5 millj.
Byggöaholt Mosfellssv.
143 fm raöhús auk bílskúrs. 4 svefnherb., hol og stofa. Skipti
möguleg á 3ja til 5 herb. íbúö.
Brávallagata — 4ra herb.
Góö 100 fm íbúö á 4. hæð í steinhúsi. Nýjar innréttingar á baöi.
Suðursvalir. Sér kynding. Skipti koma til greina á 4ra—6 herb. íbúö
á Fteykjavíkursvæöinu.
Fálkagata — 4ra herb.
íbúð er þarfnast mikilla lagfæringa. Verö 1 millj.
Leifsgata — 4ra herb.
4ra herb. íbúð vió Leifsgötu. Verð 1150—1250 þús.
Laugarnesvegur
4ra herb. falleg 110 fm ibúö á 2. hæð. 3 svefnherb., stofa, hol,
eldhús og baö. Góðir skápar. Nýlegt gler. Ekkert áhvílandi. Verö
1300—1350 þús. Skipti koma til greina á 3ja herb. íbúö m/bílskúr.
Rauöarárstígur — 3ja herb.
Ca. 60 fm íbúö, stórt svefnherb. góö stofa, baðherb. og eldhús.
Verö 900 þús.
Sörlaskjól — 3ja herb.
70 fm íbúö auk 25 fm bílskúrs. 2 saml. stofur, 1 svefnherb., ný
teppi. Verö 1250—1300 þús. Skipti koma til greina á íbúð meö
bílskúr í vesturbæ.
Espigeröi 4, 8. hæó
Glæsileg 91 fm íbúö á 8. hæö. Hjónaherb. og fataherb. innaf,
rúmgott barnaherb., stór stofa, mjög gott baöherb. og eldhús.
Þvottaherb. Lítiö áhvílandi. Verö 1800 þús.
Jörfabakki — 3ja herb.
Ca. 87 fm íbúö á 1. hæð. Verö 1,1 —1,2 millj.
Hamrahlíð — 3ja herb.
Björt 90 fm ibúö í kjallara. Verö 950 þús. Skipti koma til greina á
2ja herb. íbúö í Reykjavík.
Eign í Sérflokki — Fífusel — 3ja herb.
90 fm íbúð á tveimur pöllum. Topp-innréttingar. Eign i sérflokki.
Verö 1250—1300 þús. Leitiö nánari uppl. á skrifstofu.
Krummahólar — 2ja herb.
Mjög góð 60 fm íbúö á jaröhæö. Stofa eitt svefnherb., rúmgott
eldhús, flísalagt baöherb., góöir skápar, geymsla í ibúö. Verö 830
þús.
Hraunbær — 2ja herb.
Ca. 65 fm íbúð í Hraunbæ. Verð 850 þús.
Ljósheimar — 2ja herb.
Góö 61 fm íbúö viö Ljósheima í lyftuhúsi. Eitt svefnherb., með
góöum skápum, rúmgóö stofa, hol, eldhús og flísalagt baðherb.
Geymsla og þvottahús í kjallara. Ekkert áhv. Laus strax.
Grettísgata — 2ja herb.
Mjög góö 2ja herb. íbúö í kjallara viö Grettisgötu. 2 herb., baö-
herb., eldhús meö nýrri innréttingu. ibúöin er öll nýstandsett. panell
í lofti, ný teppi, nýtt gler og gluggar, nýjar pípulagnir og raflagnir.
Sameiginlegt þvottahús.
Langholtsvegur
36 fm einstaklingsíbúö í kjallara meö 16 fm herb. á 1. hæö. Sér
inng. Laus strax. Verö 570 þús.
í miðborginni — stór hæö,
íbúðarhúsnæði/ atvinnuhúsnæöi
Stór hæö meö stórri vandaðri 4ra herb. rúmlega 130 fm íbúö til
sölu. Auk þess er á hæöinni 40 fm húsnæöi sem nota má undir
rekstur. Möguleikar á aö stækka húsnæöiö í 6 herb. íbúö. Allar
lagnir nýjar. Skipti á minni íbúö koma til greina. Verö tilboö.
Úti á landi:
Sumarbústaöur Grímsnesi
30 fm finnskt bjálkahús, verönd 17 fm. Landiö er 1,3 hektari aö
stærð. Verð 400 þús. Mynd á skrifst.
HUSEIGNiN
Skólavörðustig 18,2. hæö — Simi 28511
Pétur Gunnlaugsson, lögfræóingur.
fifteOsLt oaáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 184. þáttur
Sigurður Kristjánsson í
Grindavík hringdi til'mín út af
orðinu drekkhlaðinn. Við tölum
um drekkhlaðin skip. Hvernig
er þetta hugsað? Við komum
okkur saman um, að þá væri
skip drekkhlaðið, ef nærri
stappaði að því væri drekkt.
Sem sagt, hleðslan er svo mikil
að menn eru næstum því búnir
að drekkja skipinu.
Tvisvar sinnum hafði Sig-
urður í fréttum fjölmiðla heyrt
eða séð sagt frá drekkhlöðnum
bílum. Þar á þetta orð að
sjálfsögðu ekki við, nema um
einhvers konar vatnabíla sé að
ræða, ef til væru.
Maður, sem alls ekki vill
láta nafns síns getið, sendir
mér mikið bréf og reyni ég nú
að gera því nokkur skil. Fyrst
hefur hann þetta úr útvarpinu:
„Það hefur dregist fyrir mér
að svara bréfi Páls af tveimur
ástæðum, í fyrsta lagi..
Bréfritari bætir því við, að sér
virðist orðið algengt að tala
um fyrstan af tveimur og spyr
hvort rétt sé. Ég svara því
neitandi. Þá tölum við um
fyrstan, ef fleiri en tveir eru.
Annars fyrri og síðari. í til-
vitnuðu klausunni hefði átt að
vera: í fyrra lagi.
Enn segir bréfritari: „Karl-
maður var að tala við konu í
útvarpinu í þætti nokkrum og
spurði: Hefur þú orðið var við
hann? En hún svaraði: Nei, ég
hef ekki orðið vör við hann.“
Á þetta undarlega tal hef ég
minnst áður hér í blaðinu. Því
miður er það svo að allmargir
hafa lýsingarorðið var eins í
öllum kynjum. Maðurinn varð
einhvers var, konan varð ein-
hvers var og barnið varð jafn-
vel einhvers var.
Á þessari ámátlegu málvillu,
sem auðvitað verður að kveða
niður, hef ég lengi leitað skýr-
inga og fengið tvær, hversu
haldgóðar sem þær eru. Önnur
er sú, að þetta sé komið úr sjó-
mannamálí. Það hafi verið svo
sjaldgæft að konur færu á
færi, að spurningin: Varstu
var? hafi fest sig þannig í mál-
inu og lýsingarorðið afkynjast,
orðið viðrini. Ekki þykir mér
þessi skýring trúleg.
Hin er hóti skárri. Lýsingar-
orðið snarvitlaus er ósjaldan
stytt í snar. Ertu bara alveg
snar? spyrja menn. Og sé snar
stytting úr snarvitlaus, þá
dúgir það, hvers kyns sem
maðurinn er. Ætti þá hið kyn-
lausa var að vera til orðið með
áhrifsbreytingu (analógíu) frá
snar = snarvitlaus. Enn hefur
bréfritari heyrt í útvarpinu
spurt svo: „Spilar þú á eitthvað
hljóðfæri?" og þykir honum
örvænt að afmá megi þann
rugling sem orðinn sé á notkun
fornafnsmyndanna eitthvað og
eitthvert. Seint er fullreynt, og
við skulum berjast til þrautar.
Þetta mál er einfalt, reglan
skýr. Orðmyndin eitthvað er
sérstæð. Rétt er ða spyrja:
Gastu eitthvað? Kanntu
eitthvað? Dæmið, sem bréfrit-
ari tók, felur því í sér ranga
notkun þeirrar orðmyndar.
Þar átti að vera eitthvert. Spilar
þú á eitthvert hljóðfæri? Orð-
myndin eitthvert er sem sagt
hliðstæð, notuð með öðru fall-
orði. Nákvæmlega sama gildir
um fornafnsmyndirnar nokkuð
og nokkurt. Rétt er að segja:
Kanntu nokkuð? og kanntu
nokkurt verk?
Enn vekur bréfritari athygli
á samruna orðanna hví og því.
En hví er að réttu spurnarat-
viksorð = hvers vegna, en því
táknar orsök = þess vegna,
vegna þess, af því að. I íslend-
inga sögu Sturlu Þórðarsonar
er frábær lýsing á Örlygs-
staðabardaga. Þar er m.a.
þetta:
„Þá kom Kolbeinn ungi at ok
spurði: „Hverr húkir þar undir
garðinum?"
„Sighvatr," sögðu þeir.
„Hví drepið þér hann eigi?"
sagði Kolbeinn.
„Því, að Björn hlífir honum,"
sögðu þeir.
„Drepið þér hann þá fyrst,“
sagði Kolbeinn."
Enn spyr bréfritari: „Á að
segja jarðargróðann eða jarð-
argróðurinn um gróður jarð-
ar?“
Bæði þessi orð eru góð og
gild. Þó kann að vera á þeim
ofurlítill merkingarmunur, eða
a.m.k. blæbrigðamunur. Jarð-
argróði merkir fyrir mér ávöxt
jarðar í víðasta skilningi, en
jarðargróður einkum og sérí-
lagi plöntur hvers konar. Ekki
veit ég hvort sá orðslyngi mað-
ur, Magnús skáld Ásgeirsson,
bjó til orðið akurgróði, en ekki
fann ég það í Blöndalsorðabók.
Magnús þýðir svo upphaf
kvæðisins Sonurinn eftir Arn-
ulf Överland:
Kg bauó fórn af akurgróóa.
En eldinn minn
smáói Hann, því frumburó feitan
færdi hinn.
Enn tilfærir hinn nafn-
leyndi bréfritari svofellda til-
kynningu: „Fundinum með
nokkrum þingmönnum, sem
halda átti á Hótel KÉA, er
frestað ..." Og hann spyr enn
hvort þetta sé rétt orðað. Ég
svara: Orðalagið er gallað. Til-
vísunarfornafn á að standa
sem allra næst orðinu sem það
vísar til. Þarna vísaði það til
fundarins. Annars er hægt að
misskilja og snúa út úr. Eins
og þetta var orðað, lá beint við
að segja að það hefði átt að
halda nokkrum þingmönnum á
Hótel KEA. Varla hefur það
þó verið ætlunin, enda ráð
fyrir því gerandi að þingmenn-
irnir sætu allan fundinn, ef
haldinn hefði verið, af fúsum
vilja. Út af fyrir sig er ekki
rangt mál að tala um að halda
þingmönnum, ef í öðrum skiln-
ingi er. Ætlandi er t.d. að allir
flokkar vilji halda þingmönn-
um sínum í komandi kosning-
um, og vel það.
Undir lok bréfs þessa hins
mikla var tilfærð svofelld
fréttaklausa: „Ef fram heldur
sem horfir, verður of lítið vatn
innan langs tíma.“ Þarna var
þó verið að tala um yfirvofandi
vatnsleysi, svo væntanlega
hefur átt að standa innan
skamms tíma, og vitnar nú
bréfritari í alkunnan sálm:
Hann mun þig miskunn krvna.
þú mæóist litla hríó
l*ór innan skamms mun skína
úr skyjum sólin blíó.
OUND
FASTEIGNASALA
Opið í dag
13—18
HAMRABORG
2|a herb. mjög falleg íbúö í nýj-
ustu blokklnnl viö Hamraborg
Verö 950 þús.
NESVEGUR—
3JA HERB.
90 fm risibúö. Verö 1200 þús.
BÓLST AÐ ARHLÍÐ —
3JA HERB.
ca. 90 fm í kjallara. Verö 1050
þús.
LANGHOLTSVEGUR
3ja herb. íbúö á 2. hæö. 2 auka-
svefnherb. í risi, bílskúrsréttur.
Verö 1150 þús.
EINBÝLISHÚS í
ARNARNESI
Húsiö er 300 fm meö bílskúr.
Sökklar steyptir aö 177 fm hliö-
arbyggingu. Verö 3,2 millj.
Greiðslukjör verötryggö. 55% á
árinu og 45% lánuö til 15 ára.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI
143 fm iðnaðarhúsnæöi í Hafn-
arfirði. Stórar innkeyrsludyr.
Lofthæð 3,08. Verð 950 þús.
Greiðslukjör eru samningsat-
riöi.
r; 29766
I_-J HVERFISGÖTU 49
Snjó- og fs
vandamál
eru leyst með yfirnáttúrulegu efni:
haaga, hreinlega, virka lausn é ía og anjó-
vandamélum vetrarina.
R*yk|»vtk aimi 22245.
Búnaðarþing:
Hvetur til
stækkunar gjald-
skrársvæða
símans
í ÁLYKTUN frá Búnaöarþingi er
skorað á Alþingi og ríkisstjórn að
gera sem fyrst ráðstafanir til þess,
að gjaldskrársvæði símans verði
stækkuð þannig að í meginatriðum
gildi sami gjaldflokkur innan sér-
hvers athafna- og viðskiptasvæðis
eða greinistöðvasvæðis.
í greinargerð með ályktuninni
segir: „Símaþjónusta er mjög mik-
ilvæg í okkar þjóðfélagi og má
telja hana einn af undirstöðuþátt-
um nútímasamfélags. I lögum um
stjórn og starfrækslu póst- og
símamála er ákvæði um að stefnt
verði að því við gjaldskrárgerð að
sömu gjöld gildi innan hvers
greinistöðvarsvæðis. Svo sem
kunnugt er vantar mjög á, að
þetta ákvæði laganna komist á
vegna tæknilegra og fjárhagslegra
ástæðna. Sú ályktun sem hér er
lögð fram fer bil beggja með tilliti
til tæknilegra og fjárhagslegra
forsendna annarsvegar og bættrar
þjónustu við símanotendur hins-
vegar."
Ájyktun þessa gerði Búnaðar-
þing vegna erindis Búnaðarsam-
bands Austurlands um breytta
gjaldskrá fyrir símaþjónustu.