Morgunblaðið - 05.03.1983, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.03.1983, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 11 Ríkisstjórnin boðar 20% niðurgreiðslu tannlækningakostnaðar: Það er af þessu megn kosningalykt „RÁÐHERRANN viröist nú, rétt fyrir kosningar, ekki hafa neinar áhyggjur af kostnaöarhliö málsins og leggur fram tillögu í ríkisstjórn um að ákvæöum almannatryggingalaga sé beitt með reglugerö, enda þarf hann kannski ekki aö hafa áhyggjur af því hvernig fjár verður aflaö til þessa. Hann er meö þessu kominn inn á hugmyndir mínar frá í fyrra, sem hann taldi ónothæfar þá. Það er af þessu megn kosninga- lykt. Ég dreg einnig í efa að reglu- gerðarákvæðið gefi svigrúm til að allir landsmenn fái þarna hlut- deild og auk þess tel ég að Alþingi verði að staðfesta þessa gjörð rík- isstjórnarinnar. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem gengur í sömu átt og samhljóða frumvarpi þvf sem ég flutti í fyrra," sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður, en Alþingi felldi í gær frumvarp hennar um að útgjöld þeirra sem búa við skert gjaldþol vegna tannviðgerða verði frá- dráttarbær til skatts. í umræðum um málið á Alþingi upplýsti Svavar Gestsson heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, að á ríkisstjórnarfundi i gærmorgun hefði verið samþykkt tillaga þess efnis, að honum yrði heimilað að beita reglugerðar- ákvæði almannatryggingalaga til að 20% tannlækningakostnaðar almennings yrði endurgreiddur. Er þetta samhljóða frumvarpi Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem hún flutti á síðasta þingi, og sagði Jó- hanna í því sambandi: „Ég flutti í fyrra frumvarp sem gerði ráð fyrir hlutdeild almannatrygginga í tannlækningakostnaði allra landsmanna. Er ég mælti fyrir því sagði ráðherrann Svavar Gests- son, að önnur leið kæmi til greina, það er að veita skattaafslátt vegna mikilla útgjalda við tannlækn- ingar. Ég tók hann á orðinu og fór þá leið núna, enda taldi ég það réttara nú miðað við efnahags- ástandið og minntist þess að það fór mikill tími heilbrigðis- og trygginganefndar í að finna út hvaða útgjaldakostnað þetta hefði i för með sér. Jóhanna sagðist ætla að leggja fram frumvarp samhljóða því sem hún flutti í fyrra þar sem hún teldi Alþingi verða að staöfesta gjörð ríkisstjórnarinnar, en mikil útgjaldaaukning fylgir í kjölfarið. Auk þess sagðist hún draga í efa að reglugerðarákvæðið dygði til að allir landsmenn fengju þarna hlutdeild. „í reglugerð er eingöngu talað um heimild ráðherrans til að taka inn viðbótarhópa. Ég tel að hann túlki þetta of víðtækt og þess vegna flyt ég frumvarpið. Um málið virðist nú víðtæk samstaða og ég er viss um að það mun fá skjóta afgreiðslu í þinginu." Prédikar í Dómkirkjunni: Sr. Olafur Jóhannsson skólaprestur V estmannaeyjar: Slys af völdum jarð- skjálfta sviðsett Yestmannaeyjum, 28. febrúar. BJÖRGUNARFÉLAG Vestmannaeyja og Hjálparsveit skáta í Eyjum héldu sameigin- lega björgunaræfingu í síðustu viku. Æfing- in fólst í því að sett var á svið „slys" þar sem 10 manns höfðu „slasast" í jarðskjálfta. Æf- ingin fór fram í Brimurðinni og undir svo- kölluðum Svörtuloftum á suð-austanverðri Heimaey. Æfing þessi tókst í alla staði mjög vel og þarna gafst björgunarsveitunum gott tæki- færi að prófa hin ýmsu tæki sem þær búa yfir auk þess sem fólkið sem sveitirnar skipa fékk nauðsynlega æfingu í björgun og með- höndlun slasaðra. Björgunarsveitirnar vinna þarft verk og eru hverju byggðarlagi nauð- synlegar því aldrei er að vita hvenær þörf er á skjótum viðbrögðum þjálfaðs fólks þegar slys og önnur óhöpp ber að höndum. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari Mbl. fylgdist með æfingunni og tók þá meðfylgj- andi myndir. — hkj. Miðstjórn Sambands ungra framsóknarmanna: Krefst þess að Alþingi taki ál- málið úr höndum iðnaðarráðherra Á MORGUN, fyrsta sunnudag í marz, er hinn árlegi æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Af því tilefni mun sr. Ólafur Jóhannsson skólaprestur, sem jafnframt er yngstur íslenskra presta í dag, prédika í æskulýðs- messu í Dómkirkjunni. Messan hefst kl. 2 e.h. Þar koma einnig fram ungir einsöngvarar, þær Marta og Hildigunnur Hall- dórsdætur og Hildigunnur Rúnar- sdóttir og Dómkórinn syngur und- ir stjórn organistans Marteins H. Friðrikssonar. Sr. Þórir Stephen- sen þjónar fyrir altari og ferming- arbörn flytja bænir og ritningar- texta. Þess er vænst, að sem flestir, yngri sem eldri, komi til æsku- lýðsmessunnar á morgun og taki með sér sálmabækur. SAMKVÆMT kjarasamningi FÍA við Flugleiðir hf., hafa flugmenn fé- lagsins forgang að þeim flugverkefn- um sem um er að ræða á hverjum tíma á vegum Flugleiða innanlands sem utan. Að meðaltali hafa 12 DC-8-áhafnir flogið hið svokallaða „Air-lndia flug“. Flugleiðir óskuðu eftir að fá að ráða erlenda flugmenn að hluta til í þetta verkefni sumarið 1983, segir í athugasemd frá Félagi ísl. atvinnuflugmanna, FÍA. FÍA samþykkti þá ráðstöfun að því tilskildu að þjálfaðar yrðu 3 nýjar áhafnir á DC-8 flugvélar fé- Sr. Olafur Jóhannsson lagsins. Ástæða þessa skilyrðis var sú, að umburðarlyndi félags- ins er á þrotum. Á árunum 1980, 1981 og 1982 hafa of fáar áhafnir, samkvæmt kjarasamningi, verið á DC-8 flugvélum. Frídagaskuld Flugleiða við flugmenn DC-8 flug- véla var 28. febrúar sl., 429 dagar. F.Í.A. hefur ítrekað bent á þá erfiðleika er kynnu að skapast ef ekki væru nægilega margar áhafnir á DC-8 flugvélum félgas- ins. Það má heita óskiljanlegt, að íslensk fyrirtæki neiti í sífellu að þjálfa starfsfólk sitt til starfa en „Miðstjórnarfundur SUF lýsir furðu sinni á vinnubrögðm ráðherra Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn og einstakra þingmanna þess á Alþingi í jafnmikilvægum málum og efna- hagsmálum og endurskoðun samn- ings við ÍSAL. Öll málsmeðferð nú- verandi iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar, í því máli er með eindæmum. Framlagning hans á frumvarpi á Alþingi í sl. viku um einhliða hækkun á raforkuverði til ÍSAL skaðar miklu meira en svo krefjist þess í stað að fá að ráða ódýran erlendan vinnukraft. Þess skal að lokum getið, að Flugleiðir hf., hafa gefið tvenns konar skýringar á stöðvun „Air- India-flugsins“. Önnur er sú, send íslenskum fjölmiðlum, að allt sé þetta flugmönnum að kenna. Hin skýringin er sú, að þar sem ekki hafi náðst samningar við erlenda verktakann, „Flying Tiger“, nema til eins mánaðar í senn, hafi kostnaður og erfiðleikar við áætlanagerð gert áframhaldandi samvinnu ill framkvæmanlega. samningsstöðu og hagsmuni Islend- inga, að Hjörleifur Guttormsson geti borið ábyrgð á. Miðstórnarfundur SUF krefst þess, að Alþingi taki mál- ið úr höndum iðnðarráðherra," segir m. a. í stjórnmálaálvktun miðstjórn- arfundar Sambands ungra fram- sóknarmanna frá 26. febrúar sl. í upphafi ályktunarinnar er fjallað um efnahagsmál, og segir m. a. sem útskýring á slæmri stöðu efnahagsmála þjóðarinnar nú: „Staðreyndin er sú, að um mitt ár 1981 hvarf ríkisstjórnin frá niðurtalningarstefnu Framsókn- arflokksins yfir í smáskammta- lækningu Alþýðubandalagsins og því er nú svo komið, að við stönd- um frammi fyrr hæsta verðbólgu- stigi um áratugaskeið sem bitnar harðast á þeim sem lægst hafa launin. Þrátt fyrir þetta er Al- þýðubandalagið, sem hingað til hefur talið sig vera brjóstvörn verkalýðsins, með öllu ófáanlegt til að takast á við efnahagsvand- ann. Alþýðubandalaginu virðist létt að vera í ríkisstjórn, þegar vel árar, en ófært til að stjórna þegar harðnar á dalnum. Miðstjórnar- fundur SUF skorar því á hinn al- menna félagsmann í verkalýðs- hreyfingunni að skera upp herör gegn þeim öflum í forystu hreyf- ingarinnar, sem nota hana í póli- tískum tilgangi og standa i vegi fyrir því innan Alþingis að hægt sé að koma þar fram raunhæfum aðgerðum gegn verðbólgunni.“ Sáttmáli SÞ um misrétti gegn konum FUNDUR í stjórn Húsmæðrasam- bands Norðurlanda. haldinn í Osló 11.—13. febrúar sl„ kynnti sér álykt- un þá, sem samþykkt var á fundi „Kvinnoorganisationernas Central- forbund“ í Helsingfors 4.-6. febrú- ar 1983. „Stjórn Húsmæðrasambands Norðurlanda leggur áherslu á nauðsyn þess að þau Norðurlönd, sem enn hafa ekki fullgilt yfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna um af- nám misréttis gegn konum, geri það sem fyrst. Stjórnin leggur einnig áherslu á að ríkisstjórnir Norðurlanda f.vlgi því fast eftir.að hlutur kvenna í ráðum og nefnd- um sé ekki fyrir borð borinn hvorki innan lands né í alþjóða- samskiptum. Jafnframt lítur stjórn sam- bandsins svo á, að aðkallandi sé að ríkisstjórnir Norðurlanda bæti venjulega aðstöðu kvenna til starfa innan heimilis og utan.“ Stjórn Húsmæðrasambands Norðurlanda samþykkti að sækja um að fá áheyrnarfulltrúa hjá Norðurlandaráði. Frá Dómkirkjunni. Athugasemd frá Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna: Flugmenn Flugleiða hafa for- gang að verkefnum félagsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.