Morgunblaðið - 05.03.1983, Síða 46

Morgunblaðið - 05.03.1983, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 B-keppninni lýkur um helgina: ÞÝÐINGARMIKILL LEIKUR í DAG B-heimsmeistarakeppninni í handknattleik lýkur í Hollandi um helgina. í dag leika íslendingar gegn Frökkum og er sá leikur afar þýöingarmikill. Takist íslenska lið- inu að sigra í leiknum bendir allt til þess að liðið haldi sér í B-riöli áfram, en það yrði mikið áfall fyrir íslenskan handknattleik ef svo yrði ekki. Það hefur sýnt sig á leikjum landsliðsins i B-keppninni til þessa, að við erum síður en svo öruggir með að sigra í leiknum í dag. Frakk- ar hafa án efa all sæmilegu liði á að skipa og nái íslenska liðið ekki góö- um leik þá má allt eins búast viö því að við töpum leiknum. Þjóðirnar hafa leikið 14 landsleiki, island hefur sigrað átta sinnum en Frakkland sex sinnum. í síöustu B-keppni sem fram fór í Frakklandi árið 1981 sigr- aði Frakkland örugglega, 23—15. Á morgun, sunnudag, leikur ís- land síðasta leik sinn í keppninni og mætir þá Hollendingum. Undir venjulegum kringumstæðum eigum við að vera alveg örugglr með sigur i þeim leik, en óstööugleiki íslenska liðsins hefur verið slíkur undanfarna daga að ómögulegt er aö spá nokkru um úrslit. island hefur leikiö þrjá landsleiki gegn Hollandi og sigrað í þeim öllum örugglega. Eins og sjá má á stöðunni hér aö neðan, í riðlinum, getur allt gerst og sá möguleiki er fyrir hendi aö 3 liö verði jöfn að stigum í lokin og þá ræður markahlutfalliö: Staðan fyrir leikina í dag: Frakkland island Holland israel Belgía Búlgaría 62:55 71:66 57:51 55:61 61:68 65:70 Næstu leikir í riðlinum eru þessir: island — Frakkland, Belgía — ísra- el, og Búlgaría — Holland. Á morg- un leika svo island — Holland, Búlgaría — Belgía, og ísrael — Frakkland. Allt bendir til þess að þaö verði V-Þýskaland og Tékkóslóvakia sem veröa í fyrstu tveimur sætunum í efri riðlinum. En staöan í þeim riðli er þessi áöur en keppni hefst í dag: V-Þýskaiand 3 2 1 0 62:55 5 Tékkóslóvakía 3 2 0 1 64:51 4 Ungverjaland 3 2 0 1 66:61 4 Svisa 3 1 1 1 53:63 3 Svíþjód 3 1 0 2 60:63 2 Spánn 3 0 0 3 60:69 0 Næstu leikir Spánn — Þýskaland, Ungverjaland — Sviss og Svíþjód — Tékkóslóvakía á laugardag og Svíþjóó — Sviss, Tékkóslóvakía — Spánn og Ungverjaland — Þýskaland á sunnudag. Skjaldar- glíma Armanns í dag 71. Skjaldarglíma Ármanns verður glímd í íþróttahúsí Ármanns við Sigtún laugar- daginn 5. marz 1983, kl. 15.00. Skjaldarglíman er elsta íþróttamót, sem háð er í Reykjavík enda stofnað til hennar árið 1908 og hefur svo verið árlega síðan utan fimm ár kringum heimsstyrjöldina fyrri (1913, 1916—1919). Glímt er um skjöld, er Glímu- deild Ármanns lætur gera til heiðurs mesta glímumanni Reykjavíkur. Skjaldarhafi verð- ur sá, er vinnur glímuna hverju sinni. Að þessu sinni eru meöal keppenda þeir Jón Unndórs- son, KR, og Guömundur Freyr Halldórsson, Ármanni, en þeir urðu vinningaflestir í Bikarglimu glímusambandsins um fyrri helgi. Einnig má nefna Ólaf Hauk Ólafsson, KR, Árna Þór Bjarnason, KR, og þá Geir Gunnlaugsson og Karl H. Karlsson, báða úr UMF. Vík- verja. Gera má ráð fyrir skemmti- legri keppni, eins og aö jafnaði, þegar Skjaldarglíma Ármanns er glímd. Bikarmót í Hlíðarfjalli: Hörð keppni hjá skíðafólkinu UM SÍÐUSTU helgi var haldið punktamót skíðamanna á Akur- eyrí. Mótið átti að fara fram á Húsavík, en sökum snjóleysis var það flutt til Akureyrar. Á laugar- deginum spilltu veðurguðir nokk- uð fyrir gangi mótsins, en seinni dag mótsins var veður ákjósan- legt til keppni. Á laugardag var keppt í stórsvigi kvenna og svigi karla. Eftir fyrri ferö í stórsviginu haföi Guðrún H. Kristjánsdóttir bestan tíma, á eftir henni kom nafna hennar Magn- úsdóttir og þriðja var Ásta Ás- mundsdóttir. í síöari umferö keyrði Guörún J. Magnúsdóttir best allra og sigraöi, önnur varð Guðrún H. og þriöja varö Ingigeröur Júlíus- dóttir, frá Dalvík, en hún náöi öör- um besta brautartíma í seinni ferö. í svigi karla var keppnin mjög jöfn og spennandi. Eftir fyrri ferö hafði Daníel Hilmarsson, Dalvík, nauma forystu, næstir voru Guö- mundur Jóhannsson, frá isafirði, og Erling Ingvason, Akureyri. í seinni ferö náöi Guðmundur að komast framfyrir Daníel og rétt á eftir þeim kom Erling. Tímamis- munur milli þessara þriggja manna var einungis hálf sekúnda. Síðari dag keppninnar var keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna. <• í stórsvigi karla sigraöl Guö- mundur Jóhannsson nokkuð ör- ugglega. Hann hlaut bestan tíma þátttakenda í báðum umferðum, annar varö Elís Bjarnason og þriöji Daníel Hilmarsson. í svigi kvenna var keppnin aftur á móti tvísýnni. Eftir fyrri ferö hafði Ingigeröur Júlíusdóttir, Dalvík, bestan tíma, önnur var Nanna Leifsdóttir og þriðja Hrefna Magn- úsdóttir. í síðari umferð náði Nanna bestum tíma og nægði þaö henni til sigurs, önnur varö Ingi- geröur Júlíusdóttir og þriöja Guð- rún H. Kristjánsdóttir. Hiö undarlega veöurfar er hefur verið hér í vetur, hefur gert skíöa- áhugamönnum gramt í geöi. Nú er svo komið sökum snjóleysis aö skíöaíþróttin er ekki stunduð hér á Noröurlandi nema á Dalvík og Ak- ureyri. Þó er það Ijóst að skíöa- menn á þessum tveimur stöðum þurfa aö snúa sér fljótlega aö ein- hverju ööru ef ekki veröur breyting á veðráttu. ÍS vann stórsigur ÍS vann stórsigur á UMFS á fimmtudagskvöldið í 1. deild karla í körfubolta og er þátttöku Stúdenta þar með lokið í lands- mótinu. En þeir eru enn eftir í bikarkeppni KKÍ og ætla sér alla leiö þar. ÍS haföi ótrúlega yfirburöi í leiknum á móti Skallagrími. Staðan í hálfleik var 52—9 í síöari hálfleik náöu leikmenn Skallagríms aöeins aö standa í Stúdentum og lokatöl- ur urðu 100—44 fyrir ÍS. Hjá ÍS fengu allir aö spreyta sig og stóöu vel fyrir sínu en engan stórleik þurfti til þess aö sigra Borgnesinga. Góöir dómarar leiksins voru Davíö Sveinsson og Ingvar Kristinsson. Stig ÍS: Gísli Gíslason 19, Bene- dikt Ingþórsson 18, Árni Guö- mundsson 14, Pat Bock 10, Eiríkur Jóhannsson 10, Guðmundur Jó- Bjarni Guðmundsaon skorar f landsleik. Vonandi á hann eftir að senda knöttinn oft f net andstæðinganna f leiknum f dag. Bjarni Guómundsson: „Vona að okkur takist loksins vel upp í keppninni“ Frá blaðamanni Morgunblaösins, Skapta Hallgrímssyni í Hollandi: um og fór alveg með okkur. Þá hafa leikmenn ekki gert eins og fyrir þá hefur veriö lagt. Bjarni Guðmundsson sagöi: — Eina sem ég get sagt er aö ég er mjög hissa á því hvernig þetta gengur hjá okkur. Eftir mjög góöa byrjun gegn ísrael þar sem liöið lók mjög vel þá fór allt í vaskinn. Þaö hvorki gekk né rak. Við nýtt- um ekki góö marktækifæri, og þegar forskotiö var orðið stórt ætluöu leikmenn aö gera allt uppá eigin spýtur þaö kann ekki góöri lukku aö stýra. En ég held því fram að viö höfum ekki enn sýnt okkar rétta andlit. Og þó seint sé þá vona ég aö okkur takist nú loks vel upp á móti Frökkum og Hollendingum í lokaleikjum okkar hér í mótinu. Viö erum aö berjast fyrir lífi okkar og við veröum aö ná aö halda okkur í B-riölinum, hvað sem það kostar. Bikarmót SKÍ: ÞAÐ VAR frekar þung brúnin á íslensku leikmönnunum eftir jafnteflisleikinn gegn ísrael. Þar tapaðist dýrmætt stig og eins og staðan er í riölinum í dag getur allt gerst. Brynjar Kvaran stóö lengst af í markinu gegn ísrael og eftir leikinn sagði hann við mig í stuttu spjalli. — Ég saknaöi svo sannarlega gömlu góöu varnarinnar sem liö Stjörnunnar hefur náð aö leika i vetur. Þar er aldrei gefist upp og allir berjast. Þaö vantar í leik landsliösins í dag. Og þegar varn- arleikurinn er slakur þá kemur þaö af sjálfu sér aö markvarslan verður líka slök. Það er ekki nægilegt að leika vel í 10 til 15 mínútur, og þaö er enginn leikur unninn fyrr en flautaö hefur verið af. Við ofmátum sjálfa okkur eftir að hafa náö góöu forskoti í leikn- Guðmundur og Guðrún efst BIKARMÓT í alpagreinum fer fram í Skálafelli um helgina. Allir sterkustu skíðamenn landsins verða á meðal keppenda. Staðan í Bikarkeppni SKI pr nú þessi aö loknum fimm skíðamótum sem gáfu stig. Karlar: 1. Guömundur Jóhanns. í 70 stig 2. Elías Bjarnason A 65 stig 3. Sigurður Jónsson i 50 stig 4. Árni G. Árnason H 48 stig 5. Erling Ingvason A 46 stig Konur: 1. Guörún Kristjánsd. A 100 stig 2. Nanna Leifsdóttir A 95 stig 3. Hrefna Magnúsd. A 45 stig 4. Guörún Magnúsd. A 44 stig 5. Ingigerður Júlíusd. D 41 stig áUMFS hannesson 9, Þorgeir Njálsson 7, Ágúst Jóhannesson 5, Sveinn Ólafsson 4 og Karl Ólafsson 4 stig. Stig UMFS: Guömundur Guö- mundsson 20, Hafsteinn 12, Stef- án 4, Steinar 4, Gestur 2 og Hans 2 stig. — IHÞ Staöan í 1. deild karla: Haukar 14 12—2 1284—1012 24 ÍS 16 11—5 1408—1132 22 Þór 12 8—4 999—945 16 UMFG 14 3—11 966—1181 6 UMFS 12 0—11 737—1124 0 Kaninn hjá Þór stakk af BANDARÍSKI körfuknattleiks- maðurinn sem leikið hefur meö Þór á Akureyri fór fyrirvaralaust til Bandaríkjanna í fyrradag án þess að kveðja kóng eöa prest. Hann haföi fengið greidd laun fyrirfram, hálfan mánuð, er hann fór. í íbúð þeirri sem hann bjó í fannst bréf frá honum þar sem hann sagöi aö hann yrði aö fara heim þar sem kona hans væri veik, og hann elskaði hana meira en körfuboltann. AS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.