Morgunblaðið - 06.04.1983, Side 20

Morgunblaðið - 06.04.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 Challenger: Erfíðleikar með fjarskiptahnött KanaveralhtffAa, 5. aprfl. AP. STÆR.STI og dýrasti fjarskipta- hnötturinn, sem smíðaður hefur ver- ið, valt um stjórnlaus f himingeimn- um í nokkrar klukkustundir í dag eftir að hann hafði verið losaður frá geimferjunni Challenger. Geimför- unum tókst þó að „koma böndum“ á gripinn og vinna nú að því að koma honum á rétta braut. Fjarskiptahnötturinn, sem Friðarhreyfingarnar: Þúsundir tóku þátt í mótmælaaðgerðum Frankfurt, Haag, Basel, o.fl., 5. aprfl. AP. MIKIL mótma-lahöld voru víða í Vestur-Evrópu um páskana og var mótmælun- um beint gegn kjarnorkuvígbúnaði stórveldanna. Einna víðtækust voru mótmælin í Vestur-Þýskalandi, þar einangruðu göngumenn bandarískar herstöðvar og við fjarskiptastöð eina í Berlín var meðal hinna handteknu þing- maður og ' fyrrum hershöfðingi. Hlaut hann mikið lof samgöngu- manna sinna er lögreglan dró hann burt af svæðinu. Við aðra herstöð voru 160 manns handteknir, en sleppt fljótlega aftur. Alls munu nokkur hundruð manns hafa verið teknir í vörslu lögreglunnar, flestir í mjög skamman tíma. í Skotlandi sluppu meira en 2.000 mótmælendur að kjarnorkukafbáti þar sem hann lá við bryggju sína á fljótinu Clyde. Röðuðu göngumenn páskaliljum á bátinn og bjuggu til friðartáknið úr liljum á þilfari hans. Þótti ýmsum það góður endir á þriggja daga mótmælaöldu sem náði til flestra landa Vestur- Evrópu, þó mest í Vestur-Þýska- landi, Belgíu, Hollandi og Bret- landi. Yfirleitt fóru mótmælin frið- samlega fram, t.d. urðu engin meiðsl á fólki í V-Þýskalandi. í Skotlandi kom til minni háttar átaka er fyrrnefndur hópur stráði blómum sínum á kafbátinn. Þar voru nokkrir handteknir, þ.á m. tvær stúlkur uppáklæddar sem páskakanínur. Þriðja stúlkan hlaut alvarlega skurði er hún hugðist príla yfir gaddavírsgirðingu og taka þátt í skreytingu bátsins. Mótmælin þóttu takast illa í Hollandi, alls voru 10 útibrennur fyrirhugaðar en þar sem þátttakan var mest, í borgunum Heerenveen og Apeldoorn, voru þátttakendur einungis um 200 manns á hvorum stað. I Sviss var þátttakan betri, þar voru í einni göngu 10.—12.000 manns og þátttakendur í einstökum göngum og fundum á Ítalíu náðu nokkrum þúsundum. Olíubrákin stefnir til föðurhúsanna Manama, Hahrain, 5. apríl. AP. OLÍl BRÁKIN mikla, sem valdið hefur miklu hugarangri meðal íbúa við Persa- flóa, leitar nú óðum til uppruna síns. stranda frans. „Vindáttin hefur bre.yst og brákin stefnir nú óðfluga beint á íran,“ sagði talsmaður olíu- og steinefna- rannsóknastofnunar í Saudi Arabíu í gær. Sameinuðu arabísku furstadæm- ástandi hafði verið lýst yfir. Brákin in voru um hríð í mikilli mengun- arhættu, svo mikilli, að neyðar- Fonda kærð San Francisco, Kaliforníu, 5. aprfl. AP. ÞRÍR íþróttaleiðbeinendur, kven- kyns, í líkamsræktarmiðstöð Jane Fonda, hafa kært leikkonuna fyrir jafnréttisráðinu í Bandaríkjunum fyrir að greiða ekki jöfn laun fyrir sömu vinnu. Stúlkurnar segja að frú Fonda hafi unnið mikið og gott starf í jafnréttismálum, en sé ekki sam- kvæm sjálfri sér. Hún borgi tveimur karlkyns leiðbeinendum meira kaup fyrir sömu vinnu og þær inna af hendi og það geti þær ekki liðið. Byrjunarkaup stúlknanna var 5 dollarar á klukkustund og það hækkaði í 6 dollara er þær voru orðnar van- ari. Karlarnir tveir fá 7 dollara á klukkustund. Lögfræðingur leikkonunnar sagði kaupmis- muninn vera rétt með farinn. hefði ekki einungis valdið óbætan- legu tjóni á lífríki landanna, heldur einnig á mannvirkjum. Aðeins eitt af furstadæmunum, Ras A1 Hhai- mah, er enn í dálítilli hættu, en hverfandi miðað við sem áður var. Talið er að magnið samsvari 350.000 tunnum af íranskri hráolíu. En vindáttin þarf ekki annað en að breytast á nýjan leik og þá breytist staðan með, hætta gæti einungis verið liðin hjá í bili. Þau lönd sem liggja að Persaflóanum hafa rætt með sér ýmsa möguleika á endanlegri lausn, en það hefur reynst erfitt viðureignar þar sem írakar hafa lofað að skjóta á alla tilburði írana til að hefta olíulek- ann, eða hreinsa brákina upp. Yfir- völd annarra Persaflóaríkja reyna mjög þessa dagana að draga úr óbilgirni íraka, en hermt er að ír- anir bíði spenntir eftir því að geta hafið aðgerðir. Fulltrúar íraka í sameiginlegum viðræðum hafa ekki verið með umboð til að ræða tíma- bundið vopnahié meðan olían er hreinsuð upp. ^ V" ' « m •" i » * J kostaði 100 milljónir dollara, er búinn sínum eigin stýrieldflaug- um og eiga þær að koma honum á braut í 22.530—35.400 km fjarlægð frá jörðu. Vandræðin stöfuðu af einhverri bilun í einni eldflaug- anna en nú standa góðar vonir til að ráða megi bót á henni. Fjarskiptahnötturinn er sá fyrsti þriggja sams konar hnatta, sem Bandaríska geimferðastofn- unin er að láta smíða og er ætlað að verða nokkurs konar skiptiborð á milli jarðar, 26 gervihnatta og flota fjögurra geimferja. Challenger, nýja geimferjan, hefur staðið sig fullkomlega í þessari ferð og Paul J. Weitz, flug- stjóri hennar, lauk fyrsta deginum með þessum orðum: „Þetta hefur verið mikill sigurdagur fyrir geimferðaáætlunina." Til minningar um síðustu kvöldmáltíðina Páll páfí II sést hér kyssa fætur lítils drengs en það gerir páfí ávallt á páskum til minningar um síðustu kvöldmáltíðina. Athöfnin fór fram í kirkju heilags Jóhannesar sl. fímmtudag, á skírdag. AP Vona að Sovétmenn skoði hug sinn betur London, 5. aprfl. AP. RÍKISSTJÓRNIR ýmissa Vestur-Evrópuríkja og dagblöð í þessum löndum létu í gær í Ijós þá von, að Gromyko, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, sæi að sér og endurskoðaði þá ákvörðun að hafna alfarið tillögum Reagans Bandaríkjafor- seta um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu. ráðherra Breta, kvaðst sl. sunnu- dag, vona, að þrátt fyrir „stóryrð- in“ væri Gromyko til viðræðna um tillögurnar. „Sovétmenn verða að skilja, að það er einnig í þeirra þágu að draga úr vígbúnaðinum," sagði Pym. Helstu dagblöð í Vestur-Evrópu taka í svipaðan streng. „Ráða- menn í Moskvu misstu nú fyrir Utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, Hans-Dietrich Genscher, sagði, að afstaða Rússa hefði valdið miklum „vonbrigðum öllum þeim, sem áhuga hafa á af- vopnun", en í yfirlýsingu frá sl. sunnudag sagði hann, að Nato- ríkin „verði að vona, að Sovét- menn taki raunhæfa afstöðu til þeirra". Francis Pym, utanríkis- skemmstu bandamann í eld- flaugabaráttunni, sem þeir höfðu bundið miklar vonir við, Jafnaðar- mannaflokkinn vestur-þýska, sem beið ósigur í síðustu kosningum," sagði II Messaggero í Róm. „Nú reiða þeir sig á friðarhreyfingarn- ar á Vesturlöndum." Á blaðamannafundi sl. laugar- dag hafnaði Gromyko þeim tillög- um Reagans, að Nato kæmi upp færri eldflaugum en fyrirhugað væri gegn því, að Rússar fækkuðu sínum eldflaugum af gerðinni SS- 4, SS-5 og SS-20, sem nú eru um 600 talsins. Sovétríkin: Vídeóbyltingin veldur ráðamönnum áhyggjum MoHkvu, 5. aprfl. AP. VÍDEÓBYLTINGIN hefur náð til Sovétríkjanna og ganga nú vestrænar klám- og hryllingsmyndir kaupum og sölum á svarta markaðnum að því er sagöi í sovésku dagblaði sl. sunnudag, en þar var fólk eindregið ráðið frá því að sjá þessar myndir. 1 greininni, sem birtist í mál- gagni miðstjórnar kommúnista- flokksins, Sovietskaya Rossiya, var gengist við því berum orðum, að stjórnvöld óttuðust vídeóbylt- inguna því að hún gerði Rússum kleift að horfa á vestrænar kvikmyndir heima hjá sér og utan við ritskoðunina. í Sovét- ríkjunum þurfa allar kvikmynd- ir, leikrit, bækur, tónlist og önn- ur hugverk að ganga í gegnum nálarauga ritskoðunarinnar áð- ur en birting er leyfð og þær vestrænar kvikmyndir, sem sleppa í gegn, eru þær, sem gagnrýna þjóðfélagið þeim meg- in gaddavírsgirðingarinnar, gamanleikir og barnaefni. Til að hræða fólk frá vídeóinu sagði blaðið frá konu, sem flytja varð á geðveikrahæli eftir að hafa séð eina hryllingsmyndina, og það vitnaði í „sérfræðinga", sem sögðu, að myndin „Frank- enstein" væri „hroðalega skelfi- leg“. Blaðið sagði ekkert um hvernig myndböndin bærust til landsins en vitað er, að embætt- ismenn og listamenn, sem fá að fara úr landi, birgja sig oft vel upp áður en haldið er heim. I dollarabúðunum sovésku er hægt að kaupa myndbandatæki fyrir um 2100 dollara en sagt er, að snældurnar sjálfar gangi á um 420 dollara, um 8500 kr. ísl., á svarta markaðnum. Tækin eru hins vegar seld á um 12.600- 16.800 dollara á svarta markaðn- um og er það miklu meira en venjulegt fólk ræður við. Þess vegna er það algengt, að margir séu um kaupin á sama tækinu. Er tölvuvædingin orðin aðkallandi? Rafrás réttir þér hjálparhönd RAFRÁS aðstoðar við vai á þeim búnaði sem best hentar í hverjutilfelli. RAFRÁSsérum uppsetningu og gerir tillögur um besta nýtingu búnaðarins. RAFRÁS annast reglulegt eftirlit með öllum búnaði frá fyrirtækinu.Líttu við hjá okkur í FELLSMÚLA 24 eða hringdu í síma 82055/82980 og kynntu þér hvaða aðstoð við getum veitt við tölvuvæðinguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.