Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 12

Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 >•©< Bifreiðar á kjördag D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum ýmsu bifreiöastööum D-listans á kjördag. Frambjóöendur heita á stuöningsmenn listans aö bregð- ast vel viö og leggja listanum liö, m.a. með því aö skrá sig til aksturs á kjördag, 23. apríl. Vinsamlegast hringiö í síma 85730. V________________________________) 11-listinn Myndin er tekin þegar bókagjöfin var formlega afhent. Frá vinstri: Guðmundur Magnússon, háskólarektor, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti, og Per Saugman, stjórnarformaður Blackwell Scientific Publications. Heildsölubyrgöir: Agnar Lúðvíksson hfM Nýlendugötu 21. Sími12134. 5H010KAW (g) Byrjendanámskeiö hjá KARATEDEILD GERPLU 3ja mánaða námskeið meö prófi hefst mánudaginn 11. apríl nk. Kennsla fer fram í nýjum sal íþróttahúss Gerplu viö Skemmuveg Kópavogi (rétt við Breiðholtsbraut). Innritun og upplýsingar í síma 74925 eft- ir kl. 16. Hentug aðstaða miðsvæðis Breiöholts og Kópavogs. Karatedeild Gerplu Bókagjöf til Háskólabókasafns í FEBRÚAR síðastliðnum barst Há- skólabókasafni vegleg bókagjöf frá útgáfufyrirtækinu Blackwell Scient- ific Publications í Oxford. Var hér um að ræða um 700 bindi vísindarita sem fyrirtækið hefur gefið út, þar af um 200 bindi tímarita. Jafnframt fól gjöfin í sér áskrift á 13 vísindaleg tímarit, svo og fyrirheit um allmarg- ar bækur sem koma út síðar á þessu ári. Forgöngu um gjöf þessa hafði Per Saugman, stjórnarformaður og forstjóri Blackwell Scientific Publications, en hann er einlægur aðdáandi íslands og íslenskrar menningar. Er gjöfin veitt í tilefni af heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Oxford í febrúarmánuði 1982. Bækurnar í gjöf þessari eru nýj- ar af nálinni og taka til flestra greina sem kenndar eru við Há- skólann. Þó er misjafnt hvað greinar bera úr býtum og fer það eftir þeim vísindasviðum sem fyrirtækið hefur lagt mesta rækt við. Nefna má sem dæmi að all- mikið er um rit í læknisfræði og skyldum greinum, náttúruvísind- um, hagfræði og heimspeki. Háskólabókasafni er mikill fengur að þessari höfðinglegu bókagjöf og stendur í mikilli þakk- arskuld við Blackwell Scientific Publications, og þá sérstaklega Per Saugman sem hefur sýnt Há- skólanum einstæða velvild með gjöf þessari. Bækurnar verða yarðveittar í Háskólabókasafni og útibúum þess. Þær verða til sýnis í handbóka- sal Háskólabókasafns 5.—12. apr- íl. (Frétutilkynning) Uppboð á eignum Iðntækni: Skáksambandið hefur ekki gert kröfu til einvígismyndarinnar EKKERT hefur komið fram af hálfu Skáksambands íslands um að það muni gera kröfu til kvikmyndaspólu af einni einvígisskák Fischers og Spasskýs, sem telfd var í heims- meistaraeinvíginu í Reykjavfk fyrir nokkrum árum, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Sigurði M. Helgasyni, fyrrverandi borgarfógeta í gær. Forsaga málsins er sú að fyrir- tækið Iðntækni tók upp eina ein- vígisskákina og hefur kvikmynda- spóluna í fórum sínum, en fyrir- tækið hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta. Á uppboði, þar sem eignir fyrirtækisins verða boðnar upp, verður m.a. umrædd kvikmyndaspóla. Iðntækni tók upp þessa skák að tilhlutan Bandaríkjamanns nokk- urs, Chesters Fox að nafni, en hann hafði upptökuréttinn af ein- víginu. Fox sinnti síðan ekki frek- ar upptökum af einvígisskákunum og fékk Iðntækni ekkert greitt fyrir þátt sinn í málinu, þannig að á kvikmyndina hefur verið litið sem eign þrotabúsins, að sögn Sig- urðar. Sigurður gat þess að upp- boðið á eignum Iðntækni færi fram á næstu vikum. Jón kotbóndi (Bjarni Sigurjónsaon), kerling hans (Herdís Birgisdóttir) og Lykla-Pétur (Helgi Bjarnason). „Gullna hliðið“ sýnt á Húsavík Innanlandsflug Flug- leiða um páskana: Mikill far- þegafjöldi UM 5.100 farþegar voru fluttir í innanlandsflugi Flugleiða um páskana; þar af rúmlega 2.100 á annan í páskum. Að sögn Þórarins Stefánsson- ar hjá Flugleiðum er farþega- fjöldinn óvenju mikill nú þó að ekki sé um met að ræða. Þórar- inn sagði ennfremur að eins og undanfarin ár hefðu flestir ferð- ast til Akureyrar, en nú hefði straumurinn einnig legið til ísa- fjarðar vegna skíðalandsmóts- ins þar. Þórarinn sagði að inn- anlandsflugið hefði gengið ljóm- andi vel um páskana þó að ekki hefði verið flogið á föstudaginn langa og páskadag. Loks má geta þess að á annan í páskum voru tvær þotur Flug- leiða notaðar við farþegaflutn- ingana sem stóðu frá því kl. 8 að morgni fram yfir miðnætti. Þurfti því að fá undanþágu fyrir lendingu þotanna á Reykjavík- urflugvelli eins og tíðkast á stórhátíðum s.s. jólum og pásk- um. Húsavík, 2. aprfl. LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýndi sjónleikinn GULLNA HLIÐIÐ, eftir Davíð Stefánsson, sl. miðvikudag fyrir fullu húsi og við góðar undir- tektir áhorfenda. Leikstjóri er Einar Þorbergsson og mest af tónlist Dr. Páls ísólfs- sonar flutti Úlrik Ólafsson. Leik- mynd gerðu Sverrir Jónsson og Sigurður Hallmarsson, sem jafn- framt flutti forspjall höfundar. Sýningarstjóri var Finnur Ingi- marsson og ljósa- og tæknimeist- ari Grétar Ragnarsson. Með aðalhlutverkin fara: Jón kotbónda leikur Bjarni Sigurjóns- son og kerlingu hans Herdís Birg- isdóttir, Vilborgu grasakonu leikur Margrét Halldórsdóttir, Lykla- Pétur Helgi Bjarnason og óvininn Einar Þorbergsson. f þröngu húsrými og á lítilli senu hefur leikstjóra vel tekist að staðsetja ýmis erfið atriði. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.