Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 15

Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 15 100 ára skólahaldi fagnað í Barnaskóla Eskifjarðar BARNASKÓLI Eskifjarðar var fyrst settur 14. janúar 1883 og var fyrsti kennsludagur 16. sama nránaftar. Þá hafði verið reist nýtt skólahús, sem enn stendur og er nú notað sem íbúðarhús. Núver- andi skólahús var síðan reist 1910, en verið er að byggja nýtt. Fyrsti skólastjórinn var Ögmundur Sigurðsson, en núverandi skólastjóri er Jón Ingi Einarsson. í upphafi voru nemendur 16 en eru nú yfir 200. Afmælishóf vegna þessa var haldið miðvikudaginn 30. marz síðastliðinn. Meðal gesta voru Einar Bragi, rithöfundur, og kona Bæjum, ísafjarðardjúpi: Versta veð- ur í Djúpinu Bæjum, 5. aprfl. SÓTSVARTUR þreifandi bylur hef- ur verið hér í Djúpi í allan dag, akk- að niður snjó ofan á þann sera mikill var fyrir. „Djúpbáturinn er að sigla hér út Djúpið í 9—10 vindstigum og þreifandi byl,“ sagði Halldór Her- mannsson, „með 20—30 farþega um borð, fólk úr heimsóknarferð um páskana á heimaslóðir". Frá ísafirði fór báturinn kl. 8 í morgun og er væntanlegur til ísa- fjarðar klukkan 11 í kvöld. Ferðin hefur því tekið um 15 klukku- stundir og komið var við á mörg- um höfnum tvisvar eftir fólki í út- leið. Við Bæjarbryggju kvað Hall- dór skipstjóri rétt grilla í stýri- manninn frammi á dekkinu. Kvað hann þetta versta veður sem hann hefði fengið í Djúpinu í vetur og ófært taldi hann að taka Æðareyj- arhöfn með nú í útleið. ófært er hér milli nokkurra staða vegna snjóa. Fallið hafa niður tvær ferð- ir til Unaðsdalsbóndans sem ekki hefur komið mjólk frá sér vegna ófærðar. Þó að skipshöfn Djúp- bátsins hefði sótt mjólkina til hans á plastkænu í síðustu ferð er alófært í dag. Jens í Kaldalóni Sæmdir heið- ursmerkjum fálkaorðunnar FOR8ETI íslands hefur í dag sæmt eftirtalda íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu: Hólmstein Helgason, fv. af- greiðslumann, Raufarhöfn, fyrir störf að félags- og atvinnumálum. Frú Laufeyju Eiríksdóttur, Reykjavík, fyrir félags- og safnað- arstörf. Pál Kr. Pálsson, organleikara, Hafnarfirði, fyrir tónlistarstörf. Sigurð M. Þorsteinsson, fv. að- stoðaryfirlögregluþjón, Reykjavík, fyrir störf að flugbjörgunarmál- um. Snorra Hjartarson, skáld, Reykjavík, fyrir bókmenntastörf. Stefán Þorleifsson, sjúkrahús- ráðsmann, Neskaupsstað, fyrir störf að félags- og sjúkrahúsmál- um. Frú Unni Ólafsdóttur, Reykja- vík, fyrir listsaum og gerð kirkju- muna. Reykjavík, 5. apríl 1983. FréiUtilkynning frá orðuriUra hans, en hann hefur ritað sögu skólans frá upphafi til ársins 1939. Þar voru og Guðmundur Magnús- son, fræðslustjóri á Austurlandi, og kona hans. Jóhann Clausen, bæjarstjóri, flutti ávarp og setti samkomuna. Gestir fluttu ávörp svo og skólastjóri. Nemendur lásu upp úr 3. bindi Eskju um aðdrag- andann að stofnun skólans og fyrstu starfsmánuðina. Einnig sungu nokkrir nemendur á milli atriða. Að lokum voru sýndar gamlar skuggamyndir af starfi skólans. Skólanum bárust góðar gjafir í tilefni afmælisins. Lionsklúbbur Eskifjarðar gaf myndsegulband, kvenfélagið Döggin gaf leir- brennsluofn, fræðslustjóri afhenti fyrir hönd menntamálaráðu- neytisins ljósritun handrita Land- námu, sem stofnun Árna Magnús- sonar gaf út 1974, Einar Bragi, rit- höfundur, afhenti fyrsta hluta af listaverkagjöf, sem gamlir nem- endur standa að. f þessum hluta er um að ræða 6 myndir og veggrefil. Öll eru verkin eftir íslenzkar lista- konur og gat Einar Bragi þess, að hann vonaðist til að þessi verk gætu orðið fyrsti vísir að lista- verkasafni, sem saman stæði af verkum íslenzkra listakvenna. Á skírdag var bæjarbúum boðið í af- mæliskaffi og komu alls um 500 gestir og þáðu veitingar. Á skír- dag var einnig opnuð í skólahús- inu sýning á gömlum og nýjum munum og var hún opin yfir pásk- ana. — Ævar Utankjörstaðakosning Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Upplýsingar um kjörskrá og fl. Háaleitisbraut 1 — Símar 30866, 30734 og 30962. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Alltaf á fóstudögum AÐ VERÐA VANFÆR A VORUM DÖGUM — Nýr greinaflokkur um barneignir hefur göngu sina. BATIKVERKSTÆÐI KATRÍNAR OG STEFÁNS — Hefur veriö starfrækt í rúm 10 ár, en nú eru þau hjón komin aftur út á hinn almenna vinnu- markað. ANNARSFLOKKS ÞEGNAR í TÖLVUÞJÓÐ- FÉLAGINU? — Félagslegar hindranir viröast standa í vegi fyrir auknum áhuga kvenfólks á tölvuvæöingunni. Höfóar til .fólksí öllum starfsgreinum! Hópferðir í langferðabílum um Þýskaland FERÐAVAL býöur í sumar 2 og 3 vikna hópferðir til Þýskalands og Sviss. Ferðin hefst með siglingu M/S EDDU frá Reykjavík til Bremerhaven, þar sem ís- lensk langferðabifreið, með íslenskum ökumanni og leiðsögumanni taka á móti hópnum — og eru með honum allan tím- ann. Ekið verður um fegurstu staði og fræga í Þýskalandi, og gist er á góðum hótelum. Áfangar eru hæfilegir. í 14 daga ferðinni verður ekið um Þýskaland í viku og komið til skips aftur á áttunda degi. Þetta er ferð um Rínarlönd og Mosel. í lengri feröinni veröur ekið í áföngum suður til Miinchen og að Konstanz-vatni (Boden See), um Svartaskóg og heimleiðis um Moseldal og Rínarlönd. Þetta eru vel undirbúnar ferðir, sem skipulagðar hafa verið með reyndum aðil- um, erlendis og með ferðaþjónustu Far- skipa hf. Verði er stillt í hóf. Leitið upplýsinga. Brottfarardagar frá Reykjavík. 1. — 8. — og 15. júní— 13. júlí- 24. og 31. ágúst. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. FERDAWjVAL SNÆLAND GRÍMSSON HF. Feröaskrifstofa Kirkjustræli 8 108 Reykjavík Sími 19296 — 26660 3,—

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.