Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 24

Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR7. MARZ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 15 kr. eintakiö. Skýrsla flugmálastjórnar Fyrstu umferð í rannsókn þeirra atburða sem gerð- ust í lofti í nágrenni Vest- mannaeyja 15. mars síðast- liðinn er lokið. Fyrir liggur skýrsla flugmálastjórnar um þá atburðarás sem leiddi til þess að hætta var á árekstri flugvélar Arnarflugs á leið frá Amsterdam og Orion- vélar varnarliðsins sem var á æfingaflugi suður af Reykja- nesi. í forystugrein Morgun- blaðsins 23. mars sagði: „Mál þetta er þannig vaxið að ekki verður við annað unað en all- ir þættir þess verði þaul- kannaðir og opinberlega skýrt frá niðurstöðum, auk þess sem gripið verði til við- eigandi aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt geti endur- tekið sig.“ Af skýrslu flugmála- stjórnar er augljóst, að ekki er með rökum unnt að slá því föstu eins og Pétur Einars- son, flugmálastjóri, gerði á fundi með blaðamönnum síð- degis á þriðjudag, að „frum- orsökin" að þessu atviki væri sú að varnarliðsvélin hefði farið út fyrir æfingasvæði sitt, enda mildaðist túlkun flugmálastjóra á þessum þætti skýrslunnar eftir því sem leið á daginn og um kvöldið sagði hann í beinni útsendingu í sjónvarpinu, að atvikið ætti rætur að rekja til brots á blindflugsreglum og aðgæsluleysis við flugum- ferðarstjórn. í þessum sjón- varpsþætti kom fram, að hinn nýskipaði flugmála- stjóri hefur fullan hug á að láta verulega til sín taka í embættinu og hann skorti ekki svör við spurningum fréttamanna. Hann gerði sitt til að berja í þann trúnað- arbrest sem myndaðist vegna gagnrýni út af skipun hans í embættið, en það er þó embættisfærslan sjálf sem ræður úrslitum. Skýrsla flugmálastjórnar staðfestir hve flugumferðar- stjórar gegna ábyrgðarmiklu starfi. Lítið atvik eins og það sem þarna gerðist þegar flugumferðarstjóri biður Orion-vélina um að merkja inn á ratsjá tákn sem sýndi að hún væri í sjónflugi þegar hún hafði blindflugsheimild, getur valdið því að fylgst er með ferðum hennar með öðr- um en hætti en ella. En þeg- ar lá við árekstrinum var annar flugumferðarstjóri kominn á vakt við ratsjána en sá sem skráði Orion-vél- ina vitlaust. Hér skal aðeins drepið á þetta eina atriði úr skýrslunni að því er flugum- ferðarstjórnina varðar, en vissulega vakna spurningar um fleira en þetta þegar at- vikalýsingin er lesin og Morgunblaðið mun birta hana í heild. Flugmenn Orion-vélarinnar segjast hafa verið önnum kafnir við æfingar og auk þess hafi fjölstefnuvitinn á Keflavík- urflugvelli, sem notaður er til staðarákvörðunar, „dottið út af og til“ eins og það er orðað, stefnuvitinn hafi með öðrum orðum ekki sent út merki sem skyldi. Hvað olli þessari truflun? Rannsóknanefnd flug- málastjórnar, sem þessa skýrslu samdi leggur til að vakta- og vinnuskipulagi í flugturninum á Keflavíkur- flugvelli verði breytt. Og miðað við vinnuálagið á flug- umferðarstjóranum, sem var við ratsjána þegar flugvél- arnar nálguðust hvor aðra 15. mars, sýnist ekki vanþörf á því að huga að þessum málum. Til að almenningur gæti betur áttað sig á því hve mikið er á flugmumferðar- stjóra lagt, væri æskilegt að launagreiðandi þeirra, ríkis- sjóður, upplýsti hve mikla yfirvinnu þessir menn vinna að jafnaði. Ekki er langt síð- an athygli fjölmiðla beindist að starfi flugumferðarstjór- anna á Keflavíkurflugvelli og mátti þá helst skilja að fleiri vildu starfa þar en þyrfti, en nú kemur á hinn bóginn í ljós að það vantar flugumferðarstjóra í 5 heim- ilaðar stöður. Fleiri aðilar en flugmála- stjórn eiga eftir að segja álit sitt á þessu máli. Flugslysa- nefnd er einn þessara aðila. Skýrslan hefur verið send saksóknara og ýmsum ráðu- neytum. Enn er því full ástæða til að fylgjast með gangi þessa máls og mun Morgunblaðið stuðla að því að allar frekari skýringar á atvikum þess eða ráðstafan- ir, sem vegna þess verða gerðar, komi fyrir sjónir al- mennings. Hér er nauðsyn- legt að standa óaðfinnanlega að verki, því að mikið er í húfi. Norðurleiðarrúturnar sex í hnapp við Staðarskála { fyrradag. Nokkru síðar lögðu þær á Holtarvörðuheiði í fylgd snjóplógs. Ljósm. AS. Kolófært um allt Norðurland: Milli 60 og 70 manns tepptir í Staðarskála Vélskófla búin snjóruðningstönn ryður brautina á Holtavörðuheiði. Sex áætlunarrútur frá Norður- leið lentu í talsverðum hrakning- um I fyrradag og nótt. Rúturnar voru á leið frá Akureyri til Reykja- víkur og voru 18 klukkustundir, en alls voru um 350 manns farþegar með þeim. „Það er mjög mikill snjór hjá Vatnshorni og við Gauksmýri og þar stöðvuðust bflarnir. Það skóf mikið og var erfitt að moka,“ sagði Þorvarður Guðjónsson hjá Norður- leið í samtali við Morgunblaðið í gær. Þorvarður gagnrýndi enn fremur ökumenn fólksbfla sem þarna voru, „eins og alltaf þá oliu þeir töfum. Þeim var svo hjálpað að Hvammstangavegamótunum, en við biðum þar í rútunum til þess að fara ekki á móti umferðinni. Þegar komið var að okkur, hafði veðrið versnað til muna. Veghefill frá Vegagerðinni fór á undan okkur yflr Holtavörðuheiðina og gekk það ágætlega en seinlega. Þegar niður í Borgarfjörð kom seinkaði okkur enn, því þar, svo og í Hvalfirði og á Kjalarnesi, var gíf- urlega mikið hvassviðri. Annars á Vegagerðin þakkir skildar fyrir frammistöðuna, án hennar hefðu um 350 manns neyðst til að dvelja nóttina í Staðarskála í Hrútafirði," sagði Þorvarður. 1 gærkvöldi voru þó enn milli 60 og 70 manns veðurtepptir í Staðarskála. Þar ræddi Mbl. við Magnús Gíslason og sagði hann að engar horfur væru á því að fólkið færi þaðan fyrr en veður gengi niður. Þungir bílar fóru norður eftir undir kvöldið til að kanna ástand vega. Enn var mikið hvassviðri í Hrútafirðin- um er Mbl. símaði þangað. Hjá Vegaeftirliti ríkisins fékk blaðið þær upplýsingar, að vonskuveður hefði verið frá Borgarfirði og alveg til norð- austurlands, og i gær voru allir vegir í þessum landshlutum ófærir. Könnun og snjómokstur lá niðri, en hefst aftur við fyrsta tækifæri. Á Vestfjörðum var víða þungfært að sunnanverðu, en ófært alls staðar að norðan, utan hvað fært var frá ísafirði til Bolungarvíkur og Súðavíkur. Sunnanlands var hins vegar fært um allt og sömuleiðis upp alla Austfirði til Egilsstaða. A Snæ- fellsnesi var fært um Heydal, en Kerlingarskarð og Fróðárheiði voru lokuð. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar undir kvöldið, að ástandið væri að færast í betra horf, Fokker-vél sem hafði ekki komist frá Akureyri síðan í fyrramorgun var á leið til Reykjavíkur og tvær þotuferðir frá Keflavík til Akureyrar voru fyrirhugaðar. Flogið var til Sauðárkróks í gær og víða ann- ars staðar gátu vélar lent. Hins vegar var einum Fokker snúið frá ísafirði. Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 1983 er í dag: „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“ Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag, 7. aprfl, en hann er haldinn ár- lega í því skyni að vekja athygli á nauðsyn átaks til betra og heilbrigð- ara lífs. Dagur þessi er haldinn við mismunandi aðstæður í löndum heimsins, en hvarvetna er hann helgaður þessu málefni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu. Þar segir að árið 1982 hafi verið helgað málefnum fatlaðra og áður hafi máli fatlaðra verið gefinn gaumur í tilefni Alþjóðaheil- brigðisdagsins. Á þessu ári hafi aðildarþjóðir Alþjóðaheilbrigðis- dagsins ákveðið að taka til sér- stakrar meðferðar stefnumótun í heilbrigðismálum til ársins 2000. Þessi alþjóðastefnumótun hefur ákveðið að beina athygli fólks að markmiði stofnunarinnar um „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Markmið í heilbrigðismálum hefur einnig borið á góma á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefur ályktað að umbætur i heilbrigðismálum sé mikilvægur hlekkur í félagslegri og efnahags- legri þróun í heiminum. Allsherj- arþingið hefur beint því til Al- þjóðabankans og Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna að sinna heilbrigðismálum sérstaklega og þá einkum verkefnum sem lúta að vatnsöflun og bættri hreinlætis- aðstöðu í þriðja heiminum. f fréttatilkynningunni segir ennfremur að ýmsar greinar heil- brigðismála, einkum baráttan við smitsjúkdóma, krefjist sameinaðs alþjóðlegs átaks og ekki síður að þeim, sem búa við góðar efnahags- legar aðstæður, beri siðferðileg skylda til að aðstoða fólk og þjóðir annars staðar til að komast úr ástandi örbirgðar, fátæktar og vanheiisu. Fjölmargar landssafn- anir í þágu fólks í þriðja heimin- um beri þess vott að Islendingar séu tilbúnir til að leggja sitt lóð á vogaskálarnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.