Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 38

Morgunblaðið - 07.04.1983, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 Minning: Arnór Kr. Diego Hjálmarsson fyrrv. yfirflugumferðarstjóri Fæddur 30. marz 1922 Dáinn 25. marz 1983 í dag er til moldar borinn Arnór Kristján Diego Hjálmarsson, fv. yfirflugumferðarstjóri. Hann fæddist í Reykjavík 30. mars, 1922, en lézt í Landspítalanum 25. mars síðastliðinn, eftir skamma legu en langvarandi vanheilsu. Arnór var sonur hjónanna Hjálmars Diego Jónssonar bakara, síðar fulltrúa hjá Tollstjóra, og Halldóru Frið- gerðar Sigurðardóttur. Þau voru Vestfirðingar, en í æðum Hjálm- ars rann suðrænt blóð sem leyndi sér ekki í svip og skaphöfn hans. Arnór ólst upp hér í Reykjavík ásamt 8 systkinum. í þá daga voru kjör fólks með öðrum hætti en nú er og ekki allir hlutir sjálfsagðir. Ánægja var af að hlýða á Arnór rifja upp bernskubrek sín í leik og starfi. Útsjónarsemi og frumleg uppátæki skorti ekki, enda átti hann þá, sem og ætíð, erfitt með að sætta sig við að eitt eða annað væri ekki hægt. Þegar Arnór var 18 ára, blésu skyndiiega nýir vindar inn yfir ís- landsstrendur. Landið var her- numið, þjóðin vaknaði og skynjaði nálægð umheimsins. Nútíðin hófst, fortíð var kvödd. Arnór hafði þó alltaf verið vel vakandi og hann vissi að nýr tími var hafinn. Það sem áður var illmögulegt var nú óhjákvæmilegt. Þau kaflaskipti sem urðu í þjóðlífinu ýttu undir áhuga Arnórs á tækniframförum, fjarskiptum og flugsamgöngum. Það var á þessum sviðum sem hann haslaði sér völl í lífsstarfi sínu. Á stríðsárunum var Arnór við nám og störf hjá breska flughern- um, RAF. Jafnframt því lauk hann prófi frá Loftskeytaskólan- um. Á næstu árum jók hann veru- lega við reynslu sína og þekkingu í starfi sínu hjá íslenskum flug- málayfirvöldum, og sótti einnig framhaldsnám í flugumferðar- stjórn í Bandaríkjunum. Ekki ætla ég að telja upp öll þau trún- aðarstörf sem Arnóri voru falin í gegnum tíðina, en óhætt er að full- yrða, að hann naut mikils trausts hjá ráðamönnum íslenskra flug- mála. Hann vann störf sín af alúð og festu. Hann var virkur þátttak- andi í uppbyggingu flugmála á fs- landi. Arnór hafði óbilandi áhuga og trú á flugævintýrinu. Árið 1974 varð Arnór, aðeins 52ja ára, fyrir áfalli sem olli því að hann þurfti að láta af störfum. Þetta varð honum mjög þungbært, ekki aðeins vegna þess að hann var á besta aldri og varð að hverfa frá lífsstarfi sínu, heldur miklu frekar vegna þess að hann varð að yfirgefa þann vettvang sem hafði veitt honum svo mikla ánægju og lífsfyllingu. Árin höfðu liðið fljótt. Arnór hafði verið svo lánsamur að vera hamingjusamur í starfi sínu. Síðustu 9 æviárin gekk Arnór því ekki heill til skógar. Batinn var hægur, en þó miðaði áfram. Hann gerði sér far um að njóta tilverunnar þann tíma sem honum var skammtaður, en hann vissi fullvei að hvenær sem var gat kallið komið. En kjarkur hans og jákvætt lífsviðhorf, sem hann bjó yfir í svo ríkum mæli, gerði hon- um lífið léttara. Hver dagur var honum ánægjuefni, hann sá ailtaf ljósið. En kallið kom. Arnór kvaddi, þreyttur á líkama, en óhugaður í anda. I dag reikar hugur minn, trega- blandinn, yfir árin frá því kynni okkar Arnórs hófust. Arnór var um margt sérstakur persónuleiki. í útliti bar hann ákveðið vitni suð- ræns uppruna — ekki laust við höfðinglegt yfirbragð. Hann var glaðlyndur og jafnan léttur í skapi, en undir niðri bjó vestfirsk festa — geðríki notaði hann í miklu hófi. Hann var umfram allt jákvæður maður, laðaði fram góð- ar hugsanir og hlýtt viðmót, leit- aðist við að sjá það besta í fari annarra og sá jafnan ljósu hlið- arnar á lífinu. Hann naut þess að vera til og ekki síður að vísa öðr- um á birtuna. Arnór var svo sann- ariega ljós- og gleðigjafi, hvar sem hann kom. Arnór var mjög félagslyndur maður. Hann átti gott með að um- gangast aðra og kunni vel við sig í fjölmenni. Aldrei naut hann sín þó betur en í hlutverki gestgjafans. Gestrisni hans og örlæti var við- brugðið. Það var alltaf opið hús hjá Arnóri, og móttökurnar ætíð innilegar. Allir sem vöndu komur sínar á heimili Arnórs og hans ágætu eiginkonu, Guðfinnu Vil- hjálmsdóttur, eiga þaðan ljúfar minningar um gleðskap og góðar stundir. Arnór veitti, af rausn, vináttu og veraldargæði. Það var hans aðalsmerki. Þrautseigja Arnórs hin síðari ár vakti vaxandi aðdáun mína. Þegar ég heimsótti hann í Landspítal- ann, þar sem hann háði sitt loka- stríð, varð mér ljósara en nokkru sinni hugrekki hans og æðruleysi. Það var mér gæfa að kynnast slík- um manni. Ég er Arnóri eiiíflega þakklátur fyrir örlæti hans, vin- áttu og umhyggju fyrir okkur öll- um. Elskulega tengdamóðir, ég votta þér innilega samúð mína. Arngeir Lúðvíksson f raðir frumherja íslenskra flugmála eru nú höggvin skörð eitt af öðru og nú síðast hverfur ágæt- ur vinur og samstarfsmaður, Arn- ór Hjálmarsson, fyrrum yfirflug- umferðarstjóri, af sjónarsviðinu.. Kynni okkar Nóra, eins og hann var oftast kallaður af vinum sín- um, hófust snemma árs 1940 er Svifflugfélag íslands sendi nokk- urn hóp félaga sinna með flugsýn- ingu til Akureyrar og var Arnór, þá kornungur, einn í þeirra hópi. Fljótt urðum við góðir kunn- ingjar og skrifuðumst á um árabil, m.a. naut ég gestrisni foreldra hans að „Steinhólum", er ég dvaldi í Reykjavík í nokkra daga árið 1941. Áhugamál okkar beggja var flugið og að læra að fljúga var þá draumurinn, sem mjög erfitt var að láta rætast vegna fjárskorts. Á þessum árum snemma í stríðinu var það helst til ráða að ganga f breska flugherinn og öðlast þann- ig reynslu og þekkingu, reyndum við Nóri það báðir, en það er önn- ur saga. Á árunum 1942—45 starfaði Arnór sem loftskeytamaður á fiski- og farskipum, en við lok stríðsins opnuðust leiðir til starfa að flugmálum, en með stofnun embættis flugmálastjóra snemma árs 1945, var brotið blað hvað þetta snertir. Samningar voru gerðir milli íslenskra og breskra yfirvalda um afhendingu Reykja- víkurflugvallar og þjálfun starfsmanna flugmálastjórnar í því sambandi. Arnór hóf störf á Reykjavíkurflugvelli í byrjun september 1945, fyrstur manna, í flugturninum og við skyld störf. Það var sérstaklega ánægjulegt fyrir íslendinga að heyra íslenska rödd í talstöð „turnsins" hljóma út yfir völlinn þann 15. sept. 1945, þ.e. „The Battle of Britain Day“, en þá var almenningi leyft að skoða þetta „stríðsmannvirki" í fyrsta sinn. Röddin var Arnórs og boðaði það að við íslendingar ætl- uðum okkur að taka við rekstri flugvallarins í framtíðinni, þrátt fyrir allar hrakspár fjölmiðla og ýmissa borgarbúa. Við yfirtöku Reykjavíkurflug- vallar starfaði Arnór sem flugum- ferðarstjóri árið 1946 en eftir að Keflavíkurflugvöllur var afhentur íslenskum yfirvöldum seint á ár- inu 1946, varð Arnór fyrsti flug- vallarstjórinn þar suðurfrá, eða þar tii á miðju ári 1947. Eftir það starfaði hann við flug- umferðarstjórn samfellt í nær þrjátíu ár, lauk m.a. prófi frá „flugháskóla" bandarísku flug- málastjórnarinnar í Oklahoma City, í flugumferðarstjórn og skyldum fræðum og starfaði eftir það í nokkurn tíma sem flugum- ferðarstjóri fyrir vestan. Árið eftir að hann kom frá Bandaríkjunum tók hann við starfi yfirflugumferðarstjóra flugstjórnarmiðstöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli og gegndi því starfi til ársins 1976, er hann lét af störfum af heilsufarsástæðum. Auk þeirra starfa sem hér að framan hefur verið getið, starfaði hann sem kennari í flugumferðar- stjórn, í blindflugi og fleiri tengd- um greinum. Ýmis trúnaðar- og félagsmálastörf voru honum falin, enda maður traustur og duglegur. Að leiðarlokum er margs að minnast og margar ánægjustundir átti maður í hans félagsskap, enda mikill höfðingi heim að sækja. Ég vil að lokum votta Guðfinnu og börnunum dýpstu samúð okkar hjóna. Gunnar Sigurðsson Foreldrar Arnórs voru þau Hjálmar Diego Jónsson, bakari, •gullsmiður og síðast fulltrúi toll- stjóra í Reykjavík, og kona hans, Halldóra Friðgerður Sigurðar- dóttir. Mikill höfðingi er látinn langt um aldur fram. Arnór mun vera með þeim fyrstu er undirbjó sig fyrir það starf að gerast flugum- ferðarstjóri er síðari heimsstyrj- öldinni lyki, en Arnór hafði tekið virkan þátt í starfi svifflugfélags- ins, og mun að undirlagi þáver- andi flugmálaráðunauts ríkisins, Agnars Kofoed-Hansen, hafa tek- ið loftskeytamannspróf. Loft- skeytapróf þótti þá nauðsynlegt, en til þeirra hluta varð að taka gagnfræðapróf sem Arnór lauk árið 1944. Hann hafði gengist und- ir próf hjá brezka flughernum í því skyni að gerast sjálfboðaliði í hernum, en ekkert varð af því. Arnór gegndi ýmsum störfum hjá flugmálastjórninni, þ.á m. sem flugvallarstjóri á Keflavíkurflug- velli, unz hann gerðist flugum- ferðarstjóri og síðar yfirflugum- ferðarstjóri 1955. Eg býst við að aðrir mér færari taki sér penna í hönd og skýri bet- ur frá starfi Arnórs á sviði flug- umferðarstjórnar, en meiningin var með þessum fáu línum að minnast mannsins Arnórs, óvenjulegs persónuleika, sem mér er Ijúft að geta um hérna í nafni mín og konu minnar. Arnór var óvenjulegur persónu- leiki, svo óvenjulegur að engum líktist. Veitull var Arnór með af- brigðum, og naut sín hvað best er hann var veitandi. Eg kynntist Arnóri náið og ég tel mig fremst- an í hópi þeirra er kölluðu hann vin sinn. í nokkurn tíma bjuggum við saman í bragga úti á flugvelli er við báðir vorum í húsnæðis- vandræðum. Betra sambýlisfólk get ég ekki hugsað mér. Stundum kastaðist þó í kekki með okkur, en þá var bara hellt upp á könnuna og allt var gleymt. Arnór vann mikið brautryðj- endastarf á sviði flugumferðar- stjórnar hér á landi, og sakir þess að hann bjó á flugvellinum var hann oft kallaður til er menn vantaði og var þá ekki hugsað um yfirvinnu eins og nú, en þetta var ekki síst er slys urðu að dagur og nótt runnu saman. I einkalífi sínu var Arnór vel giftur er hann gekk að eiga Guð- finnu Vilhjálmsdóttur, en hún hefur staðið dyggilega við hlið manns síns og alið honum mann- vænleg börn. Tveir synir Arnórs vinna nú við flugumferðarstjórn og feta dyggilega í fótspor hans. Eftir því sem ég best veit var afi Arnórs franskur skútuskipstjóri sem oft kom við á Dýrafirði, hét hann Jean Diego. Mikill höfðingi hlýtur sá maður að hafa verið. Hann mun hafa ætlað að taka Hjálmar, drenginn sinn með sér til Frakklands, en af því varð ekki og ólst Hjálmar, faðir Arnórs, upp í Dýrafirði. Ég býst við að Arnór hafi sótt höfðingsskap sinn til afa síns Jean Diego. Hefir Arnór skírt sín börn eftir honum og má kann- ast við ýms einkenni um höfð- ingslund hjá börnum Arnórs. I félagsmálum var Arnór góður liðsmaður. Hann var einn af stofnendum Kiwanis-hreyfingar- innar hér á landi og tók virkan þátt í Oddfellow-hreyfingunni á meðan heilsa entist. Ég læt hér staðar numið en vil að endingu þakka vini mínum Arnóri fyrir samfylgdina, við lærðum ýmislegt hvor af öðrum, eins og Arnór var vanur að segja. Ég sakna hans mikið, en eitt sinn skal hver deyja, það er alveg víst. Arnór verður mér ávallt í minni sem hinn síglaði höfðingi; hann nýtur góðrar flugumferðarstjórn- ar yfir móðuna miklu. Guðfinnu og öllum ástvinum Arnórs flyt ég hugheilar samúð- arkveðjur frá mér og konu minni. Sigurður Jónsson Fallinn er frá, langt um aldur fram, einn af brautryðjendum ís- lenskrar flugumferðarstjórnar, Arnór Hjálmarsson, fyrrverandi yfirflugumferðarstjóri. Arnór var einn af þeim íslend- ingum er fyrstir hófu störf á stríðsárunum hjá breska flug- hernum í flugturninum á Reykja- víkurflugvelli. Arnór og þeir starfsbræður hans er byrjuðu um líkt leyti, lærðu fyrst hjá Bretun- um, en héldu síðan til Banda- ríkjanna til náms í flugumferðar- stjórn hjá flugmálastjórninni þar. Voru þeir þar bæði við nám og störf, en Bandaríkjamenn stóðu þá tvímælalaust fremstir þjóða í þessari ungu og lítt þekktu starfs- grein sem flugumferðarstjórnin var. Segja má, að þeir ungu menn er þá tóku til starfa hafi lagt hornsteininn að þeirri umfangs- miklu starfsemi sem flugumferð- arstjórnin á íslandi er í dag. Framsýni og dugnaður þeirra sköpuðu íslensku flugumferðar- stjórninni það traust sem varð til þess að nú er íslenska flugstjórn- arsvæðið eitt það stærsta í heimi og spannar yfir svæði er nær lang- leiðina frá Noregs- og Skot- landsströndum, suður fyrir Fær- eyjar, norður á Norðurpól, yfir Grænland og allt vestur að ströndum Kanada. Arnór varð vaktstjóri við flug- stjórnarmiðstöðina í Reykjavík og síðar fljótlega yfirflugumferðar- stjóri Reykjavíkurflugvallar, út- hafs- og innanlandsflugstiórnar, auk björgunarmiðstöðvar. I störf- um sínum sem yfirflugumferðar- stjóri kom Arnór fram fyrir hönd íslensku flugmálastjórnarinnar við margvísleg tækifæri. Auk fjöl- margra ráðstefna innanlands og utan, átti hann mikil samskipti við flugrekstraraðila, hernaðaryf- irvöld, björgunar- og leitarsveitir, flugmálastjórnir annarra ríkja, auk fjölda stofnana og einstakl- inga. Hjá öllum þessum aðilum naut hann trausts og virðingar. Einnig var hann vinsæll vegna þeirra hæfileika, að hann kunni vel að slá á létta strengi og gleðj- ast í góðra vina hópi, að lokinni önn dagsins. Átti hann þá til að bregða á leik, sýndi sjónhverf- ingar, dansaði steppdans eða sló trommur. Arnór var mjög sérstæður per- sónuleiki, dökkur yfirlitum og suð- rænn í fasi og hreyfingum. Höfð- ingi var hann hinn mesti bæði í orðum og athöfnum, hugsaði stórt og allur kotungsskapur var honum fjarri. í minnum eru hafðar höfð- inglegar móttökur og veitingar á heimili hans við mörg tækifæri. Arnór vann störf sín sem yfir- flugumferðarstjóri af dugnaði, samviskusemi og útsjónarsemi. Sem yfirmaður á vinnustað var hann eins og að líkum lætur oft umdeildur meðal sinna starfs- manna. Hann gerði miklar kröfur um að menn ræktu störf sín af alúð og kostgæfni og væru helst fullkomnir i störfum sínum. Ef honum fannst út af bregða, var hann ómyrkur í máli og hafði stundum hátt. Hinsvegar varði hann ávallt vel málstað sinna manna útávið, ef honum fannst á þá hallað, óverðskuldað. Þegar ég kom til starfa við flug- umferðarstjórnina í Reykjavík fyrir nær átján árum, tók Árnór á móti mér með vinsemd, fór með mig um stofnunina og setti mig síðan til náms og starfa. Þá og alla tíð síðan reyndist hann mér vel, þótt hann segði mér oft til synd- anna, en sem yfirflugumferðar- stjóri gegndi hann hlutverki upp- alanda og læriföður er hann fékk til starfa unga menn og óreynda. Brýndi hann óspart fyrir mönnum að vinnan væri númer eitt og ætti alltaf að vera 1 fyrirrúmi. Síðar skarst stundum í odda er við flug- umferðarstjórar í krafti stéttar- baráttunnar og með aukinni flugumferð gerðum kröfur um úr- bætur á vinnustað, fleiri menn á vaktir og því um líkt. Þá var það hans hlutskipti að gæta aðhalds og sparsemi í rekstrinum og það gerði hann svikalaust. Engu að síður hélst fullur vinskapur og var hann alltaf góður félagi. Árnór varð fyrir því áfalli að veikjast alvarlega árið 1974 og leiddi sjúkdómurinn til þess að hann varð að hætta störfum end- anlega árið 1976. Ég veit, að árin eftir það hljóta oft að hafa verið honum ákaflega erfið. En aldrei heyrði ég hann mæla æðruorð, hann tók veikindum sínum með karlmennsku, fann sér léttari störf á öðrum vettvangi, sinnti hinum margvíslegu áhugamálum sínum og reyndi að njóta lífsins eins og kostur var ásamt eigin- konu sinni, Guðfinnu, sem stóð eins og klettur með manni sínum gegnum súrt og sætt. Nú, þegar Arnór er allur, minn- ist ég hans með hlýhug og þakk- læti og sendi Guðfinnu, konu hans, börnum þeirra og fjölskyldu hans allri innilegustu samúðar- kveðjur og bið Guð að veita þeim styrk í sorginni. Sigurjón G. Sigurjónsson Vorið 1946, fyrir tæpum 37 ár- um, er ég hóf störf hjá Flugmála- stjórn íslands, eru mér minnis- stæð fyrstu kynnin við vörpulegan mann, þéttan á velli og þéttan í lund, óvenju suðrænan útlits og með virðulegt og athyglisvert skegg. Hann vakti athygli hvar sem hann fór og ekki síður er í ljós kom við nánari kynni, að hann hafði til að bera óbugandi sjálfs- traust og afburða frásagnargáfu og fór þar svo sannarlega á kost- um er honum tókst best upp. Þetta var Arnór Kristján Diego Hjálmarsson, einn af frumherjum flugumferðarstjórnar á íslandi og sá sem fyrstur manna hóf nám í þeirri grein hér á landi, hjá Eng- lendingum á Reykjavíkurflugvelli, haustið 1945. Arnór fæddist í því sögufræga Unuhúsi við Garðastræti í Reykjavík hinn 30. mars 1922 og var því aðeins tæplega 61 árs er hann hvarf okkur yfir móðuna miklu. Sitt suðræna útlit fékk Arnór frá föður sínum, Hjálmari Diego bakara, gullsmið og síðast lengi fulltrúa hjá Tollstjóraemb- ættinu í Reykjavík, sem fæddur var að Þingeyri við Dýrafjörð, og föðurafanum Jean Diego, fæddum í Frakklandi, af fransk-spænskum ættum, en fluttist til Bandaríkj-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.