Morgunblaðið - 13.04.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
73
í< lk í
fréttum
George Boy hefur engan
tíma fyrir hitt kynið
+ „Ég er svo miklu fallegri með farö-
ann,“ segir söngvarinn George Boy en
hann kemur aldrei svo fram, aö hann sé
ekki málaöur og makaöur í bak og fyrir.
Auk þess er hann oft í fötum, sem
mörgum þykja dálítiö kvenleg, eins og
t.d. æpandi rauöum morgunslopp.
„Fólk er alltaf aö spyrja mig alls kyns
spurninga um kynlíf mitt og þaö þótt óg
sé bara klæddur í venjuleg föt. Annars
er kynhegöun manna svo persónu-
bundin og ég hef satt aö segja engan
tíma fyrir þess háttar,“ segir George.
George segir, aö klæönaöurinn og
framkoma hans hafi ekkert aö gera
meö vinsældirnar. „Do you really want
to love me“ heföi t.d. aldrei komist á
toppinn ef þaö heföi ekki veriö reglu-
lega gott lag. George Boy og hljómsveit
hans, Culture Club, vinna nú aö gerð
stórrar plötu en stöan ætla þeir aö
leggja upp í hljómleikaferöalag um
heim allan og ekki koma heim fyrr en
einhvern tíma fyrir næstu jól.
+ Jerry Lewis er nú genginn í
þaö heilaga meö flugfreyjunni
Sandra Pitnik eins og raunar
þegar hefur veriö sagt frá. „Hún
bjargaöi lifi mínu,“ segir Jerry,
„meö því aö koma mér strax á
sjúkrahús þegar ég fékk hjarta-
áfall. Þegar ég vaknaöi upp eftir
aðgeröina var þaö mitt fyrsta
verk aö biöja hennar." Þau hjón-
in ætla til Cannes í næsta mán-
uöi til aö vera viöstödd kvik-
myndahátíöina þar, en fyrsta
myndin, sem þar veröur sýnd, er
„Konungur gamanleiksins" þar
sem Jerry leikur á móti Robert
de Niro.
Vantar þig
kápu
eða
frakka
Nú eru sumarvörurnar
komnar.
Léttar sumarkápur.
Rykfrakkar.
Regnfrakkar.
Jakkar.
Stæröir 34—36.
Póstsendum.
Sími 13300.
lyrnFDK
Laugavegi 26.
Blaöburöarfólk
óskast!
Úthverfi
Langholtsveg 151—208
Austurbær
Lindargata 39—63
Skipholt 1—50
Laugaveg 101 — 171
SPUNNIÐ UM STALÍN
eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN
Víst ertu njósnari, þú njósnaðir fyrir óvinaríki. Þýzka-
land.
Ég hef aldrei verið njósnari, þetta er allt eintómur
tilbúningur. Þetta er ráðabrugg, samsæri. Ég trúi ekki, að
félagi Stalín standi á bak við þetta.
Það stendur enginn á bak við þetta nema þín eigin
sviksemi. Þú veizt þú lýgur, þú stóðst ásamt hinum fyrir
morðinu á Kíroff. Yfirheyrslur hafa sýnt það og sannað.
Ég hef enga hugmynd um morðið á Kíroff. Ég vissi
ekkert um það, fyrr en það var afstaðið. Þið vitið það
sjálfir. Ég er saklaus. Þetta er hryllilegt. Eins og út úr
Þúsund og einni nótt.
Þú ert ekki saklaus. Þú lýgur. Þú ert fulltrúi erlends
valds. Þú hefur unnið gegn föðurlandi þínu. Þú lézt
myrða Kíroff. Þú hefur unnið þér til óhelgi. Játaðu!
Nei, ég játa ekki, þetta er allt lygi.
Stóðstu ekki í bréfaskriftum við Kamenev?
Jú.
Þarna sérðu, hann hefur játað.
Játað, játað hvað?
Hann hefur játað. Og það er nóg!
Nei, það getur ekki verið.
Játað, að þið genguð erinda erlends ríkis. Þið njósnuð-
uð um ykkar eigið fólk. Þið höfðuð jafnvel í hyggju að
myrða félaga Stalín. Þið selduð ríkisleyndarmál í hendur
óvinum ríkisins. Þið bunduzt samtökum um að hrifsa til
ykkar völdin.
Zinoviev örmagnast. Það er eins og hann sé að gefast
upp, þegar hann segir lágum rómi: Þetta er allt tómur
þvættingur. Þetta er jafn fjarstæðukennt og frásagnir
biblíunnar. Já, þarna kom það, segir Yagoda, biblíunnar!
Þið notuðuð lykilorð úr biblíunni. Dulmál ykkar voru
tilvitnanir í biblíuna. Skriðkvikindi eins og þið notið hana
til skítverka, það hæfir.
Ha, biblíuna? Hvað ertu að tala um? Ég sagði að — Já,
þú sagðir, að þið hefðuð notað biblíuna, grípur Yagoda
sigri hrósandi fram í fyrir Zinoviev. Það kemur heim við
játningar Kamenevs. Hann hefur afneitað þér.
Zinoviev gefst upp: Afneitað mér? Bilbíuna? Ég á
skilið þyngstu refsingu. Fylgismaður Zinoviev er trotský-
isti. Og trotskýisti er fasisti.
Nú brosir Yagoda með sjálfum sér. Hann sigraði í
þctta skipti. Hann kom sigri hrósandi með játninguna til
Stalíns. Bravó, félagi! sagði Stalín og faðmaði hann að
sér. Og þeir fengu sér í glas saman. Það var gott kvöld.
Einhver dýrmætasta minning, sem Yagoda á úr lífi sínu.
En svo kom reiðarslagið. Og hann hugsar um það, ekki
síður.
11
agoda stendur upp og gengur um gólf í fangaklef-
anum, hristir höfuðið. Jú, ætli hann muni það
ekki!
Eða þegar Stalín lét koma með Kamenev og Zinoviev
úr Lúbjanka-fangelsinu, og lofaði þeim, að þeir yrðu ekki
teknir af lífi, ef þeir játuðu. Hann kom með þá á fund
Stalíns í skrifstofu hans í Kreml. Voroshiloff var
viðstaddur. Því gleymir Yagoda ekki. Voroshiloff og
Yeskov, auðvitað! Þú verður ekki með neitt múður, hafði
Stalín sagt við Yagoda. Múður? hafði hann svarað, það er
það síðasta sem mér dytti í hug. Hann vissi, hvað var í
aðsigi. Hann fann byssukjaftinn undir herðablaðinu og
reyndi að komast hjá að fá kúlu í bakið. En það ætlaði
augsýnilega að mistakast. Hann þekkti kerfið öðrum
mönnum betur. Slíkur maður múðrar ekki, svo mikið var
víst.
Nú dettur honum einna helzt í hug, að hann hafi verið
settur yfir drullupoll og í þessum polli er ekki annað en
pöddur. Hann er settur til höfuðs pöddunum og þeim
tekur að fækka. En svo kemur að honum sjálfum að lifa
pollinn af. Hann minnist þess nú, að hann hafði komizt
FRAMHALD