Morgunblaðið - 01.05.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 01.05.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 3 Feröaskrifstofan UTSÝN Rúmenskur tenór í Þjóð- leikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSINU hefur tekist að ná í rúmenskan tenórsöngvara, Con- stantin Zaria, til þess að syngja hlut- verk Túríddús í uppfærslu leikhússins á óperunni Cavalleria Rusticana, eftir Masragni, sem frumsýnd verður 6. maí nk., segir í fréttatilkynningu frá leikhúsinu. Zaria fæddist í Búkarest og ólst þar upp. Hann stundaði tónlistar- nám í Tónlistarakademíunni þar i borg á árunum 1963—68. Strax að námi loknu vakti hann mikla at- hygli og kom fram í óperum í heimalandi sínu og I útvarpi og sjónvarpi. GISTISTAÐIRNIR ERU ALVEG VIÐ LJÓSA, MJUKA SANDSTRÖNDINA „GULLNU STRÖNDINA“, SEM ER í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI. LUNA er vandaður, vinsæll, gististaður með björt- um, rúmgóðum íbúðum og fullkomnustu þjónustu- miðstöö, sem völ er á og eigin skrifstofu Útsýnar (opin daglega). 25 verzlanir ó jarðhæð, veitingahús, kaffihús, ísbúö, hjólaleiga, hárgreiöslu- og snyrti- stofa, diskótek. Skemmtigarður (Tívoli Luna Park) í 300 m fjarlægö. Dagleg ræsting framkvæmd af is- lenzku starfsfólki, barnagæzla. BROTTFARARDAGAR: 31/5, 21/6, 12/7, 26/7, 2/8, 9/8, 16/8, 23/8, 30/8, 2 eöa 3 vikur. OLIMPO — TERRA MARE Nýjasta og glæsilegasta íbúöasamstæöan í LIGN- ANO við eina stærstu og glæsilegustu skemmtibáta- höfn Evrópu. Þú getur ekið bílnum að byggingunni ööru megin og siglt að hinum megin. Stílhreinar nýtízkuibúöir meö vönduðum bunaöi. Eig- in skrifstofa Útsýnar á jarðhæð ásamt fjölda þjónustufyrirtækja, verzlana og veitingastaöa. Sérstakt afmælisverð á 0LIMP0 Austurstræti 17, sími 26611 Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911 Reykjavík /Hafnarfjörður: Hátíðahöldin 1. maí SEM undanfarin ár og áratugi mun fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSÍ, halda há- tíðlegan baráttudag verkafólks þann I. maí. Dagskráin hefst með því að safnast verður saman við Grens- ásstöð SVR, húsnæði ASÍ, að Grensásvegi 16 um kl. 13.00 en kröfugangan mun leggja af stað kl. 13.30. Gengið verður vestur Fellsmúla, um Safamýri, Ármúla, Hallarmúla, Suðurlandsbraut, NEFND SÚ er fulltrúaráð verkalýðs- félaganna í Reykjavík skipaði til að undirbúa 1. maí hátíðahöldin hafn- aði einróma beiðni El Salvador- nefndarinnar og nefndar sem berst gegn her í landinu um aðild að hátíðahöldunum, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Að þessu sinni er hátíðar- dagskráin haldin innandyra, í Laugardalshöll, og er það gert þar sem verkalýðurinn er hættur að þola vatn og vind, eins og einn verkalýðsleiðtogi orðaði það í samtali við Mbl. Hann sagði einnig að þegar til hefði átt að taka hefðu menn ekki treyst sér til að setja saman 1. maí ávarp fyrr en að afloknum kosn- ingum, nema þá aðeins að samin yrðu drög að tveimur til þess að vera viðbúnir því hvernig kosn- ingarnar færu. Þegar svo kosningum var lokið, hefði hvergi fundist forystumaður af vinstri kantinum, sem vildi standa upp og halda ræðu í tilefni dagsins. Leitað hefði verið með logandi ljósi um allt Alþýðu- bandalagið en enginn fundist. Reykjaveg að Laugardalshöll. Fyrir göngunni fer Lúðrasveit Verkalýðsins, en Lúðrasveitin Svanur mun einnig leika í göng- unni. í Laugardalshöll tekur Samkór Trésmiðafélagsins á móti göngu- mönnum en hann og Lúðrasveit Verkalýðsins munu syngja og spila þar til samfelld dagskrá hefst kl. 14.15 með ræðu Snorra Konráðssonar, varaformanns Fé- lags bifvélavirkja. Aðrir ræðu- menn verða Albert Kristinsson, 1. Einnig hefði komið upp ágrein- ingur um hver ætti að setja hátíð- arsamkomuna. Formaður 1. maí- nefndarinnar, Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Dagsbrúnar, hefði stungið upp á sjálfum sér, en því hefðu kratar mótmælt og sagt að sjálfstæðismenn og kommar væru að einoka daginn. Niðurstaðan varð sú að fulltrúaráð verkalýðs- félaganna valdi mann úr sinum röðum til að setja hátiðina. varaformaður BSRB, og fulltrúi iðnnema, Gunnar Tryggvason, formaður INSÍ, mun flytja ávarp. Auk áðurnefndra munu fram koma þau Kristín Ólafsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Kol- beinn Bjarnason, Ársæll Másson, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Jón Júlíusson, Jón Hjartarson, Þursa- flokkurinn o.fl. í anddyri Laugardalshallar verður kynning á ASÍ, BSRB og þeirri starfsemi sem þessi félaga- samtök rækja, þ.e. MFA og fleiri. í Hafnarfirði hefjast 1. maí há- tíðahöldin með því að safnast verður saman við verkamanna- skýlið kl. 13.30 og síðan lagt af stað í kröfugöngu. Gengið verður um Reykjavíkurveg, Arnarhraun og Tjarnarbraut að Lækjarskóla. Útifundur verður við Lækjarskóla þegar göngumenn koma þangað. Grétar Þorleifsson, formaður full- trúaráðs verkalýðsfélaganna, set- ur fundinn, en ávörp flytja Gylfi Sigurðsson, ritari Félags bygging- ariðnaðarmanna í Hafnarfirði, Lára Sveinsdóttir, fulltrúi Sam- starfsfélags Hafnarfjarðar, og Þorbjörg Samúelsdóttir, ritari Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur í kröfugöngunni og á úti- fundinum. I frétt, sem borist hefur frá Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, segir, að stjórn félagsins hefur samþykkt að taka þátt í kröfugöngu verka- lýðsfélaganna á hátíðisdegi verka- lýðsins 1. maí og ganga undir kröfu um jafnrétti. GULLNA 1. maí-nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna: Aðild E1 Salvador- nefndar og hernáms- andstæðinga að há- tíðahöldunum hafnað ... * Hafís í Grænlandssundi meiri en í meðallagi HAFÍS í Grænlandssundi, norövest- ur af Vestfjörðum, er nokkuð meiri en í meðallagi, samkvæmt upplýsing- um Þórs Jakobssonar deildarstjóra. Samkvæmt könnun Landhelg- isgæslu íslands 28. apríl 1983 var hafísjaðarinn um 46 sjómílur norðvestur af Barða og 32 sjómíl- ur norðvestur af Straumnesi. Jað- arinn er þéttur, og eru á þessum stöðum níu tíundu hlutar hafs þaktir ís. Norður í íslandshafi, á hafsvæðinu milli Jan Mayen og Grænlands, er útbreiðsla hafiss hins vegar tiltölulega lítil miðað við árstíma. Meðfylgjandi hafískort sýnir út- breiðslu hafíssins um þessar mundir. Opið hús Á ALÞJÓÐADEGI verkalýðsins 1. maí gangast Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík, Heimdallur, Hvöt, Oðinn og Vörður, að venju fyrir Opnu húsi í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleit- isbraut 1. Húsið opnar klukkan þrjú og frá þeim tíma leikur Lúðrasveit Reykjavíkur fyrir utan Valhöll. Dagskrá innanhúss hefst klukkan hálf fjögur með ávarpi Sigurðar Óskarssonar, formanns Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Ávörp flytja síðan Jóhanna Thorsteinsson, fóstra, Haraldur í Valhöll Kristjánsson, iðnnemi, og Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Tónlistarflutning milli atriða ann- ast félagar úr íslensku hljómsveit- inni og í lokin leika Jónas Þórir og Graham Smith saman á píanó og fiðlu. Sjálfboðaliðar sem unnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn við Alþingis- kosningarnar 23. apríl eru sérstaklega boðnir í Opna húsið. Veitingar verða fram bornar í Valhöll og er húsið opið til klukk- an sex. IGNAN0 BÝÐUR ÞIG VELKOMINN í 10. SINN CoasUathi Zaria

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.