Morgunblaðið - 03.05.1983, Page 14

Morgunblaðið - 03.05.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 Vetrarvertíðin um mánaðamótin: Heimaey VE aflahæst með 1.025 lestir — Afli víðast talsvert minni en í fyrra VETRARVERTÍÐ er nú að Ijúka og hefur hún víðast verið með lakasta móti. Hefðbundinn lokadagur er 15. maí, og er reiknað með að veiðum Ijúki þá, en sums staðar eru menn þegar farnir að taka upp net sín og búa sig undir aðrar veiðar. Það er aðeins í Vestmannaeyjum af hefð- bundnum vertíðarstöðvum, sem ver- tíðin nú nær meðallagi, annars stað- ar er hún slök, og í Grindavík er afli nú nálægt 40% minni en á sama tíma í fyrra. Hafrannsóknastofnun lagði á sínum tíma til, að hámarks- þorskafli á þessu ári skyldi vera 350.000 lestir, en sjávarútvegsráðu- neytið hefur heimilað 370.000 lesta Sótti slasað- an skipverja ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar, TF Rán, sótti á sunnudagsmorgun slas- aðan skipverja um borð í togarann Ými, sem var staddur um 745 sjómfl- ur suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan fór af stað um sexleytið og var komin aftur að Borgarspít- alanum rúmlega átta. Skipverjinn slasaðist illa á hendi. afla. Að vertíð lokinni verða tillögur Hafrannsóknastofnunar yfirfarnar að nýju og samkvæmt þeirri niður- stöðu verður tekin ákvörðun um hvort breyting verður á þeim. Aflahæsti báturinn á vertíðinni um síðustu mánaðamót var Heimaey VE með 1.025 lestir og var það eini báturinn, sem kominn var yfir 1.000 lestir. Þrír bátar voru þá komnir með 900 lestir eða meira, Friðrik Sigurðsson ÁR með 981 lest, Jón á Hofi ÁR með 928 lestir og Suðurey VE með 901 lest. Á Höfn í Hornafirði voru komn- ar rúmar 7.280 lestir á land þann 26. apríl síðastliðinn í 809 veiði- ferðum eða 9.617 kíló að meðaltali í veiðiferð. Á sama tíma í fyrra var aflinn alls rúmar 9.519 lestir í 832 veiðiferðum eða 11.442 kíló að meðaltali. Nú eru margir bátar að taka upp netin og byrjaðir að und- irbúa humarvertíð eða veiðar í fiskitroll. Aflahæstu bátar hjá KASK eru Garðsey SF með 640,9 lestir, Sigurður ólafsson SF með 534,5 lestir, Steinunn SF með 522 lestir og Lyngey SF með 503,1 lest. Af bátum, sem leggja upp hjá Stemmu eru aflahæstir Heinaberg SF með 398,9 lestir, Skálafell SF með 384,3 lestir, Magnús NK með Eyjabátar á leið til hafnar. MorgnnbUM*/ Sigurgeir. 365,8 lestir og Þórir SF með 352 lestir. I Vetsmannaeyjum er vertíðin í meðallagi og er afli í troll að glæð- ast, en einhverjir eru byrjaðir að taka upp netin og huga að öðrum veiðum. Aflahæstu netabátar eru Heimaey VE með 1.025 lestir, Suð- urey VE með 901 lest, Sighvatur Bjarnason VE með 862 lestir og Valdimar Sveinsson VE með 825 lestir. Aflahæstu trollbátar eru Huginn VE með 695 lestir, Frár VE með 680 lestir og Helga Jóh. VE með 636 lestir. í Þorlákshöfn er afli á vertíð- inni nú talsvert lakari en á sama tíma í fyrra og einnig munar miklu um það, að minna veiðist af þorski nú en þá. Þar eru aflahæstu netabátarnir Friðrik Sigurðsson ÁR með 981 lest, Jón á Hofi ÁR með 928 lestir og Húnaröst með 792 lestir. Af trollbátum eru hæst- ir Stokksey ÁR með 850 lestir, Freyja RE með 830 lestir og Guð- finna ÁR með 762 lestir. í Grindavík hefur afli nú dreg- izt saman um nálægt 40% miðað við vertíðina í fyrra, en afli er nú að glæðast hjá trollbátum. Hljóðið er heldur slæmt í mönnum þar, en flestir ætla sér þó að þrauka að minnsta kosti til 10. þessa mánað- ar. Aflahæstu bátar eru Gaukur GK með 680,9 lestir, Hrafn GK með 565,4 lestir, Hrungnir GK með 565 lestir og Hópsnes GK með 546,3 lestir. í Ólafsvík höfðu um mánaða- mótin borizt 9.900 lestir á land, en á sama tíma í fyrra var aflinn 10.300 lestir. Fiskirí hefur verið tregt þar að undanförnu en aflinn er meiri nú vegna þess, að fleiri bátar stunda nú róðra frá ólafsvík en í fyrra. Eru menn því farnir að huga að því að hætta á netunum og búa sig undir humarvertíð eða fara á fiskitroll. Aflahæstu bátar í Ólafsvík voru um mánaðamótin Gunnar Bjarnason SH með 759 lestir, Garðar 11 SH með 576 lestir og Jón Jónsson SH með 557 lestir. ADUIOVOX — BINATONE Hjá okkur getur þú gert ótrúlega hagstæð kaup á hljómflutningstækjum í bílinn! AUDI0V0X AVX-680 Magnari 50 RMS.W. Mjög fullkomid Dolby-kerfi. Seg- ulband, útvarp FM og MW. 30% afaláttur. Verö áður: 12.630.- Verö nú: 8.840.- AMP-600 Magnari 60 RMS.W. Tónjafnari. 15% afsláttur. Verö áöur: 2.990.- Verö nú: 2.540.- UC-10 Segulband, hraöspólun áfram. Tónstillir. Balance still- ir. Verð: 1.980.- BINAT0NE Pacific Útvarp með LW og MW, fast stöðvarval. Verö með hátalara: 1.535.- SAHARA Magnari 14 RMS.W. Segulband, útvarp meö FM-MW- LW. Verö meö tveimur hátölurum: 4.300.- BTO " wm—■ fHMPUPtHSht-dtm J ■HWBKmmm, MW LW *'*•"* OT*T» « V THUNDERBIRD Útvarp meö LW og MW. Verö meö hátalara 1.160.- AUDI0V0X tmmmmnmm .....;_ mmm AVX-685 Magnari 45 RMS.W. Tónjafnari. Útvarp FM-MW. 30% afsláttur. Verö áöur: 11.580.- Verö nú: 7.990.- AMP-500 Magnari 50 RM8.W. Tónjafnari. 15% afaláttur. Verö áður 2.290.- Verö nú: 1.947,- C-988 Segulband. Hraðspólun í báöar áttir. Tónstillir. Bal- ance stillir. Veró: 2.960.- Al/t ti/ h/jómflirtnings fyrir: HE/M/L/O - B/L/NN OG D/SKÓTEK/O ARMULA38 Selmula megin 106 REVKJAVIK S'MAR 3H33 83177 POSTHOLF 1366

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.