Morgunblaðið - 03.05.1983, Side 43

Morgunblaðið - 03.05.1983, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 23 Stuttgart olli vonbrigðum og átti aldrei möguleika Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Mbl. í Hamborg: ÞRJÁTÍU og þrjú þúsund áhorf- endur voru mættir á Volkspark Stadion til að horfa á viðureign Hamburger og Stuttgart i Bund- esligunni á laugardag. Mjög gott veður var á meðan leikurinn fór fram; 15 stiga hiti og logn. Þaö kom fram strax í upphafi leiksins aö liö Stuttgart, meö sex framsækna leikmenn, virtist ætla aö taka litla áhættu í leik sínum. Liöiö lék mjög vel skipulagöan varnarleik og virtist ætla aö reyna aö halda ööru stiginu í leiknum. Eftir rólegar þreifingar á báöa bóga fyrstu 20 mínútur leiksins þar sem lítil hætta skapaöist, fóru leikmenn Hamborgar aö gera sér grein fyrir því aö mótstaöan var minni en þeir höfðu gert ráö fyrir og tóku þeir þá leikinn í sínar hendur. Á 21. mínútu átti Jakobs stór- hættulegan skalla aö marki Stutt- gart en Gruniger varöi val. Tveimur mínútum síðar var Kaltz brugöiö illa inn í vítateig og bjuggust flestir viö vítaspyrnu, en dómarinn dæmdi ekkert. HSV — Stuttgart 2:0 Á 25. mínútu átti Hamborg sitt besta marktækifæri í fyrri hálf- leiknum. Hartwig átti þrumuskalla af stuttu færi en Gruniger varöi meistaralega vel. Hamborg tókst ekki aö skora í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir nokkra pressu. Vörn Stuttgart meö þá Förster-bræöur sem sterkustu menn lék mjög vel. Stuttgart átti fáar sóknir í fyrri hálfleiknum og sér í lagi voru framlínumenn liösins daufir, og bitlausir. Staöan i hálf- leik var því 0—0. Leikmenn Hamborg réöu lögum og lofum á vellinum í síöari hálf- leiknum, og lá mark þeirra í loftinu. Þaö kom svo á 58. mínútu. Thom- as Von Heesen náöí aö pota bolt- anum í netiö eftir hornspyrnu. Frekar ódýrt mark og nokkur heppnisbragur á því. Mínútu áöur en markið kom var greinilegri víta- spyrnu sleppt. Rolff var brugöiö inn í vítateig Stuttgart og ekkert annaö en víti var hægt aö dæma, en dómaranum yfirsást illa. Þegar brotiö var sýnt hægt í sjónvarpinu eftir leikinn voru allir á einu máli um aö um víti var að ræöa. Síðara mark Hamborg skoraöi svo miöjuleikmaöurinn Felix Mag- ath sem var besti maður vallarins. Á 67. mínútu fókk hann góöa sendingu og afgreiddi boltann viöstööulaust meö miklu þrumu- skoti meö vinstra fæti beint í netiö. Þaö veröur aö segjast eins og er aö lið Stuttgart olli miklum von- brigöum í þessum leik. Leíkmenn virtust bera mikla viröingu fyrir mótherjum sínum og náöu aldrei aö skapa sér verulega hættuleg marktækifæri. Var mikill munur á liðunum í þessum leik. Ásgeir Sig- urvinsson náöi sér ekki á strik í leiknum frekar en aörir. Hann vann mjög vel á vellinum en góöar sendingar hans til framherjanna fóru flestar forgörðum, þar sem illa var unnið úr þeim. Ásgeir fær 4 j einkunn í þýsku blööunum eftir leikinn, sem er ekkert sérstakt. Sagt eftir leikinn: „Með þessum ósigri höfum við misst af meistaratitlinum" — sagði Benthaus þjálfari Stuttgart Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, Hamborg: Á BLAÐAMANNAFUNDI eftir leik Hamborg og Stuttgart höföu þjálfarar liöanna þetta aö segja um leikinn og leikmenn sína; Benthaus þjálfari Stuttgart: — Meö þessum ósigri höfum viö misst af lestinni og eigum viö nú ekki lengur neina möguleika á meistaratitli í „Bundesligunni“ í ár. Þaö er mér mikið áhyggjuefni hversu illa okkur gengur í mikil- vægum leikjum í deildarkeppn- inni. Við höfum verið í fremstu röö og átt góöa möguleika á efsta sætinu en þegar kemur aö stórleik, þá missum viö flugið og náum okkur ekki á strik. — En nú stefnum vlö á það eitt aö tryggja okkur sæti í Evr- ópukeppninni fyrir næsta keppn- istímabil. Ernst Happell þjálfari Hamburg: — Liö Stuttgart lék mjög skipulega í þessum leik, en ég átti von á meiri mótspyrnu þar sem þetta var þeirra síðasta hálmstrá til aö vinna titilinn í ár. Vörn liösins var sterk, en í þess- um leik voru leikmenn Hamburg- er þeim fremri á öllum sviöum . knattspyrnunnar og veröskuld- uðu sigur. Viö erum á réttri leiö og munum berjast af fullum krafti til þess aö verja titilinn í ár og jafnframt stefnum viö aö sigrl í Evrópukeppni meistaraliöa í Aþenu. • Ernst Happell þjálfarí Ham- burger er ánægður með sina menn. • Benthaus þjálfari Stuttgart hefur áhyggjur af því hversu illa lið Stuttgart leikur í míkilvægum leikjum deildarkeppninnar. • Rudi Völler skoraði þrjú mörk gegn Fortuna DUsseldorf og er nú markahæsti leikmaðurinn (1. deild í V-Þýskalandi — hefur skoraö 23 mörk. Völler hefur fengið gífurlega há tilboð frá liðum á Ítalíu og ekki er ólíklegt aö hann leiki þar innan fárra ára ef fer sem horfir. • BurgsmUller ásamt eiginkonu sinni og börnum. Hann er einn af markahæstu leikmönnum f þýsku „Bundesligunni“. Hvað tekur nú viö hjá honum? Staóaní Þýskalandi Staten í 1. deild í V-Þýskalandi Hamburger SV Werder Bremen Bayern MUnchen VFB Stuttgart 1. FC Köln 1. FC Kaiaeralautern Borussia Dortmund Eíntracht Frankfurt 1. FC NUrnberg Arminia Bielefeld UFL Bochum Braunschweig Fortuna DUaseldorf Mönchengladbach Bayer 04 Leverkusen Hertha BSC Berlin Karlsruher SC Schalke 04 29 16 11 2 66:28 43 29 19 5 5 63:34 43 29 16 9 4 67:23 41 28 15 7 6 64:38 37 29 14 9 6 60:35 37 29 12 12 5 49:35 36 29 15 5 9 64:44 35 29 11 5 13 43:42 27 29 10 6 13 39:57 26 28 10 5 13 37:57 25 29 7 11 11 33:41 25 29 7 10 12 32:51 24 29 8 8 13 47:70 24 29 9 4 16 48:51 22 29 7 8 14 35:59 22 29 5 9 15 35:52 19 29 6 6 17 34:73 18 29 5 6 18 37:63 16 • Karl-Heinz Feidkamp sem rekinn var frá Borussia Dortmund. Þar fékk hann 18.000 mörk í laun á mánuði, en nú hefur hann tekið viö þjálfum Armenia Bielefeld, þar sem hann fær 12.000 mörk á mánuði. Dortmund þurfti aö greiöa honum 100.000 mörk til aö láta hann hætta hjá félaginu. „Rekið stjórnina" hrópa áhorfendur ÞAD gengur afar illa hjá liöi Borussia Dortmund um þessar mundir í 1. deild. Eftir aö liöið rak þjálfara sinn Karl-Heinz Feldkamp, hefur allt gengið á afturfótunum og liöið á nú litla sem enga möguleika á aö ná sæti í Evrópukeppni næsta ár. Þá hefur fyrirliöa liðsins og ein- um besta manni þess um langt árabil, Manny BurgsmUller, ver- ið vikið úr liöinu þar sem hann setti sig mjög upp á móti stjórninni en þjálfarinn Feld- kamp var rekinn. Nú er Burgs- múller til sölu hjá liðinu fyrir aö- eins 200 þúsund mörk. Burgs- mUller hefur fengið lögfræöing í lið með sér og heimtar að fá aö spila en um síöustu helgi var hann ekki einu sinni á bekkn- um. Hann fær ekki aö mæta á æfingar. BurgsmUller ætlar sér að stefna stjórn félagsins fyrir vinnubrögöin gagnvart sér. Á meöan á öllu þessu stendur hrópa áhorfendur á leikjum fé- lagsíns í stórum kór: „Rekiö stjórnina, viö viljum BurgsmUII- er.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.